Dagblaðið - 09.10.1979, Síða 2

Dagblaðið - 09.10.1979, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979. 2 r Enn um ökukennslu: Ekki trix — heldur betri þjónusta Halldór Jónsson ökukennari hafði samband við I)B vegna nýlcgs les- endabréfs sem bar yfirskriftina „Veiðitrix ökukennara": j DB 20. september er lesendabréf |rar sem segir að auglýsing min sé aðeins „trix” til að veiða „kúnna” og til að hala inn sem mcstan pening. Einnig að ég haldi nemanda að nauðsynjalausu eða — litlu í 20—25 lima. Þetta er alrangt og vil ég þess vegna skýra mál mitt. í greininni segir orðrétt: „Öku- kennari einn auglýsir allt að 30—40% ódýrara ökunárn ef 4 panta saman. Hvergi kemur l'ram hvcrs vegna slíkt ætti að vera ódýrara og mig grunar að hér sé um að ræða „trix” til að veiða „kúnna".” Að sjálfsögðu get ég ekki skýrt i smáauglýsingunni hvers vegna öku- námið er ódýrara hjá mér, en þeir sem vilja fá upplýsingar geta auð- vitað hringt í mig til að fá þær. Með þvi að taka fjóra til sex nemendur i einu get ég fært fræðsl- una inn í skólastofu hjá mér og l'ækk- að þar með hinum dýru útitímum. Með því get ég boðið betri þjónustu þar sem ég hcf komið mér upp tækja- búnaði og myndaefni til að auka fræðsluna. Hin hefðbundna kennsla ökukenn- ara er að sitja yfir nemanda nokkra tima úti í bil og ræða við hann um bilinn sjálfan og fræðsluatriðin. Ég get hins vegar boðið þcssa kennslu inni i skólastofu á ódýran hátt. Ég mundi segja að ég hefði frekar strangar kröfur til nemandans og heldur meiri en þarf til að komast í gcgnum prófið. Ég vil með þvi fræða nemandann um ýmislegt sem hans kann að bíða er lengra líður. Ég hef verið baráttumaður fyrir því að fræðikennslan verði kennd i ökuskóla og til að bæta megi kennsl- una verulega. Það hefur þó verið kveðið niður hjá Ökukennarafélag- inu og ég held að það sé fjárhagslegt spursmál. Ökukennarar halda að þeir tapi vinnu ef kennsla færi fram I Ökuskólanum en það þyrfti alls ekki að vera. Við erum 15—20 árum að baki öðrum Norðurlöndum hvað ökukennslu snertir, en það virðist enginn hafa áhuga á að gera neitt raunhæft hér á landi. VERKAMENN ÞÆTTUST FIILL- SÆMDIR AF LAUNUM BÆNDA Neytendur hugsa sig margir tvisvar um áóttr en þeir kaupa landhúnaóarvörurnar á hinu nýja verði. DB-mynd Hiiróur. Herdís Hcrmóósdóttir skrifar: Þessa dagana eru komnar á borðið fyrir neytendur hinir furðulegustu fréttir og er litt vandað til matreiðsl- unnar og verðlagið í samræmi við það. Ætlazt er til að okkur líki vel og segjum ekki neitt. En nú bregður svo við að siðasta búvöruverðhækkun hefur hreyft við mönnum svo um ntunar og þó seinna en von var á. Tvennt er svo furðulegt, og þrátt fyrir allt, óvenjulegt. En það eru yfír- lýsingar forráðamanna bænda um hið stórfellda „lap” bænda vegna dráttar á samþykktum á síðustu af- rekum „6 mannanefndarinnar” og útreikningar Gunnars Guðbjartsson- ar á upphæð dagsins sem hann telur nema 200 milljónum króna þá 14 daga sem dróst að setja nýja verðið á búvörurnar. Þvi spyr ég: Átti nú í fyrsta sinn að skella þessari verðlagn- ingu sexmenninganna á gamla kjötið sem ekki hafði tekizt að sclja Færey- ingum á „slikk"? En ef ekki? Hvernig fengu þeir þá út þessa tölu? Mér sýnist að ef það er rétt að bændur tapi 200 milljónum á 14 dögum geri það 400 milljónir á ntánuði og þar af leiðandi 4 þúsund og 8 hundruð milljónir á ársgrund- velli. Skyldi það ekki þykja þó nokkur búhnykkur hjá „viðmiðunar- stéttunum” að fá slíka aukagetu við allt hitt til skipta milli 4000 meðlima. Þá er ótalið annað „tap” hjá bændum sem forráðamenn þeirra hafa haft tima til að reikna út og aug- lýsa cn það er harðæristapið vegna tveggja kílóa rýrari dilka. Trúlega ntiða þeir við 14 kílóa skrokkþunga ----------------—\ og telja að nemi I 1/2 milljón á bónda. Hvað segir þetta okkur? Aðeins það að þá væru eftir 12 kiló sem hljóta eftir þessum útreikningum að gera 9 milljónir króna. Og þetta aðeins fyrir kjötið. Þá er eftir ull og gærur (með yfir 100% hækkun) og slátur. Hætt er við að verkamaður þættist fullsæmdur af slíkum launum þó gleymzt haft að geta um arð af nautpeningi. hrossum og ýmsum hlunnindum, t.d. án- og \atnaleigu. Svo segir landbúnaðarráðherra að þetta „tap” skuli bætt. Og ég spyr: „Hver á að borga það?” Og enn spyr ég: „Er það meiningin að láta okkur neytendur taka á okkur þyngri skattabyrði til