Dagblaðið - 06.10.1979, Side 9

Dagblaðið - 06.10.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1979 9 JÓN L. ÁRNASON SKRIFAR UM SKÁK tefli. Auk jafntefla við Larsen, Ribli og Adorjan, gerði hann jafntefli við 3 af neðstu mönnum mótsins — Griin- feld (ísrael), van Riemsdijk (Brasilíu) og Bouaziz (Túnis). Fórnarlömb hans voru auk Sovétmannanna: Ljubo- jevic (Júgóslavíu), Mednis (Banda- rikjunum), Gheorghiu (Rúmeníu), Trois (Brasilíu), Miles (Englandi), Rodriguez (Kúbu) og Tarjan (Banda- ríkjunum). Við skulum að lokum líta á tvær af skákum Tals, sem eru raunar ein- kennandi fyrir skákstil hans nú á seinni árum. Minna ber á leiftrandi leikfléttum og látum en varí kringum 1960. Þess i stað byggir Tal markvisst upp góðar stöður og lætur ekki til skarar skríða fyrr en öllum undirbún- ingi er lokið. Hvítt: Tarjan Svart: Tal Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3e6 6.g3 Hógværari leikur en 6. g4 sem kenndur er við sóknarsnillinginn Keres. 6. — Be7 7. Bg2 0-0 8. 0-0 Rc6 9. b3 Bd7 10. Bb2 Hc8 11. Rde2 Da5 12. h3 Hfd8 13. Khl Bc8 14. Del Hvítur getur ekki státað af neinum byrjanayfirburðum enda hefur tafl- mennska hans verið ómarkviss til þessa. Næsti leikur Tals tekur af allan vat'a um það hvor er að ná yfir- höndinni. 14. — b5! 15. a3 Db6 16. Hdl b4 Hugmynd Tals er að „planta” riddara á b4, þar sem hann þrýstir niður á c2 og undirbýr jafnframt framrásina . . d6-d5. 17. axb4 Rxb4 18. Hd2 a5 19. Rd4 Hc5! Þungamiðja átakanna er d5 reitur- inn. Hvítur neyðist til að láta undan. 20. Rdl d5! 21. exd5 Rbxd5 22. Ba3 Hcc8 23. Bxe7 Rxe7 24. Rf3 Bb5! 25. c4. Alvarlegur veikleiki myndast nú á b3 en hvítur gerir sér vonir um að ná gagnfærum gegn peði svarts á a5. Hins vegar ræður það úrslitum að menn svarts eru mun virkari. 25. — Bc6 26. Re3 Re4 26. — Dxb3 er auðvitað svarað með 27. Hxd8 + ásamt 28. Dxa5. 27. Ha2 Hd3! 28. Dxa5 28. — Rxg3 + ! Þessi einfalda Tal-flétta gerir út um taflið. 29. fxg3 Dxe3 30. Re5 Reyni hvítur að forða b-peðinu með 30. b4, gæti framhaldið orðið 30. — Rf5 31. Kh2 Rd4! með yfirburðastöðu. 30. — Bxg2+ 31. Hxg2 Hxb3 32. Kh2 32. Rxf7 er svarað með 32. — Rf5 og vinnur og eftir 32. Hxf7 getur svartur unnið á marga vegu. Einfald- ast virðist 32. — Rg6! (32. — Rc6 33. Rxc6 Hxf7 34. Dg5 + og hvítur er ekki án gagnfæra). 32. — f6! 33. Rd7 Dd4 34. Hd2 Hb2 35. Hff2 Hxd2 36. Hxd2 Dxc4! 37. Rb6 Dc5 38. Hd8+ Kf7 39. Hf8+! Kg6! 40. Dxc5 Hxc5 og hvitur gafst upp. Hvítt: Tal Svart: Tseskovsky Sikile.vjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 c5 Vinsældir Lasker-afbrigðisins dvína með hverju árinu sem liður, enda finnast sífellt fleiri góðar leiðir fyrir hvitan. 6. Rdb5 d6 7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Rb8 8. — Re7 er annar möguleiki. 9. c4 a6 10. Rc3 Be7 11. Be2 0-0 12. 0- 0 f5 13. f4!? Löngum hefur verið talið traustara að leika 13. f3. Leikur Tals er þó örugglega ekki síðri. 13. — Bf6 14. Dc2 Rd7 15. Khl g6 16. g3 He8 17. Bd2 b6 18. Hael Bg7 19. b3 Ha7 20. a4 Hc7 21. Bdl Bb7 22. g4! Hvítur tekur af skarið. Svar svarts er nánast þvingað, en þá fær hvítur sóknarmöguleika eftir g-linunni. 