Dagblaðið - 10.10.1979, Page 10

Dagblaðið - 10.10.1979, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. MSBIABW Útgefandí: Dagblaðifl hf. Framkvæmdaatjórl: Sveinn R. EyjóHsson.ititetióri: Jóna* Kri*tján»«on. Ritstjómarfulltrúi: Haukúr Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. $krifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: HaHur Simonarson. Menning: Aöalsteinn IngóHsson. Aöstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Blaflamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albortsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Goirsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjarnleifur BjarnleHsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Práinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. Dreif- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgréiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. * Aðalsími blaflsins er 27022 (10) línur). Ólafur mun segja af sér Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra mun ekki fallast á kröfu Alþýðuflokks- ins um þingrof. í þess stað mun hann segja af sér fyrir hönd ríkisstjórnar- innar allrar. Þessu er hægt að spá með sæmilegu öryggi. Þar með hefur Ólafur varpað boltan- um í fang Alþýðuflokksins, sem á endanum verður sennilega að mynda minnihlutastjórn, er Sjálfstæðis- flokkurinn verji falli. Minnihlutastjórnin mun þá væntanlega hafa tvö verkefni. Annað er að hafa forgöngu um breytingu á ákvæðum kosningalaga um úthlutun uppbótarþing- sæta. Og hitt verkefnið er að rjúfa þing og boða til kosninga í desember. Atburðarás síðustu daga er full af smáatriðum, sem rugla menn svo í ríminu,að þeir sjá ekki þau megin- atriði, sem hér hefur verið spáð. Moldviðrið stafar af tilraunum flokkanna til að bæta hag sinn fyrir kosningar. Af ummælum Ólafs má ráða, að persónulega telji hann þingrof af sinni hálfu ábyrgðarlaust en ekki óhugsandi, ef ráðherrar Alþýðuflokksins fallist á að sitja áfram í stjórninni fram yfír kosningar. En ummæli Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og ráðamanna Alþýðubanda- lagsins taka af skarið um, að þingrof verður ekki sam- þykkt. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum hefur sérhver hinna þriggja flokka neitunarvald gegn þingrofi. Engin ástæða er til að leggja mikið upp úr ummæl- um Ólafs Jóhannessonar um þokukennda framsetn- ingu ráðherra Alþýðuflokksins á kröfunum um lausn frá embætti, þingrof og nýjar kosningar. Ummæli Ólafs og annarra ráðherra um þetta atriði eru eingöngu miðuð við að vinna tíma til að hugsa málið. Tæknilegar útskýringar Ólafs á lagakrókum málsins eru fremur ómerkilegar, þótt þær séu ekki rangar. Ráðherrar Alþýðuflokksins eru ráðherrar og geta krafizt þingrofs, þótt þeir hafi beðið um lausn. Stjórnin verður að taka afstöðu til þessara krafna, þótt ráðherrar Alþýðuflokksins hverfi úr ríkisstjórn. Þar á ofan mega Alþýðubandalagið og Framsóknar- flokkurinn vara sig á undanbragðastefnunni. Hún er þegar byrjuð að fara í taugar kjósenda og getur samt engan veginn knúið fram frestun kosninga til vors. Enda segir Steingrímur Hermannsson réttilega, að ekki beri að standa í vegi þess, að fylgjendur þingrofs og kosninga nái fram vilja sínum. Allt stefnir því í átt til desemberkosninga. Ólafur og Steingrímur vilja þvo hendur sínar af ákvörðun um þingrof og kosningar. Sú afstaða er einkar eðlileg og leiðir óhjákvæmilega til afsagnar allrar