Dagblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR9. OKTÓBER 1979. 23 Utvarp Sjónvarp Grösin í gtugghúsinu—útvarp kl. 17,20: SVEITALÍF FYRIR HÁLFRIÖLD —ný saga eftir Hreiðar Stefánsson fy rir börn og unglinga Gamli burstabærinn kemur mikiö við söf>u i souunni Grösin f clu^húsinu t.ftir Hroiðar Stefánsson. DB-mynd Ragnar Th. „Sagan á að gerast fyrir 50 árum i sveit norður í landi. Hún er ný, ég skrifaði hana í fyrravetur, og ég vonast til að hún komist á prent á næsta ári," sagði Hreiðar Stefánsson rithöfundur um sögu sina, Grösin í glugghúsinu, sem hann byrjar að lesa í útvarpi kl. 17.20ídag. „Sagan fjallar um 10 ára dreng og lífsreynslu hans í framandi umhverfi. Meginþorri sögunnar er raunsannur og að mínu mati höfðar hún til fólks á öll- um aldri," sagði Hreiðar. ,,Ég hef oftast skrifað barnasögur en þessi saga er þyngri. Nafnið á sögunni, Grösin í glugghúsinu, vita kannski ekki margir hvað merkir. Glugghús er gamalt ís- lenzkt orð. í torfbæjunum í gamla daga voru veggir oft þykkir og þar sem skarð kom í vegginn var gluggi. Það sem sást út um gluggann var siðan kall- aðglugghús. Drengurinn í sögunni sér grösin i glugghúsinu en það orð kemur mikið við sögu i lestrunum sem alls verða fimm." -ELA Sjónvarpkl. 22.15: Stærsta vindrafstöð heims Stærsta vindrafstöð heims nefnist mynd sem sjónvarpið sýnir nú í kvöld og fjallar hún um Tvind- skólann á Jótlandi. Nemendur og kennarar í Tvind-skólanum höfðu áhuga á að gera eitthvað raunhæft vegna orkukreppunnar og ákváðu að byggja vindmyllu og nýta þar með gjóluna sem stanzlaust ríkir á Jótlandi. Nemendur og kennarar lögðu hart að sér við smíðina, sem tók rúmlega tvö ár. Var vinnan öll unnin í sjálfboða- vinnu. Árið 1977 var myllan tilbúin, 75 metra há. Áður höfðu nemendur Tvind-skólans byggt minni myllu, sem þeir nota enn þann dag í dag. Fyrir utan að byggja myllu á Tvind- skólanum hafa nemendur skólans verið orðaðir við að vera dálítið sérstæðir. T.d. borða þeir aldrei kjöt en lifa þess í stað á grænmeti. Þeir vinna næstum allan sólarhringinn og það er sama hvaða dagur er á Tvind-skólanum, þar eiga nemendurnir aldrei frí. Síðastliðin ár hefur Tvind-skólinn vakið forvitni ferðamanna og mörg Vindmyllan sem nemendur og kennarar Tvind-skólans reistu á tveimur áriini. DB-mynd.-ELA. hundruð ferðamenn koma þar dag hvern til að fylgjast með hinum dug- legu og sérstöku nemendum. s-.-m all- ir ganga til faraeinsog hermenn. Án efa er þessi mynd sem sjónvarpið sýnir' um Tvind-skólann athyglisverð, en hún er liðlega klukkustundar löng. Þýðandi er Bogi Arnar Finnbogason. Gunnar Eyþórsson, fréttamaður útvarpsins, er umsjónarmaöur Umheimsins i kvöld. Hér cr Gunnar (til hægri) á tali við félaga Sigmar Morgunpost. UMHEIMURINN - sjónvarp kl. 21,25: Hægrisveifla Vesturlanda í kvöld kl. 21.25 verður þátturinn Umheimurinn á dagskrá sjónvarpsins. Það er fréttamaðurinn Gunnar Eyþórs- son sem sér um þáttinn að þessu sinni og fær hann væntanlega nokkra hressa viðmælendur til að skiptast á skoðun- um i þættinum. Gunnar mun beina spjótum sínum að stjórnmálum Vesturlanda i þætti sínum og þeirri hægri sveiflu sem alls staðar virðist vera farin að ríkja. Er skemmst að minnast kosninganna i Bretlandi þar sem vinstriflokkar misstu mikið af atkvæðum sínum. Einnig má muna kosningarnar í Sví- þjóð en þar fór hægri stefnan með sigur af hólmi þó aðlitlu munaði. Þáttur Gunnars, Umheimurinn, sem er ætlað að fjalla um crlenda viðburði og málefni, verður fimmtíu minútna langur í kvöld. - KI.A Féiagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 - Sími 25500 I. Ritari óskast í fullt starf. Góð vélritunarkunnátta skilyrði. II. Fulltrúi k í 50% starf í ellimáladeild. Upplýsingar um stöðurnar veitir skrifstofustjóri. Umsóknarfrestur er til 20. okt. nk. UMBOÐSMAÐUR Dagblaðsins í Kef lavík Nýtt heimilisfang: Margrét Sigurðardóttir, Smáratúni 31 Keflavík, simi 3053. k Litur: dökkbrúnt leður m/hrágúmmísóla Teg.4186. Nr.27—30kr.9.800 Nr. 31—35kr. 11.400 Nr.36—39 kr. 12.900 Teg.3000 Ljósbrúntleður Nr.22—26 kr. 13.300 Nr.27—30 kr. 14.800 Teg. 631. Handsaumaðar leður- mokkasínur m/hrágúmmísóla Litur: brúnt Nr. 31—35 kr. 14.800 Nr. 36—39kr. 15.900 Skóbúðin Suðurveri Stigahlíð 45-47 Sími 83225. .'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.