að borga bú- vörurnar ofan í erlenda neytendur, þegar vitað er að innlendir neytendur geta ekki keypt þær sökum hins ríkis- verndaða okurs sem á þeim er?” í þriðja sinn spyr ég: „Hver á að greiða hinar 10 verðlaunamilljónir sem lofað hefur verið fyrir auxna markaðsöflun fyrir landbúnaðaraf- urðir?” Að endingu þetta. Nú þegar bændur sjá sjálftr að boginn hefur verið spenntur of hátt og búast má við aukinni sölutregðu heimta þeir að semja beint við „ríkið”. En ég segi: „Varið ykkur, neytendur. Þið ættuð nú fyrst undir högg að sækja þangað til áð hægt væri að knýja fram hag- kvæmari innkaup búvara erlendis frá. Svo þakka ég DB ómetanlegan stuðning við neytendur og tek heils hugar undir mótmæli Neytendasið- unnar gegn matvælaokrinu og eins hitt að Neytendasamtökin skuli ekki eiga neinn fulltrúa í 6 manna nefnd- inni. Veit ég að Neytendasamtökin eiga fullan stuðning „Eskifjarðar- deildar Neytendasamtakanna” við mótmælin, því nú hafa þau sýnt svo ekki verður um villzt að þau eru sá bakhjarl sem almenningur þarf á að halda og getur treyst á. Enda eflast þau nú dag frádegi og er það vel. Hirsihmann 'Útvarps-og sjcmvarpsloftnet fyrir litsjónvarpstæki,-' magnarakerfi og tilheyrandi' loftnetsefni. Ódýr loftnet og gód. Áratuga reynsla. Heildsala- Smásala. Sendum i póstkröfu. Radíóvirkinn Týsgötu 1 - Slmi 10450 Hvað heitir páfinn eiginlega —Jón eða Jóhannes? Sleinarspyr: Þessa dagana hefur mikið verið rætt og ritað um páfann i fjölmiðlum vegna heimsókna hans út um allar koppagrundir. Hann er alltaf kall- aður Jóhannes Páll á islenzku en á ensku er hann kallaður John Paul. Hvað heitir þessi páfi réttu nafni? Af hverju er hann kallaður Jóhannes á íslenzku en ekki bara Jón? Getur hugsazt að það sé vegna þess að þegar biblían var á sínum tima þýdd á islenzku var Jóhannes skirari, kallaður Jóhannes en senni- lega heitir páfinn í höfuðið á honum? Jóhannes skirari heitir John thc baptist áensku. Ég man hinsvegar ekki eftir að John F. Kennedy, fyrrunt Banda- rikjaforseti, hafi nokkrun tíman verið kallaður Jóhannes forseti á íslenzku. Hvað veldur? Jóhannes Páll páfi. Heitir hann Jón eða Jóhannes? spyr bréfritari. V ökukcnnara^eg' | Kru ökukennarar .0 h.U inn pening. Myndin er frá ökuskoUnum. ÖkSnnar::nn auglýsir „am að V°-ytSÍTr-. "vers h:^r^„kúnna”Su^ i „emendum sinum? nemendur.MargirUllafynr^þessum k^nnski'Tð nauðsynjatauvu cða -litlu ^2n0nik25 tima til að hala inn sem mcsta peninga. MJÓLKIN Á EGILS- STÖÐUM 0G ÞAKKIR TIL ÓMARS Ásthildur Pétursdóttir Ullartanga 6 í Fcllum hringdi: Mikið hefur verið skrifað um að mjólkin á Egilsstöðum sé bæði súr og fúl. Ég hef nú ekki orðið neitt vör við það upp á siðkastið. Hitt er annað mál að um jólin siðustu þá var mjólk- in hér alveg ódrekkandi. Svona til gamans langar mig að segja frá fólki sem bjó hér skammt frá, það hreinsaði mjólkurilátin með joði fyrir og eftir notkun svo það yrði hreint til sálar og líkama eftir mjólkurdrykkjuna. Þetta fólk var að vísu mjög trúað. Sumt fólk er þó alltaf óánægt, það væfi dýrt ef senda ætti okkur allar nauðsynjavörur að sunnan. En ég vil taka undir orð Egilsstaðahúsmóður er hún talar um lélega þjónustu hér. Það er sérstaklega léleg þjónusta hér i Kaupfélaginu og er þar mikill munur á og i Reykjavík. Starfsfólkið i Kaup félaginu er heldur leiðinlegt vægast sagt en það erágætt i Verzlunarfélag- inu. Í leiðinni langar mig til að senda honum Ómari Ragnarssyni kveðju fyrir þættina hans af landshornun- um. Hann á heiður skilið fyrir hve vel hann vinnur að þáttunum og að hann skúli lýsa því sem illa fer hjá bændum eins og hann gerði um daginn. Það mættu margir taka hann til fyrir- ntyndar. Ómar fær kærar þakkir frá bréfritara fyrir skcmmtilcga þætli af lands- hornunum. ATHUGASEMD FRÁ HJARTAVERND Athugasemd frá Hjartavernd: Að gefnu tilefni vill Hjartavernd koma því á framfæri að simi sá sem er gefinn upp á happdrættismiðum, 83947, er tengdur simsvara frá stöðvargrind borgarinnar og er hann þar með úr okkar umsjá. Álag á þessu númeri hefur verið geysilega Raddir lesenda mikið. Vinningsnúmerin hafa verið birt i öllum dagblöðum og hefur yðar blað birt þau þrisvar sinnum sem við metum mikils og þökkum fyrir. Upplýsingar hafa lika verið gefnar á skrifstolunni og þeim sent þess óska verið send vinningaskrá. /

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.