Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. Þrír verkalýds- foringjar spuröir um stjórnarslitin DB sneri sér í gær til þriggja forystumanna verkalýðsfélaga og spurði hvað þeim fyndist um stjórnarslitin. „Sammála Magnúsi H." segir Aðalheiður Bjarnf redsdóttir „Ég er sammála Magnúsi H. Magnússyni," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, um stjórnarslitin. ,,Það átti að láta reyna á hvort samstaða gæti náðst i ríkisstjórninni. Mér finnst líka timinn ákaflega illa valinn. Um áramótin verða allir samn ingar lausir hjá Alþýðusambands- fólki. Samningar hafa verið lausir hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bœja og ekkert gengið. Þá hafa fjárlög heldur ekki verið afgreidd. Landið gæti orðið stjórnlaust í marga mán- uði. Það hefði átt að kanna hvort hægt væri að koma málum áfram og láta þá springa á einhverjum málum. Til dæmis er Magnús H. Magnússon með ýmis frumvörp sem hafa mikið gildi fyrir alþýðufólk og ég harma að honum skuli ekki takast að koma þeim fram." - HH 1 ^B ^lslFs^ . í^m^t /5ii| .-Æ ¦ ' íí™*tííff ~.? Iw * L£a liQi^ « \ ¦ ^ „Mjögvonsvikin" — segir Þórunn Valdimarsdóttir ,,Ég er uggandi um framtiðina," sagði Þórunn Valdimarsdóttir, for- maður Verkakvennafélagsins Fram- sóknar. „Mér fannst þetta ekki bera rétt að í Alþýðuflokknum. Að minnsta kosti hefðum við, sem um þessi mál eigum að fjalla í flokksstjórn, ekki átt að frétta um þau fyrst i fjölmiðlum. „Enginn getur ráðið í það í dag hvernig málin verða til lykta leidd. Það hefði verið kærkomin gjöf til þjóðarinnar ef friður hefði getað orðið. Ég er mjög vonsvikin," sagði Þórunn. -HH „Fáránlegt f ramf erði" — segir Björn Bjarnason „Ég hef alltaf talið að búast mætti við öllu af krötum en þetta framferði þeirra er fáránlegra en ég hefði getað átt von á," sagði Björn Bjarnason starfsmaður Iðju í Reykjavík. ,,Ö1I verkalýðshreyfingin verður með lausa samninga um áramótin. Reynslan hefur verið að ríkisstjórnir blandast i kjarasamningamálin. Illa horfir ef kannski situr fram á næsta ár ríkisstjórn sem er alveg valdalaus. Enda hljóta allir ábyrgir verkalýðs- menn að vera andvígir stjórnarslitun- um eins og sésl á þvi að verkalýðs- armur krata er yfirleitt andvígur. þeim," sagði Björn. -HH FRA ÍTALÍU Herraskór frá Sandra Hanzkaskinns mokkasínur Litur: brúnt Stœröir: 7—10. Verð: 22.500.- Litur: svart og brúntleður með slitsterkum sóla. Stœrðir:40—46. Verð aðeins kr. 17.500.- Skóbúðin Suðurveri Stigahlið 45-47-Simi 83225. Gatnagerðarframkvæmdir og fleiri stórframkvæmdir á Raufarhöfn hafa dregið vinnuaflið frá fiskvinnslunni. DB-mynd Jónas Friðrik. Raufarhöfn: Togarinn landar útí þar sem fólk fæst ekkiifiskvinnuna —landinn að verða of fínn í fiskvinnu og 250 útlendingar f luttir inn til þeirra starfa víða um land Raufarhöfn hefur nú bætzt í hóp þeirra sveitarfélaga sem standa frammi fyrir þeim mikla vanda að annaðhvort flytja að vinnuafl til fiskvinnslu, jafn- vel utan úr heimi, eða láta afkastamikil fiskiskip æ oftar sigla beint á erlenda markaði með fiskinn þar sem heima- fólk gerist stöðugt fráhverfara fisk- vinnunni þegar annað er í boði. Ólafur H. Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufar- höfn, sagði í viðtali við DB að togarinn Rauðinúpur haft siglt út eftir síðustu veiðiferð af þessum sökum og selt þar aflai fyrradag. Sagði hann greinilegan straum fólks liggja úr fiskvinnslunni yfir í hinar ýmsu þjónustugreinar. 400 manns búa nú á Raufarhöfn. Fyrir nokkrum árum var sett þar á fót loðnubræðsla sem gefur uppgripalaun. Þá er mikla vinnu að hafa í gatnagerð og byggingu vatns- veitu. Óvenju mikil vinna hefur verið við vegagerð undanfarið og fjölbýlis- hús er í smíðum. í kjölfar þessa hefur þjónusta, svo sem verzlun, blómgast og allt á kostnað fiskvinnslunnar. Þá sagði hann ekki unnt að draga úr útgerð togarans því til þess að hann gæti komið hagkvæmur út þyrfti hann að veiða a.m.k. þrjú þúsund tonn á ári. Væri því nauðugur sá kostur að láta hann sigla út með afla þrátt fyrir að hann hafi verið keyptur til að skapa miklaog jafnaatvinnu. Smábátaútgerðin hefur einnig dreg- izt saman á kostnað áðurnefndra greina. Sagði hann að í sumar hafi al- veg staðið í járnum að hægt hefði verið að reka frystihúsið