Dagblaðið - 09.10.1979, Síða 10

Dagblaðið - 09.10.1979, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukúr Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. jþróttir- Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásqrímur Palsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, L)óra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreif- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins er 27022 (10) linur). Setning og umbrot: Dagblaðiö hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Ólafurþvælist fyrir Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra boðaði forföll, þegar forustumenn Framsóknarflokksins komu saman í gærkvöldi til að ræða kröfu Alþýðu- flokksins um þingrof og kosningar. Forföll Ólafs segja nokkra sögu. Raunar er dæmigert fyrir lands- stjórnina, að forsætisráðherra skuli ekki nenna að mæta, þegar flokkur hans stendur andspænis versta áfallinu, sem ríkisstjórn hans hefur sætt. Leiðtogar og aðrir talsmenn stjórnmálaflokkanna hafa keppzt um að tjá sig fyrir almenningi um hina nýju taflstöðu stjórnmálanna. Ólafur einn hefur ekki látið ná tangarhaldi á sér. Vafalaust hefur Ólafur verið að hugleiða, hvort hann geti neitað þingrofskröfunni og tafið kosningar. Með slíku mundi hann knýja fram atkvæðagreiðslu á alþingi um vantraust og þingrof. Ekki er auðséð, að Ólafur geti með slíkum hætti frestað kosningum lengur en fram í janúar, þegar færð í strjálbýli er orðin mun verri en í desember. Og ekki er auðséður neinn hagur Ólafs né flokks hans af slíkri frestun. í fjarveru Ólafs hefur Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, hamazt gegn desemberkosningum. Á Ólafslausa fundinum voru menn sammála um, að flokkurinn skyldi bregðast hart við hinni óvæntu stöðu. Hvort tveggja mætti túlka sem ákall til Ólafs um að finna einhverja klæki og króka, sem geti forðað Framsóknarflokknum frá kosningum á næstu mánuðum. Þar í flokki bíða menn þess nú með óþreyju, að Ólafur skríði undan feldinum. Kosningahræðsla Framsóknarflokksins er eðlileg. Ráðamenn flokksins telja sig eygja möguleika á skárri stjórn efnahagsmála í vetur og fram á vorið, einkum með notkun hinnar svonefndu „norsku aðferðar” í samráði við samtök launþega. Það er auðvitað sárt fyrir Framsóknarflokkinn að missa af þessu tækifæri til að bæta fyrir óstjórn undanfarinna missera. En flokkurinn virðist dæmdur til að svara til saka hjá kjósendum án þessa tækifæris. Gremja Alþýðubandalagsins virðist af allt öðrum toga spunnin, þeim, að Alþýðuflokkurinn hafi óvænt verið nokkrum dögum á undan að heimta þingrof og kosningar. Ráðamenn bandalagsins afneita þessu að vísu og það með nokkrum þunga. Samgöngur á landi ættu ekki að vera þröskuldur í vegi desemberkosninga, þótt svo hafi verið fyrr á árum. Hinn skammi frestur ætti ekki heldur að verða til umtalsverðra óþæginda. Frá 1974 höfum við reynslu af jafnskömmum fresti. Svo virðist meira að segja, að þeir stjórnmálaflokk- ar, sem áhuga hafa, geti beitt prófkjörum til að velja frambjóðendur. Alþýðuflokkurinn ætlar að hafa próf- kjör og Alþýðubandalagið í þeim kjördæmum, sem þess óska. Framsóknarflokkurinn ætlar að spara sér prófkjör, en Sjálfstæðisflokkurinn