Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — I.AUGARDAGUR6. OKTÓBF.R 1979 — 219. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGRFIÐSLA ÞVFRHOLTI 11.—AOALSÍMI 27022. Þingf Kokk ur Alþýðuf lokksins samþykkir: SUTUM STJORNAR SAMSTARFINU Orsökln „vanstjórn efnahagsmála", segir Benedikt Gröndal Þingflokkur Alþýðuflpkksins sam- þykkti seinl í gær að leggja til við flokksstjórn flokksins að stjórnar- samstarfinu verði slitið. „Þingflokkurinn hefur hatdið marga fundi i þessari viku," sagði Benedikt Cröndal utanríkisráðherra. formaður Alþýðuflokksins, í viðtali við DB i gærkvöld. „Á fundi i dag var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að beina því til flokks- stjórnar að ljuka þátttöku Alþýðu- flokksins i ríkisstjórn. Hjá okkur er það flokksstjórnin sem tekur ákvarðanir um aðild að rikisstjórn. Flokksstjórnin kemur saman á mánu- daginn." Benedikt var spurður hvort ekki væri séð að flokksstjórnin mundi fara sömu leið og þing- flokkunnn. Hann sagði áð víst mundi yiirgnæfandi meirihluti þing- flokksins hafa mikil áhrif i flokks- stjórninni. „Orsökin er vanstjórn cfnahags- mála," sagðí Benedikt. ,,Við höfum ekki fengið framgengt tillögum okkar. Augljósl er aö breyta verður umstefnu." Yfirgnæfandi meirihluti þing- flokksins taldi í gær að vonlaust væri að setja fleiri úrslilakosti fyrir stjómarsamstarfL Hvað eftir annað hefðu alþýðufiokksmenn reynt þá leið en orðið að þola skeytingarleysi samstarfsflokkanna. -HH HA USTIÐ ER KOMIÐ, það fer ekkerl á milli mála, og sá stutti skemmtir sér prýðilega með því að hlaupa í gegnum laufahrúguna á gangstéttinni ígrónu hverfi höfuðborgarinnar. DB-mynd: Ragnar Th. „Kreditkorf' viöurkenndaf gjaldeyrisyfirvöldunum „Kreditkort", sem svo eru nefnd, mega nú þeir íslenzkir einstaklingar hafa sem geta sýnt fram á það með gildum rökum að þeir þurfi nauðsyn- lega á þeim að halda," sagði Sig- urður Jóhannesson, forstöðumaður gjaldeyrisdeildar Seðlabankans, í viðtali við DB. Sem dæmi um slíka nauðsyn nefndi hann menn sem færu utan til samningagerðar um viðskipti. Þá gæti svo farið að menn yrðu talsvert lengur en ráð var fyrir gert. Þeir væru ef til vill svo fjarri eða af öðrum ástæðum í þeirri aðstöðu að slikt kort væri til mikils hagræðis. Engar ákveðnar reglur gilda um það hvort menn sækja um gjaldeyri eftir venjulegum leiðum áður en þeir stofna til skuldar með notkun „kreditkorts" eð:. þá eftir það. Gjaldeyrisyfirfærsla er aðeins háð þeirri almennu reglu að ekki séu brotin áðurgreind skilyrði. Upphæðin sem ávísað er á með kreditkorti" fer eftir þeim skilmál- um sem útgáfubanki kortsins setur. í raun getur fjöldi tilvika réttlætt notkun „kreditkorts" eða lánskorts. Gjaldeyrisyfirfærslan er sem áður segir háð þvi að gild rök séu færð fyrir handhöfn þess og notkun. Til dæmis er hætt við að ekki væru það talin gild rök ef maður fieri i spilavíti og tapaði þar verulepu fc.sækti síðan um gjaldeyri hérlendis til þess að greiða með. -BS. Grundvöllur sildarverðsins: 1-1,5 prósentgengis- sigíhverjum mánuði — sigið komst upp í 5,3 prósent íágústmánuði Samningarnir um nýja síldarverðið byggjast á því að gengissigið verði gagnvart dollar 1 — 1,5 prósent á mánuði á næstunni, að sögn heim- ildarmanna DB. Gengissigið komst allt upp í 5,3 prósent í ágústmánuði. í aðgerðum vegna liskverðs og olíuhækkana 20. júlí var byggt á um 8 prósent gengissigi ánæstumánuð- um. Við siðustu ákvörðun almenns fiskverðs var strikað yfir þá aðferð enda var gengissigið þá orðið um 8 prósent, — 5,3 prósent í ágúst og 2,9 prósent í september. Siðustu vikur hefur gengið litið hreyfzt gagnvart dollar en fer nú enn á rás. Sig gengis krónunnar gagnvart dollar var um 1% á mánuði fyrstu þrja~~-mánuði ársins. Það var svo 1,1% i apríl og 1,5% í mai. í júní komst sigið í 2,4% og 2,6% i júlí. -HH — segir Friðb jörn Gunnlaugsson, ÞAÐ ER FISKUR UNDIR STEINI I GRINDAVIK fym.n.skóiastiórigrunnskóUns þar—sjábls.5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.