Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐID. MIDVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979. ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyer ustu ETA mannanna er að þeirra mati að æsa her Spánar svo upp með hryðjuverkum að hann taki í taum- ana og afturkalli samkomulagið um sjálfsstjórn Baska. Þar með gera þeir sér vonir um að almennir Baskar muni snúast til fylgis við sjálfstæðis- kröfur þeirra. Stjórn Suarez mun þó að öllum líkindum standast þessa raun. Hún hefur þegar unnið sér fylgi hinna meira hægfara í þjóðernissamtökum víða um Spán með því að sýna fram á að valdhafar í Madrid eru fúsir til að fallast á allar skynsamlegar heima- stjórnarkröfur. Talið er fullvist að ibúar Katalóníu muni samþykkja heimastjórnarlögin í kosningum 25. þ'essa mánaðar. Vitað er að brátt hefjast viðræður um heimastjórn i Galiciu, Andalúsíu og á Kanaríeyj- um. Ef svo óliklega færi að herinn á Spáni mundi grípa til vopna og taka völdin í sínar hendur, mundu þær til- raunir vafalítið mistakast, þar sem Spánn er nú orðinn nútimaiðnaðar- riki með öflugri millistétt, góðri skipulagningu á samtökum atvinnu- greina og verkalýðs. Með öðrum orðum þá er sá tími liðinn að auðvelt sé að gera byltingu á Spáni. Ef æðstu yfirmenn spænska hers- ins gripu til þess að gera uppreisn, mundu þeir fljótt sjá fram á alls- herjarverkfall i landinu. Herinn mundi ekki ganga sameinaður til byltingar og hann mundi fá takmark- aðan stuðning háttsettra opinberra starfsmanna. Byltingarmenn mundu skjótt verða einangraðir og tilraun þeirra mistakast. Ekki er óeðlilegt að komi til óróa, þegar jafnmiklar breytingar verða eins og á Spáni. En ekki er ástæða til að ætla að þar verði hernaðarbylting á næstunni. 11 Sfefnanfyrir dóm kjósenda Þó að flestum hafi komið tilkynn- ing þingflokks Alþýðuflokksins um stjórnarslit og kosningar á óvart sl. föstudagskvöld, þá er þetta mjög eðlileg ákvörðun þegar tillit er tekið til þess hvernig komið var fyrir stefnumálum Alþýðuflokksins í ríkis- stjórnarsamstarfmu. Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur virðast hafa haft að meginmarkmiði að koma í veg fyrir að tillögur Alþýðu- flokksins i efnahags- og umbóta- málum næðu fram að ganga, og gera þar með sem minnst úr þeim kosningaárangri er Alþýðuflokkur- inn náði í síðustu kosningum. ÖUum er kunnugt um baráttu Alþýðuflokksins innan Alþingis og ríkisstjórnar fyrir að tekin yrði upp samræmd heildarstefna í efnahags- málum, sem taki til allra meginþátta efnahagslífsins og fæli i sér raunveru- legt viðnám. gegn verðbólgu og endurreisn efnahagslífsins. Fjórum sinnum lagði Alþýðuflokkurinn frarrt í ríkisstjórninni slíkar heildartillögur, fyrst í nóvember, síðar i desember, aftur í janúar og febrúar og loks i sumar þegar efnahags- og skattamál voru til umræðu í ríkisstjórninni. En aldrei náðu þessar tillögur fram, gegn stefnumiðum flokksins stóðu Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur, þó stundum hefði mátt ætla að undir sumt væri tekið í orði, en þegar til framkvæmdar kom virtust orðin standa tóm. Afleiðing varð, eins og Alþýðuflokkurinn margvar- aði við aukin verðbólga og enn meira öngþveiti í efnahagsmálum. Þetta getur Alþýðuflokkurinn ekki sætt sig við. Alþýðuflokkurinn getur ekki setið í ríkisstjórn þar sem raun- hæfar efnahagstillögur hans eru traðkaðarniðuraf samstarfsflokkun- um á meðan verðbólgan vex hröðum skrefum og er í þann veginn að kafsigla þjóðina. