Dagblaðið - 09.10.1979, Side 24

Dagblaðið - 09.10.1979, Side 24
frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979. Sex bflar skemmdir — eftir akstur tveggja drukkina manna Tveir ökumenn í Vestmannaeyjum voru teknir ölvaðir við akstur um helg- ina. í sjálfu sér er slíkt varla fréttnæmt lengur þar sem akstur undir áhrifum áfengis hefur færzt svo mjög í vöxt sem raun ber vitni. En hvor ökumannanna í Eyjum fyrir sig ók utan í tvo kyrrstæða bíla áður en ökuferð þeirra lauk, þannig aðsex bílar eru meira og minna skemmdir eftir tiltæki mannanna tveggja. Slikt cr sjaldgæfari saga og er nú mikið bóta- mál í undirbúningi á hendur mönnun- um. -A.St. Ásgeirefsturá Haustmóti T.R. Að loknum 7 umferðum á Haust- móti T.R. er Ásgeir Þ. Árnason efstur með 5 vinninga og biðskák. I 2. sæti er Sævar Bjarnason með 5 vinninga. Staðan er annars mjög óljós vegna fjölda biðskáka. Þannig er Björn Þor- steinsson með 3 vinninga og 3 biðskákir. Júlíus Friðjónsson hefur einnig 3 vinninga og 3 biðskákir. Stefán Briem hefur 3,5 vinninga og 2 biðskákir. Allir þessir skákmenn ættu að geta blandað sér alvarlega í baráttuna um efsta sætið. Biðskákir verða tefldar í kvöld en alls verða tefldar 11 umferðir á mótinu. -GAJ- Ráðherrar Alþvðuflokksins eftir fundinn í gær. Benedikt greinilega áhvggjufullur en Magnús og Kjartan bera það ekki eins með sér. DB-mvnd: Bj. Bj. „ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ÆTLADI AD HLAUPAST FRÁ ÞESSU” — sögðu Kjartan og Sighvatur á flokksstjómarfundinum — margir töluðu gegn samþykktinni „Alþýðubandalagið ætlaði að hlaupast frá þessu,” sögðu Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokksins, og Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra á fundi flokksstjórnar Alþýðuflokksins í gær. Skorað var á fundarmenn að skila auðu fremur en að greiða atkvæði gegn samþykkt þing- flokksins um stjórnarslit, en margir töluðu gegn samþykktinni. Á móti henni töluðu Magnús H. Magnússon ráðherra, Jón Helgason, Akureyri, Jón Kristjánsson, Sauðár- króki, ÁsthildurÓlafsdóttir og Hörður Zophoníasson, Hafnarfirði, og Jóhann Möller, Siglufirði. Var þetta að miklu leyti „verkalýðsarmur” flokksins. Eiður Guðnason, Árni Gunnarsson og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir mæltu harðast fyrir stjórnarslitum auk ráðherranna Benedikts Gröndal og Kjartans. Flestir andstæðingarnir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna til að komast hjá sundrungu. Tillagan um að Alþýðu- flokkurinn drægi ráðherra sína út úr stjórninni og krefðist þingrofs og kosninga fyrir áramót var samþykkt með 53 atkvæðum, 2 voru á móti og 14 sátu hjá. Atkvæðagreiðslan var leynileg. -HH. Frestast Jan Mayen við- ræðumar? Svo kann að fara að viðræðum við Norðmenn um Jan Mayen verði frestað í Ijósi stjórnmálaástandsins hér. Norska blaðið Fiskaren ályktar a.m.k. svo eftir viðtöl við þarlenda ráðamenn. Þær áttu að hefjast 23. október. Það vekur athygli að frétt blaðsins birtist á fimmtudaginn í siðustu viku, degi áður en þingflokkur Alþýðuflokks ákvað að slíta stjórnarsamstarfi, en samt talar blaðið um það sem gefna staðreynd að kratar muni kljúfa stjórn- ina. Hún muni jafnvel ekki lifa fram að þingsetningu á morgun, sem raunin varðá. -GS. Kærði rán áveski með300kr. Á níunda timanum í gærkvöldi kærði „gamall kunningi” lögreglunn- ar rán á veski sínu en hann hafði verið á göngu í Austurstræti. Kvað hann fimm menn hafa átt þátt í þjófnaðinum, en í veskinu voru þó ekki nema 300 krónur. Mál þetta var sent RLR en þó talið líklegast að þarna hefði aðeins