Dagblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979. 5 Umræðan í DB um verðbötaþátt vaxtaaukalána olli breytingu: Margir hafa breytt og enn fleiri skoðað möguleikana —„nýju skilmálamir tvímælalaust betri fyrir þá sem eru í peningavandræðum,” sagði yfirmaður SPRON , .Breytingin er greinileg og fleiri og fleiri æskja þess að vaxtaaukalán þeirra verði færð yfir til nýju skilmál- anna þar sem heimilt er að bæta verð- bótaþætti vaxtanna við höfuðstól lánsins,” sagði Sigurður Gústavsson, yfirmaður verðbréfadeildar L ands- banka íslands, í samtali við DB. ,,Eg verð þó að segja að ég átti von á enn meiri viðbrögðum lántakenda varðandi þetta eftir umræðuna í Dag- blaðinu,” sagði Sigurður. „Það er pottþétt að hinir nýju skil- málar vaxtaaukalánanna eru betri fyrir lántakendur sem eru í miklum peningavandræðurr, en það er ekki alveg tvimælalaus: að bctra sé fyrir alla að notfæra sér að verðbótaþætti vaxtanna sé bætt við höfuðstólinn,” sagði Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri hjá SPRON. Baldvin kvað marga lántakendur hafa breytt lánum sinum hjá SPRON í samræmi við hina nýju skilmála. Aðrir hefðu spekúlerað í málunum, reiknað út dæmið og komizt að raun um að ekki væri vert að gera breyt- ingu. Nefndi hann þar til tvo eða þrjá lántakendur sem ætlað hefðu að breyta lánum sínum. „Hinir nýju skilmálar bjóða eigin- lega upp á það að frestur sé á illu beztur og er þá átt við greiðslu lán- anna,” sagði Baldvin. ,,Sé breytt til hinna nýrri skilmála getur svo farið að við fyrstu þrjár afborganirnar hækki höfuðstóll lánsins og jafnvel við hina fjórðu greiðslu einnig. En fyrir þann sem er að byggja eða kaupa og þarf nauðsynlega á pening- um að halda eru nýju kjörin tvímæla- laust góður frestur á greiðslu,” sagði Baldvin. Baldvin sagði að margir lántak- endur hefðu komið og velt gömlu og nýju kjörum vaxtaaukalánanna fyrir sér eftir umræðuna um þau i Dag- blaðinu. Hefðu það ekki verið ein- göngu þeir sem lán hefðu átt á gjald- daga á þessum tima, heldur einnig þeir sem greiða eiga síðar en vildu í tíma skoða nýja möguleika lánanna. - A.St. Nýir sklknábr vaxtaaiAalinanna skapa mSguMki: Fyrsta afborgun 2 milljón kr. Iánslækkarum225þús. «bankikerfiðgerirekkerttiláðkymaskilmálalánannasamkvæmtnýjulogunum .. ENGINN STAÐUR OF GÓÐUR TIL AÐ REISA ÞAR KIRKJU — Guði til dýrðar, segir sóknarpresturinn sem vill kirkjuna í rótum Vfghóls í Kópavogi Fyrirhuguð er bygging Digranes- kirkju i austurhluta Kópavogskaup- staðar. Ekki eru menn þó á eitt sáttir um hvar reisa eigi hina nýju kirkju. Sóknamefnd og sóknarprestur æskja þess að kirkjan rísi á svonefndu Víg- hólssvæði, sem ris hátt í austurbænum, en þar er m.a. útsýnisskifa enda sér vítt yfir. Bæjarráð, skipulagsnefnd og nátt- úruvcrndarnefnd hafa aftur á móti lýst andstöðu sinni við þessa hugmynd. Þorbergur Kristjánsson sóknarprestur i Digranesprestakalli sagði að sóknar- nefnd hefði beðið um þessa lóð fyrir tveimur árum og hefði sú umsókn síðan velkzt í bæjarkerfinu án þess að nokkuð gerðist. „Bygging kirkjunnar var fyrirhuguð annars staðar, austast í bænum þar sem nú hafa verið byggðar háar blokkir,” sagði Þorbergur. „Bærinn afskrifaði síðan þá hugmynd og lýsti bæjarstjóri þvi yfir á fundi að bygging kirkjunnar þar kæmi ekki til greina. Kirkjunni er þvi ekki ætlaður neinn staður. Þarna er ekki um friðlýst svæði að ræða þótt áætlun hafi verið um það í Kópavogi. Það er ekkert