stjórnarinnar en ekki ráðherra Alþýðuflokksins einna. í framhaldi af því gæti orðið nokkur töf, meðan forseti íslands er að komast að því, sem allir vita, að ekki er neinn grundvöllur fyrir meirihlutastjórn án kosninga. Alþýðuflokkurinn ber ábyrgð á stjórnarkreppunni. Siðferðilega séð ber honum þvi að kanna, hvort minni- hlutastjórn hans muni ekki verða varin falli fram yfir desemberkosningar. Og Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að veita slíkt hlutleysi. Minnihlutastjórnin mundi fá alþingi til að sam- þykkja breytingu á kosningalögum, er minnki misrétti kjördæma um helming. Það yrði með þeim hætti, að annar hver uppbótarmaður yrði ekki lengur valinn á hlutfalli og að fleiri en einn uppbótarmaður geti verið frá hverju kjördæmi. Hitt verkefni slíkrar stjórnar væri að rjúfa þing, og efna til kosninga í desember. r Spánn: Baskar munu sam- þykkjaheima- stjómartillögur Ef dæma má eftir fyrirsögnum heimsblaðanna liggur nú við uppreisn hersins á Spáni. Hryðjuverkamenn ETA hreyfingar öfgasinnaðra Baska hafa myrt hvern háttsettan uerfor- ingjann af öðrum. Með því vilja þeir reyna að fá her Spánar til að gripa inn í stjórn landsins áður en gengið verður til kosninga hinn 25. þessa mánaðar. Þá verður gengið til at- kvæða í héruðum Baska á Norður- Spáni um hvort þar eigi að gilda sams konar heimastjórn og i Katalóníu. ETA hreyfingunni hefur tekizt að æsa í það minnsta suma herforingja svo upp að þeir eru ekki sagðir vera frábitnir byltingu hersins. Adolfo Stiarez forsætisráðherra Spánar aflýsti opinberri heimsókn sinni til Bandarikjanna og Mið- og Suður-Ameríku aðeins sólarhring áður en hann ætlaði að leggja upp í ferð sína samkvæmt áætlun hinn 26. september siðastliðinn. Taldi hann vissara að vera nærri öllum ráða- gerðum herforingja sinna. Einkum mun hann hafa tekið þessa ákvörðun í ljósi ýmissa ummæla þeirra á opin- berum vettvangi dagana á undan. Eldri herforingjar í hernum og her- lögreglu landsins, sem alla tið hafa þjónað undir stjórn Francos heitins einræðisherra, kunna enn illa við sig undir hinu nýja stjórnarfari. Þeir hafa tilhneigingu til að líta á mikinn vöxt hryðjuverka, aukið fylgi að- skilnaðarhreyfinga, klámbylgjuna og minnkandi virðingu fyrir her landsins sem afleiðingu þess nýja lýðræðis, sem þeim er engan veginn neitt um. Satt að segja sakna margir herfor- ingjanna gömlu góðu daganna. Aðgerðir öfgahreyfinga Baska hafa orðið til þess að þeir hafa hug- leitt að grípa til sinna aðgerða. Hin þrjú héruð Baska á Spáni eru aðeins ein af mörgum héruðum landsins sem vilja skipta upp hinu miðstýrða riki Francos. Baskahéruðin eru aftur á móti svo óheppin að þar eru í það minnsta tvær hreyfingar öfgamanna sem vilja vinna stefnu sinni fylgi með’ hryðjuverkum. ETA hreyfingin, sem er þekktasta hryðjuverkahreyting Baska, hefur einbeitt sér að þvi að myrða hermenn og herforingja til að reyna að fá her landsins til að grípa til vopna og taka fram fyrir hendurnar á lýðræðislega kjörinni stjórn Spánar. Hefur ETA mönnum orðið nokkuð ágengt í þeim r: ri\ ÉTs~ efnum, eins og áður sagði. Rétt er þó að hafa i huga að málin hafa nokkuð breytzt siðustu mánuði og það er tæpast hægt að segja að hryðjuverk ETA manna séu lengur vegna hins svokallaða Baskavanda- máls. Þvert á móti eru aðgerðir hryðjuverkamannanna einmitt til að koma i veg fyrir lausn á málefnum Baska. Sú lausn er fundin með sam- komulagi á milli stjórnarinnar