Dagblaðið - 05.10.1979, Qupperneq 15
14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979.
DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979.
4
19
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
7 atvinnumenn í lands-
leikinn gegn Pólverjum
l>að vcrða sjö atvinnumenn, scm
leika Evrópuleikinn t'yrir Ísland gegn
Pólverjum i 4. riðli á miðvikuda)>inn í
Krakau. Síðasti leikur íslands í riðlin-
um oj> ef að líkum lætur mjög erfiður
því Pólverjar eru mjög sterkir. I.ands-
liðsncfnd KSÍ tilkynnti i gær val sitt.
I>að eina, sem kemur á óvart er að
Ólafur Sigurvinsson, sem leikur mcð
Searin)> i Bclf*íu, er i landsliðshópnum á
ný eftir tvcgiya ára fjarveru. DB fagnar
því en Ólafur hefur leikið mjö(> vel að
sö|>n að undanförnu oj> er í hópi al-
he/lu hakvarða, sem ísland hefur átt.
Þcssir leikmenn eru i landsliðshópn-
um — lyrri landsleikir i svigum.
t>orsteinn Bjarnason (5), La
Louviere, Ársæll Sveinsson, (0), IBV,
Árni Sveinsson (24), ÍA, Ásgeir Sigur-
vinsson (24), Standard, Atli Eðvalds-
son (16), Val, Dýri Guðmundsson (3),
Val, Jóhannes Eðvaldsson (31), Celtic,
Karl Þórðarson (9), La Louviere, Mar-
teinn Geirsson (44), Fram, Ólafur
Sigurvinsson (30), Searing, Pétur
Pétursson (8), Feyenoord, Sigurlás
Þorleifsson (2), Viking, Teitur Þórðar-
son (31), Öster, Örn Óskarsson (7),
ÍBV, Trausti Haraldsson (3), Fram, og
Sigurður Halldórsson (0), ÍA.
Eitt slerkasta lið — að minnsta kosti
á pappirnum — sem Island hcfur stilll
upp. Ánægjulegt að Pétur og Teitur
skuli vera með á ný. Ef að líkum lætur
verða allir sjö atvinnumennirnir með i
byrjun í Krakau — annars væri ekki
verið að kalla þá til Póllands. Liklegj
uppstilling er því Þorslcinn, Ólafur,
Örn, Jóhannes, Dýri, Marteinn,
Ásgeir, Atli, Karl, Teitur og Pétur.
Ef að likum lætur jafnar Marteinn
landsleikjamet Matthíasar Hallgrims-
sonar, ÍA, sem er 45 leikir — og þeir
Ásgeir og Árni stefna á gullúr KSÍ, sem
veitt er fyrir 25 landslciki.
Ellert B. Schram, formaður KSÍ,|
verður aðalfararstjóri en aðrir í farar-|
stjórn eru Helgi Daníelsson, Bergþór;
Jónsson, Youri llitchev, landsliðsþjálf-;
ari, Jóhann Ólafsson, Kjartan Traustij
Sigurðsson og
sjúkraþjálfari.
Halldór Matthíasson
l
Mikið átak hjá KKI í
kennslumálum ívetur
í dag kl. 18 hefst A-stjgs námskcið i
Körfuknattleik á vegum KKÍ og verður
kennt í Vörðuskóla. Mcð þessu nám-
skeiði cr farið af stað með kennsluher-
ferð á vegum KKÍ. Mikið hefur vantað
á undanfarin ár að kennslu- og
fræðslumál KKÍ hafi verið í lagi og
þessi herferð er því hugsuð til að gera
bragarbót á.
Körfuknattleikssambandið boðaði i
siðustu viku til blaðamannafundar og
þar var vetrarstarfið kynnt fyrir blaða-
mönnum. íslandsmólið mun hefjast
13. október með lcik Njarðvikinga og
ÍR kl. 14. Síðan leika Fram og Valur og
KR og ÍS í fyrstu umferðinni.