aðalskipulag staðfest fyrir Kópavog. En þó svo væri þá er algengt að byggðar séu listrænar byggingar á friðlýstu svæði, svo sem kirkjur eða söfn. Gert hefur verið ráð fyrir þvi að kirkjan risi norðaustur af útsýnisskíf- unni og spillti hún þannig ekki útsýni nema í sjónlinu i norðaustur, én þar eru byggingar þegar fyrir. Kirkjan myndi þvert á móti auka gildi Víghólsins sem útivistarsvæðis en fáir koma þangað nú. Kirkjan hefur ekki verið teiknuð en þegar hugmynd þessi fékk neikvæðar undirtektir hjá skipulagsstjóra Kópa- vogs leitaði sóknarnefnd til skipulags- stjóra ríkisins og siðan húsameistara rikisins sem gerði uppdrátt af svæðinu og tillögur um staðsetningu. Það er hefð fyrir því að kirkjur standi hátt og miðsvæðis ef mögulegt er. Það hefur yfirleitt verið viðtekin venja.bæjar- og borgaryfirvalda hér i grennd við okkur að verða við óskum sóknarnefnda um siaðsetningu kirkna. Nefna má Víðistaðakirkju i Hafnar- firði þar sem i upphafi fór ekki saman vilji skipulagsyfirvalda og ósk sóknar- nefndar en farið var að ósk sóknar- nefndar. Sama má segja um staðarval kirkju Ásprestakalls sem fyrirhugaður var annar staður en þar sem hún ris nú í l.augarásnum. Norðan i Valhúsahæð á Seltjarnarnesi á að rcisa kirkju þrátt fyrir mótmæli náltúruverndarmanna og i Njarðvik verður ný kirkja hluti af fyrirhuguðum skrúðgarði. Vitna má í ummæli eins bæjarfull- trúa i Hafnarfirði sem sagði, er deilt 1 var um staðarval Víðistaðakirkju: „Enginn staður er of góður til þess að rcisa þar kirkjuGuði til dýrðar, hann sem skapaði landið.” - JH A AÐ VERA OBYGGT ÚTIVISTARSVÆÐI — segir skipulagsstjóri Kópavogs um Víghólinn „Það hafa komið fram fleiri en ein tillaga i skipulagsnefnd Kópavogs um það að Víghóllinn skuli vera óbyggt úti- vistarsvæði,” sagði Skúli Norðdahl, skipulagsstjóri Kópavogs, en skipulags- nefnd hefur lagzt gegn byggingu Digra- neskirkju við Víghólinn. „Bæjarráð og náttúruverndarnefnd hafa líka lýst andstöðu sinni við kirkju- bygginguna þarna,” sagði Skúli. „Framtíðin er þrjár kirkjusóknir i stað tveggja i Kópavogi, vegna mann- fjölgunar. Reiknað er með fimm þús- und manna sóknum en núverandi sókn- arnefnd Digraneskirkju, sem sækir fast að byggja þarna, er í átta þúsund manna sókn. Nýverið var haldinn sameiginlegur fundur sóknarnefndar, bæjarráðs, skipulagsnefndar og náttúruverndar- nefndar. Þar voru málin kynnt, en á þeim fundi kynnti formaður náttúru- verndarnefndar bókun þess efnis að nefndin væri sama sinnis og skipulags- nefnd. Bókun skipulagsnefndar vegna umsóknar sóknarnefndar Digranes- sóknar frá 13. desember sl. segir að ekki skuli ráðast i byggingu kirkjunnar við Víghól. Mér er ekki kunnugt um það að fjall- að hafi verið um þessi mál í bæjarráði eða skipulagsnefnd síðan hinn sam- eiginlegi fundur var haldinn,” sagði Skúli. Hér vill sóknarpresturinn bvggja Digraneskirkju en bæjarráó, skipulagsnefnd og náttúruverndarnefnd eru á móti. DB-mvnd Bj.Bj. SKYNDI- A Við framköllum m Mvarthvítar fílmur SKYNDI- A MYNDIR \J Templarasundi 3. MYNDIR \) NORRÆN MENNINGARVIKA1979 í kvöld kl. 20.30: Sænski rithöfundurinn P.C. JERSILD kynnir og les úr verkum sínum. í sýningarsölum stendur yfir sýning á listaverkum eftir Carl-Henning Pedersen. Opiðkl. 14 til 19. í bókasafni og anddyri hússins er sýning á myndskreyting- um við ævintýri H.C. Andersens. Veriö velkomin. IMorræna húsið. - JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.