Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1979 Kurr iSuðurnesjabúum vegna hitavatnshækkunar —138% hækkun á árinu—Gleymdist að hækka verðskrána í nær tvö ár að sögn f ramkvæmdastjóra Hitaveitu Suðurnesja Mikii hækkun hefur orðið á gjald- skrá Hitaveitu Suðumesja á þessu ári. Gjaldskráirt hefur hækkað um 138% á árinu og hefur verið mikill kurr í Suðurnesjabúum að undan- förnu vegna þessa en reikningar hafa verið að berast þessa dagana. Ingólfur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Suðurnesja, sagði i gær að hin mikla hækkun stafaði af þvi að nánast hefði gleymzt að leiðrétta verðskrá hitaveitunnar i tvö ár. Það stafaði af því hve not- endur voru tiltölulega fáir í upphafi. Þegar byrjað var hinn 6. nóv. 1976 kostaðt hver mínátulitri 2500 kr. og engin hækkun varð fyrr en 1. maí -1978 en þá hækkaði mínútulítrinn í 3250 kr. Hinn 15. febrúar á þessu ári hækkaði verðið í 4S50 kr., 1. mai í 5915 kr. og í ágúst sl. hækkaði verðið í 77«) kr. ,,Á okkur hvíla mikil erlend lán," sagði lngólfur, „og á þeim verðum við að standa skil. Þau greiða engir nema neytendur. Það hefur mikið verið hringt hingað vegna þessara hækkanaogéghef staðiðí útskýring- um á þessu. Verð hjá okkur er nú svipað og hjá hitaveitunni á Akureyri en þeir voru forsjálli en við og byrjuðu með hærra verð þannig að ekki þurfti að taka eins stór stökk. Verð er aftur á móíi nokkru hærra en í Reykjavík. Fróðlegt er þó," sagði Ingólfur, ,,að bera saman verð hitaveitunnar og oliuverð. 6. nóv. 1976 var vatns- verðið 65% af hitun með oliu, 1. mai '78 var hlutfallið 58%, 15. febrúar '79 varð það 57%, I. maí *79 62% og i ágústsl.41%. FóJk er því ekki verr sett en þetta gagnvart hitun með olíu," sagði Ingólfur. -JH Lögræði lækkar íl8ár „Þetta er staðfesting á þróun sem er augljós í okkar þjóðfélagi og öðrum, að ungmenni eru farin að hafa þess háttar umsvif í sam- bandi við hjúskap og fjárráð að kallar á slíka lagasetningu," sagði Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, er DB hafði samband við hann vegna fréttatilkynningar ráðu- neytisins um lækkun á lögræðis- aldri úr 20 árum í 18 ár þann 1. októbersl. „Þetta er samræmd aðgerð á Norðurlöndum. Raunar hefur Evrópuráð samþykkt ályktun þar sem skorað er á aðildarþjóðirnar að lækka lögræðisaldurinn," sagði Baldur. Hann sagði þessa breytingu þýða það í raun að einstaklingur- inn fengi full forráð fjár sins og heimild til allra ákvarðana um eigin hagi. Sjálfræðisaldurinn verður eftir sem áður bundinn við 16 ár og er hann lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Nú getur sem sé 18 ára maður hér á landi tekið allar ákvarðanir um ráðstafanir fjármuna sinna og tekizt á hendur fjárhagslegar skuldbindingar án leyfis fjárráða- manna. Hann getur einnig ráðizt í byggingu, kaup eða sölu fasteigna án lcytls. 18 ára ungmenni þurfti fyrir þessa lagasetningu samþykki foreldris til hjúskaparstofnunar en þaðskilyrði fellur nú niður. Kosningaaldur og áfengis- kaupaheimild verða hins vegar eftir sem áður bundin við 20 ár. Kosningaaldur til alþingiskosn- inga er stjórnarskrárbundinn. Hins vegar hefði verið hægt að lækka kosningaaldur til sveitar- stjórnakosninga nú en Baldur sagði að félagsmálaráðuneytið hefði vafalaust ekki séð ástæðu til þess þar sem kosningaaldurinn er nú til athugunar á almennari grundvelli hjá stjórnarskrár- nefnd. Ein undantekning er frá 18 ára markinu á lögræðinu. Ef karl eða kona undir 18 ára aldri stofna til hjúskapar eftir að hafa fengið til þess sérstakt leyfi öðlast sá aðili við það Iögræði þó hann hafi ekki náð 18 ára aldri. -GAJ- Forsætisráðuneytið: Gísli Árnason skrifstof ustjóri— Magnús Torf i ritari st jórnarf unda Gísli Árnason, fyrrum deildar- stjóri í forsætisráðuneytinu, hefur verið settur skrifslofustjóri þar frá I. október síðastliðnum eða frá því er Björn Bjarnason lét af þeim starfa að eiginósk. Aðeins einn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan. Var þá Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar, ritari fundarins. -BS Hjólhesturínn skipi aftur viröingarsess — segír orkusparnaðarnef nd Dagar reiðhjólsins eru aldeilis ekki taldir ef marka má hugmyndir orku- sparnaðarnefndar ríkisstjórnarinnar sem vekja verðuga athygli á möguleik- um reiðhjólsins. í hugmyndum nefndarinnar segir m.a.: „Reiðhjól henta allvel til ferða innan við t.d. 5 kílómetra. Tollar af þeim hafa verið felldir niður, en óheil- brigt ástand skapast af því að vara- hlutir voru undanskildir. Bæta þarf réttarstöðu hjólreiðamanna og gera hjólreiðar öruggari og þægilegri með eftirfarandi ráðstöfunum, sem kosta flestar sáralítið fé." Þær eru í stuttu máli að heimila hjól- reiðar á gangstéttum, þar sem hentar. Allarnýjargangstéttir verði lagðarmeð fláa við akbrautir til að auðvelda hjól- reiðar og eldri gangstéttum breytt, hjól- reiðabrautir verði lagðar þar sem ástæða er til og ökumönnum verði gert ljóst að hjólreiðamenn eiga sama rétt og þeir. -GS Skíða- vörur í úrvali íjSŒa'' Glæsibæ-Simi 30350

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.