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa hvorki geð né samvisku til þess að taka þátt í slíku. Það er fullreynt í þessari rikisstjórn að þau stefnumál sem Alþýðuflokkn- um var falið að koma ffam hafa Gunnlaugur Stefánsson rikissjóði. Lagt var til að sú eðlilega skipan yrði tekin upp við gerð fjár- laga að tekjuáætlun yrði fastákveðin fyrst en útgjöld ríkissjóðs mörkuð í samræmi við tekjurnar í stað þess gagnstæða sem einkennt hefur gerð verðbólgufjárlaga undanfarin ár. Alþýðuflokkurinn vakti athygli á nauðsyn sparnaðar og aðhalds í út- gjöldum ríkissjóðs og lagði fram i þeim tilgangi raunhæfar sparnaðar- tillögur sem miðuðu m.a. að því að draga saman ríkisbáknið. Lagðar voru fram tillögur um breytingar á skattakerfinu um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum, um virðisaukaskatt í stað söluskatts, um staðgreiðslukerfi skatta og um herferð gegn skattsvikum. Alþýðuflokkurinn lagði til að gerð yrði raunhæf áætlun um fjárfestingu á vegum hins opinbera, þar sem sett yrði þak á heildarumsvif fjárfest- ingar, og síðast en ekki síst að „Það er Ijóst, ad þingmenn Alþýóu- flokksins höföu ekki árangur sem erfiði. orðið undir vegna andstöðu Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks. Því ætti engum að koma á óvart að Alþýðuflokkurinn slíti stjórnarsam- starfinu nú og óski <.ftir að stjórn- málaflokkarnir legiii mál sín fyrir dóm kjósenda. Raunhæf stefnumið Rétt er að rifja upp þau grund- vallaratriði sem mótuðu efnahagstil- lögur Alþýðuflokksins. Alþýðu- flokkurinn lagði áherslu á að ríkis- fjármálin yrðu tekin til gagngerðrar endurskoðunar með það í huga að stemma stigu við verðbólgurekstri á afnumið yrði sjálfvirkt útlánakerfi fjárfestingarlánasjóða sem gilt hefur og valdið mikilli verðbólgu. Alþýðuflokkurinn lagði til að gerður yrði kjarasáttmáli við launþega- hreyfingarnar um launa- og kjara- stefnu til tveggja ára gegn því að raunhæfur árangur næðist í barátt- unni við verðbólguna. Alþýðu- flokkurinn lagði einnig til róttækar breytingar i verðlagsmálum til samræmis við kjarasáttmálann. Alþýðuflokkurinn lagði til að peningamál rikisgeirans yrðu tekin til endurskoðunar samkvæmt því mark- miði að sett yrði þak á aukningu peningamagns í umferð, að ríkis- sjóður endurgreiði skuldir sínar við Seðlabnkann á fjórum árum og að raunvextir yrðu jákvæðir á árinu 1980, enda undirbúi ríkisstjórnin lagasetningu um samræmda lengingu á lánstíma fjárskuldbindinga, en að raunvaxtastefnan yrði einn þáttur í samþáttastefnu í efnahagsmálum. Þá lagði Alþýðuflokkurinn fram nákvæmar tillögur um gjörbreytta skipan í verðlagsmálum land- búnaðarins, í inn- og útflutnings- málum þjóðarinnar, um eflingu íslensks atvinnulífs svo dæmi séu tekin. Hér eru aðeins nefnd brot af þeim tillöguflutningi sem Alþýðuflokkur- inn viðhafði á Alþingi og í ríkis- stjórn. Auk