Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 24
Miðstjórn Alþýðubandalagsins styður ekki tafarlaust þingrof: „MEIRIHLUTIKRATA OG IHALDSAÐMYNDASF „Menn voru á einu máli um að vera óánægðir með endalok rikis- stjórnarinnar, sérstaklega vegna þess að svo margir endar eru lausir í kjaramálum," sagði miðstjórnar- maður í Alþýðubandalaginu i morgun. Miðstjórnin sat á rökstólum í gær- kvöldi og samþykkti að fela þing- flokknum að fjalla frekar um kröfu Alþýðuflokksins um þingrof og kosningar. „Margt bendir til að nýr meirihluti krata og íhalds sé að myndast, það mun koma betur i ljós við kosningar í upphafi þings. Við ættum að fara okkur hægt á meðan þetta er ekki fullkorhlega á hreinu," sagði annar viðmælandi blaðsins úr miðstjórn. Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, flutti tillögu á fundinum um að Alþýðubandalagið gerði sitt til að hraða kosningum. Tillagan fékk sáralítinn hljómgrunn og var dregin til baka. Alþýðubandalagsforystan virðist almennt ganga út frá þeirri forsendu að i deiglunni sé samstarf Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks á þingi. Hún styður almennt ekki hugmyndir um tafarlaust þingrof. í yfirlýsingu fundar miðstjórnar- innar er sagt að nú -beri brýna nauðsyn til að „samfylkja öllum vinstri öflum og verkalýðssinnum til sóknar gegn hægriöflunum, sem nú eru að vígbúast gegn verkafólki, eins og skýrt hefur komið fram i afstöðu Vinnuveitendasambandsins og Sjálf- stæðisflokksins í efnahagsmálum". -ARH "Frá miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins i gærkvöldi. Fremstir eru Lúðvik Jósefsson formaður flokksins og Hjörieifur Guttormsson ráðherra. DB-mynd: Ragnar Th. Sjálfstæðis- flokkurlegg- urtilþingrof — ognýjarkosmngar áAlþingiámorgun Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja þingsályktunartillögu á Alþingi á un um þingrof og nýjar mgar. Miðstjórn flokksins kom n til fundar í gær og þar var lögð ia á að alþingiskosningar færu r. í desember. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði i morgun, að þingfiokksfundur, sem hófst kl. 10 í morgun, tæki endanlega ákvörðun í málinu og jafnframt yrði fjallað um vantraust á ríkisstjórnina. Hann sagði þó að víssir erfiðieikar væru þvi samfara að bera fram vantrauststillöguna um leið og þing- rofstillöguna og vildu sjáifstæðismenn fyrst fá fram vilja stjómarflokkanna. Prófkjör voru rædd á miðstjórnar- fundinum, en enn hafa ekki verið ákveðin prófkjör i neinu kjördæmi. Á síðasta landsfundi var ákveðið að samræma prófkjörsreglur flokksins þannig að þær verði eins í öilum kjör- dæmum.sem hafa prófkjör. Matthias Bjarnason sagði í gær að illmögulegt væri að koma við próf- kjörum vegna hins nauma tíma, a.m.k. ekki í strjálbýlinu. Hann sagðist þó hlynntur prófkjörum, en þó aðe'tns með lagabreytingu, þannig að ..kommar, kratar og Framsókn ráði ibjóðendum Sjálfstæðis- kjördæmaskipan og g kosningaréttar hefur mikið i á góma. Sagði Friðrik Sophusson Stali við DB i gær, að ef víðtæk staða næðist mætti koma fram leiðréttingu á kosningalögum á þessu þingi fyrir kosningar. T.d. mætti hugsa sér að hlutfallskosning kæmi ekki til fyrr en eftir sjöunda uppbótarþing- mann og fleiri en einn þingmaður úr sama flokki kæmi inn í sama kjör- dæmi. Slíkt myndi leiðrétta nokkuð skekkjuna gagnvart Reykjavík og Revkjanesi. -JH. Tugþúsund lítrar af vatni runnu niður Suðurlandsbraut og Kringlumýrarbraut í gœrkvöld þegar skurðgrafa tók í sundur 12 tommu vatnsrör gegnt Hótel Esju. Vatnselgurinn varð eins og beljandi stórfljót eins og sjá má. Þrjá tíma tók að stöð va lekann. DB-mynd: Hörður. Olafur ekki íframboð...og þó Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra sagði í viðtali við útvarpið í gær, að hann byggist ekki við að vera í framboði í næstu alþingiskosning- um, enda þótt þær yrðu einhvern tímaánæstunni. í frétt DB í gær var haft eftir forystumönnum í Framsóknar- flokknum, að alls óvíst væri að Ólafur yrði í framboði í næstu þing- kosningum. Var og enn vakin sú spurning hvort hann