Mikill fjöldi útlendinga er nú kom-
inn í körfuknattleikinn hérlendis og
auk útlendinganna sex sem leika með
úrvalsdeildarliðunum munu sex til við-
bótar leika með liðum í I. deildinni i
vetur. Ármann, Keflavik, Grindavik,
Vestmannaeyjar og Borgarnes niunu
öll tefla fram útlendingum í vetur.
Það hefur verið starfsemi KKÍ mikill
fjötur um fót á undanförnum árum að
erfitt hcfur verið að fá menn til starfa
lyrir sambandið. Nú virðist hins vegar
svo að mikil breyting sé að verða. ,,Við
t’áum nú marga menn til starfa sent
nýverið hala lagl skóna á hilluna og
það er af sent áður var," sagðis Stefán
Ingólfsson, formaður KKÍ. „Sent
dænii um þetta ntá nefna að Einar
SIGURSÆLIR
FRAM-STRÁKAR
5. flokkur A og B hjá Fram var
mjög sigursæll i sumar. Drengirnir
brifsuðu til sín 6 bikara af 7 sem
þeir kepptu um. Aðiins sá stærsti, í
Islandsmótinu, gekk þeim úr
greipum. Þeir unnu Reykjavíkur-
mótið innanhúss, Reykjavikur- og
Haustmót í 5. fl. A., Rcykjavíkur-
og miðsumarsmót i 5. fl. B og auk
þess innanhússmót UMKK. Hér að
neðan sjást strákarnir galvösku
með bikarana sína scx.
Efsta röð til vinstri: Eyjólfur
Bergþórsson liðstjóri, Lúðvík Þor-
geirsson. Jónas Þorvaldsson,
Styrmir Jóhannsson, Elliði Hreins-
son, Garðar Olafsson Ólafur Þór
Vilhjálmsson, Þór Björnsson,
Róbert Örn Sigurðsson, Andri
Laxdal, Þórður Lárusson, þjálfari,
og Kristinn Atlason liðstjóri.
Miðröð frá vinstri: Ólafur Orra-
son, unglinganefndarmaður,
Finnur Sigurðsson, Hergeir Elias-
son, Bjarni Jakob Stefánsson,
fyrirliði, Jónas Björnsson Jóhannes
Felixson, Vilbergur Sverrisson, Páll
Grímsson, Jóhann Ómarsson, Jón
F.inar Ásgeirsson, Ólafur Björnsson
og Eiríkur Stephensen.
Ncðsta röð til vinstri: Kristinn
Þórarinsson, Vilhjálmur Jónsson,
Arnar Júlíusson, Þórður Gíslason,
Þórður Guðjónsson Gunnlaugur
Ólafsson, Jón Pétursson, Pdll
Jóhannsson, Þórhallur Víkingsson
og Sverrir Sigurðsson. Á myndina
vantar Kristin Jörundsson þjálfara.
Bollason er landsliðsþjálfari og lands-
liðsnefndin cr skipuð mönnum sem
allir eru til þess að gcra nýhættir iðkun
körfuboltans. Ijað eru þeir Steinn
Sveinsson, Kristinn Stelansson og
Agnar Friðriksson.” Stcfán sagði cnn-
fremur: „Svo virðist sem mun fleiri
körfuknattleiksmenn skili sér lil starfa
fyrir KKÍ en áður og er það vcl.”
Annað sem gæti hugsanlega hamlað
slarfsemi KKÍ til að byrja með i vctur
cr fjárskortur og eiga félögin þar stóran
hlut að máli. Mörg þeirra skulda KKÍ
stórar upphæðir og lætur nærri að
skuldir félaganna til KKÍ nemi alll að
einni og hálfri milljón.
