Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 28
frjúlst, áháð dagMað FÖSTLJDAGUR 21. SEPT. 1979. Deilan um uppsagnimar í Þjóðleikhúsinu leyst: Þjóðleik- hússtjóri hjó Olíuviðskiptanefnd: TVEIR NEFNDARMENN NEITA AÐ FARATIL MOSKVU —Yiðskiptaráðherra fer ekki heldur þrátt fyrír áskoranir samráðherra „Viðskiptaráðherra bað mig að fara til oliuviðræðnanna við Rússa, en ég hafnaði því. Þcssi beiðni barstá sama tima og sildarflotinn er bundinn við bryggjur vegna deilna og auk þess vorum við i oliuviðskipta- nefnd aldrei skipaðir til að gera viðskiptasamninga,” sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ og fulltrúi sjálfstæðismanna i oliuviðskiptanefnd, í viðtaii við DB t gær. ,,Til stóð að fjölga i samninga- nefndinni -og spurði ráðhera mig hvort ég vildi fara, en ég hafnaði því. Það er mitt mat að þeir menn sem staðið hafa að þessum samningum i mörg undanfarin ár séu þvi starfi fullkomlega vaxnir,” sagði Björgvin Vilmundarson bankastjóri, fulltrúi Alþýðuflokksins i nefndinni í viðtali við DB. Aðrir nefndarmenn eru Valúr Arnþórssón kaupfélagsstjóri, sem staddur er í Mexikó, Jóhannes Nordai seðlabankastjóri og lngi R. Helgason, lögfræðingur. Ekki náðist samband við þá til að kanna hvort þeim hafi verið boðið til fararinnar. Ljóst er að þeir fara ekki þar sem viðræðunefndin var skipuð síðdegis í gær. Þórhallur Asgeirjson, ráðuneytis- sjóri verður formaður hennar og aðrir nefndarmenn forstjórar oliu- félaganna þriggja og skrifstofustjóri Olis. Ráðherrar Álþýðuflokks og Fram- sóknarflokks lögðu hart að viðskiptaráðherra, Svavari Gestssyni, á ríkisstjórnarfundinum í gær að fara með nefndinni til Rússlands, þar sem svo mikið sé i húfi. Svavar telur ekki þörf á þvi þar sem viðræðurnar séu ekki á ráðherraplani, a.m.k. ekki í fyrstu og för nefndarinnar hafi verið vel undirbúin. í gær greindi DB frá gagnrýni margra stjórnmálamanna á þann þátt undirbúningsins að skipa nefndina ekki fyrr en rétt fyrir förina nú um helgina. .GS. 1979 1979 19 77 iif.íKb Meðvitundarlaus ogílífshættu Litla telpan sem í fyrrakvöld var flutt úr brennandi húsi við Veghúsastíg var enn í morgun meðvitundarlaus. Telpan fékk ekki brunajár í óhappinu en alvar- lega reykéitrun. Hún er talin í lífs- hættu. -A.St. Þjóðleikhússtjóri ræður menn til starfa og í samræmi við það segir hann einnig upp starfsmönnum. Um það er ekki ágreiningur. Hins vegar þótti leik- urum miður að i uppsagnarbréfum skyldi vitnað i tiltekin atriði í samning- iUtn félagsins við leikhúsið, enda nauðsýn þess ekki ljós. | Taldi þjóðleikhússtjóri eftir atvikum jrétt að virða þau sjónarmið. Gerði 'hann það síðan formlega í bréfi. Uppsagnirnar eru að öðru leyti óbreytt- ar og gildar samkvæmt lögum og reglum. -BS. Dýrsprettur við götuljósin Það borgarsig sjaldnast að keppa við umferðarljósin þó það geti munað nokkrum sekúndum ef vel tekst til. Ung stúlka með glænýtt bílpróf fór flatt á þessu í gærkvöld á mótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Hún steig á bensínið og ætlaði að ná beygj- unni niður Hofsvallagötu. Bíllinn skrensaði til og lenti síðan á vegg. Öku- maður og jafnaltíra hennar voru báðar jfluttar í slysadeild, en eru litið mciddar. Bíllinn er talinn nær því að vera ónýtur en heill. A.St./DB-mynd Sveinn. Djákni vígður íGrensássókn — í annað sinn er biskup vígirdjákna Biskup íslands vigir á sunnudag Örn Bárð Jónsson til djáknaþjónustu i Grensássöfnuði í Reykjavík. Þetta er öðru sinni er biskup vígir djákna, en árið 1961 var Einar Einarsson vígður til djáknastarfa í Grimsey. Örn Bárður sagði í morgun, að þetta yrði sjálfboðastarf hjá