Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 06.10.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 06.10.1979, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1979 DB á ne vtendamarkaði Fyrír þá sem huga að húsbyggingu: ÚRVAL HÚSATEIKNINGA HJÁ HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN Eitt af hlutvcrkuni Húsnæðismála- stofnu' a: rikisins er að starfrækja leiknistolu sem selur bæði einstakl- ingum og hvcrs kyns fyrirtækjum teikningar að húsum og ibúðum. Aðalviðskiptavinirnir á þessu sviði eru bæjarfélögin sem byggja leigu- ibúðir og verkamannabústaði. Þó mun nokkuð um að einstaklingar kaupi sér teikningar hjá Húsnæðis- málastjórn, þar eð rcynt er að hafa þær eins ódýrar og hægl er. Það sem menn þurfa að athuga áður en þeir festa kaup á teikningum, hvort sem þær eru frá Húsnæðis- málastofnun eða arkilektum, er að væntanlcgt hús falli inn i það skipu- lag sem búið er að gera. Þetta á auð- vitað fyrst og fremst við um þéttbýlið þvi víðast hvar i strjálbýli eru ekki gerðar skipulagskröfur. Einnig þarf' að athuga að húsið falli inn í það landslag sem það á að standa i og getur allt eins vcrið að engin af þeim teikningum scm til eru hjá Húsnæðis- málastofnun passi. Oft er hægt að FjMreyn SÍMII MÍMI ER, og skemmtilegt tungumálanám. Ti/sötu BMW 528 automatic árg. '77 BMW 520 árg. '77 BMW 728 árg. '78 BMW 316 árg. '78 BMW 3,0 (De Luxe) automatic árg. '75 Renault 20 TL árg. '77 Renault 16 TL árg. '76 Renault 12 TL árg. '77 Renault station árg. '73 Renault 4 Van árg. '74 og '76 og '78 Renault 4 Van F6 árg. '77, '78 og '79 Ford Fairmont Dezer automatic árg. '78 -6. Opið laugardaga kl. 1 Kristinn Guðnason hf. rf roiða- og varahlutaverzlun, Suðurlandsbraut 20, sími 86633. F IB-F ÍB-FÍB- -FÍB—FlB—|FlB—FÍB— FÍB Ljósastillingar dag og á mor 1.400.- ÞovttE mönnum FÍB Ljósastillingar á vegum FlB verða i Bilatúni hf. Sigtúni 3 í gun kl. 9—17. Verð fyrir félagsmenn er kr. istöðin Bliki, sem er í sama húsi, veitir félags- 10% afslátt. i F :lB-F IB-FÍB- -FÍB-FlB- -FÍB-F ÍB- FÍB 1 1 c 7 1 c 1 < 1 i rlöf um f lutt lækningastofur >kkar að Háteigsvegi 1 (Austurbæjarapóteki). ækið á móti viðtalsbeiðnum alla virka daga kl. 3—18 í sima 10380. Egill Á. Jacobsen læknir Jérgrein: Skurðlækningar og þvagfærasjúkdómar. Halldór Jóhannsson læknir iérgrein: Skurðlækningar og æðaskurðlækningar. >órarinn Ólafsson læknir iérgrein: Svæfingar og deyfingar. gera breytingar á teikningum en verði breytingarnar of miklar getur allt eins borgað sig að fá húsið teiknað alvcg upp á nýtt, eða þá að hreinlega er ekki um annað að ræða. Kosturinn við teikningar frá Húsnæðismálastofnun er sá að fólk þarf ekki að vera hrætt um að brjóta alla þá staðla sem settir eru til þess að húsnæðið fáist samþykkt og að fullt lán fáist út á það. -I)S. Rækjusalat 200 gr. rækjur 2 harðsoðin egg í sneiðum 2 tómatar í sneiðum 1 epli í smáhitum 100 gr. agúrka i smábitum 1 lítil dós grænar haunir 6-8 msk. oliusósa, hrærð út með 2 msk. af rjóma. Nota má hvort sem er niðursoðnar eða hraðfrystar rækjur. Látið leka vel af rækjunum, áður en þær eru látnar i skál með öðru sem i salatið ler. Hráefnið í þetta salat kostar um það bil 1650 kr. -A.Bj. Uppskrift dagsins >5 Kambuffmeð hrísgriónum Rauttog grænt salat Grænmetissalöt geta sannarlega