eðlilega og nú væri ekki unnt að framleiða á viðunandi hátt. Sjávarútvegsráðuneytið lét fyrir nokkrum mánuðum gera samantekt á veitingu atvinnuleyfa til útlendinga í fiskvinnu hér og voru 250 leyfi veitt á tímabilinu frá júní 1978 til maí í ár. Fyrir voru allmargir sem fóru út á tíma- bilinú en talan mun gefa rétta mynd af fjölda starfandi útlendinga á þessum tíma. Ekki hefur dregið úr þessu síðan. Flestir fengu leyfi til vinnu á Súg- andafirði, 39, 30 á Flateyri, 23 á Þing- eyri, 17 á Eskifirði, 17 á Súðavík, 16 á Patreksfirði, 14 í Hnifsdal, 12 á Fa- skrúðsfirði, 10 á Stöðvarfirði og færri annars staðar. Ef farið er i talnaleik, tekin meðal fjölskyldustærð og meðalvinnuafl einnar fjölskyldu, stuðzt við tölur um fjölda atvinnutækifæra í kjölfar hvers og eins í fiskiðnaði, lætur nærri að þessi fjöldi útlendihga skapaði utan um sig kaupstað á stærð við Húsavík. Nú standa Raufarhafnarbúar frammi fyrir innflutningi útlendinga ef þeir vilja vinna afla togarans heima, að öðrum kosti landi hann annars staðar á landinueðaerlendis. -GS Sunna leitar nauða- samninga við lánardrottna —skuldirnar taldar um 200 milljónir Ferðaskrifstofan Sunna, sem nú hefur verið lokuð um mánaðartíma, hyggst á næstu þremti' mánuðum leita nauðasamningavi.vl;inardrottna sina. Hefur úrskurður veiið kveðinn upp í skiptarétti Reykjavíkur um heimild til greiðslustöðvunarhjáfyrir- tækinu meðan nauðarsamninganna er leitað. Greiðslustöðvunarheimildin byggist á nýjum lögum um gjaldþrot fyrirtækja og er það Þorvaldur Júlíusson hrl., sem annast nauðar- samningatilraunir af hálfu Sunnu. Upplýst var í skiptaréttinum þá er úrskurðurinn var upp kveðinn að skuldir Sunnu nema um eða yfir 200 milljónum og eru rúmar 97 milljónir þar af skuldir erlendis. Hluti skuld- anna er tryggður í eignum aðalhlut- hafa í Sunnu og eru það skuldir m.a. við Flugleiðir og ferðaskrifstofurnar Útsýn og Úrval. Sunna og Útsýn heyja nú nokkurt strið í fjölmiðlum um það hve há skuld Sunnu sé við Utsýn. í tilkynn- ingu Utsýnar í síðustu viku segir að þá er Sunnu var lokað hafi ferða- skrifstofan skuldað Utsýn 35 millj- ónir króna. Síðan hafi Utsýn fengið 14,4 milljónir kr. af tryggingarfé Sunnu hjá samgönguráðuneytinu en flutt 152 Sunnufarþega heim frá út- löndum á sinn kostnað. Þessum fullyrðingum hef- ur Sunna nú mótmælt i frétta- tilkynningu. Segir þar að Útsýn hafi enga farþega flutt fyrir Sunnu, hvorki heim eða annað, nema áður hefði verið gengið að fullu frá greiðslum og/eða tryggingum fyrir greiðslum sem Útsýn tók gildar. Þar segir og að „þær tölur sem forstjóri Útsýnar nefni í fréttátil- kynningu sinni séu svo víðsfjarri raunveruleikanum, að óskiljanlegt er hvernig því bókhaldi er háttað, sem slíkar tölureru fengnar úr." Sunna þakkar i tilkynningu sinni ráðuneytinu og Úrvali fyrir lipurð en segir að þeir aðilar verði ekki fyrir fjárútlátum vegna aðstoðar við flutn- ing farþega Sunnu í síðustu ferðum. -A.St. Skipstjóra- og stýrimannaf élagið Aldan dánægt með kjaradóm: HUNDSAR KJARADÓMUR FRJÁLSAN SAMNINGSRÉTT? „Við teljum tvíeggjað að þessi ákvörðun Kjaradóms og staðfesting forsætisráðherra á henni orki tvimælis fyrir lögum og verið sé að færa kjara- dóminn i farmannadeilunni frá í sumar yfir á okkar svið án þess að við hefðum átt neinn þátt i .f»rmannadeilunni," sagði Þórður Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjöri Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar, i viðtali við DB í tilefni þess að kjaradómur, sem skipaður var með lögum i farmanna- deilunni, hefur nú ákveðið kaup og kjör skipstjóra og stýrimanna á sand- dæluskipunum þrem. Að sögn Þórðar höfðu aðeins 2 samningafundir verið haldnir þar sem þegar hafði náðst efnislegt samkomu- lag við stýrimenn og samkomulag við skipstjóra var í augsýn. Með hliðsjón af þessu hafi allt bent til að samningar tækjust með eðlilegum hætti. Benti hann á að ef samningar við skipstjóra hefðu strandað hefði átt að vísa málum til sáttasemjara rikisins. Með þessu telur Aldan að kjara- dómur, með staðfestingu forsætisráð- herra, hafi hrifsað samningsréttinn úr hendi félagsins að ástæðulausu og mót- mælir félagið slíkri aðför að frjálsum samningsrétti. -GS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.