Dagblaðið - 10.10.1979, Page 3

Dagblaðið - 10.10.1979, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. 3 KVARTMÍLA Ekki eru allir á eilt sátlir um þá rárt- slöfun Ragnars Arnalds að veita Hjálmari Arnasyni skólastjóraslöö- una i Grindavík. Grindvikingar gá að sér. gerðir Arnaids burtu toga. Hjálmar er og Hjálmar fer. hægt er ekki að ráða Boga. Tvísýnt stendur tafliðenn teflt er djarft á báðar hendur. Ráðherrann og reyndir menn rembast eins og skákin stendur. Kvartmíluklúbburinn mun halda kvartmílukeppni á braut klúbbsins í Kapelluhrauni helgina 20. og 21. október. Væntanlegir keppendur eru beðnir að skrá sig í keppnina sem fyrst. Skráning fer fram fimmtudagskvöldið 11. okt. kl. 20.00—21.00 í Brautarholti 20 (fyrir ofan Þórscafé). Stjórnarmeðlimir Kvartmíluklúbbsins munu einnig taka við þátttökutilkynningum. Æfing Fyrirhugað er að hafa æfingu á brautinni næst þegar vcður leyfir. Fclagar, hafið samhand við Birgi eða Guðmund. Stjórnin. Forsætisráðherra: —áþennanhátt Guðrún Akureyri hringdi: í DB i gær, 3. október, er viðtal við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra. Mig langar að koma á framfæri at- hugasemd til háttvirts forsætisráð- herra vegna þess. Almenningur í iandinu er að kikna undan verðbólgu sem komin er i 60— 70% i dag og fær hvert „sjokkið” af öðru vegna allra þessara verðhækk- ana sem dynja á landslýð daglega. Fólk sefur ekki af áhyggjum af því hvernig eigi að ná endum saman — sem er útilokað. Leyfist herra háttvirtum forsætis- ráðherra að láta frá sér slik orð eins og að hann „sitji í hægu sæti” og að hann „hugsi ekki neitt”? Þvílík ófor- skömmugheit er ekki hægt að sýna landslýð. Það bjargar engu. Herra háttvirtur forsætisráðherra þykist hafa sagt þetta i gríni. Hann sem slíkur hefur ekki leyfi til að grínast á þcnnan hátt. „Leyfisi herra háttvirtum forsætis- ráðherra að láta frá sér slík orð sem „hann sitji í hægu sæti" og að hann „hugsi ekki”? spyr brcfritari. HEFUR EKKILEYFI TIL AÐ GRÍNAST Einn vetur á Laugarvatni MEIRA EN MARGRA ÁRA HÁSKÓLANÁM? Kennari skrifar: Lengi skal manninn reyna, stendur skrifað. Út af Grindavikurmálinu margrædda mætti spyrja: Eru rétt- indi óvefengjanlegur mælikvarði á hæfni fólks i starfi? Hverjar eru for- sendur réttinda? Réttindi eru nefni- lega alls ekki hið sania og hæfni eða a.m.k. þurfa alls ekki að vera það. í islenzkum skólum, eins og reyndar víðar hjá ríkinu, er margt fólk sem er alls ekki starfi sínu vaxið en fær að lafa vegna réttindanna. Vegna Grindavikurmálsins mætti og spyrja: Er einn vetur á Laugar- vatni gildismeiri en margra ára há- skólanám? Rétt er að timinn einn er auðvitað ekki hið eina sem líta verður á en hvorum skyldi hafa reynzt auð- veldara að afla sér réttindanna? Leik- fimikennari gat fengið réttindi eftir 8 eða 9 mánaða nám en háskólamaður er alveg réttindalaus eftir áratugar- nám af því að hann hefur ekki lokið öllum prófum. Að sjálfsögðu eiga menn að ljúka prófum en er ekki full- hart að meta fjölda prófa einskis. Hinn raunverulegi vinnutimi hins há- skólamenntaða (ævistarfstími) er svo miklu minni og hann nær því ekki upp í launum (launamun sem litill er). Sem sagt, spurningunni um hæfnina er enn