verið um að ræða missætti félaga og drykkjubræðra. -A.St. * „Alþingi ber að kanna nýjan meirihluta” —„engar raunverulegar ástæður nema tilfinningatitringur í okkar garð,” segir Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra „Ég er þeirrar skoðunar að nú sé alþingi skylt að kanna hvort annar meirihluti sé til um myndun ríkis- stjórnar,” sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra er DB spurði hann hver þróunin yrði að hans mati vegna samþykkta Alþýðuflokksins um brotthvarf úr rík isst jórninni. „Það er fullkomið ábyrgðarleysi af Alþýðuflokknum að flýja nú úr ríkisstjórn,” sagði Svavar. „Hann hefur engar tillögur komið með í efnahagsmálum um langt skeið. Hins vegar hleypur flokkurinn nú frá mjög brýnum verkefnum, sem al- þingi ber að vinna að. Þar vil ég fyrst nefna gerð fjárlaga. Þá fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir næsta ár. Þá eru kjaramálin óleyst og samningar eru allir lausir innan tíðar. Loks er kjördæmamálið óleyst en það er vitanlega afar þýðingarmikið,” sagði Svavar Gestsson. ,,Þá er enn ótalið að Alþýðu- flokkurinn hleypur frá samþykktum sem ríkisstjórnin hefur verið að samþykkja síðustu daga um gerbyltingu á húsnæðismálalána- kerfinu og lifeyrisréttindakerfinu. Þetta finnst mér sýna að ekkert raunverulegt tilefni er til þessa upphlaups. Það sannar aðeins enn betur að þetta er ekkert annað en til- finningatitringur i okkar garð, eins og verið hefur allan tímann,” sagði Svavar. Hann kvað þarna vera að finna skýringuna á verðbólgunni. Hann sagði: „Innan stjómarinnar eru öfl sem ekki hafa fengizt til að taka á málum af heilindum. Flestar lotur um efnahagsmálin hafa endað með þvi að vísað var á verðbólguna án þess að tekizt væri á við vandann.” -BS. RYKMENGUNIN ALLT AÐ15- FALT YFIR HÆTTUMÖRKUM Ástand vegna rykmengunar i Kísil- iðjunni við Mývatn og við útskipun á kisilgúr á Húsavik er mjög alvarlegt. Við nákvæmar mælingar Heilbrigðis- eftirlits ríkisins kom i Ijós að mengunin er allt að 15 falt yfir hættu- mörkum við útskipunina og alltað 10 falt yfir mörkum i Kísiliðjunni. Þáer mengunin og svipuð í vörugeymslum fyrir kísilgúrá Húsavík. Heilbrigðiseftirlit rtkisins gerði þessa athugun t júni 1978 og liggja niðurstöður hennar nú fyrir. For- maður Heilbrigðiseftirlitsins og land- 'læknir dvöldust i gær við Mývatn og á Húsavík vegna þessara niður- staðna. Katrín Eymundsdóttir formaður heilbrigðisnefndar Húsavíkur sagði í morgun að unglingar og konur hefðu unnið mikið við útskipunina og yrði unglingum innan 18 ára aldurs nú bannað að vinna við útskipunina. Þá yrði að auka mjög notkun rykgríma og skipta um pakkningu á kísilgúrn- um. Hann hefur verið t bréfumbúð- um, en nú er byrjað að setja hann t plast og setja á sérstaka palla. Hætta er á að þessi mikla mengun af völdum kísilgúrs valdi svonefndu steinlunga eða silicosis, en það gerist er mjög fint ryk safnast í lungu. Hákon Björnsson i Kísiliðjunni við Mývatn sagði í morgun að byggja yrði upp mjög stranga áætlun til þess að berjast gegn rykmenguninni. Ryk- mengunin er við hin ýmsu störf í verksmiðjunni, en þósagði Hákon að sjúkdómar hefðu enn ekki komið fram. Starfsmenn fara allir i læknis- skoðun og röntgenmyndatöku ár- lega. „Það hefur alla grunað þetta og gerðar hafa verið ófullkomnar mæl- ingar á menguninni,” sagði Hákon. „En engan óraði fyrir því að ástandið væri svona alvarlegt. En það hefur tekizt að koma i veg fyrir slika mengun í erlendum verksmiðjum og ætti að takast hjá okkur líka.” -JH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.