í Madrid og meirihluta forustumanna þjóðernissinnaðra Baska. Samkomu- lagið var undirritað i júlí síðastliðn- um og kosið verður um það í Baska- héruðunum hinn 25. þessa mánaðar. Samkvæmt samkomulaginu fá Baskahéruðin þrjú á Norður-Spáni, Gipuzcoa, Vizcays og Alava, sjálfs- stjórn í menningarmálum, menntun, skattlagningu, ákvörðunum um tungumál og lögreglumálum. Talið er að um það bil 80% kjós- enda á þessu landsvæði muni gjalda samkomulaginu jáyrði sitt. Þar með væri að líkindum stefnumál ETA samtakanna liðið undir lok. Foringj- ar hryðjuverkahópanna stefna að frjálsu marxisku riki, sem bæði mundi ná yfir Baskahéruð á Spáni og í Frakklandi. Eina von öfgasinnuð- Blaðagrein getur léð manni ærin umhugsunarefni þó hún sé tilætlunarlaus og samsett ,,að ganni”. Ekki þykir þó að jafnaði svara kostnaði að útbúa ritdóm um blaðagrein; reyndar ekki allar bækur sem bera ritdóm heldur. Eigi að síður er fróðlegt að skoða. víindin í smáletursgrein, ekki sist i blöðum þar sem greinarhöfundar eru áreiðanlega að keppast við að skrifa hver öðrum betur. En mart í rituðu máli, ekki síst á blöðum, er þannig stílsett að erfitt er að sjá að höfundar hafi orðið við varir að íslensk túnga hafi verið skrifuð að ráði i þessu landi fyren nú, að röðin sé komin að. nýrri kynslóð að finna slíka túngu upp. Ofoft viröast menn sem skrifa í blöð, jafnvel um algeingustu hluti, vera af þeirri þjóð sem Þórbergur Þórðarson sagði mér einusinni að sést hefðu á rölti hér fyrir innan bæ, og vantaði á þá miðsnesið (álfaþjóð). Mig lángar að taka dæmi sem er í þægilegri hæð, kanski ekki hátt yfir sjávarmál, en þó amk yfir göturæsin: athuga hvurnin svona grein stenst ef hún er dæmd á sama hátt og bók og að frádreginni laungun ritdómarans til að svala sér á nokkrun. Á dögun- um bar ég augum dagsuppskeru af blaðakosti, í leit að stúf, sem vel mætti vera þverskurður af betra taginu í blaðamáli núna, og fann þann sem ræddur verður nú. Greinin hefur það meðal annars til síns ágætis að þar er ekki verið að færa að nein- um smáköllum hér innanbæar; og ef sú persóna er ofar moldu, sem um er skrifað, þá eflir það hlutleysi mitt sem gagnrýnanda að hafa ekki heyrt hennar getið áður. Sem betur fer eru margar stjörnur á himinhvelinu. Sú sem hér er skrifað um heitir frú Bar- bara Cartland rithöfundur. Undir greininni stendur: þýtt úr Daily Express/DS. Lesendur frúarinnar, nafngreindir, eru taldir Mountbatten lávarður og Sadat egyptalandsforseti; auk þess er haft eftir konunni að ,,þar sem söguhetjur hennar séu alltaf hreinar meyar, falli þær í góðan jarðveg hjá aröbum.” Mál og andblær þessarar ensku smáletursgreinar á íslensku vekur undirrituðum raunar meiri áhuga en sjálfar staðreyndir frásagnarinnar. Ætli greinin megi ekki heita góður meðalkostur þess sem tíðkast núna í smáletursblaðamensku. I svona greinum - er miðað við tiltekið menníngarstig, áhugamál og líklega málfar þess fólks sem njóta skal. Öruggast að skrifa ekki grein nema fyrir fólk sem maður gerir skóna um leið og skrifað er. Ungur íslenskur blaðamað- ur möndlar með texta i formi enskiar smáletursblaðamensku. Greint er frá flestum hlutum á öðrum forsendum en íslendingum eru tamar; þó komum við ekki alveg af fjöllum þarna. Tam. er ekki örgrant um að hugmyndir einglendinga um persónur einsog ofangreinda frú snerti þjóð- sögur islendínga um skottur og flögð.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.