Dagblaðið - 09.10.1979, Page 23

Dagblaðið - 09.10.1979, Page 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979. 8 Útvarp 23 Sjónvarp t-------------------------------------------------\ Grösin íglugghúsinu—útvarp kl. 17,20: SVBTALÍF FYRIR HÁLFRIÖLD —ný saga eftir Hreiðar Stef ánsson fyrir böm og unglinga Gamli burstabærinn kcmur mikiö viö stigu í sögunni Gríisin I glugghúsinu cftir Hrciöar Stcfánsson. Gunnar Eyþúrsson, fréttamaður útvarpsins, cr umsjúnarmaöur Umhcimsins í kvöld. Hér er Gunnar (til hæfíri) á tali viö félapa Sicmar MorKunpóst. UMHEIMURINN - sjdnvarp kl. 21,25: Hægri sveif la Vesturlanda í kvöld kl. 21.25 verður þátturinn Umheimurinn á dagskrá sjónvarpsins. Það er fréttamaðurinn Gunnar Eyþórs- son sem sér um þáttinn að þessu sinni og fær hann væntanlega nokkra hressa viðmælendur til að skip.tast á skoðun- um í þættinum. Gunnar mun beina spjótum sínum að stjórnmálum Vesturlanda i þætti sínum og þeirri hægri sveiflu sem alls staðar virðist vera farin að rikja. Er V__________________________________ skemmst að minnast kosninganna i Bretlandi þar sem vinstriflokkar misslu mikið af atkvæðuin sinum. Einnig má muna kosningarnar í Sví- þjóð en þar fór hægri stefnan með sigur af hólmi þó að litlu munaði. Þáttur Gunnars, Umheimurinn, sem er ætlað að fjalla um erlenda viðburði og málefni, verður fimmtiu minútna langur i kvöld. - EI.A _________________________________) Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 — Sími 25500 I. Ritari óskast í fullt starf. Góð vélritunarkunnátta skilyrði. II. Fulltrúi í 50% starf í ellimáladeild. Upplýsingar um stöðurnar veitir skrifstofustjóri. Umsóknarfrestur er til 20. okt. nk. DB-mynd RagnarTh. „Sagan á að gerast fyrir 50 árum í sveit norður í landi. Hún er ný, ég skrifaði hana i fyrravetur, og ég vonast til að hún komist á prent á næsta ári,” sagði Hreiðar Stefánsson rithöfundur um sögu sína, Grösin í glugghúsinu, sem hann byrjar að lesa í útvarpi kl. 17.20 í dag. ,,Sagan fjallar um 10 ára dreng og V___________________________________ lífsreynslu hans í framandi umhverfi. Meginþorri sögunnar er raunsannur og að mínu mati höfðar hún til fólks á öll- um aldri,” sagði Hreiðar. ,,Ég hef oftast skrifað barnasögur en þessi saga er þyngri. Nafnið á sögunni, Grösin i glugghúsinu, vita kannski ekki margir hvað merkir. Glugghús er gamalt ís- lenzkt orð. í torfbæjunum i gamla daga voru veggir oft þykkir og þar sem skarð kom í vegginn var gluggi. Það sem sást út um gluggann var siðan kall- að glugghús. Drengurinn í sögunni sér grösin í glugghúsinu en það orð kemur mikið við sögu i lestrunum sem alls verða fimm.” - ELA ________________________________f i---------------------------------------> Sjónvarpkl. 22.15: Stærsta vindrafstöð heims Stærsta vindrafstöð heims nefnist mynd sem sjónvarpið sýnir nú í kvöld og fjallar hún um Tvind- skólann á Jótlandi. Nemendur og kennarar i Tvind-skólanum höfðu áhuga á að gera eitthvað raunhæft vegna orkukreppunnar og ákváðu að byggja vindmyllu og nýta þar með gjóluna sem stanzlaust rikir á Jótlandi. Nemendur og kennarar lögðu hart að sér við smíðina, sem tók rúmlega tvö ár. Var vinnan öll unnin i sjálfboða- vinnu. Árið 1977 var myllan tilbúin, 75 metra há. Áður höfðu nemendur Tvind-skólans byggt minni myllu, sem þeir nota enn þann dag í dag. Fyrir utan að byggja myllu á Tvind- skólanum hafa nemendur skólans verið orðaðir við að vera dálitið sérstæðir. T.d. borða þeir aldrei kjöt en lifa þess í stað á grænmeti. Þeir vinna næstum allan sólarhringinn og það er sama hvaða dagur er á Tvind-skólanum, þar eiga nemendurnir aldrei frí. Siðastliðin ár hefur Tvind-skólinn vakið forvitni ferðamanna og mörg \___________________________________ Vindmyllan sem ncmcndur og kcnnarar Tvind-skólans rcistu á tveimur árum. DB-mynd. -ELA hundruð ferðamenn koma þar dag hvern til að fylgjast með hinum dug- legu og sérstöku nemendum, v.'in all- ir ganga til lara eins og hermenn. Án efa er þessi mynd sem sjónvarpið sýnir um Tvind-skólann athyglisverð, en hún er liðlega klukkustundar löng. Þýðandi er Bogi Arnar Finnbogason. J UMBOÐSMAÐUR Dagblaðsins í Kef lavík Nýtt heimilisfang: Margrét Sigurðardóttir, Smáratúni 31 Keflavík, sími 3053. Litur: dökkbrúnt leður m/hrágúmmísóla Teg. 4186. Nr. 27—30kr. 9.800 Nr. 31—35 kr. 11.400 Nr. 36—39kr. 12.900 Teg. 631. Handsaumaðar leður- mokkasínur m/hrágúmmísóla Litur: brúnt Nr. 31—35 kr. 14.800 Nr. 36—39kr. 15.900 Teg.3000 Ljósbrúnt leður Nr. 22—26 kr. 13.300 Nr. 27—30kr. 14.800 Skóbúðin Suðurveri Stigahlíð 45-47 Sími 83225.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.