Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐID. LAUGARBAGUR6. OKTÓBER 1979 Skemmdaríýsn kommúnista Þorleif ur skrifar: Ef við komumst ekki lengra með góðu, þá beitum við valdi, er kjörorð kommúnista. Myndin i DB 29. sept- ember í sumar sýnir það mjög vel þegar Jónas Árnason alþingismaður er að klippa sundur girðinguna við Keflavíkurflugvöll. Ég hélt ekki að þingmaðurinn Jónas Árnason legði fyrir sig að fremja skemmdarverk eins og óviti. Ég hef alltaf haft svolítið álit á Jónasi, þó hann hafi kosið sér að vera förunautur kommúnistaflokk- sins. Nú er það álit að engu orðið. Það hefði Iitið betur út ef þessi villuráfandí hópur hefði haldið fund sinn við vallarhliðið án skemmdar- verka. Þarna kemur fram bara eitt andlit kommúnismans. Við erum komin hér á hættustig í stjórnmálum. Kommúnistum hefur tekizt að komast langt í völdum hér á landi. Þeir beita verkalýðshreyfingunni þannig að stefnumót annarra flokka ná ekki fram að ganga, þó það sé henni (verkalýðshreyfingunni) fyrir verstu. Frá þeirra sjónarmiði má ekk- ert takast sem aðrir flokkar hafa fram að færa til lagfæringar á núver- andi efnahagsástandi þjóðarinnar. Þeirra stefna er að koma á efnahags- öngþveiti og skella svo skuldinni á aðra. Þetta er ein af aðferðum þeirra til aðná völdum. Þegar það hefur tekizt sjáum við fyrst hið rétta andlit þeirra. Þá er það bara of seint fyrir okkur sem viljum vera frjáls og ekki undir þeirri ógnar- stjórn scm kommúnisminn er. Virðing fyrir eignarrétti annarra er enginn og mér er nær að halda að skemmdarfíkn barna sé sprottin frá þeirra áróðri að mörgu leyti. Þau slæðast inn í kröfugöngur af ýmsu tagi og þykir mikið sport í, þar heyra þau tóninn, i þeim hópum. Það hefur sýnt sig að lögum Al- þingis hefur ekki verið hlýtt og kemur þar fyrsta vísbending þess, að nú skuli fara að beita valdinu gegn mí Wm\ mmm'-m'mmm |5 Wmj tá\ B '^V Inf/ twv m 1 m^r Æ ¦ ¦ /M öP! ÍPi I '&mmwimW HHuSSHaSte^A&V^H— HH Hl^.: ' 3^saHI ______ Jónas Ánuisoii alþingismaður ra-oir hér vin herstöðvaandstæðinga. DB-mynd R.Th.Sig. ákvörðunarrétti frjáls meirrhluta þegar hcim hentar. Nú var ég í upphafi að bcnda á að- gerðir varnarliðsandstæðinga. Ég veit að þeir kunna að vera fleiri en komm- únistar. en þao breytir engu. Varnar- liðið er hér okkur algjörlega að skað- lausuogýmislegt höfum við gott af þeim að segja. Þeir sækjast ekki eftir völdum hér enda væru þeir þá löngu búnir að taka okkar litla hólma. Því vil ég bæta við að væru Rússar hér með varnarlið þá væri lítið orðið eftir af okkar sjálfstæði og frelsi. AUtaf er verið að þrengja upp á Bandarikja- menn að þeir séu heimsvaldasinnar. Hvernig er nú hægt að bjóða fólki upp á svona áróður sem hvergi á sér stoð í veruleikanum? Ég skal benda á eitt dæmi. Dettur nokkrum í hug að Bandaríkjamenn hefðu látið bylting- una á Kúbu afskiptalausa ef þeir væru í landvinningahug. Ekki kem ég auga á það land sem þeir hafa brotið undir sig með valdi. Kjörorðið er málstaöurinn, réttlætisins vegna. Ekki ofbeldi og kúgun. (Aths. DB: Mynd sú er um er ræll í bréfinu hcltir aldrei birzl i DB). Um þrengingar íArnarbakka Andrés Sighvalsson, Skriðuslekk, hringdi: Ég vil koma athugasemd á fram- færi vegna viðtals við gatnamála- stjóra í DB 2. október um þrengingu á einum af þremur gangbrautum við Arnarbakka í Breiðholti. Ég tel heppilegasl að setja þreng- ingar við allar gangbrautirnar þrjár, svipað og hefur verið gert í Vestur- bergi oggefizt vel. Ibúar hverfisins norðan Arnar- bakka þurfa að sækja svo til alla þjónustu, skóla og annað yfir þessar gangbrautir. Eftir að Fálkabakki var opnaðurhefurumferð veriðgífurlega hröð og mikil til og frá efra Breið- holti um Arnarbakka, gegnum íbúðarhverfi neðra Breiðholts. Eðlilegast er að þessi umferð fari um Stckkjarbakka norðan hverfisins, jafnvel þó ekki sé búið að tengja hann beint við Breiðholtsbraut, og um Alfabakka vestan hverfisins. Einnig rná notast við Blesugróf og er' það betra en öll þessi umferð fari yfir þessar fjölförnu gangbrautir við Arnarbakka. Byggð er mjög litil norðan Stckkjarbakka og þvi litil umferð gangandi fólks yfir götuna. Fálka- bakki á aðeins að vera opinn SVR eins og upphaflega var gert ráð fyrir. 1» Þrengja ætti veginn við allar gang- brautirnar þrjár við Arnarbakka, telur bréfrilari. DB-mynd R.Th.Sig. berklavarnadagurinn, sunnudag 7 október Merkja- og blaðasala til ágóða fyrir starf sem styður sjúka til sjálfs- bjargar, starfsemina að Reykjalundi og Múlalundi. Sölubörn óskast kl. 10 árdegis, sunnudag. Góð sölulaun. Foreldrar - hvetjið börnin til að leggja góðu málefni lið. Merkin eru númeruð og gilda sem happdrættismiði. Vinningur er litsjónvarpstæki. Merkin kosta 300 kr. og blaðið Reykjalundur 700 kr. Afgreíðslustaðir í Reykjavík og nágrenni: S. í: B. S., Suðurgötu 10, s. 22150 Ölduselsskóli Mýrarhúsaskóli, Seltjarnarnesi Melaskóli Kópavogur: Austurbæjarskóli Kársnesskóli Hlíöaskóli Kópavogsskóli Hrísateigur 43, sími 32777 Digranesskóli Vogaskóli Álftamýrarskóli Garðabær: Hvassaleitisskóli Flataskóli Breiöageröisskóli Skriðustekkur 11, sími 74384 Hafnarfjörður: Árbæjarskóli Lækjarkinn 14 Fellaskóli Reykjavíkurvegur34 Hólabrekkuskóli Þúfubarð 11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.