Mörg lclaganna hala hælt sér út i
mikla skuldasöfnun vegna erlendu
þjálfaranna og hefur reynzt erfitt að
gera skil við KKÍ. Nú hefur hins vegar
verið ákveðið að félögin fái ekki að
taka þátt i islandsmótinu á komandi
vetri nema útistandandi skuldir við
KKÍ hafi verið greiddar. Hætt er við að
þessi yfirlýsing komi illa við kaunin á
mörgum félögunum sem berjast í bökk-
um fjárhagslega. Þetta er þó vafalirið
rétt stefna hjá KKÍ og ekki á að liða
félögunum að leika i mótum skipu-
lögðum af KKÍ án þess að hafa greitt
sinar skuldir við sambandið.
Scm stendur er það þó kennslustarfið
sem KKÍ leggur hvað rikustu áherzluna
á. Þeir Einar Bollason og Gunnar
Gunnarsson hafa samið mikið nánts-
efni fyrir körfuknattleiksnámskeið KKÍ
og er ætlunin að hafa það til grund-
vallar við kennslu á komandi nám-
skeiðum. Fyrsta námskeiðið helst. eins
og áður er greint, i dag en siðat. meir er
ætlunin að halda fjöldann- all'an af
námskeiðum i vetur og m.a. mun Mark
Christensen verða KKÍ innanhandar
við kennslu.
Iþróttir
í)
Stefán Halldórsson, nýi lcikmaðurinn hjá Val úr HK.reynir art brjótast gegnum sterkan varnarvegg ÍR. SteindórGunnarsson lilhúinn á linunni.
l)B-m>nd Bjarnleifur.
Allt samkvæmt áætlun -
Valur og Víkingur í úrslit
Þá er enn einn úrslitaleikurinn í
handknattleik framundan hjá Val og
Viking, lirtunum, sem síðustu árin hafa
keppt til úrslita um nær alla meistara-
titlana, sem Reykjavíkurfélögin keppa
að. Valur sigraði ÍR með níu marka
mun í 2. umfcrö úrslitakeppni Reykja-
víkurmótsins i gær í I.augardalshöll, og
Víkingur vann Fylki með sjö marka
mun. Úrslitaleikurinn verður á sunnu-
dag kl. 19.45 en á undan leika Fylkir og
ÍR um þriðja sætið. Þá var einn leikur i
meistaraflokki kvenna í gærkvöld,
Valur og Víkingur gerðu jafntefli 17—
17. Tveimur af þremur umferðum cr
lokið þar. Fram hefur fjögur stig,
Valur þrjú, Víkingur eitt og KR ekkert.
í úrslitakeppninni i meistaraflokki
á Reykjavíkurmótinu í handknattleik
karla er tveimur umferðum af þremur
lokið. Staðan fyrir lokaumferðina er
þessi:
Vikingur 2 2 0 0 46—31 4
Valur 2 2 0 0 52—39 4
Fylkir 2 0 0 2 38—49 0
ÍR 2 0 0 2 32—49 0
íþróttir
Valur - IR 25-16
Valsmenn voru óvenju lengi að
komast i gang að þessu sinni — ÍR-ing-
ar veittu þeim vissulega harða mót-
stöðu og höfðu lengstum frumkvæðið í
fyrri hálfleiknum. Allar jafnteflistölur
voru upp i 5—5 en þá náði ÍR tveggja
marka forustu, 7—5 og 8—6 en Valur
jafnaði i 8—8. Síðan allar jafnteflis-
tölur upp í II —11. Þannig var staðan i
hálfleik. Leikurinn var fjörugur og
prúðmannlega leikinn — en varnar-
lcikur beggja liða slakur. Markvarzlan
eftir þvi.
I síðari háltleiknum stórbættu Vals-
menn varnarleik sinn og um leið brcytt-
ist markvarzla Brynjars Kvarans mjög
til hins betra. Eftir 10 mín. stóð 15—14
fyrir Val en þá hrundi leikur ÍR alveg.
Ekki stóð steinn yfir steini hjá liðinu og
áttu innáskiptingar nokkurn þátt i því,
auk þess, sem tveimur leikmönnum ÍR
var vikið af velli með stuttu millibili.