tvístígur. Þar eru ráðamenn ekki hrifnir af prófkjörum og vilja auðvitað nota tækifærið til að losna við þau. En tæknilega séð eiga þeir ekki að komast upp með slíkt. Gott er, að unnt skuli vera að beita prófkjörum við svo skamman undirbúningsfrest. Og það er líka gott, að fræðilega er mögulegt að laga kosningalögin dálítið með breytingu á reglum um úthlutun uppbótarsæta. Ranglát kjördæmaskipan er því ekki röksemd gegn kosningum í desember. Ef flokkarnir kærðu sig um lagfæringar, gætu þeir afgreitt þær í tæka tíð. Við skulum því fylgjast vel með þeim, sem nú fella krókódílstár vegna framlengingar núverandi kjör- dæmaskipunar. BIADIÐ Líbýa: Stöðug áföll Gaddafis við hjálparstörfin — hringlandaháttur hans sjálf s stendur líka oft í vegi fyrir árangri af uppreisnarstarfinu Gaddafi þjóðarleiðtoga og einvald í Líbýu hefur aldrei skort vini þó svo að nágrannar hans og aðrir hafi haft Utla ánægju af þeim vinahópi. Hann Ttefur stutt alls konar baráttuhópa fyrir þjóðfrelsi og þá látið sig litlu skipta að hverju þeir stefndu. Þar hafa verið skæruliðaforingjar yzt til vinstri og blóðþyrstir leiðtogar Afríkuríkja. Skemmst er að minnast að Bokassa sjálfskipaður keisari í Mið-Afríku- keisaradæminu var í heimsókn hjá Gaddafi, þegar honum var steypt úr stóli. Bokassa var að leita eftir efna- hags- og hernaðaraðstoð og arftaki Bokassa, Dacko forseti, vísaði að sögn fjörutiu og sjö líbýskum hernaðarráðgjöfum úr landi við valdatöku sína og varaði íbúa lands- ins við að líklega væru um það bil fjögur hundruð líbýskir hermenn í felum í höfuðborginni. Verið getur að hlutur Gaddafis sem þess manns sem styrkir fjárhagslega allar byltingar og byltingartilraunir í heiminum sé orðum aukinn. Víst er þó að Líbýumenn hafa verið örlátir á fé til byltingarhreyfinga. í banda- ríska blaðinu The New York Times er haft eftir einum embættismanna stjórnarinnar í Tripoli að nauðsyn- legt sé að gera sér grein fyrir þeirri stefnu sem stjórnin þar hafi í þessum málum. Ljóst er að fjármagnið skortir ekki. Libýumenn eru fámenn þjóð, íbúar aðeins um það bil þrjár milljónir en tekjurnar af olíunni geysimiklar. Embættismaðurinn sagði í viðtal- inu að efstar á blaði væru frelsis- hreyfingar múhameðstrúarmanna. Þær ny,tu algjörs forgangs varðandi styrki frá Líbýu. Siðan koma frelsis- hreyfingar sem berjast gegn kyn- þáttamisrétti og nýlendustefnu að sögn embættismannsins. Líbýumenn hafa veitt múhameðstrúarmönnum á Filippseyjum styrk og segjast hafa verið þeir fyrstu til að styðja við bakið á Khomeini trúarleiðtoga íran. Einnig er vitað til að Libýu menn hafa aðstoðað múhameðs trúarmenn í Afganistan sem nú berjast heilagri baráttu gegn hinn sovétsinnuðu rikisstjórn landsins. Gaddafi og aðrir leiðtogar í Libýu hafa þó ekki komizt i gegnum aðstoðarstörf sin án áfalla. Enn er þess skemmst að minnast að Bokassa hafði boðið Libýu land undir hernaðarbækistöðvar gegn því að fá frá þeim efnahagsaðstoð. Ekkert varð þó úr því þar sem keisaranum var steypt úr stóli áður en nokkuð varð úr framkvæmdum. Enn verra varð áfallið þegar Idi Amin einræðisherra í Uganda var steypt frá völdum að undirlagi hers Tansaníu. Tilraunir Líbýumanna til að