22. — e4 23. gxf5 gxf5 24. Be3 Rc5 25. Hgl Rd3?! 26. Hefl Dh4 27. Hg3 Kh8 28. Bxb6 Hér áður fyrr sögðu spakir menn að riddari á 6. (3.) linu jafngilti peði. I þessu tilviki er peðið meira virði og hvítur getur þvi litið bjartsýnisaug- uni til endataflsins. 28. — Hf7 29. Be3 Hf6 30. Dg2 Hg6 31. Hxg6 hxg6 32. Dxg6 Hg8 33. Hgl! Rxf4 34. Dg5! Dxg5 35. Hxg5 Bxc3 36. Hxg8 + Kxg8 37. Bxf4 Be5 38. Bxe5 dxe5 39. Kg2 Kf7 40. Bc2! Kf6 41. Kf2 Kg5 og svartur gafst upp um lcið. Sjónvarp og vinnukona María Skagan, Stóri vinningurínn. Smásögur. 116 bls. Bókamiðstöðin. Rvik 1979. Maria Skagan, Kona á hvftum hesti. Smásög- ur. 105 bls. Helgafell. Rvlc 1979. Um höfundinn María Skagan er fædd árið 1926 að Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum og ólst þar upp til I8 ára aldurs. Hún stundaði nám við héraðsskólann að Laugarvatni og við Verslunarskóla íslands, en varð að hætta námi vegna meiðsla í baki. Hún vann síðar mörg María Skagan. ár á skrifstofu ríkisféjtirðis, en hefur verið öryrki síðan árið 1960. Maria Skagan hefur áður gefið út ljóða- þýðingarnar í meistarans höndum, skáldsöguna Að hurðarbaki (1972) og Ijóðabókina Eldfuglinn (1977), en auk þess hafa nokkrar smásögur birst í blöðum og sögur og Ijóð verið lesin i útvarp. María Skagan hefur látið málefni fatlaðra mjög til sín taka. Skáldsagan Að hurðarbaki gerist á heilsuhæli í Danmörku og er beinlinis skrifuð í þeim tilgangi að gera uppskátt um lif þess fólks sem býr við fötlun og skerta heilsu. Bókin Stóri vinningur- inn er tileinkuð öllum þeim sem heýja harða baráttu fyrir bættri heilsu til sjálfsbjargar, og rennur allur hagnaður af sölu hennar til sund- laugarsjóðs Sjálfsbjargar. Tímaskekkja Eins og titt er um kvenrithöfunda af hennar kynslóð, er María Skagan komin á miðjan aldur þegar hún gefur út sína fyrstu bók, og eru sögur hennar ekki alveg lausar við byrj- endabrag. Gætir þess meir i sögum Stóra vinningsins, sem margar virka furðu gamaldags. Held ég að hér sé i sjálfu sér ekki efninu um að kenna, heldur fargi hinnar bókmenntalegu hefðar í viðhorfum, frásagnarhætti og stíl, sem Mariu hefur ekki tekist að losa sig undan. Staðnaðar per- sónugerðir og mótíf, eins og gamla konan fátæka sem vefur að sér sjal- inu sinu, amman sem stii.gur að drengnum glóðvolgri köku og vænni smjörklipu, presturinn nýi og leyndar dómsfulli, hjúkrunarkonan fagra og algóða, yfirborðslegur léttleiki sjúkrastofunnar eða skrifstofunnar, gera að verkum að þjóðfélagsmyndin minnir meir á bókmenntir 3. ára- tugarins en samtímann. Það er ein- hver timaskekkja í þessum sögum, og kemur hún einna áþreifanlegast fram í sögunni Gesturinn, þar sem frúin á heimilinu hefur bæði sjónvarp og vinnukonu, tvö fyrirbrigði sem vart samræmast i tima. Annað sem ekki stemmir í ætt við timaskekkjuna er óyfir- veguð meðferð á tíma í sjálfum sög- , unum. Ég nefni tvö dæmi. í sögunni Stóri vinningurinn fer lesandinn óhjákvæmilega að velta fyrir sér aldr happdrættismiðans, og hvernig hann geti verið í gildi að því er virðist ára- tugum saman. Blindur maður gefur litlum dreng þennan miða í þakk- lætisskyni fyrir að leiða hann yfir götu. Vinningur fellur á miðann. En