verið jafnmikið fyrir augað og magann. Það sakar ekki að punta svolítið upp á matarborðið, i það minnsta stundum. Hérna er uppskrift að rauðu og grænu salati, mjög einföldu að gerð. 4-5 mcðalstórir tómatar ca 125 gr. grænar baunir safi úr 1/2 sítrónu salt og pipar eftir smekk Skerið tómatana í sneiðar og lálið i skál með baununum. Hellið sítrónu- safanum yfir og kryddið að vild. Hráefniskostnaður er rúml. 900 kr. -A.Bj. Góðar sósur gefa máltíðinni meira gildi. Hér er uppskrift að finni sósu, sem i upphaflegu uppskriftinni á að vera með svínakótelettum, en við getum alveg eins notað lambakótel- ettur eða hreinlega bústin buff úr nautahakki. í sósuna fer: 1 tsk. karrí 3 msk. smjör eða smjörl. 2 msk. hveiti 1 1/2 dl púrtvín og 1 dl. kjötsoð eða 2 1/2 dl kjötsoð 1 tsk. sinnep 1/2 tsk. fjórða kryddið 2 1/2 dl rjómi ca 10 cm af agúrku I græn paprika Bræðið smjörið í potti og látið karríið út í. Hrærið hveitinu út i og hellið víninu og soðinu út í smám saman og hrærið vel i á meðan. Hrærið sinnepinu saman við og kryddinu. Látið rjómann út í og haldið sósunni heitri. Matreiðið buffin eða kóteletturnar á venjulegan hátt og raðið þeim á fat, hellið heitri sósunni yfir og skreytið með brytjaðri agúrkunni og paprik- unni. Ef nota á nautahakk má reikna með 400 gr. í fjögur stór buff. Kryddið með salti og pipar, eða ein- hverju öðru kryddi, ef vill. Með þessu er gott að borða þris- grjón, matreidd á eftirfarandi hátt: 2 msk. smjör eða smjörl. 1/2 fínt hakkaður laukúr 2 dl. hrisgrjón. 1/2 (sk. salt 4 dl. kjötsoð. Bræðið smjörið og brúnið laukinn og hrisgrjónin. Saltið og hellið kjöt- soðinu á grjónin. L.átið sjóða við vægan hita í ca 20 mín. og hafið lok á pottinum. Hráefnið i þcnnan rélt kostar i kringum 3000 kr. eða 750, kr. á mann, en uppskriftin er ætluð fyrir fjóra. -A.Bj. Uppskrift dagsins Bandalag kvenna í Reykjavík ályktar: Gjaldþrot blasir við heim- ilum vegna óðaverðbólgunnar Fulltrúaráð Bandalags kvenna í Reykjavik, sem telur 14500 félags- menn sem langflestir eru húsmæður, gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sinum þriðjudaginn 2. október: ..Fundur fulltrúaráðs Bandalags kvenna i Reykjavik haldinn að Hall- veigarstöðum 2. okt. 1979 skorar á stjórnvöld að sporna gegn þeirri óða- verðbólgu sem nú geisar i landinu. Linnulausar verðhækkanir á nauðsynjavörum stefna heimilum landsmanna í fyrirsjáanlegan fjár- hagsvanda, er leitt getur til gjaldþrots þeirra, ef ekki verður nú þegar tekið i taumana.” Á fundinum spunnust miklar umræður um það voðalega ástand sem rikir i landinu og kom fundar- mönnum saman um að taka saman höndum og spara. Oft hefði verið þörf en nú væri algjör nauðsyn. Var einnig komið inn á hinn gífurlega bókakostnað, sem skólafólk þarf að standa straum af. Þótti fundarmönn- um undarleg sú ráðstöfun skólayfir- valda, hve oft er skipt um náms- bækur. Héyrir það nánast til undan- tekninga að systkini, sem taka við hvert af öðru í skóla, geti notað sömu bækurnar. „Stundum hefur aðeins verið vikið við setningu í erlendri tungumála- kennslubók, en bömunum er gert að festa kaup á nýjum bókum," sagði ritari bandalagsins, Sigriður Ingi- marsdóttir, í samtali við DB. Mun nánar vikið að bókakaupum skólabama síðar. ■A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.