honum, a.m.k. til að byrja með, en hans draumur væri að djáknastarfið yrði hálft starf, e.t.v. á næsta ári. Djákni aðstoðar sóknarprest, sr. Halldór Gröndal, predikar, húsvitjar og innir af hendi margs konar þjónustu og sálgæzlu. „Þetta hefur staðið til í nokkra mánuði,” sagði Örn, ,,en starfið hefur lengi verið minn draumur.” örn Bárður Jónsson er tæplega þrítugur að aldri. Kona hans er Bjarnfríður Jóhannsdóttir og eiga þau fjögur börn. Þau hjónin hafa verið mjög virk í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem starfað hefur mikið innan vébanda Grensássafnað- ar. -JH. Örn Bárður Jónsson, er vígöur verð- ur til djáknaþjónustu í Grensássókn á sunnudag. DB-mynd RagnarTh. 1978 1979 I Tryggingar íslenzkra fyrirtækja eriendis lögbmt: Ekkert íslenzkt fyrir- tæki hefur mht leyfi” —segirráðherrann en samtganga lögbrotin fyrirsigígegnum alltkerfíð „Nei, það er hreint og klárt mál, ekkert íslenzkt fyrirtæki hefur fengið leyfi mitt til að tryggja eignir sínar að einhverju eða öllu leyti erlendis,” sagði Magnús Magnússon trygginga- málaráðherra i viðtali við DB í gær. Viðtað er og viðurkennt af for- svarsmönnum Eimskips og Olíufé- lagsins Skeljungs að þau fyrirtæki tryggja eignir srnar erlendis — og kveðast ýmist gera það með vitneskju eða leyfum þar til bærra yfirvalda. í lögum sem staðfest voru vorið 1978 er svo kveðið á að ekkert fyrir- tæki megi tryggja erlendis nema með leyfi ráðherra og að fenginni umsögn Tryggingaeftirlits ríkisins. Hvaðan leyfi Eimskips og Skeljungs eru fengin er því ekki ljóst eftir afdráttar- lausa neitun tryggingamálaráðherra. Grunur leikur á að fleiri fyrirtæki séu einnig sek um brot á lögunum um tryggingar hér heima „nema með leyfi ráðherra” og koma þá Flug- leiðir og ýmis dóttur- og systurfélög þess til greina. Með þvi að tryggja erlendis losna félögin t.d. við sölnskatt af trygg- ingaiðgjöldum, og eru því sek um skattsvik auk brota gegn lögum um tryggingar. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans tjáði DB að þar væri ekki til sundur- liðun á tryggingum eigna íslenzkra fyrirtækja erlendis og t.d. trygging- um vörusendinga. Þar var öllum upp- lýsingaleiðum um málið lokað. Vísað var á Gjaldeyrisnefnd bankanna. Báðir yfirmenn Gjaldeyrisnefndar bankanna voru í fríum í gær og undirmenn eða ritarar ekki tiltækir. Þar var því engar upplýsingar að fá um yfirfærslur. Ljóst er að gjaldeyrisyfirvöld geta með yfirfærslubanni stöðvað trygg- ingalögbrotin með neitun á yfir- færslu fyrir iðgjöldum. Það hefur ekki verið gert, fyrst tryggingarnar eiga sér stað. Ef leyfi er fengið til þess að tryggja erlendis — sem ekki er í ráðherratíð núverandi tryggingamálaráðherra — þá ber að greiða gjald til Trygginga- eftirlitsins. Yfirmaður þess eftirlits er erlendis en hann hefur áður lýst þvi yfir í DB að hann hafi aldrei fengið til umsagnar umsókn um tryggingu erlendis, eins og honum ber þó að fá, ef leyfisumsókn er á dagskrá. Vænt- anlega hafa því engar tekjur runnið til Tryggingaeftirlitsins vegna leyfa til trygginga erlendis. Tryggingarnar erlendis geta því hér eftir sem hingað til átt sér stað í blóra við íslenzk lög, nema einhverjar emb- ættismannadeildir grípi í taumana — svo ekki sé talað um ríkissaksóknara, æðsta vörð íslenzkra laga. -A.St. á hnútinn Vegna orðalags i tveim uppsagnar- bréfum reis deila með samtökum leik- ara og þjóðleikhússtjóra. Nú hefur þjóðlei khússtjóri, Sveinn Einarsson, afturkallað með bréfi þá tilvitnun í samninga sem deilan reis af. Er því sú deila úr sögunni, að sögn heimildar- manns DB. 1978 1978 1978

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.