Valsmenn gengu á lagið. Skoruðu
næstu sjö mörk og staðan breyttist úr
15—14 i 22—14. Öruggur sigur Vals í
höfn og ÍR skoraði ekki mark i nær 15
minútur. Lokatölur 25—16. Landsliðs-
mennirnir Bjarni Guðmundsson og
Steindór Gunnarsson báru af i Vals-
liðinu i leiknum — en Sigurður Sverris-
son var allt i öllu hjá ÍR.
Mörk Vals skoruðu Stefán Halldórs-
son 7 — fimm víti — Bjarni 6, Steindór
4, Þorbjörn Guðmundsson 3, Gunnar
Lúðviksson 3, Stefán Gunnarsson og
Bjarni Björnsson eitt hvor. Mörk ÍR
skoruðu Sigurður 8/4, Hafliði Hall-
dórsson, 3, Pétur Valdimarsson 2,
Bjarni Bessason 2 og Bjarni Bjarnason
I.
Víkingur - Fylkir 22-15
Þrátt fyfir öruggan sigur lék Víkings-
liðið sinn slakasta leik í mótinu, þegar á
heildina er litið. Mikið kæruleysi ein-
kcnndi oft leik margra leikmanna
liðsins. Fimm vitaköst misnotuð, þar af
varði Jón Gunnarsson, markvörður
Fylkis, þrjú. Það vakti athygli að
hornamennirnir sterku hjá Viking,
Ólafur Jónsson og Erlendur Her-
'mannsson, voru langtimum hvildir.
Léku raunvcrulega litið meira en sinn
hvorn hálfleikinn.
Hins vegar kom hinn slaki leikur
Vikingsliðsins í heild ekki að sök fyrir
liðið — tveit leikmenn þess áttu
stórleik, bjnrguðu málunum fyrir
liðið. Kristján Sigmundsson varði frá-
bærlega i leiknum, m.a. tvö vitaköst og
Páll Björgvinsson sýndi gamla snilldar-
takta. Það var nóg til að sigra Fylki en
Fylkisliðið, undir stjórn Péturs
Bjarnarsonar, ætti að ná góðum ár-
angri i 2. deildinni i vetur.
Það var jafnræði framan af í leik
Víkings og Fylkis í gær — allar jafn-
teflistölur upp i 5—5. En þá tóku Vík-
ingar á sprett — skoruðu átta mörk
gegn tveimur siðari 15 mín. hálfleiks-
ins. Þar af fimm siðustu mörkin og
staðan i hálfleik 13—7. Úrslit ráðin.
Síðari hálfleik urinn var slakur —
spenna engin og helzl markvert, þegar
markverðir liðanna vörðu vítaköst á
vixl. Sex til sjö marka munur lengstum
— Víkingar komust mest átta mörkum
yfir, 21 — 13, en lokatölur eins og áður
segir 22—15.
Mörk Víkings skoruðu Páll 7/1,
Erlendur 4, Ólafur Jónsson 3, Þor-
bergur Aðalsteinsson 2, Árni Indriða-
son 2/1, Sigurður Gunnarsson 2/1,
Steinar Birgisson og Ciuðmundur Guð-
mundsson eitt hvor.
Mörk Fylkis skoruðu Guðni Hauks-
son 4, bráðefnilegur kornungur leik-
maður með mikinn skotkraft.
Ásmundur Kristinsson, sem áður lék
með Leikni og Viking, skoraði fjögur
mörk, eitt víti. Magnús Sigurðsson 2/1,
Ragnar Hermannsson 2, Óskar,
Gunnar Baldursson og Ögmundur
Kristinsson eitt hver.
- hsím.
Verðlauna-
peningar
fyrir flestar greinar íþrótta.
Erum fluttir að Auðbrekku
63, Kópav.
H/F
Símar: 43244
29090
Gervigras á aðalleikvang Laugardals?
