Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐID. LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1979 15 Islandsmet í langstökkijeppa Það orð hefur legið á torfærukeppn- um sem haldnar hafa verið á Akureyri að þær væru erfiðari en aðrar tor- færukeppnir, en það er álit þeirra sem farið hafa norður til að keppa. Akur- eyringar eru stoltir menn og þeir kæra sig ekkert um að einhverjir utanbæjar- menn, sem koma til að keppa hjá þeim, komist allar þrautirnar sem lagðar eru fyrir þá. Sumarið 1978 hélt bílaklúbburinn torfærukeppni að vanda og var búið að skipuleggja og merkja allar torfærum- ar daginn fyrir keppnina. Ekki áttu Akureyringar von á utanbæjarmönn- um í keppnina en nóttina fyrir keppn- ina hrukku bílaklúbbsmenn upp við mikinn undirgang og drunur. Þegar þeir höfðu þurrkað stírurnar úr augun- um og litið út um gluggann sáu þeir að í bæinn var kominn jeppi einn, svartur og vígalegur, og fylgdi honum undir- gangur sá er þeir vöknuðu við. Brugðu bílaklúbbsmenn hart og fljótt við, þyrptust þeir upp á keppnis- svæðið og þar breyttu þeir öllum þraut- unum og þyngdu þær að mun. Ekki dugðu breytingar þeirra þó til, því svarti jeppinn komst allar ófærurnar og ökumaður hans sigraði í keppninni. Eftir þetta hafa torfærukeppnir þeirra norðanmanna þyngst með hverri keppni sem þeir hafa haldið, og i síðustu keppninni nú fyrir skömmu voru torfærurnar svo erfiðar að kepp- endurnir hefðu þurft að vera á flugvél- Krafturinn var ekki sparaour þegar börð urfiti á vegi keppendanna og hér þeytist Guomundur Gunnarsson > l'ir eitt slíkt. DB-mynd FlosiJónsson. Allt var gert til ao þrautirnar > rrtu sem erfiðastar og hér verður Sigurstcinn Þórsson ar) taka vinkilbeygju i snarbrattri brekku svo afí hann verður afi hafa sig allan við. DB-mynd Sigvaldi. Hlöðver Gunnarsson selti íslandsmet í langstökki á jeppa i keppninni. Sveif jepp- inn níu og hálfan metra í loftinu og sést hann hér i upphafi flugfcrðarinnar. DB-mynd Sigvaldi. um ef þeir ættu að komast yfir þær all- ar. Enda fór það svo að enginn af keppendunum sex, sem þátt tóku i keppninni, slapp úr henni með ólask- aðan bil. í fimmtu þrautinni tók Guð- mundur Gunnarsson langt tilhlaup í góða brekku en i brekkunni kipptist drifskaftið í sundur og snerist framhás- ingin við. Guðmundur brá þá á það ráð að hlaupa timabrautina sem eftir var, til að Ijúka keppninni. Sigursteinn Þórsson beygði framfjaðrirnar, sneri hásingunni kvarthring og siðan slóst allt saman i olíupönnuna og tók olíu- dæluna úr sambandi. Bragi Finnboga- son braut millikassann í þriðju braut- inni. Reynir Jóhannsson braut framöx- ul. Skipti hann um öxulinn en stuttu seinna braut hann annan öxul og bætti um betur þvi hásingin bognaði lika. Hlöðver Gunnarsson beygði stýris- stöngina svo hressilega að framdekkin stefndu hvort á annað. Tókst honum að gera við stöngina og halda keppn- inni áfram. Benedikt Eyjólfsson sprengdi olíusiuslöngu og missti alla olíuna af vélinni. Litlu munaði þá að hann bræddi úr vélinni. Þrátt fyrir erfiðleika keppenda og raunir þótti keppnin takast vel og höfðu áhorfendur, sem voru fjöl- margir, mikið gaman af. Úrslitin í keppninni urðu þau að Sigursteinn Þórsson lenti í þriðja sæti og fékk hann 850 stig. Hlöðver Gunnarsson lenti í öðru sæti og hlaut hann 1100 stig en i fyrsta sæti varð Benedikt Eyjólfsson og hlaut hann 1180 stig. Á þessu ári og því síðasta hefur Benedikt Eyjólfsson tekið þátt í 12 tor- færu- og sandspyrnukeppnum og þar af hefur hann sigrað í 9. Í hinum þrem lenti hann „bara" í öðru sæti. Bilaklúbbur Akureyrar heldur tor- færukeppnir sínar í malarnámum Akureyrarbæjar og eru þær valdar vegna þess að þar er engin hætta á að spjöll verði á landinu. Sömu sögu er að segja um aðra aðila sem halda bifreiða- iþróttakeppni. Kvartmíluklúbhurinn byggði braut sina i gömlum hraunnám- um og sandspyrnubrautin er á l'jöru- sandinum við Ölfusá. Rally Cross braut BÍKR er í gömlum malarnámum. Keppnissvæði Björgunarsvcitarinnar Stakks í Keflavík er á grónu svæði og þar er auðvelt að sjá hvar þeir hafa látið bílana fara um, en ekki þó vegna þess hversu svæðið sé illa farið. heldur hins að þeir hafa alltaf sáð i brautirnar eftir hverja keppni og borið áburð á þær, svo að gömlu brautirnar eru fagurgrænar og gróskumiklar og skera sig úr umhverfinu fyrir þá sök. Sömu sögu er að segja um önnur keppnis- svæði og af framansögðu má sjá að gróðurlífi landsins stafar hvergi hætta al'skipulögðum bifreiðaiþróttuh). Jóhann Kristjánsson. Benedikt Eyjólfsson, sigurvegarinn i keppninni, öslar hér i einn drullupyttinn. DB-mynd Flosi Jónsson. c Pípulagnir -hreinsanir K m L\4 Er stíf lað? Fjarlœgi stíf lur úr vöskum, WC rörum, baðkerum og niður- föllum. Hreinsa og skola út niðurföll i bíla- plönum og aðrar lagnir. Nota til þess tankbíl með háþrýstitækjum, loftþrýstitæki, raf- magnssnigla o.fl. Vanir menn. Valur Helgason, simi 77028. MH^yTT^yROLA Uósasti,l'n9ar 09 önnur bilaviðgeroarþjónusta AKernatorar i bila og bata, 6/12/24/32 volta. Platfnulausar transistorkveikjur i flesta bilá. Haukur & Ólafur hf. Armúla 32. Simi 37700. Bifreiðaverkstæði N. K. SVANE Skeifan 5 - Sími 34362

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.