Dagblaðið - 09.10.1979, Síða 1

Dagblaðið - 09.10.1979, Síða 1
V OLAFUR MUN RIÚFA MNGID EKKI —Alþýðuf lokkurínn dregur ráðherra sína útúrstjómídag „Ólafur Jóhannesson mun ekki rjúfa þing, hvorki sem forsætis- ráðherra í núverandi stjórn né sem starfandi forsætisráðherra í bráða- birgðastjórn,” sagði framkvæmda- stjórnarmaður i Framsóknar- flokknum í viðtali við DB í morgun. „Alþýðuflokkurinn mun á ríkis- stjórnarfundi í dag óska eftir þing- rofi, og verði því hafnað, mun hann draga ráðherra sína út úr ríkis- stjórninni,” sagði aiþýðuflokksþing- maður í morgun. Þá er gert ráð fyrir að Ólafur Jóhannesson gangi á fund forseta ísland og lýsi yfir að stjórn hans hafi ekki þingmeirihluta á bak við sig. Til greina kemur að Ólafur biðjist þá þegar lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. „Ólafur getur sagt af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt allt og veitt okkur lausn,” sagði Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra í viðtali við DB í morgun. Magnús sagði, að til greina kæmi að formlegar viðræður hæfust um hvort grundvöllur væri fyrir aðra ríkistjórn. Steingrímur Hermannsson dónts- málaráðherra mun á ríkisstjórnar- fundinum í dag láta bóka sérstaklega um tillögur Framsóknar um lausn efnahagsvandans. Framsóknarmenn segja, að þær hafi komið fram fyrir hálfum öðrum mánuði. Hann mun láta koma fram að Framsóknarmenn hafi talið þær tillögur hafa hlotið góðar undirtektir hjá Alþýðuflokkn- um og skrýtið sé, að Alþýðuflokkurinn vilji ekki við það kannast. -HH. Grindavík: Hjálmar fékk lausn og vill i lögregluna — skólastjóralaust um tíma eða annar skipaður án augtýsingar Menntamálaráðherra hefur veitt Skólanefndarfundurinn í dag mun Hjálmari Árnasyni lausn frá skóla- gera tillögur til ráðherra i ljósi þeirrar stjóraembættinu í Grindavík. Verður stöðu, að annaðhvort verður að aug- ákvörðun ráðherra kynnt formlega á lýsa stöðuna með löglegum fyrirvara fundi skólanefndar og fræðslustjóra eða skipa skólastjóra til eins árs án siðdegis í dag. auglýsingar. Um þessar mundir í kjölfar dcilnanna um stöðuveiting- stjórnar Gunnlaugur Dan Ólafsson, una fór Hjálmar fram á að fá lausn, settur yfirkennari, skólanum. þrátt fyrir vaxandi stuðning heima- manna við hann. Meirihluti skóla- Hjálmar Árnason er nú atvinnulaus, nefndar lýsti stuðningi við hann og' nema hvað hann les síðdegissöguna fréttir herma að áformað hafi verið að „Fiskimenn” í útvarp. Söguna þýddi halda 300 manna fund stuðningsfólks hann úr færeysku. Einna helzt mun um síðustu helgi. Hætt var við hann hann leita eftir vinnu hjá lögreglunni í þar sem Hjálmar sagðist vera Keflavík, þar sem hann hefur áður ósveigjanlegur að breyta fyrri ákvörð- unnið við afieysingar. un. -GS/ARH. Friðrik Sophusson um tillögur þingfréttanef ndar: Hagræði en ekki til- burðir til ritskoðunar — ætla að mótmæla ummælum fréttastjóranna íútvarpsráði „Ég mótmæli því alveg að tillaga okkar sé túlkuð sem tilburðir til rit- skoðunar. Ég og samnefndarmenn minir álítum að hún feli í sér verulegt hagræði fyrir þingfréttamenn þar sem hún þýddi að þeir losnuðu m.a. við hringingar þingmanna, sem ekki hafa átt þess kost að hlýða á fréttir, en vilja heyra fréttaflutning af þingi,” sagði Friðrik Sophusson alþingismaður i viðtali við DB í gær. Kom þetta fram vegna fréttar þess efnis í DB i sl.viku að fréttastjórar út- varps og sjónvarps hefðu ritað útvarps- ráði bréf og mótmælt hugmyndum þingfréttanefndar þess efnis að allar þingfréttir væru afritaðar handa þing- mönnum. Slíkt væri i reynd tilburðir til ritskoðunar. Einnig segja þeir slíkt gefa slæmt fordæmi, en Friðrik andmælti þvi einnig og benti á að Alþingi væri sá eini staður utan fréttastofanna, þar sem þær hefðu fasta starfsmenn. Útskriftin væri því fremur spurning um lipurð, því strangt tekið gæti Alþingi hvenær sem er óskað útskriftar. Hefðu nefndarmenn talið eðlilegt að slíkt gengi snurðulaust fyrir sig, til hagræðis fyrir þing- og fréttamenn. Útvarps- stjóri hefði strax í fyrra lýst sig sam- þykkan þessari tilhögun. Þá undraðist Friðrik einnnig við- brögð útvarpsráðs gagnvart þeirri hug- mynd að þingflokkarnir tilnefndu einn mann hver til að vera tengiliður umsjónarmanns hálftima þáttar hálfs- mánaðarlega i sjónvarpinu frá Alþingi/ Alþingi. Sagðist Friðrik ætla að mótmæla ummælum fréttastjóranna á næsta út- varpsráðsfundi sem hann sæti. -GS. Sólbaö í októbersól Blíðviðrið undanfarna daga hefur gefið tœkifœri til sólbaða og útiveru. Þœr butu þess út í æsarþessar, sem voru í laugunum í gœr. DB-mynd: Hörður. Óvístum framboð Ólafs Forystumenn í Framsóknar- flokknum segja, að alls óvíst sé að Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra verði í framboði í komandi þingkosningum. Eins og kunnugt er, hafa menn vell vöngum yfir hvort Ólafur Jóhannesson hy. ði 1 liætta sem forsætisráðherra i haust, þótt stjórnarslit hefðu ekki komið til. og þá jafnvel draga sig út at þingi. Þá hefur sú spurning vaknað, hvort Ólafur kynni að fara í for- setaframboð, hætti dr. Kristján Eldjárn, og hefur Ólafur ekki al- gerlega neitað, að svo kynni að verða. -HH ElduríÁrbæ og Breiðholti Slökkviliðíð var tvívegis kallað út í gær. í fyrra skiptið var um eld í mannlausri íbúð að Hraunbæ 68 að ræða. Brauzt Iögreglan inn i þá íbúð og hafði slökkt er slökkviliðið kom. Hafði kviknað i lepp á rafmagnsplötu, sem straumur var settur á áður en mæðgur í ibúðinni yfirgáfu hana. Reykskynjari í íbúðinni gaf merki um hættuna stuttu eftir að eldur- inn kviknaði. 1 síðara skiptið varð reyks vart i Breiðholtskjöri. Var kveikt i ruslatunnu utandyra en reykur komst lítillega inn gegnum loft- ræsti kerfi að talið var. -ASl.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.