AFTUR
Knatlspyrna á gervigrasi á lítið skylt við
þá knattspyrnu, sem við íslendingar þekkj-
um á grasvöllum — litið skylt við þá knatt-
spyrnu, sem leikin er um alla Evrópu. Nú
eru uppi háværar raddir ýmsra furustu-
manna íslenzku íþróttahreyfingarinnar að
leggja gcrvigras á aðallcikvang I.augardals-
vallarins. Að áliti undirrítaðs yrðu það
„mistök aldarinnar" í íþróttamannvirkja-
gerð á íslandi — og þó er af mörgu að taka
á því sviði hér á landi. Knattspyrna á gervi-
grasi er eitthvað í ætt við innanhúss-knatt-
spyrnu á 'stórum velli, þar sem leikmenn
lcika að mestu á strigaskóm — hraði að
vísu oft mikill, en ýmis atriði, sem gera
knattspyrnuna hvað mest heillandi, hverfa.
Rennsli i knöttinn hverfur alveg því leik-
menn hætta ekki á að skaðbrenna sig á
gervigrasinu. Hins vegar er sjálfsagt að
leggja gervigras á annan völl i Laugardal en
aðalleikvanginn.
Morgunblaðið birti i gær þá frétt að
íþróttaráð Reykjavikurborgar hefði ein-
dregði mælt með því og samþykkt að gervi-
gras yrði lagt á aðalleikvang Laugardals-
vallar. Sem belur fer var sú frétt ekki rétt.
DB ræddi við formann iþrótíaráðsins,
Eirik Tómasson. Hann sagði:
Áhugi hjá
ráðsmönnum
„Það hefur aðeins verið fjallað um þetta
mál óformlega í ráðinu. Það verður tekið
fyrir á fundi hjá íþróttaráðinu i dag og það
er rétt, að mikill áhugi er hjá nefndar-
mönnum að mæla mcð að gervigras verði
lagt á Laugardalsvöllinn. Við stöndum
frammi fyrir miklu vandamáli, þar sem
aðalleikvangurinn i Laugardal ber ekki
þann mikla lcikjafjölda, scm þar þarf að
fara fram. Völlurinn er nú nánast ónýtur.
Við vitum að i Norcgi eru nokkrir vellir
með gervigrasi, sem reynzt hafa vel, og
Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, sem
nýkominn er frá Bandaríkjunum, hefur
mælt með þvi að gervigras verði lagt á
aðalleikvanginn I Laugardal. Einnig Stefán
Kristjánsson, iþróttafulltrúi Reykjavíkur-
borgar.”
Hefur þú séð leik á gervigrasi? „Nei, það
hef ég ekki og við gerum ekkert i málinu
nema Knattspyrnusamband íslands sé því
meðmælt.”
Þetta voru orð formanns íþróttaráðs
Reykjavikurborgar. DB ræddi einnig við
Baldur Jónsson, vallarstjóra, sem manna
mest hefur barizt fyrir því að gervigras
verði lagt á Laugardalsvöll. Hann sagði:
„Ég er mjög hlynntur því að gervigras
verði lagt á aðalleikvang Laugardalsvallar,
einkum eftir það, sem gengið hefur á í
sumar. Ég hef séð leik á gervigrasi i Val-
halla í Svíþjóð og fannst hann skemmti-
legur og góður. Annars vil ég ekki frckar
tjá mig um málið fyrr en íþróttaráð hefur
fjallað uni það.”