hvenær, hvað hafa liðið mörg ár? Og hvað líður langur tími þar til gamla konan gerir sér ferð að sækja vinn- inginn? Manni detlur í hug, m.a. vegna lýsingarinnar á skrifstofunni, sem virðist vera happdrættisskrif- stofa, að þetta sé miði sem þarf að endurnýja. En það stemmir ekki við gjöf blinda mannsins, og hver á lika að hafa endurnýjað miðann? í sög- unni Of seint gerast hlutir annað- hvort löturhægt, svo sem samtölin á sjúkrastofunni sem eru vægast sagt nokkuð langdregin, eða þeir gerast með ofsahraða og án teljandi orsaka- samhengis, eins og gifting, barneign, veikindi og fyrirsjáanlegur dauði hjúkrunarkonunnar. Það vantar jafnvægi milli lýsingarinnar á sjúkra- stofunni og sögu hjúkrunarkonunn- ar. Aðalatriði og aukaatriði Það er eðli smásagnaformsins að það er knappt og þar lýtur allt að einum punkti. í sögum Maríu Skagan er of mikið af aukaatriðum sem skyggja á meginviðfangsefnið og eins og fletja út merg málsins. Þær vantar þá hnitmiðun sem þarf til að gera smásögu áhrifamikla. Þetta kemur einna greinilegast fram i sögunni Bankinn i Stóra vinningnum. Hún tefst á þvi að fólk er að stinga saman nefjum um þennan merkilega nýja prest sem enginn veit hvaðan er kominn eða hvað ætlar sér. í upphafi er sem sagt verið að byggja upp spennu um ieyndardóm þessa manns, en sagan reynist síðan fjalla um eitt- hvað allt annað, eins og t.a.m. krytur milli sóknarbarna, og snýst að lokum upp í almenna heimsádeilu á peninga- valdið. Allt eru þetta góð og gild við- fangsefni, en þau þarf annaðhvort að hnitmiða og láta renna í einn streng eða búa til um þau margar sögur. í átt að formi Heillegasta sagan i Stóra vinningn- um er Gamla baðstofan, og er þá sögu einnig að ftnna í Konu á hvítum hesti. Einhvern veginn hef ég á til- finningunni að sögurnar í því safni séu yngri en sögur Stóra vinningsins. A.m.k. gætir þar meiri viðleitni til hnitmiðunar og ögunar i formi. Það er eins og höfundurinn sé að leita Bók menntir fyrir sér að farvegi fyrir það sem hún vill segja. Það er dæmigert fyrir islenska kvenrithöfunda, allt frá Ólöfu frá Hlöðum og Torfhildi Hólm til Svövu Jakobsdóttur, að þær leita til ævintýra um form fyrir persónu- lega reynslu. Þetta gerir María Skagan líka, og er um helmingur sagnanna í Konu á hvítum hesti í ævintýraformi. Þessar sögur sverja sig þó meir í ætt við sögur þeirra Ólafar og Torfhildar en samtimann, og þær skortir nauðsynlega festu í því lífi sem fólk nú á timum lifir og þekkir. Það er hætt við að ævintýra- formið á sögum Mariu sé of óunnið til að geta náð tökum á lesendum. Með alhæfingum og prersónugerðum hugtökum virka þau líka sum eins og tóm siðaprédikun. í vetur mun Helga Kress skrifa um bækur fyrir DB ásamt Ólafi Jónssyni og AAalsteini Ingólfs- syni. ÞaA er varla þörf á aA kynna Helgu, svo þekkt er hún fyrir framlag sitt til bókmennta- umræAu hér undanfarin ár, sér- slaklega hvaA varAar kvennabók- menntir. Hún er íslenzkufræA- ingur aA mennt og hefur kennt viA Háskóla íslands og er nýkom- in frá störfum viA háskólann í Bergcn í Noregi, þar sem hún hefur veriA undanfarin 6 ár. Helga hefur áður skrifaA fyrir mörg timarit, íslenzk og