ósvarað en það er spurning sem ofar mætti vera i hug- um þeirra sem stagast bara á réttind- um. SKORAÐ A KENNARA AÐ VEITA RAGNARIHIRTINGU Svavar Svavarsson, Grindavik, skrif- ar: Einræðisherrann Ragnar Arnalds menntamálaráðherra er nú búinn að sýna islenzku þjóðinni hvaða mann- kostamaður hann er og hvernig ráð- herra á að vera i starfi. Rétt skal vera rangt og rangt skal vera rétt. Lögum og reglum skal kastað fyrir borð. Stöðuveiting skólastjórans við Grunnskólann i Grindavik sannar það bezt að nefndir og meirihluti fólks mega sín lítils við valdi ein- ræðisherrans. Dágóð embættisverk það. Ég sem þetta skrifa skora á samtök grunnskólakennara að veita nú hæst- virtum menntamálaráðherra svo rækilega hirtingu að honum verði það Ijóst að hann (Ragnar Arnalds) og hans flokksgæðingar með kvígild- um og öllu saman séu ekki einir i heiminum. Það þótti alveg sjálfsagt hér áður fyrr að hirta menn fyrir að brjóta lög og voru þeir þá hýddir á almanna- færi. Það hefði kannski aldrei átt að afnema hýðingar á íslandi. Fyrrverandi skólastjóra, Boga Hallgrimsson, þekkja allir Grindvík- ingar sem virtan.og góðan skóla- mann. Þó svo að menntamálaráð- herra drótti misjöfnu að þeim manni er það bara eftir öðru hjá þeim herra- manni. Ég vona að Bogi Hallgríms- son leiti réttar síns í þessu máli og hljóti til þess stuðning stéttarbræðra sinna. En eins og mál hafa nú skipazt óska ég hinum nýja skólastjóra Hjálmari Árnasyni góðs gengis og vona að skólastarf megi hefjast sem fyrst. Það er örugglega ósk okkar Grindvíkinga allra. Það er leitt til þess að vita að þessi maður á að vera peð á skákborði pólitiskra afla. Með þeim hætti næst aldrei samstarfs- grundvöllur í Grunnskóla Grindavik- ur. Það er enginn að troða illsakir við Hjálmar Árnason enda kemur sá maður vel fyrir sjónir. Þetta verður fyrst og fremst mál stéttarsamtaka grunnskólakennara og þess sem að- förin var gerð að. Hjálmarerog Hjálmarfer Nágranni hringdi og las fyrir þessar vísur sínar: Visu heyra viltu i dag. vera mun hún þessu lik: skólastjóra skrykkjótt lag skánarekki i Grindavík. Spurning dagsins Hvernig litist þér á kosningar í haust? Gísli Sigurtryggsson leigubílstjóri: Mér lizt illa á þær á þessum árstíma. Það er ekki rétti timinn til að slita samstöðu í ■ríkisstjórninni nú eins og ástandið er í þjóðmálunum. Kári Gunnarsson leigubílstjóri: Mér lit- ist bölvanlega á þær. Ég vildi hafa þessa ríkisstjórn áfram. Ég var ánægður með hana svo langt sem það náði. Ég mundi örugglcga kjósa Al- þýðubandalagið aftur. ísólfur Pálmason leigubílstjóri: Ætli það sé ekki kominn timi til að fá al- mcnnilega stjórn. Hvort ég hafi ekki verið ánægður með stjórnina? Þú þarft nú ekki að spyrja svona. Það hefur enginn viljað kannast við þessa stjórn, ekki einu sinni guðfaðir hennar. Jón Stephensen 12 ára: Mér lizt vel á að það verði kosningar. Þessi rikisstjórn hefur verið slæm. Allt hækkar, sérstak- lega gotterí. Június Pálsson tannsmiður: Ég hcld það væri ágætt að fá kosningar. Mér hefur litizt illa á þessa stjórn. Margrét Gisladóttir: Ég veit ekki hvað segja skal um það en mér hefur a.m.k. ekkert litizt á þessa ríkisstjórn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.