Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 1
5. ARG. — MIÐVIKUDAGUR10. OKTÖBER1979 — 222. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. Minnihluta- stjórn Alþýðih flokks,$em rjúfiþing, talmlíklegust OLAFUR MUN SEGJA AF SÉR „Ólafur Jóhannesson mun segja af sér fyrir alla ríkisstjórnina," sagði einn þingmanna Framsóknar- flokksins í morgun og byggði það á því sem fram kom á fundi þing- flokks Framsóknar í gær. „Hann mun því ekki rjúfa þingið heldur láta öðrum það eftir," sagði þing- maðurinn. Þingmaðurinn sagði, að Ólafi þætti ábyrgðarhluti að rjúfa þing, efna til desemberkosninga og skapa stjórnleysi í landinu um skeið. Þessa skoðun byggði Ólafur einnig á því, að hann væri að hætta þingmennsku, og vildi ekki nema staðar i slíkri stöðu, sem hann gæti talizt ábyrgur fyrir. Eftir afsögn Ólafs og Haldið þið að eitthvað sé að gerast, strákar? — spurði forsætisráðherra fréttamenn eftir ríkisstjórnarfundinn sögulega ígærmorgun —sjábls.5 stjórnarinnar yrðu væntanlega reyndir aðrir möguleikar og telja flestir að minnihlutastjórn Alþýðuflokks, með stuðningi Sjálf- stæðisflokks, sé líklegust. Hún mundi sitja stutt og til þess eins að rjúfa þing og hugsanlega koma fram breytingum á kosningalögum. „Menn eru að tala um nýja Emeliu, minnihlutastjórn Alþýðuflokksins," sagði einn þingmanna Alþýðu- flokksins í morgun. ,,Mér finnst allt benda til þess að Ólafur segi af sér fyrir allaríkisstjórnina." • Alþýðuflokksþingmaðurinn sagði, að „'tómt mál" væri að tala um að meirihlutastjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks yrði mynduð i þess- ari stöðu. Á miðstjórnarfundi sjálf- stæðismanna í gær var rætt um möguleika á stuðningi við minnihlutastjórn Alþýðuflokksins en engin ákvörðun tekin, einkum vegna þess að óvíst er hvað Ólafur Jóhannesson gerir, eins og sjálf- stæðisþingmaður sagði í morgun. -HH. Landinn orðinn of f ínn í fiskvinnsluna? Slaufarhaf nartogarinn landar úti því enginn fæst ífisk — 250 útlendingar f iuttir til landsins í fiskvimtu — sjá bls 8 Þingrof og kosningar eru vel hugsandi — spurningin er hvenær. Aðrar leiðirkomaþó tílgreina — sjábls.6 Grein Halldórs LaxnessíDBídag: mupp „En mart I rituðu máli, ekki síst á blöðum, er þannig stilsett að erfitt er að sjá að höfundar hafi orðið varir við að íslensk túnga hafi verið skrifuð að ráði i þessu landi fyren nú, að róðin sé komin að nýrri kynslóð að finna slíka túngu upp, "segir Halldór Laxness í grein I Dagblaðinu i dag. Sjáblaðslðu 10—11 Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson koma á midstjórnarfund Sjálfstæðis- flokksins f gær. DB-mynd: Ragnar Th. Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuf lokks hugsanleg — til þess eins að knýja f ram þingrof og kosningar, segir Sverrir Hermannsson — sjá bls. 9 BRÆLAFYRIR AUSTAN OG BRÆIA ÍPÓLITÍKINNI —hressir Framsóknarmenn á þingf lokksfundi -sjábls.9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.