Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. REUTER i r ÓLAFUR GEIRSSON OECD lönd: Sameinuöuþjóðimar i umsátursástandi Verðlag hækkar Verðlag á neyzluvörum í vestrænum iðnrikjum hækkaði um 0,6% í ágúst síðastliðnum samkvæmt upplýsingum frá OECD. í júlímánuði varð samsvar- andi hækkun 1,2%. Á fyrri helmingi þessa árs varð meðalhækkun á neyzluvörum 12,7% í vestrænum iðnríkjum. Ástæðan fyrir minni verðhækkun í ágúst er einkum sögð vera verðlækkun i Japan. þegar Fidel Castro kemur til að ávarpa allsherjarþingið Gífurlegur viðbúnaður er nú við Sameinuðu þjóða bygginguna í New York vegna komu Fidels Castros for- seta Kúbu. Hann ætlar að ávarpa allsherjarþingið i fyrsta skipti i nitján ár. Gæzla fer þegar fram bæði á landi, lofti og legi. Mikil leynd hvílir yfir því hvenær og hvernig Castro muni koma til þingsins. Heimildir, sem taldar eru áreiðanlegar, sögðu þó að þota forsetans mundi lenda snemma í fyrramálið í New York. Allur þessi viðbúnaður er vegna margra hótana sem borizt hafa um að Castro verði myrtur þegar hann kemurtil Bandaríkjanna. Þegar Castro kemur munu þyrlur svífa yfir byggingum Sameinuðu þjóðanna og lögregluverðir verða i öllum götum New York borgar sem liggja að Sameinuðu þjóða- byggingunni. Gæzlubátar verða á East-River. Innan dyra verður líka mikil gæzla. Minnast má þess, að árið 1964, þegar Che Guavara félagi Castros ávarpaði allsherjarþingið skutu skæruliðar flóttamanna frá Kúbu sprengju að byggingunni. Hún hitti að vísu ekki en lenti i fljótinu við Sameinuðu þjóða bygginguna. Að þessu sinni mun Castro bæði ávarpa allsherjarþingið sem forseti Kúbu og forustumaður i samtökum óháðra eða hlutlausra rikja. Þing þeirra var nýlega haldið í Havana á Kúbu. Það eru samtök flóttamanna frá Kúbu sem standa fyrir aðgerðum til að gera Castro allt til miska. Erlendar fréttir Norður-Kórea: Guöinn góði Kimll Sung I Norður-Kóeru er eitt á hreinu. Forseti landsins Kim II Sung er algóður og gallalaus. Kkki er verið að tvínóna neitt með að gera uppvaxandi æsku lands- ins þessa staðreynd Ijósa. Litla stúlkan á myndinni sem er þriggja ára var nýlega látin romsa út úr sér heilli þulu fyrir dgnska gesti, sem voru á ferð í Norður-Kóreu. Þulan fjallaði um æsku og uppvöxt hins algóða landsföður Kim II Sung. Að því loknu klöppuðu hin börnin henni lof í lófa. Skákmötið í Rio de Janeiro: Brasilíuundrið með 7vinninga Sunye er með bezta vinningshlutfallið ámótinu Jaime Sunye brasiliski undraskák- maðurinn á millisvæðamótinu í Rio de Janeiro er nú farinn að nálgast fyrsta sætið. Hann lauk tveim biðskákum sínum í gær og bar sigurorð af báðum keppinautum sinum, þeim Velimirovic frá Júgóslavíu og Argentínumanninum Luis Bronstein. Vekur frammistaða þessa 22 ára verkfræðistúdents sífellt meiri athygli. Hann er nú með betra vinningshlutfall úr skákum sínum á mótinu en sjálfur Portisch, sem hefur flesta vinninga. Sunye hefur setið yfir í tveim umferðum vegna skákmanna, sem hætt hafa þátttöku en Portisch ekki. Sunye hefur ekki enn tapað skák á mótinu í Rio de Janeiro. Áður en keppnin hófst, var hann talinn næstveikastur þátttakenda og fékk aðeins að taka þátt vegna þess" að millisvæðamótið fer fram í heima- landi hans. Staðan eftir tólf umferðir er nú þannig að Portisch er efstur með 8 vinninga, Hubner 7,5 og Sunye, og Vaganian með 7 vinninga. Tólfára drengur verðurfaðir Tólf ára franskur drengur varð faðir hinn 19. september síðastliðinn. Móðirin, fjórtán ára, eignaðist fimmtán marka dreng í sjúkrahúsi i Poissy, útborg Parísar. Bæði barni og móður liður vel. Bandaríkin: Glæpir aukast Ofbeldisglæpir eins og morð og nauðganir jukust i Bandaríkjunum um þrettán af hundaði á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tima i fyrra. Afbrot eins og innbrot, svik og bif- reiðaþjófnaðir jukust um niu af hundraði miðað við sama tíma. NORRÆN MENNINGARVIKA1979 Fimmtudag 11. okt. kl. 20:30 ELSE PAASKE m. ERLAND HAGEGAARD (tenór) FRIEDRICH GURTLER (píanó) flytja: R. Schumann: Liederkreis P. E. Lange-Muller: Sulamith og Salomon Peter Heise: 2 sönglög Benjamin Britten: Abraham and Isaac, f. alt, tenór og píanó Aðgöngumiðar í kaffistofu NH. Verið velkomin. Norræna húsið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.