Ókostirnir fleiri
Sá íslenzkur leikmaður sem mest hefur
leikið á gervigrasi er Guðgeir Leifsson, sem
er leikmaður með Edmonton i amerísku
knattspyrnunni. Venjulegur grasvöllur er
þó i Edmonton, sem liðið leikur á heima-
leiki sína. Guðgeir sagði:
„Ég tel að ókostirnir við gervigrasvöll á
Íslandi séu miklu meiri en kostirnir. Það er
mjög erfitt að leika á slíkum völlum i rign-
ingu eins og oft er hér í Reykjavík — ekki ,
gott að reikna út hraða og stefnu knatlar-
ins. Ég kynntist slíkum velli lyrst, þegar
Edmonton lék í Vancouver, og það er allt
öðru visi en að leika á grasi. En maður
kemst nokkuð fljótt upp á lagið að leika á
gervigrasinu. Mér fannst það gaman, þegar
leikið var við góðar aðstæður og vellir voru
þurrir, eins og oftast var. En þelta er að
mörgu leyti önnur knattspyrna, engar
tæklingar, því ótti leikmanna við að
brenna sig á gervigrasinu er mikill. Ég lék
yfirleitt á malarskóm á þessum völlum en
margir leikmenn notast við strigaskó.
Mikil leikni er frumskilyrði til að ná góðum
árangri á gervigrasi — og i rigningu er
mjög erfitt að leika. Gervigras á litið erindi
á aðalleikvanginn í Laugardai.”
Wl
jKllerl Schram — „UEF'A leyfir ekki stór-
lleiki á gervigrasi.”
UEFA leyfir ekki
Eftir að fyrri hluti þessarar greinar hafði
jverið skrifaður náði DB í Ellert Schram,
formann KSÍ. Hann sagði:
„Éger því mjög meðmæltur að gervigras
verði lagt á einhvern völlinn i Laugardaln-
|um en aðalleikvangurinn kcmur enn ekki
itil greina. Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, leyfir ekki að Evrópuleikir séu
leiknir á gcrvigrasi. Alþjóðaknattspyrnu-
sambandið, FIFA, hefur fallizt á að lcikið
,sé á gervigrasi í undankeppni — og það
verður að sækja um slikt í hvert skipti.
Ég tel að það yrði gott fyrir íslenzka
knattspyrnu ef við fengjum völl með gervi-
grasi eins og veðri er háttað. Þá væri hægt
:að æfa hér allan veturinn og leika — en
meðan UEFA leyfir ekki stærri leiki á
gervigrasi kemur það ekki til greina á aðal-
leikvanginn,” sagði Ellert. Ellert tók fram
|að hann hefði ekki séð leik á gervigrasi.
|Allt önnur knattspyrna
Undirritaður hefur séð slika leiki og var
Fliríkur Tómasson — „áhugi að mæla með
gervigrasi á aðalleikvang Laugardals-
vallar."
allt annað en hrifinn. Þar er ekki leikin sú
knattspyrna, sem við höfum gaman af.
Vonandi kemur það aldrei til að gervigras
verði lagt á aðalleikvanginn i Laugardal —
þó það væri hins vegar ágætt á Fögruvöll-
um og þar byggð góð áhorfendastúka.
Slíkt kemur hins vegar ekki til grcina að
sögn Eiríks Tómassonar, lormanns
íþróttaráðs.
Ef gcrvigrasvellir væru einhver lausn á
knattspyrnu i Evrópu, þá væru Englend-
ingar ári;iðanlega fyrir löngu búnir að-taka
slíka velli i notkun. En þeir leika i
desember fram í febrúar á næstum ónýtum
grasvöllum frckar en að notast við gervi-
gras — og þó myndu slikir vellir hjá þcim
aðeins kosta smábrot af því sem það kostar
að reka knattspyrnufélag þar i landi.
Gervigras er ekki fyrir okkur frekar en
enska og raunverulega skritið að forustu-
menn iþróttamála hér á landi skuli gæla við
þá hugmynd að setja gervigras á aðallcik-
vang Laugardalsvallar einmitt, þegar völl-
urinn hefur aldrei verið betri en i sumar.
Það þrátt fyrir griðarlegl álag.
- hsim..
jGuðgeir l.eifsson
kostirnir".
— „ókostirnir fleiri en 'Baldur Jónsson — hrifinn af gervigrasi.