Dagblaðið - 05.10.1979, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐiÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979.
Hárgreiðslustofan
DESIREE (Femina)
Laugavegi 19 — Sími 12274
OPIÐ
FRÁ9-6
LAUGAR
DAGA
9-2
LITANIR
TÍZKUPERMANENT
LAGNINGAR
LOKKALÝSINGAR
KLIPPINGAR
BLÁSTUR
NÆRINGARKÚRAR
O.FL.
Rekstrarstyrkir
til sumardvalarheimila
í fjárlögum fyrir árið 1979 eru veittar 2,5 millj. kr. til
rekstrar sumardvalarheimila og vistheimila fyrir börn úr
bæjum og kauptúnum.
Styrkir þessir eru einkum ætlaðir félagasamtökum, sem
reka barnaheimili af framangreindu tagi.
Umsóknir um styrk af fé þessu vegna rekstrarins 1979
skulu sendaf ráðuneytinu, ásamt upplýsingum um tegund
heimilis, tölu dvalarbarna og aldur, dvalardaga samtals á
árinu miðað við heils dags vist, fjárhæð daggjalda, upplýs-
ingar um húsnæði (stærð, búnað og aðra aðstöðu) og upp-
lýsingar um starfsfólk (fjölda, aldur, starfsreynslu og
menntun). Ennfremur fylgi rekstrarreikningur heimilisins
fyrirárið 1979.
Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, en umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu
fyrir 30. nóvember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið,
3. október 1979.
Brunahanar
Vatnsveita Reykjavíkur vill, að gefnu tilefni, benda á að öll-
um öðrum en Slökkviliði Reykjavíkur við skyldustörf og
starfsmönnum vatnsveitunnar er stranglega bannað að
taka vatn úr brunahönum.
Vegna frosthættu hafa brunahanar verið vatnstæmdir
fyrir veturinn. Vatnsveitan vill benda á, að hver sá sem
nota bi unahana ánleyfis getur orðið vaidur að eignatjóni
og skapað margvíslegar hættur.
Vatnsveita Reykjavíkur.
Cfj TIL BARNA 0G
UNGUNGA
Ráðgert er að gefa út bók er beri heitið ÍSLENSK BÖRN
Á BARNAÁRI, með efni eftir börn og unglinga 16 ára og
yngri. Framkvæmdanefnd alþjóðaárs barnsins beinir þeirri
ósk til ykkar sem eruð á þessum aldri að senda nefndinni
efni, sem lýsi daglegu lífi ykkar og skoðunum á því hvernig
er að vera barn á íslandi núna. Ráðgert er að framlag
ykkar verði efniviður bókarinnar.
Dæmi um efni: Hvernig er heimur ykkar? Hverju munið
þið reyna að breyta þegar þið eruð orðin stór og ráðið
málum? Við hvað unið þið ykkur best? Hvað leiðist ykkur?
Hvað hafið þið gert á barnaárinu? Hvernig er: barnaheimil-
ið, skólinn, fjölmiðlar? Hvernig er heima? Hvað gleður
ykkur eða hryggir? Hverju reiðist þið helst? Hvernig viljið
þið hafa heiminn?
Frásagnir ykkar mega vera langar eða stuttar, jafnvel
örstuttar og myndskreyttar hjá þeim sem hafa gaman af að
teikna. Þær mega vera í formi ritgerðarjjóðs, sögu eða leik-
rits, sem þið semjið ein eða fleiri saman.
Ef vel tekst til getur bókin orðið öllum sem ráða málum
ykkar á einhvern veg, til umhugsunar og hjálpar og jafnvel
ykkur sjálfum þegar þið verðið fullorðin og þurfið að taka
mikilvægar ákvarðanir sem varða.börn.
Sendið efni til framkvæmdanefndar alþjóðaárs barnsins,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 24. október 1979,
merkt einhverju dulnefni og fæðingarári höfundar, en nafn
fylgi með í lokuðu umslagi. Verðlaun verða veitt, þátttak-
endur mega gera tillögur um verðlaun.
Spilverk þjóOanna bregður sér í gervi fjölskyldunnar, Valda, Línu og Einbjörns, í nýjum sjónvarpsþætti, Bráðabirgðalíf.
Nýrsjónvarpsþáttur:
BRÁÐABIRGÐALÍF
SPILVERKSINS
Nýlega er lokið gerð sjónvarpsþáttar
með Spilverki þjóðanna. Spilverk þjóð-
anna, skipað þeim Valgeiri Guðjóns-
syni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur (Diddú)
og Sigurði Bjólu, sendtr frá sér plötu
nú fyrir jólin sem nefnist Bráðabirgða-
líf. Sjónvarpsþáttur þeirra mun bera
sama nafn og platan og blandast i
honum bæði tónlist af plötunni og lát-
bragðsleikur þeirra þremenninga.
Textar á Iögum plötunnar fjalla í
samhengi um eina fjölskyldu, Valda og
Línu og son þeirra Einbjörn. Þau eru
nýflutt að vestan í nýtt hverfi í höfuð-
borginni. Valdi vinnur á skafara og
Lína í pökkunarvinnu. Einbjörn er
unglingur eins og gengur og gerist,
ósköp venjulegur.
í þættinum eru lögin leikin. Þau þrjú
— Diddú, Valgeir og Sigurður —
bregða sér i gervi fjölskyldunnar. Hluti
af þættinum var tekinn upp i stúdiói en
einnig var kvikmyndað á Hlemmi, i
spilakassa-sjoppum og hér og þar á'
götum bæjarins, að sögn Þráins
Bertelssonar upptökustjóra.
Spilverkið hefur unnið að gerð plöt-
unnar síðari hluta sumars, en þau
Diddú og Valgeiríeru nú á förum til
náms erlendis. Diddú fer til Englands
og Valgeir til Noregs. Sigurður mun
aftur á móti vera hér heima í vetur. Að-
spurður hvort fleira væri að vænta frá
Spilverkinu á næstunni, sagði Valgeir:
,,Við höfum ekki hugsað okkur ncitt
fleira i bili, látum aðeins hverjum degi
nægja sína þjáningu.”
Spilverkið gaf út plötu sína, ísland,
fyrir ari og Bráðabirgðalíf verður þvi
önnur plata þeirra frá þvi að Egill
Ólafsson hætti með þeim. Áður hefur
einn sjðnvarpsþáttur verið gerður með
Spilverkinu aðsögn Valgeirs og var það
árið 1975. Búizt er við að þátturinn
Bráðabirgðalíf geti birzt á skjánum í
nóvember, þá fjörutíu minútna langur.
-ELA.
Við upptöku ber margs að gæta, ekkert skal úr skorðum. Hér segir Þráinn Bertels-
son upptökustjóri þáttarins þeim Valgeiri, Diddú og Sigurði hvað betur megi fara.
Haraldur Þorsteinsson, sá er eitt sinn lék með Eik en nú með lirimkio, ser um
bassaleik á nýrri plötu Spilverksins. í þættinum fær hann öðrum hnöppum að
hneppa, þar bregður hann sér í gervi vinnumanns og smíðar af fullum krafti á
vinnupalli.
Þau virðast samhent, Valdi, I.ína og Einbjörn. Hér dansa þau hvað bezt þau geta, á inni- og strigaskóm.
DB-myndir: Árni Páll.