hygði á forseta- framboð, ef dr. Kristján Eldjárn gæfiekki kostásér. , ,Ég hefi ekki gert ráð fyrir að fara aftur í framboð," segir Ólafur í viðtali við Tímann í morgun. Hann slær þar varnagla er hann segir síðar: . . . ,,en kannski er bezt að vera ekki með neinar yfírlýsingar óðar en líður." Ólafur kveðst telja sig vera búinn að sitja nógu lengi á Alþingi. Hann segir líka að alltaf sé betra að fara af frjálsum vilja, það þyrftu sem flestir að gera áður en allir séu orðnir hund- leiðiráþeim. -BS. BLEKFULLUR MEÐ 38 TONNA HLASS Á SUÐURLANDSVEGI Þrjátiu og fimm ára gamall maður var í gærkvöldi stöðvaður á óvenju- legum akstri undir áhrifum áfengis á Suðurlandsvegi rétt við Hveragerði. Maðurinn ók risastórum vöru- flutningabíl með aftanívagni og var tækið fullhlaðið vikri úr Þjórsárdal á leið til Reykjavikurhafnar. Hlassið meðbil vó 38 tonn. Akstur mannsins hafði Iengi stefnt öðrum vegfarendum í hættu, þvi ökumaðurinn sveigði milli vegkanta, en hélt þó veginum, þó tæpt stæði á stundum. Ökumenn létu Selfosslögregluna vita og er hún jafnan þakklát fyrir skilaboð um torkennilegan akstur ökumanna. Var farið á eftir bílnum og hann stöðvaður við Hveragerði um sexleytið. Nær tórn vínflaska var við hlið mannsins í bílnum. Var hann svo ilia á sig kominn af ölvun að hann stóð fast á því að klukkan væri 6 að morgni en ekki sex að kvöldi. Nærri má geta hvað gerzt hefði ef 38 tonna bílflykkið hefði lent á venjulegum fólksbíl á þjóðveginum. En þarna slapp allt, þó sumir öku- menn yrðu næstum að vikja af vegi svo flykkið kæmist klakkjaust framhjá. frjálst, áháð dagblað MIÐVIKUDAGUR10. OKTÓBER1979. Taprekstur loðnubræðslanna eftir nýja loðnuverðið, en... Bræðslurnar halda áf ram móttökunni — stfla á að ört gengíssig lagi stöðuna „Við næstsiðustu verðlagningu vorum við það hart keyrðir að það stóð alveg í járnum að reksturinn stæði undir sér, en nú er hann heldur neðan við það. Þó tel ég fullvíst að loðnumóttöku verði haldið áfram," sagði Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja rikisins, t viðtali við DB í gær. Var hann spurður um viðbrögð við nýja verðinu þar sem nokkrir kaupendur hafa látið að því liggja að loka eða takmarka loðnumóttöku. Fundur verður með loðnukaupendum á næstu dögum. Reiknað er með að þeir bindi vonir við ört gengissig. t raun þurfa loðnuverksmiðjurnar ekki að greiða meira fyrir kílóið skv. nýja verðinu, því lækkun olíugjaldsins til útgerðanna vegur upp á móti hækkun til hlutaskipta. Hins vegar gerðist það í síðasta mánuði að svartolia hækkaði mjög, en notkun hennar er stór þáttur i rekstri verksmiðjanna. Það kostar verk- smiðjurnar um 20 krónur að vinna úr hverju hráefniskílói og þýðir þessi hækkun 1,50 kr. hækkun á vinnslu- kostnað hvers kílós, eða 7 til 8% Verksmiðjurnar greiða nú 25,47 krónur fyrir kilóið af 16% feitri loðnu með 15% þurrefni, sem hækkar og lækkar eftir. því hvorum megin marksins loðnan er hverju sinni. • Fulltrúar kaupenda i yfirnefnd Verðlagsráðs átöldu einhliða mál- Hutning oddamanns í nefndinni og ¦-egja hann hafa fallizt á kröfur soljenda án tillits til kaupendanna. -(;s. Hörð keppni uml.sætið Ásgeir Þ. Árnason heldur enn forystunni á Haustmóti T.R. eftir að biðskák hans við Júlíus Friðjónsson lauk með jafntefli. Hefur Ásgeir nú 5,5~ vinninga eftir 7 umferðir. Keppnin um efsta sætið er æsispennandi og eiga am.k. fjórir skákmenn góða möguleika á að hreppa það. Björn Þorsteinsson stendur þar mjög vel að vígi að hafa unnið biðskák sina við Braga Björnsson í gærkvöldi. Hefur Björn nú 5 vinninga og biðskák. Sævar Bjarnason hefur 5 vinninga og Stefán Briem4,5 vinningaogbiðskák. 8. umferðverðurtefld i kvöld. -GAJ. Sömu þing- forsetar? „Menh voru búnir að komaí sér saman um það fyrir löngu að það yrðu sömu þingforsetar í vetur og voru í fyrra," sagði Magnús H. Magnússon ráðherra í morgun." Spurningin er hvort breytt staða breytir einhverju um það. Það verður tekið fyrir á þing- flokksfundum fyrir hádegið." -HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.