Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.10.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 10.10.1979, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. DB á ne ytendamarkaði Vel fylgzt með verðmerkingum f búðargluggum á Akranesi Vel er fylgzt með verðmerkingum i búðargluggum á Akranesi. í blaðinu Umbrot er skýrt frá könnun sem Neytendasamtökin létu gera fyrstu vikuna í september um ástand verð- merkinga í búðargluggum þar. Af 21 búðarglugga sem athugaður var reyndust fimm vera með 100% verðmerkingar, fjórir með 95%, einn með 90%, einn með 85%, þrir með 80% og síðan nokkrir alveg niður í 0%. Það var verzlunin Ósk sem ekki taldi nauðsynlegt að fara að lögum og verðmerkja vörur í útstillingar- glugga sínum, samkvæmt frétt Umbrots. Svona könnun hefur ekki verið framkvæmd í höfuðborginni. Erekki að efa að í Ijós kæmu einhverjar verzlanir með lélega verðmerkingu, en hins vegar eru margar verzlanir með mjög góða og greinilega verð- merkingu á vörum í útstillingarglugg- Dýrt ad fylla frystikistuna Heildarútgjöld yf ir hálfa milljón hjá 5 manna fjölskyldu í Garðinum Halló ,,frú Neytendasiða”. Beztu þakkir fyrir þann fróðleik sem þú veitir mér og öðrum lesendum þínum. Ég hef verið með í heimilis- bókhaldinu að mestu leyti frá byrjun. Að vísu sleppti ég júlímánuði. Það hefur verið mjög'áhugavert að fylgj- ast með útkomunni hjá öðrum og gera samanburð. Ég hef stundum sleppt liðnum ,,annað” mest vegna þess hvað það er mismunandi á hverjum tíma, en ég læt það fylgja með núna. Það eru þó allt annað en „normal” útgjöld, svo sem ferðalög, hitaveitutenging, málning o. fl. Það sýnir hversu breytilegt þetta geturverið. Eins er matarkostnaðurinn meiri. og finnst mér þar muna mest um að frystikistan var orðin tóm, og svo auðvitað verðhækkanirnar, en nóg um þaðaðsinni. Væri nokkur leið að fá birta aftur uppskrift af sósu til að hafa með Napóleons-appelstnum? Hún var í blaðinu um jólaleytið sl. ár, aldeiíis frábær. Beztu kveðjur og þakkir, S.Þ. Við þökkum S.Þ., sem búsett er í Garði, kærlega fyrir tilskrilið og vinsamlegar óskir. Hún er með l'imm manna fjölskyldu og meðalkostnaður í mat hjá henni reyndist 33.126 kr. á mann. Þar kemur til áfylling í frystikistu, þannig að talan ætti að koma „betur” út í næsta mánuði. Liðurinn „annað” var skuggalega hár eða upp á 384.564 kr. eða tæplega 77 þúsund kr. á mann i fjöl- skyldunni. Alls var þessi fjölskylda með 550.193 kr. í útgjöld á seðlinum í ágúst. Áaðalkola- l/AI I Á veiðitímanum WULI M NÝJAN HÁn Nú er aðalveiðitími kola hér við land og hægt að fá þennan listagóða fisk víða unt landið. Koli er mjög hollur og saðsamur fiskur og þó hann sé með dýrari fiskum sem hér fást í búðum er það ekki alveg að marka þar eð minna þarf af honum en öðrum fiski. Flestir matreiða kola á þann ein- falda hátt að flaka hann, velta upp úr kryddaðri brauðmylsnu og steikja. Sem slíkur er fiskurinn hreint lostæti en nú hefur okkur borizt ný uppskrift af nokkurs konar kolakássu frá Dan- mörku. Þessi uppskrift er vel þess virði að reyna hana. 500 gr koli 100 gr smjör 100 gr laukur (einn meðalstór laukur) 250 gr sveppir (helzt nýir) 1/2 dós sýrður rjómi 2 msk sítrónusafi 50 gr valhnetukjarnar (fást í mat- vörubúðum i litlum plastpokum) 2—3 kvistir steinselja 2—3 kvistir dill (einnig má nota þetta krydd þurrkað) 2 msk söxuð púrra (langi stilka- laukurinn sem víða fæst). Flakið kolann eða kaupið kola- flök sem víða fást. Roðflettið hann og skerið i strimla. Saxið laukinn og látið hann krauma i smjörlikinu þar til hann verður nn i Þá er oætt út í sveppunum og hnet'.ikjornunum. Kryddið með salti og pipar. Mallið þar til mesti vökvinn af sveppunum er gufaður upp. Bætið þá á meira smjöri og fiskinum. Látið fiskinn krauma aðeins með og hellið því næst sýrða rjómanum og sítrónusafanum út á pönnuna. Þetta allt er látið malla við lágan hita í um það bil 10 mínútur. Þá er rétturinn settur í djúpt fat og skreyttur með steinselju, dilli og púrru. Þessi réttur er fremur dýr af fisk- rétti að vera en þar sem við spörum oft með ódýrum fiskréttum getum við alveg leyft okkur að láta þennan eftir okkur svona einu sinni. Koli kostar nú í fiskbúð í Reykjavik 700 krónur kílóið sé hann heill en 1300 krónur sé hann flakaður. Mjög mikið fer til spillis þegar kolinn er flakaður svo að þessi verðmunur er hreint ekki óeðlilegur. Dýrast í réttinn eru hins vegar sveppirnir sem kosta líklega í kringum þúsund krónur, þar sem þeir fást nýir. Víða er svo ekki en vel er hægt að nota niðursoðna sveppi. Alls kostar rétturinn um 2 þúsund krónur. Hann er ætlaður fyrir fjóra en þá er miðað við vel úti- látinn matarskammt. Skammturinn kostar þá 500 krónur. -DS. um sínum. Fyrir utan að það er í lögum að verðmerkja eigi allar útstilltar vörur, er það neytendum og kaupmönnum mjög í hag að viðskiptavinirnir geti séð hvað vörurnar kosta án þess beinlínis að þurfa að fara inn í búðina til þess að fá það upplýst. -A.Bj. Sími Hvaö kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von i að fá fría mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður í septembermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. EtB l/KIV Fjöldi heimilisfólks Hérna kentur septemberseöillinn. Fyllið hann út strax og sendið okkur við fvrstu hentuglcika. Við vorum sæmilega ánægð með þátttökuna í ágúst en vonumst eftir fleiri seðlunt í scptember. Upplýsingaseöill til samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.