þess lögðu þingmenn Alþýðuflokksins fram fjölmargar til- lögur á Alþingi um hin ýmsu mál sem til framfara horfa. Fæstar af þeim náðu fram í gegnum þingið. Það er ljóst að þingmenn Alþýðu- flokksins höfðu ekki árangur sem erfiði, en ástæðan er sú að kerfis- flokkarnir þrír stóðu sameiginlega gegn öllum veigamestu tilraunum Alþýðuflokksins um að koma málum sinum fram. Aðlofa en svíkja „Að standa og falla með hugsjón- um sínum, þcra að takast á við vandamálin, hræðast ekki dóm kjós- enda, starfa fyrir opnum tjöldum, hafa málefnin en ekki stólana að leiðarljósi." Þetta eru orðréttar glefsur úr einum kosningabæklinga Alþýðu- flokksins fyrir síðustu kosningar. Þessar setningar hafa nú staðist dóm reynslunnar. Kerfisflokkunum er oft lýst með því að þeir lofi en svíki. Alþýðuflokkurinn hefur haft frum- kvæði um það að tekin yrðu upp heiðarlegri og lýðræðislegri vinnu- brögð í íslenskum stjórnmálum. Aðalatriðið er að Alþýðuflokkurinn sé stefnu sinni trúr og að þingmenn flokksins láti ekki glepjast þó stól- arnir séu mjúkir. Heiðarleiki og stefnufesta hafa ekki einkennt störf stjórnmálaflokka undanfarin ár, kjósendur hafa mátt venjast ýmsu öðru undanfarin ár. Því kemur það ef til vill á óvart að stjórnmálaflokk- ur standi nú upp og vilji ekki lofa til þess að svíkja heldur standa fast á stefnu sinni. Alþýðuflokkurinn óskar nú eftir því að boðað verði til kosninga þar sem flokkurinn fái tækifæri til þess að leggja stefnumið sín fyrir dóm kjósenda. Þannig verður lýðræðið virkara, enda ekki önnur lausn í sjónmáli en að kjós- endur grípi í taumanna og skeri úr um það hvort barátta Alþýðuflokks- ins gegn verðbólgunni eigi að skila árangrieðaekki. Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður Þýðingin er jafnvel ekki fjarri því að minna á Heljarslóðarorustu þegar Benedíkt Gröndal er að lýsa skemtilegum stórmerkjum, í bar- daganum hjá Solferino. Frú Cartland sjálf er, má segja, alger heljarslóðar- kona fyrir okkar sjónum. Það kemur reyndar ögn flatt uppá mann í fyrir- sögninni, að þessi skerjála skuli í bókum sínum hafa „selt" als 266 „jómfrúr", því hér er einsog verið sé að þýða á dönsku orð það sem á íslensku heitir óspjallaðar meyar. Þýðandinn bætir þó um þetta þegar frásögnin er endurtekin síðar i grein- inni. í fyrstu málsgrein þýðíngarinn- ar kemur strax babb i bátinn, þegar segir að konan geti á viku samið bók sem sé „vístilaðslá ígegn". Skrýtið, Þetta orðatiltæki er eitt af sígildum skóladæmum um dönskuslettu, og ögn niðurlægjandi af úngum menta- manni að nota það þegar hann er að snara úr ensku (sem hann er vonandi að gera). Átt er við að ná vinsældum eða koma sér við. Þegar hér er komið sögu vil ég taka fram að það er á- nægjulegt að sjá fallega þýdda dönsku, þó margir skrifandi landar virðist hafa lært þá túngu eftir því forna lögmáli: auðlærð er ill danska. Góð danska er nefnilega eitt af sið- fáguðustu bókmálum Norðurevrópu; amk léti undirritaður hana fá verð- launin ef hann ætti að dæma um þessar túngur. Og skrýtið var á dögunum, þegar hér var þýtt (úr ensku?) viðtal við einn helsta rithöf- 4fc „Ekki er lángt síöan jafn ágætur mál- frædíngur og Magnús