Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 6
DAGBLADID. LAUGARDAGUR6. OKTÓBER 1979 Hirsihmann Utvarps-og sjonvarpsloftnet fyrir litsjönvarpstteki," magnarakerfi og tilheyrandi* loftnetsefni. Odýr loftnct og göd. Áratuga reynsla Heildsala Smásala. Sendum í póstkröfu. Radíóvirkinn Týsgötu 1 - Sími 10450 KJOLAR Smekklegir Ódýrir Mikið úrval Nýjasta tízka • Brautarholt 22, III. hæð, inn- gangur frá Nóatúni. Sími 21196 TUDOR rafgeymar —já þessir með 9líf SKORRI HF. Skipholti 35 - S. 37033 Litli Leikklúbburinn ísafirði sjnir l'j:iltu-IC>\ind i'ftir Jóhanii Sij:iir.júiisM>ii í l'í'laushcimilinu Scl- tj.nikiiihsí i ktöltl kl. 21. Mirtapaiitanir í sínia 22676 frá kl. 17. Edda-film hætt við að byggja: Reisir sjómannadagsráð kvikmyndahús í M jóddinni? Edda-film mun hafa gefizt upp á þeirri fyrirætlan sinni að byggja yfir starfsemina i Mjóddinni í Breiðholti með rekstur kvikmyndahúss í huga. „Fjármagn hefur ekki verið fyrir hendi og ég á ekki von á að bærinn geymi þessa lóð endalaust handa okkur," sagði Ingriði G. Þorsteins- son, einn af eigendum Edda-nim, i samtali við Dagblaðið. „Við sóttum um þessa lóð á sinum tíma á undan Edda-film og við erum enn volgir," sagði Grétar Hjartar- son, forstjóri Laugarásbíós, er DB spurði hann hvort Sjómannadagsráð, sem rekur Laugarásbíó, hugsaði sér nú ekki til hreyfings á nýjan leik. ,,Ég fer og tala við borgarverk- fræðing á næstunni. Við erum enn á skránni. Á sinum tíma voru það aðeins þessir tveir aðilar sem sóttu, Edda-film og við, og við gerum okkur því góðar vonir nú," sagði Grétar. Aðspurður sagði hann að rekstur Laugarásbíós og Bæjarbíós í Hafnar- firði, sem Sjómannadagsráð rekur einnig, gengi þokkalega. ,,Við fáum eftirgefinn skemmtanaskatt og sú upphæð gengur beint til uppbygg- ingar á ökkar starfsemi og það er það sem við græðum á þessu. Þetta hefur blundað í okkur nokkuð lengi og við höfum hugleitt að reisa þarna hús sem yrði bæði bíó og skemmtistaður fyrir unglinga," sagði Grétar að lokum. -GAJ- AUGNABLIKS TRUFLUN OG... Karlmanni nauðgað á ísafirði? Enn er í rannsókn á ísafirði kæra ungs aðkomumanns á hendur öðrum ungum aðkomu- manni um nauðgun. Að sögn kæranda á atburðurinn að hafa orðið á laugardaginn þá er bæði kærandi og meintur nauðgari voru í vimuástandi sakir áfengis- neyzlu. Telur kærandi að hinn aðilinn hafi komið vilja sínum fram við sig eftir undangengna áleitni og ásókn. Engir áverkar sáust ákæranda. Fulltrúi bæjarfógeta kvað eng- an varðhaldsúrskurð hafa verið kveðinn upp vegna þessa máls og sá sem kærður er neitar staðfast- lega kæruefninu. AUar líkur eru til að mál þetta hafni á borði ríkissaksóknara innan tiðar. -A.St. Augnabliks truflun við akstur getur orðið dýrkeypt og eftirminnilegt. Myndin sýnir afleiðingu slikrar trufi- unar. Kona með barn var á ferð í bil sínum á Suðurgötu við Melavöllinn er hurð á bílnum hrökk upp. Það var nóg — hún missti stjórn á bílnum með eftir- minnilegum afleiðingum. Konan skarst talsvert í andliti við að fara í gegnum framrúðuna og skemmdir á bílnum eru miklar. Talsvert hefur verið um óhöpp í um- ferðinni að undanförnu svo likja má við nokkra slysaöldu eftir dágott tima- bil. Þó nokkur óhöppin má rekja. lil þrenginga á gatnamótum sem víða hafa verið settar upp í höfuðborginni að undanförnu. Eins og DB hefur skýrt frá eru þessar þrengingar á gatna- mótum nú í endurskoðun enda finnst flestum óþarfi að búa til fleiri slysa- gildrur en fyrir eru í gatnakerfinu og umferðarskipulaginu. -ASl./DB-mynd Sv.