Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 9
DAGBLADIÐ. MIDVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. Rættvið sjáKstæðísmennámiðstjórnarfundi: Samstjórn Alþýöuflokks og Sjálfstæðisflokks hugsanleg —til þess eins að knýja fram þingrof og kosningar, segir Sverrir Hermannsson Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í gærdag til þess að fjalla um hin nýju viðhorf sem skapazt hafa i stjórnmálunum. DB ræddi stuttlega við fjóra þing- menn flokksins, sem sæti eiga í mið- stjórn, og spurði þá hvort hugsanlegt væri að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Alþýðu- flokki til þess að rjúfa þing og efna til kosninga, fari svo að Ólafui Jóhannesson forsætisráðherra rjúfi þingiðekki. Beita verður öllum ráðum til að f ramkvæma þingrof Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn myndi beita öllum þeim ráðum sem hann hefði yl'ir að ráða til þess hægt væri að fram- kvæma þingrof og efna til kosninga. ,,Á þessu stigi get ég ekki sagt um það til hvaða ráða verður gripið en það verður ekki samsteypustjórn fyr- ir kosningar." Skylda forsætis- ráðherra að rjúfa þing Mallhías Bjarnason alþingismaður sagði að frekari tafir á því að boða til kosninga yrðu aðeins til þess að auka þann vanda sem væri ærinn fyrir eftir rúmlega eins árs starf rikisstjórnar- innar. „Eg tel það skyldu Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra að rjúfa þing og efna til kosninga. Það er engin ástæða fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að fara í ríkisstjórn fyrr en þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm. Einhver stjórn verður að sitja þar til kosningar fara fram og það verður að vega og meta hvort það verður Geir Hallgrímsson einn flokkur öðrum fremur sem það gerir." Trúi ekki öðru en Ólafur rjúfi þing Matthías Mathiesen alþingismaður sagði þessi mál ekki hafa verið rædd Sverrir Hermannsson hjá Sjálfstæðisflokki. Þau yrðu tekin fyrir á miðstjórnarfundinum og siðan á þingflokksfundi á morgun þegar viðbrögð forsætisráðherra lægju fyrir. ,,En ég trúi ekki öðru en Ólafur Jóhannesson rjúfi þing og efni til kosninga," sagði Matthías. Matthías Mathiesen DB-myndir Ragnar Th. Matthías Bjarnason Samstjórn Sjálf- stæðis- og Alþýðu- flokks kemur til greina ef nauðsyn krefur af tæknileg- um ástæðum ,,Ef nauðsynlegt er af tæknilegum ástæðum að mynda stjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks til þess að koma þingrofi í gegn þá kemur það til greina en aðeins til þessa eina verkefnis," sagði Sverrir Hermanns- sonalþingismaður. ,,Síðan verður almenningur að fá að segja sitt um störf stjórnarinnar undanfarið ár og stefnu Sjálfstæðis- flokksins sem sett verður fram á cin- l'aldan ogskýran hátt." lu - JH Fjármálaráðherrann vill ekki kosningar á Þorláksmessu! BRÆLA FYRIR AUSTAN 0G BRÆLA í PÓUTÍKINNI — sagdiVilhjálmurá Brekkufyrir þingflokksfunrl Framsöknar „Þetta er vanhugsuð aðgerð hjá Al- þýðuflokksmönnum sem meðal annars stafar af hvatvisi þeirra. Þó er afstaða Magnúsar H. Magnússonar vísbending um að i Alþýðuflokknum er til allt önn- ur og betri hugsun," sagði Ingvar Gislason, þingmaður Framsóknar- flokksins, við fréttamenn DB áður en Framsóknarmenn lokuðu að sér og hófu þingflokksfund i gær. ,,Ég hefði viljað halda stjórnarsam- starfinu áfram um sinn. Það er ábyrgðarlaust að slíta því á þessu stigi og skilja við landið stjórnlaust. Mér lízt i sjálfu sér ekki illa á kosn- ingar, ef af verður, fyrir hönd Fram- sóknarflokksins. En að efna til þeirra á þennan hátt er illur kostur," sagði Ingvar Gíslason. Hann kvaðst sjálfur ætla að gefa kost á sér í framboð á ný. ,,Það er bræla fyrir austan i dag og bræla i pólitíkinni," sagði Vilhjálmur Hjálmarsson. „Fréttirnar leggjast auð- vitað ekki vel í mig. Of snemmt er að spá um það hvert framhaldið verður. Ég ætla ekkert að segja um það hvort ég muni verða á ný í framboði á Aust- fjörðum. Það þarf að ræðast fyrir austan." ,,Ég ætla bara að vona að við fáum ekki kosningar á Þorláksmessu!" sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra. -ARH „Ég skal ekkert um það sejya hvort ck fer í framboð aftur," sanði Vilhjálmur Hjálmarsson. „Hvatvísi hjá Alþvðuflokksmönnum," sagði Ingvar Gíslason. Atefi Is^ hf- M ef nir til éz VERDLAUNA- SAMKEPPNI Við munum verðlauna beztu hugmyndirnar, sem okkur berast, um vörur — prjónaðar, heklaðar eða á annan hátt gerðar úr eftirtöldum ullarbandategundum frá ÁLAFOSS: PLÖTULOPA — HESPULOPA — LOPA LIGHT - TWEED - EINGIRNI Nánari ákvæðí um þátttöku: 1. Þátttaka er Öllum heimil. 2. VÖrurnar séu aö meginefni til úr ofangreindum Álafossvörum. 3. Æskifegt er, ao hugmyndum fyigi, vinnulýsing, þannig að auðvelt sé að búa til mynstur (uppskrift) úr þeim til almennra nota. 4. Alafoss verður eigandi þeirra hugmynda, er verðlaun hljóta en áskilur sér forkaupsrétt að öllum þeim hugmyndum, sem fram koma i keppninni. 5. Við mat á hugmyndinni verður fyrst og fremst mtðað við almennt sölugildi hugmynda. 6. Veitt verða 5. verðlaun: 1. verðlaun kr. 200.000.- 2. verðlaun kr. 120.000.- 3. verðlaun kr. '70.000.- 4.verðlaunkr. 60.000.- 5. verðlaun kr. 50.000.- samtals: kr. 500.000.- 10 7. Dómnef nd verður skipuð þannig: Andrós Fjeldsted, aðaHulltrúÍ hjó Alafossi, llm*V»i» Gunnarsson, verslunarstjóri í Rammagerðinni, Pélina Jónmundsdónir, rítstj. prjónauppskríftaútgáfu Alafoss, Steinunn Jónsdóttir, verzlunarstjori i verslun Álafoss, Vigdis Pálsdóttir, handavinnukennarí. 8. Hugmynoum skal skila inn undir dulnefndi þannig, aðennfremur fylgi i lokuðu umslagi mrrktu dulnefninu allar nauðsynlegar upp- lýsingar, svo nem nafn, he»r»iih ;f ing og símanúmer viðkomandi. 9. Hugmyndirnar skulu hafa borizt á annan eftirgreindru staða fyrír 1. desember 1979: Verzlun Álafoss Vesturgötu 2, Reykjavik. Skríf- stofa Álafoss, Mosfellssveit. Áskilinn er réttur til að framlengja skilarrestinn ef ekki berst nœgurfjöldi verðlaunahœfra tillagna. i Álaf oss hf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.