Dagblaðið - 09.10.1979, Side 9

Dagblaðið - 09.10.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR9. OKTÓBER 1979. 9 FORSÆTISRAÐHERRA GETUR ROFIÐ ÞING ÞRATT FYRIR SAMÞYKKT STJORNARINNAR — um að þing mætti ekki rjúfa nema ríkisstjórnin væri öll sammála um það — forseta þó óskylt að verða við tilmælum forsætisráðherra „Það er forseti lýðveldisins, sem rýfur þing, vitaskuld með atbeina ráð- herra, svo sem endranær, þegar um stjórnarathafnir forseta er að tefla,” segir Ólafur Jóhannesson i kaflanum um þingrof í riti sínu „Stjórnskipun Íslands. Hann segir ennfremur: „Þótt skylt sé að rjúfa þing, rofnar það aldrei af sjálfu sér. Það þarf jafnan sérstakan forsetaúrskurð. Forsætisráðherra mundi undirrita þingrofsúrskurð með forseta. Myndi þingrof meðatbeina forsætis- ráðherra eins vera formlega gilt, þótt svo væri til skilið í stjórnarmyndunar- samningi, að þing mætti ekki rjúfa, nema ríkisstjórnin öll væri um það sammála. Hitt er annað mál, að þegar svo stæði væri forseta óskylt að verða við tilmælum forsætisráðherra um þing- rof, nema fyrir lægi samþykki ríkis- stjórnarinnar allrar.” Saga þingrofsins í áðurgreindu riti sínu fjallar Ólafur um sögu þingrofsins að nokkru. Meðal annars getur hann þess að heimild til þingrofs hafi aldrei verið I norskum stjórnlögum. Þingrofsréttur sé ekki neinn óhjákvæmilegur þáttur þing- ræðis og lýðræðis. Frjálslyndum mönnum hafi raunar verið réttur þjóð- höfðingja til þingrofs þyrnir i augum. Þingrofið sé nú almennt túlkað sem málsskot til þjóðarinnar sjálfrar, kjós- endanna. Láti sú túlkun óneitanlega vel í eyrum. Þó verði því ekki neitað að þingrofsréttur sé vopn i hendi þjóð- höfðingja og ríkisstjórnar sem beita megi til góðs eða ills eftir atvikum. Skylt er að rjúfa þing þegar báðar þingdeildir hafa samþykkt tillögu til breytinga á stjórnarskránni. Enda er þá þingrofið orðin forsenda fyrir nýjum kosningum til alþingis vegna fyrir- ætlunar um stjórnarskrárbreytingu. Þingrof í stjórnarskránni í 24. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði um heimild forseta lýðveldisins til þess að rjúfa þing. Skal þá stofna til nýrra kosninga til Alþingis áður en tveir mánuður séu liðnir frá því að það var rofið enda komi Alþingi saman eigi síðar en átta mánuðum eftir að það var rofið. Samkvæmt þessu ákvæði eða hlið- stæðu þess hefur Alþingi nokkrum sinnum verið rofið. Aðeins i eitt skipti virðist hafa verið deilt um lögmæti þingrofs. Það var þingrofið 1931. Þá var þing rofið áður en því væri slitið fyrst, og án þess að fjárlög hefðu verið afgreidd. Hafði þing ekki áður verið rofið hér á landi er þannig stóð á. Stjórnarandstæðingar héldu því fram að þar hefði verið framið stjórnarskrárbrot því að þing mætti ekki rjúfa nema því hefði áður verið slitið. Óheimilt væri að slíta þingi fyrr en fjárlög hefðu verið samþykkt. Þá var því og hreyft að það væri brot á þingræðinu að rjúfa þing áður en van- traust hefði verið samþykkt. Heimilt — en ekki skylt Rök stjórnarinnar voru þau að fram hefði verið komin vantrauststillaga sem telja mætti víst aðyrði samþykkt. Væri samvinna þeirra flokka sem vantraust- ið myndu samþykkja viðtækari en áður lá fyrir. Vantraustið væri í ósamræmi við úrslit síðustu kosninga. Vegna fyrirhugaðra viðtækra breytinga á kjördæmaskipun landsins væri óvist um stjórnarmyndun og stjórnaisam- starf á eftir vantraustið. Væri rétt að leita úrskurðar hjá þjóðinni með nýjum kosningum. Hvað sem liður liðnum deilum virðist að athuguðu máli hugsanlegt þingrof vegna kröfu eins stjórnarflokks vera heimilt en vafi kann að leika á um skylduna. - BS SIPPAÐ A MEÐAN BEÐIÐ ER ... 