Þ. Diskótek í Kópavogi? Smiðjukaffi í Kópavogi sótti i sumar um leyfi bæjaryfirvalda til reksturs diskóteks með vínveitingum. Skipu- lagsnefnd bæjarins samþykkti umsókn- ina og var hún síðan send til áfengis- varnarnefndar. Áfengisvarnarnefnd hafði umsóknina nokkuð lengi til athugunar en hefur nú skorað á bæjar- stjórn að hafna umsókninni. Smiðjukaffi hefur vinveitingar og er hugmyndin að koma upp fullkomnum skemmtistað með vínveitingum, mat- sölu og dansi. Að sögn bæjarmála- blaðsins Framsýnar í Kópavogi er vin- veitingastaðurinn umdeildur þarna. Öll fyrirtæki í nágrenni staðarins hafi þó lýst stuðningi við staðinn en einstakl- ingar munu vera á móti fyrirtækinu. Búizt er við því að bæjarráð Kópa- vogs taki fljótlega afstöðu í málinu. —JH Loðnan ímegrunarkúr? Talsvert hefur rignt á Eskifirði undanfarna daga og kalla menn þar úr- komuna ,,orkurigningu". Loðnubræðslan var búin að taka á móti 8.700 tonnum á fimmtudags- morgun. í gær var tekið á móti þúsund tonnum og hægt verður að taka annað eins i dag. Loðnan er vel feit annað slagið, þá er hún veiðist. Þess á milli hverfur hún alveg og segja sjómenn þá að hún sé i megrunarkúr. Sildin er líka sögð ,,í Línunni" öðru hverju. -Regína. Tveirgæzlumenn stungusérí sjóinn Tveir starfsmenn Landhelgis- gæzlunnar, þeir Baldur Halldórs- son I, stýrimaðui á Óðni og Kristján Kristjánsson matsveinná Ægi stungu sér af Ingólfsgarði á mánudaginn eftir manni sem þeir sáu hverfa í sjóinn út af bryggj- unni. Sameiginlega tókst þeim að bjarga manninum og kalla á hjálp frá skipverjum af herskipinu Frazer sem voru á gúmmíbát skammt undan. Þáttur landhelgisgæzlumanna kom ekki fram í frétt DB á þriðjudag um að manni hefði verið bjargað úr höfninni fyrir til- viljun. Þar var Frazers-mönnum þakkaður allur heiðurinn. Nú skal þetta leiðrétt þvi það er engum heiglum hent að kasta sér i Reykjavíkurhöfn eftir manni. Þvi er björgunin mesl þeim Baldri og Kristjáni að þakka en ekki tilvilj- un, eins og fram kom. -A.St. RHODOS — eyja sólguðsins. Rhodos státar af því að eiga sólskinsmetið í Grikklandi Þetta auk dásamlegra stranda og kristalltærs sjávar gerir Rhodos að uppáhaldi allra Norðurlandabúa. Þjóðlíf og skemmtanalíf er hér margþætt. Hér er líka margt, sem er spennandi að uppgötva. í gamla borgarhlutanum í borginni Rhodos eru mörg miðaldaöngstræti og fjöldi litskrúðugra smáverzlana og veitingastaða. Fiðrildisdalurinn hughrifur hvern og einn og hið stórbrotna Akropolis stendur uppi á klettum fyrir ofan borgina Lindos. Þarna er lika Kaimros, sem kallað er Pompej Rhodos. Verið velkomin til eyju sólguðsins. Grekiska Statens Turistbyrá (l'crðaskrifstofa jjriska rikisins) Grev Turegatan 2 • Box 5298 S-10246STOCKHOLM Sími08-21I1I3

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.