Kjartansson gerði mig furðu lostinn með því að staðhæfa í blaða- grein, að hættan af dönsku hér á landi væri ekki framar nein, afturámóti lægi ritað mál á íslandi undir skemdum af ensku." að þetta danska orðatiltæki skuli koma þrisvar fyrir í smágrein sem á að vera þýdd úr ensku. Gaman væri að vita hvað þarna hefur staðið á ensku. ,,Slá i gegn" kannast maður reyndar við af götunni, en það hefur ekki komist í orðabækur; ekki einu- sinni í orðabók Menningarsjóðs sem þó hefur stundum óvandað mál. uhd Bandaríkjanna, Arthur Miller, þar sem hann var látinn segja „sgu" (og islendingar þýða „sko"); þarna hefði maðurinn sagt „fjanda- korninu" eða þvíumlíkt. Ekki batnar þegar segir að leikstjórinn sem á að leikstýra bókum frú Cartlands fái þar verk í hendur sem „væri sko hrein og klár gamaldags rómantík". í þessari setníngu kemur ekki eitt babb í bátinn heldur að minstakosti fimm böbb. Enn kemur þetta einkennilega „sko" sem á íslensku er í raun mál ómálga barna, þó nútíma íslendíngar haldi það sé þýðing á danska blóts- yrðinu sgu; innlima það amk. grand- gæfilega í setníngar þar sem grængötudanska mundi hafa „sgu". Mér þætti raunar fróðlegt að sjá hvernig þetta perudanska „sgu ren og klar gammeldags romantik" hefur hljóðað í ensku greininni i Daily Express sem DS er að þýða. Sama á við um þá setningu þegar frú Cartland er látin segja að „hún vildi sko (sgu) ekki að fólk æti hvað annað meðan það kystist." Annars ætlaði ég i aungvan sparðatining. Vildi aðeins benda á hve einkennilegt er, að þegar úngur íslendingur þýðir skemtigrein úr ensku á íslenzku núna, skuli koma upp í honum blóðhrá danska þar sem hann vill vera fyndinn. Ekki er Iángt siðan jafn ágætur málfræðingur og Magnús Kjartans- son gerði mig furðu lostinn með þvi að staðhæfa í blaðagrein, að hættan af dönsku hér á landi væri ekki fram- ar nein; afturámóti lægi ritað mál á íslandi undir skemdum af ensku. Hann hélt því fram að nútíma skjala- mál íslenskt, kanselistíll, sem hann Ias á skýrslum íslenskra embættis- manna þegar hann var ráðherra, hefði sakir enskra áhrifa torveldað honum að skilja hvað mennirnir voru að fara. Dæmi sem hann ýaði að, þessu til sönnunar, virtust eiga lítt skylt við það „officialese" sem einglendingar brúka á slíkum skjölum. Hitt virðist nokkuð ein- kennilegt, þegar íslenskur menta- maður, líklega úngur, þýðir á íslensku smáletursgrein úr Daily Express, þá verður honum gripið til orðaleppa úr grönnegadedönsku (jafnvel með „sgu" og þessháttar) svo manni finst, vonandi ránglega, að greinin sé þýdd úr kaupmanna- hafnarblaði. Annars hélt ég að það væri kunnara en frá þurfi að segja, og hef ég fyrir því margra sögu að íslenskir stúdentar hafi til skamms tíma útskrifast svo úr mentaskóla, að þeir voru ófærir um að skilja vana- legt mál á dagblaði frá Lundúnum og New York. Halldór Laxness (Þessi pistill hefur legið hálfkaraður á púltinu hjá mér i meiren hálfan mán- uð. Með öðrum orðum laungu úrelt grein. Heldur en henda henni sendi ég hana Dagblaðinu samt, en þar stóð smáletursgrein sú á prenti sem hér er i umræðu (15ánda sept. s.l.). H.L.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.