101... 102.. 103... Menn verða að halda sér í þjálfun og sippa á meðan heðið er nœstu átaka við sekkina... DB-mynd Hörður. Skorín upp herörgegn svartri atvinnustarfsemi Svört atvinnustarfsemi, sem svo er nefnd, var til umföllunar á iðnþingi sem lauk um helgina. Með svartri at- vinnustarfsemi er átt við störf þeirra manna sem vinna ýmis iðnaðarstörf án þess að skrifa nótu fyrir verk sin. Með því má sleppa söluskatti og ýmsum launatengdum gjöldum sem lögboðið er að inna af hendi. Starfsemi þessi er alþekkt hérlendis og mun stunduð bæði af þeim sem ekki hafa iðnmenntun svo og af einhvejrum ein- staklingum innan iðnstéttanna. Iðnþing samþykkti samhljóða að skora á stjórnvöld að reyna að hafa upp á þeim aðilum sem slíka starfsemi stunda utan við lög og rétt. Jafnframt var þvi beint til almennings að leita ekki á náðir þessara vafasömu aðila. í umræðunum kom fram sú hug- ntynd að Landssamband iðnaðar- manna leitaði til Neytendasamtakanna um samstarf i þessu máli. .jh Persónugervingursvartraralvinnustarf- semi. Náungi þessi var mjög notaður í Noregi þar sem áróðri var beitt gegn starfsemi þessari. Sankti Jósefsspítali í Hafnarfirði: Sjúkraliðar safna fyrir baði handa sjuklingum Sjúkraliðar á lyfjadeild Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði hafa nú hleypt af stokkunum fjársöfnun til kaupa á sérstöku sjúkrahúsbaðkeri sem gerir farlama sjúklingum mun auðveld- ara og þægilegra að baða sig auk þess sem slikt léttir störf sjúkraliða. ,,Við fréttum af einu slíku baðkari, sem er til hér ótollafgreitt og ákváðunt,aðreyna að safna fyrir því þar sem slíkt er ekki á fjárhagsáætlun spít- alans á næstunni. Við getum fengið það fyrir 3 milljónir og erum nú búin að senda söfnunarlista í 30 til 40 fyrir- tæki i bænum,” sagði Elsa Thorlacius er hún sagði DB frásöfnuninni. - GS Saab 99 G.L. árg. '76. Mjög fallegur bíll. Sumar- og vetrardekk. Fallega blár. Góður endursölubíll. Gott staðgreiðsluverð. Lada Sport árg. '78. Mjög fallegur, lítið ekinn, aðeins 14 þús. km, og vel með farinn. Skipti á nýlegum japönskum möguleg. Volvo 144 árg. '74. Orangelitur. Volvo er bezta fjárfestingin gagnvart endursölu. Gott staðgrciðsluverð. Land Rover árg. '77, disilbíll, aðeins ekinn 48 þús. km. Gerið góð kaup i góðum disilbíl. BlLAKAUP SKEIFAN 5. R SIMAR 86010 - 86030 BJÖRNINN Smurbrauðstofan Njálsgötu 49 — Sími 15105 1X2 1X2 1X2 7. leikvika — leikir 6. okt. 1979 Vinningsröð: X11-X11-111-X12 1. vinningur: 12 réttir — kr. 1.428.000.- 7336 (Reykjavik) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 38.200.- 81 2695+ 5763 32126 32485 1427 3337 31633 32254 40776 2550 3931 31764(2/11) 32460 41271 Kærufrestur er til 29. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs- mönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Handhafi nafnlauss seðils (+) verður að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. Getraunir Íþróttamiðstöðinni - Reykjavík. TIL SÖLU GMC árg. 74, sami eigandi frá upphafi. Upplýsingar í síma 76370 eftir kl. 17. Flug er skemmtilegt og heill- andi tómstundagaman. Flug er ódýrara á Islandi en í flest- um öðrum löndum. Leitið upplýsinga. gamla flugturninum Reykjavikurflugvelli. Sinii 28122.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.