Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐID. MIÐVIKUDAGUR 10. CKTÓBER 1979. Af píparsveinablokkinni á Eskifirði: „STÖRF VERKAMANNA- BÚSTAÐANEFNDAR HANDAHÓFSKENND 0G ÚT í LOFTrÐ" Stjórn verkamannabústaða á Eski- firði rumskaði við sér úr Þyrnirósar- svefninum langa fyrir nokkru og hnoðaði saman greinarkorn , sem nefndarmenn komust svo smekklega að orði að nefna , .rætnum og ósönn- um skrifum" um piparsveinahöllina á Eskifirði svarað. Grein þessi var af þeim sem vel til þekkja hið mesta orðaglamur út í gegn. Sætir það furðu okkar hve nefndarmenn eru skyni skroppnir að skammat sín ekki i hljóði og láta þögnina um að geyma nöfn sín en að geysast út á ritvöllinn og þræða götur sannleikans jafn frjálslega og ritklúður þeirra ber með sér. Það láir því enginn tveimur nefndarmönnum sem eiga einnig sæti í nefndinni að standa eigi bak við slík skrif. Ekki var það nú ætlun okkar að svara því skítkasti sem fram kom á okkur. Heldur ætluðum við að láta nefndarmennina sjálfa um að velta sér upp úr eigin svaði i friði. En það er nú svo að furðu margir hafa tekið mark á skrifunum og telja okkur til- vonandi ibúa einungis með frekju og yfirgangsemi. 1 framhaldi af framan- sögðu og með tílliti til framvindu mála teljum við því rétt að svara grein fimmmenninganna eftir því sem kosturer. En í upphafi segja þeir ,,skrif þessi hafa að miklum hluta verið ósönn og rætin og einkennst af áburði á stjórn verkamannabústaða á Eskifirði. . ." Réttari hefði nú setningin verið eitt- hvað á þessa leið: skrif þessi hafa að miklum hluta verið sönn og gaman- söm og einkennandi i raun hve vel nefndin hefur sloppið við gagnrýni miðað við sleifarleg vinnubrögð. Hvað varðar ákvörðunartöku um bygginguna virðast nefndarmenn lítt vita í sína hausa, frekar en annað, en þeir segja m.a. að það hafi verið seinast á árinu 1975 sem ákvörðun hafi verið tekin um bygginguna. Hvernig má það þá vera að byrjað var á grunninum um haustið 1975. iEkki virkar það nú sannfærandi að framkvæmdir hafi byrjað á undan ákvörðuninni um bygginguna. Sannleikurinn er sá að nefndin veit ekkert hvað áætlun er og þaðan af síður hefur verið farið eftir þeim áætlúnum sem gerðar hafa verið. Ávallt hefur verið tekin skökk stefna á pólinn hvort sem menn vilja tala um raunhæfar áætlanir eða annað. I Hirsthmann 'Utvarps-oú sjónvarpsloitnct fyrir 1 itsiönvarpstæki, " magnarakerfi og tilheyr&ndi loftnetsefni Ódýr loftnet og 6Ó<I. Aratuga reynsla. Heildsala Smásala. Sendum i póstkröiu. Radíóvírkinn Týsgötu 1 - Sími 10450 grein nefndarinnar segir: ,,sú eina raunhæfa áætlun sem nefndin hefur látið gera um lok hússins var gcrð í febrúar 1978.. ." Þarna er borið i bakkafullan lækkinn. Að hugsa sér hvorki meira né minna en 1 áætlun verið gerð og það næstum 3 árum eftir að fram- kvæmdir hófust. En nefndin var stofnuð 1972og framkvæmdir hófust haustið 1975. Allt orðablaður um að törin á af- hendingu sé bara sú sem orðin er á þessu ári er út í loftið og með ólíkind- um hvað nefndarmenn láta sér í hug detta sem orsakavalda fyrir töfum, s.s. óróa á vinnumarkaði og verkföll- um. Þessi orð láta vel í eyrum en eru algerlega úr lausu lofti gripin. Tepparúllan Það er nú svo með þessa umtöluðu blokk að hún væri örugglega ekki komin svona langt á leið sem hún þó er í dag, ef tilvonandi íbúar hefðu ekki lagt hönd á plóginn með ýmis- konar aðstoð t.d. útvegun iðnaðar- manna, viðbótarframlaga, bein- harðri vinnu okkar sjálfra og jafnvel hafa sumir okkar þurft að kaupa cfni sem hefur vantað til að flýta fyrir. Þannig var það strax í vor að við fórum að gefa nefndarmönnum undir fótinn með hvað liði áföngum sem greinilega voru framundan, þ.