flytja þangað liðssafnað til að koma vini sínum til hjálpar mistókust gjörsamlega. Talið er að á milli fjögur og 'jö hundruð Líbýuhermenn hafi lalbð i hernaðarátökunum í Uganda. Gaddafi var eitt sinn mjög hreyk- inn af þvi að bæði Bokassa og Amin höfðu snúizt til múhameðstrúar. Bo- kassa reyndar tvisvar sinnum en er nú aftur orðinn kristinn að eigin sögn. Idi Amin hefur búið með fjölskyldu sinni í Tripoli höfuðborg Líbýu síðan hann flúði frá Uganda. Þrátt fyrir það hafa opinberir aðilar i Libýu ekki viljað kannast við að hafa neina hugmynd um hvar Amin væri niður- kominn. Gaddafi kærði sig greinilega ekkert um að hafa annan atvinnu- lausan einræðisherra í landi sínu og Bokassa var sendur til Fílabeins- strandarinnar. Annars staðar hefur Gaddafi náð minni árangri en skyldi i stuðningi sínum við andstæða deiluhópa. í Eþíópíu studdi hann uppreisnarmenn Eritrea í fyrstu en sneri síðan blaðinu við og veitti marxiskri rikisstjórn Eþíópíu stuðning sinn. Nú er talið að Libýumenn hafi aftur snúið sér að Eritreumönnum. í deilunni um Vestur-Sahara studdi Gaddafi Polisa- rió skæruliða í byrjun en hefur nú snúið við þeim bakinu og hafið samningaviðræður við ríkisstjórnir Marokkó og Máritaniu. i nágranna- ríkinu Chad hefur hann margsnúið sér frá einum uppreisnarleiðtoganum til annars og ljóst er að þar fer mikil keppni fram um hvort Gaddafi telur mikilvægara að tryggja framgang múhameðstrúar í landinu eða trvggja Libíyu aðgangað úrannámum. í Líbýu hafa verið um langt skeið miklar æfingastöðvar fyrir arabiska skæruliðahópa af ýmsu tagi. Einnig hafa dvalizt þar ýmsir hópar Afríku- manna. Gaddafi varð að senda heim hóp stuðningsmanna Muzorewas biskups, þegar hann gekk til sam- vinnu við Ian Smith og hvita menn i Ródesíu/Zimbabwe, því sú stefnu- breyting féll ekki i kramið hjá Gaddafi. Nú er vitað um tvö þúsund manna lið þeirra Nkomos og Muga- bes, sem dvelst i Líbýu og einnig munu vera þar liðsmenn frelsishreyf- ingar svartra í Namibíu. Gaddafi hefur lengi verið einhver harðasti stuðningsmaður Palestínu- manna. Lengi hefur það orð legið á Líbýumönnum að þeir haft stutt aðgerðir eins og morðin á israelsku íþróttamönnunum á olympíuleikun- um i Múnchen. Einnig hafa þeir verið grunaðir um að hafa aðstoðað við ránið á frönsku farþegaflugvélinni sem flogið var til Entebbe i Uganda en siðan bjargað þaðan af ísraelskum hermönnum. Ásakanir um að Líbýumenn hafi stutt hryðjuverkasveitir IRA hafa komið fram og hlutu byr undir báða vængi þegar skip hlaðið vopnum var tekið við írsku ströndina árið 1973. Libýumenn hafa þó neitað þessu algjörlega og sagt að stuðningur þeirra við 1RA væri aðeins huglægur. Einnig hafa þeir neitað stuðningi við borgarskæruliða í Vestur-Þýzka- landi, Japan og Ítalíu. Þó er vitað að Ilyich Ramirez Sanchez, öðru nafní „Carlos”, fékk hæli i Líbýu en er talinn vera farinn þaðan aftur. Nokkur merki sjást um að Gaddafi sé nú að þreytast á stöðugri baráttu sinni gegn ríkjandi stjórnaröflum víðs vegar um heiminn. Þó getur alveg eins verið að þarna sé aðeins hlé á milli hriða og hann hefji hjálpar- störf sín aftur af endurnýjuðum krafti innan tíðar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.