crlend. DB væntir góAs af samstarfi viA hana. Ljóðrænn stfll Bestu sögur Maríu Skagan eru þær sem virðast byggja á persónulegri endurminningu og eru sagðar i ljóð- rænum stíl. Slikar sögur eru t.d. Borgin, Göngugarðurinn, Saga og Vorgyðjan, þar sem sterkar náttúru- lýsingar og auðugt myndmál láta i Ijós tilfinningar og hugarástand, sem lesandinn finnur að eru ekta. Ég held að i þessum sögum hafi María Skagan fundið sjálfa sig, henni lætur betur að lýsa tilfinningu en segja sögu. Myndmálið er ferskt og nýtt, það er hennar eigið, og við það ætti hún ef til vill að leggja meiri rækt. Tveir gítarar Grtartónleikar { Norrœna húsinu 3.10. Flytjendur, Sfanon H. ívarsson og Siegfried Kobilza. Á efnisskránni: spönsk gftartónlist, klasstsk og flamenco. Setinn bekkur, þunnur hljómur Norræna húsið rúmaði vart tónleika- gesti. Var setinn bekkurinn og urðu margir að standa eða tylla sér upp á borð í bókasafni. Kom mér þá í hug, að vart teldist það mikil raun að standa eina gítartónleika, þegar maður hefði staðið heilu Wagner óperurnar fyrir svo sem áratug. Tæpast þolir sá þunni hljómburður sem Norræna húsið býður upp á, að listamenn laði svo marga áheyrendur til sín. Þeir félagar hófu leikinn með brasilísku lagi, eftir Farrauto, Morenita do Brazil. Síðan fylgdu smástykki meistara hins klassíska spænska gitarleiks, Granados, Sanz, Albeniz, Tárrega og þess eina núlif- andi, Torroba. Akademiskt Eftir fyrstu tvö lögin var ég nánast sannfærður um að þessir tveir væru á nákvæmlega sömu leið og margir félagar þeirra, sem numið hafa hjá þeim mikla meistara Karli Scheit. Þ.e. að leika allt, sem að kjafti kemur nær óaðfinnanlega, en steingelt og gjörsneytt öllum persónulegum blæ. Rétt eins og þeir væru ætíð að leika fyrir kennarann sinn; sem sé akademiskt. Það var ekki fyrr en skömmu fyrir hléð, þegar kom að lögum Albeniz, Zambra Granadina, sem Símon lék og Asturias, sem Sieg- fried lék, að þeir brutust úr viðjum skólans og tóku að gefa eitthvað af sjálfum sér. Þeir luku svo fyrri hluta tónleikanna með Recuerdos de la Alhambra eftir Tárrega sem hefur verið hið eiria og sanna gitarlag í eyrum fjölmargra íslendinga síðan Segovia lék það í Austurbæjarbiói fyrir tæpum tveimur áratugum. Tónlist Recuerdos njóta sín að mörgu leyti betur leikin á tvo gítara en einn, og nú var skólastirðleikinn á bak og burt, þótt svo lagið sé samið sem strangakademisk æfing. Flamenco, hreinn og tær Eftir hlé dunaði flamenco. Ekki þessi gervi úr sólarlandaferðaauglýs- ingunum heldur sá eini, sanni, sem iðkaður er af þjóðarstolti og meitl- aður sem stál en þó oft mjúkur sem vax Leik þeirra félaga var mjög vel tekið og léku þeir tvö aukalög. Samleikur þeirra félaga er með afbrigðum lipur og stíll þeirra fellur mjög vel saman. Símon er öllu kröftugri og kannski ekki alveg eins tekniskur og Siegfried. Annars er mjög jafnt á með þeim kumpánum komið, og falli þeir ekki í gryfju skólastirðnunarinnar má reikna með þeim sem einleikurum i fremstu röð áður en langt um líður. -EM </\-----------------------------------------------------------------------------/V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.