á m. var pöntun á teppi á sameigin- legan stigagang. Formaðurinn sagðist þá margoft vera búinn að tala við arkitektinn um að ganga frá þeim málum því ekkert virðist okkur mega gera án hans vitundar og sam- þykkis en að ekkert hafi heyrst frá honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og mánaða bið. Þess vegna var það að er einn okkar var staddur i Rvík þá hringdi hann í varaformanninn og spurði hvort ekki væri í lagi að hann færi á fund arkitekts og hann látinn velja teppið. Jú, það var í lagi og vel þegið. Siðan fór viðkomandi með nokkrar prufur til arkitektsins og hann valdi siðan prufur nr. I og 2. Sú verzlun sem þessi sýni átti var Játin vita um ákvörðun arkitektsins og gefinn upp fermetrafjöldi. Svo var það nefndin eða hluti hennar sem samþykkti teppakaupin. Og varaformaðurinn þakkaði við- komandi íbúðareiganda vel fyrir út- vegunina á teppinu. Nefndin lét tepparúlluna síðan liggja fyrir utan húsið svo vikum skipti þangað til 3 okkar kipptum henni inn fyrir. Afþreyingar- heimili? Svona ætla fimmmenningarnir að slá ryki i augu lesenda DB og njóta góðs af i leiðinni og segja að það hafi verið ráðist að iðnaðarmönnum og þeim kennt um það sem illa hefur farið og í því sambandi blokkin verið nefnd afþreyingarheimili og að þeir svíkist um. Þetta eru algerlega orð sem sögð eru í fullri ábyrgð nefndar- manna sjálfra. Hitt er svo annað mál að okkur finnst að sumt af því sem eskfirsku iðnaðarmennirnir hafa unnið hafi gengið ansi seint, svo ekki sé nú harðara að orði komist. Og stundum virðist okkur sem blokkin sé eingöngu notuð sem íhlaupaverkefni þegar ekki er annað til taks fyrir sumaa.m.k. Þaðerþví ekkiaðundra að sá orðrómur hafi komist á kreik að bygging blokkarinnar hafi verið nokkurs konar afþreyingarheimili fyrir iðnaðarmenn. Nefndarmenn reyna i grein sinni að slá sjálfa sig til riddara og segja m.a. að það sé mannskemmandi að vera i nefndinni og að þeir hlakki til að losna undan nefndarstörfum.^Ekki er að sjá í verki að svo sé, þvert á móti lítur út fyrir að þeir hafi hina mestu ánægju af og fullnæging þeirra verður meiri eftir því sem afhending dregst. Svik og prettir i okkargarðer daglegt brauð. Allt er þetta einn blekkingarvefur og stjórnun bygg- ingarinnar hið mesta hneyksli. Nefndarmenn ættu að hafa það í huga að það grefur sér hver sína gröf og menn eru dæmdir eftir verkum sínum. Jafnvel pólitikin spilar þarna inn í líka. Gunnar Thoroddsen, þá- verandi félagsmálaráðherra, skipaði sinn flokksmann formann verka- mannabústaðanefndarinnar 1976. Og það er ekki síst hans ákvörðun sem við verðum nú að súpa seyðið af. Allt er kerfið mjög. óhagstætt okkur. Við megum ekki taka við íbúðunum eins og þær eru heldur verðum að bíða þar til sumum þókn- ast. Enginn er ábyrgur gagnvart okkur. Bæjarstjórinn á Eskifirði Piparsveinablokkin margfræga á Eskifirði. DB-myndJH segir: Verkamannabústaðanefndin er ábyrg. En nefndin ber enga ábyrgð. Háttsettur maður hjá Húsnæðis- málastjórn sagði að jafnvel þó svo sannaðist að einhver verkþáttur sé óeðlilega dýr þá yrðu það ibúðareig- endur sem bæru ábyrgðina og engir aðrir. Á sama tíma bannar nefndin okkur að sjá reikninga sem varða blokkina. Segir að allt sé í lagi með þá því varaformaðurinn skrifi upp á alla reikninga nema frá honum sjálf- um (en hann hefur í gegnum árin haft þó nokkra vinnu af blokkinni) en enginn skrifar upp á þá. Um víxla- bransa nefndarmanna er það að segja að ekki er nema von að illa fari og að verð blokkarinnar hafi hlaupið langt út fyrir öll eðlileg verðbólgumörk vegna trassaskapar nefndarinnar. Áætlaðir peningar hafa því hvergi dugað til. Nýtt og nýtt verð í hverjum mánuði. T.d. var verð í mars sl, á íbúð tæpar 14 milljónir en sam- kvæmt nýjustu spá er sama ibúð farin að nálgast 23 millj. Hver ber ábyrgðina? Það hlýtur að teljast merkilegt að enginn skuli bera ábyrgð eða geta komið i veg fyrir þá hneisu sem hér um ræðir. Við höfum reynt ýmsar leiðir eins og að tala við verkamanna- bústaðanefndina, bæjarstjórn sem tilnefnir 3 menn i stjórnina og Húsnæðismálastjórn. Allir þessir að- ilar firra sig ábyrgð. Bæjarstjórninni sem var komin langt á Ieið með að taka málið í sínar hendur snerist hugur þegar einn bæjarstjórnar- manna taldi (á bæjarstjórnarfundi) að lögin segðu sér að bæjarstjórn kæmi þetta ekki við. Á sama tima hafa bæjarbúar lagt milli 40 og 50 milljónir í þetta mannvirki. Vera má að við séum ungir og ekki fullreyndir i lífsbaráttunni og lítt kunnugir bakhandarvinnubrögðurr eins og hér viðgangast en það sætir mikilli undrun hve hægt er að fara illa með nokkra einstaklinga eins og nefndin hefur farið með okkur. Hún sér líka leik á borði. Ekki voru gerðir nokkrir skriflegir samningar um af hendingu eða verð, jafnvel þó svo að gengið væri hart á eftir þvi af sumum. Svo er bara sagt við okkur ,,við höfum aldrei sagt eitt eða neitt um afhendingartimann." Sumir okkar hafa eðlilega lent i verulegum vandræðum enda beðið svo mánuð- um skiptir og sumir i mörg ár. Rétt er að geta þess að fyrir næstum 2 mánuðum fór Húsnæðis- málastjórn fram á það við formann- inn að hann gæfi Húsnæðismála- stjórn umsögn um hvernig málin stæðu. Sú beiðni var hundsuð og allt er eftir þessu. Flest störf nefndar- innar eru eftir þessu. Handahófs- kennd vinnubrögð einkenna störf hennar. Eini ljósi punkturinn í öllu þessu er sá að nefndarmenn eru ánægðir með sin störf og á þar svo sannarlega við gamla máltækið: Sæl er lykt úr sjálfs rassi. Mi'O þökk fyrir birtinguna. Vilhelm Jónsson (sign) Guðni Þór Elisson (sign) l'jnil K. Thorarensen (sign) Bjarni Hávaröarson (sign) Bjarni Kristjánsson (sign) HVE MIKIL ER NÐURGREIÐSLAN? Erlendur Sigurþórsson hringdi: Mig langar að fá upplýst hvað rikissjóður greiðir mikið niður (í krónutölu) kjöt af sauðfé og einnig hvað ríkissjóður greiðir mikið niður (í krónutölu) landbúnaðarvörur í heildina. Mér er það mikið hags- munamál að fá svör við þessum spurningum mínum. Það er ekkiætlazt til aö bændur veröihálshöggnir —aðeins að þeir dragi saman seglin og f ramleiði ekki meira en rúmlega innanlandsneyzluna Guðbjörg skrifar: Ef ákvörðun verðs á landbúnaðar- vörum er eins mikilvægt hagstjórnar- tæki og af er látið er þá ekki einnig mikilvægt hagstjórnartæki að ákveða hve mikil framleiðsla búvara eigi að vera? Eins og nú er í pottinn búið virðist engu líkara en að stjórnvöld hvetji bændur til þess að framleiða eins mikið af búvöru og þeim er frekast unnt og þar með viðhalda verðbólg- unni. Til þess að greiða útflutnings- bætur á landbúnaðarvörur og niður- greiðslurnar þarf ekkert smáræðisfé, eða á fjórða tug milljarða! Það er óarðbær fjárfesttng að greiða útflutningsbætur — þá er verið að greiða niður matvæli fyrir aðrar þjóðir. Það fæst ekkert í stað- inn. Þannig virðast þessar bætur á landbúnaðarvörurnar stuðla að við- haldi verðbólgunnar. Það þýðir ekki fyrir ráðamenn bænda, eins og Gunnar Guðbjarts- son formann Stéttarsambandsins, að skella lengur skollaevrum við þvi að eitthvað raunhæft þurfi að gera. Þetta er fyrir löngu orðin staðreynd, meira að segja í öðrum löndum, þar sem ekki búa hinir „gáfuðu" Islend- ingar. í nágrannalöndunum hafa menn gert sér grein fyrir því að það þurfi að fækka bændum og minnka landbúnaðarframleiðsluna. En Gunnar lætur alltaf eins og þeir sem vilja niðurskurð í landbúnaði hér vilji hreinlega hálshöggva bændur eða i það minnsta slíta af þeim báða fætur! Ef útflutningsbótunum væri t.d. deilt niður á hvert kg af dilkakjöti, sem fer til neyzlu á innanlandsmark- að, og hvern mjólkurlitra, væri fróð- legt að sjá hvað þessar vörur kostuðu neytendur raunverulega, því það eru þó þeir sem borga brúsann! SÆTIN ÞEGARI NÝRRIMERKINGU Árni Ibsen leikhúsritari skrifar f.h. Þjóðleikhússins: í Dagblaðinu föstudaginn 5. októ- ber var birt réttmæt athugasemd frá „Leikhúsgesti" um ólæsilegar sæta- merkingar í Þjóðleikhúsinu. Okkur er ánægja að upplýsa að endurnýjun á þessum merkingum er þegar hafin og verður væntanlega lokið áður en langt um líður. Með þökk fyrir birt- inguna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.