Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.10.1979, Qupperneq 24

Dagblaðið - 10.10.1979, Qupperneq 24
Ölafur ekki í framboð...og þó Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra sagði í viðtali við útvarpið í gær, að hann byggist ekki við að vera í framboði i næstu alþingiskosning- um, enda þótt þær yrðu einhvern tímaánæstunni. í frétt DB í gær var haft eftir forystumönnum í Framsóknar- flokknum, að alls óvíst væri að Ólafur yrði í framboði i næstu þing- kosningum. Var og enn vakin sú spurning hvort hann hygði á forseta- framboð, ef dr. Kristján Eldjárn gæfi ekki kost á sér. ,,Ég hefi ekki gert ráð fyrir að fara aftur í framboð,” segir Ólafur í viðtali við Tímann i morgun. Hann slær þar varnagla er hann segir síðar: . . . ,,en kannski er bezt að vera ekki með neinar yfírlýsingar óðar en líður.” Ólafur kveðst telja sig vera búinn að sitja nógu lengi á Alþingi. Hann segir líka að alltaf sé betra að fara af frjálsum vilja, það þyrftu sem flestir að gera áður en allir séu orðnir hund- leiðiráþeim. -BS. Srjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR10. OKTÓBER 1979. Taprekstur lodnubræðslanna eftir nýja loðnuverðið, en... Bræðslumar halda áfram méttökunni — stíla á að ört gengissig lagi stöðuna ,,Við næstsíðustu verðlagningu vorum við það hart keyrðir að það stóð alveg í járnum að reksturinn stæði undir sér, en nú er hann heldur neðan við það. Þó tel ég fullvíst að loðnumóttöku verði haldið áfram,” sagði Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, í viðtali við DB í gær. Var hann spurður um viðbrögð við nýja verðinu þar sem nokkrir kaupendur hafa látið að því liggja að loka eða takmarka loðnumóttöku. Fundur verður með loðnukaupendum á næstu dögum. Reiknað er með að þeir bindi vonir við ört gengissig. 1 raun þurfa loðnuverksmiðjurnar ekki að greiða meira fyrir kílóið skv. nýja verðinu, því laekkun olíugjaldsins til útgerðanna vegur upp á móti hækkun til hlutaskipta. Hins vegar gerðist það í síðasta mánuði að svartolía hækkaði mjög, en notkun hennar er stór þáttur í rekstri verksmiðjanna. Það kostar verk- smiðjurnar um 20 krónur að vinna úr hverju hráefniskílói og þýðir þessi hækkun 1,50 kr. hækkun á vinnslu- kostnað hvers kílós, eða 7 til 8% Verksmiðjurnar greiða nú 25,47 krónur fyrir kílóið af 16% feitri loðnu með 15% þurrefni, sem hækkar og lækkar eftir. því hvorum megin marksins loðnan er hverju sinni. Fulltrúar kaupenda í yfirnefnd Verðlagsráðs átöldu einhliða mál- flutning oddamanns í nefndinni og segja hann hafa fallizt á kröfur sdjenda án tillits til kaupendanna. -<;s. Hörð keppni um 1. sætið Ásgeir Þ. Árnason heldur enn forystunni á Haustmóti T.R. eftir að biðskák hans við Júlíus Friðjónsson lauk með jafntefli. Hefur Ásgeir nú 5,5 vinninga eftir 7 umferðir. Keppnin um efsta sætið er æsispennandi og eiga am.k. fjórir skákmenn góða möguleika á að hreppa það. Björn Þorsteinsson stendur þar mjög vel að vígi að hafa unnið biðskák sina við Braga Björnsson i gærkvöldi. Hefur Björn nú 5 vinninga og biðskák. Sævar Bjarnason hefur 5 vinninga og Stefán Briem 4,5 vinninga og biðskák. 8. umferð verðurtefld i kvöld. -GAJ. Sömu þing- forsetar? „Menn voru búnir að kom^ sér saman um það fyrir löngu að það yrðu sömu þingforsetar í vetur og voru i fyrra,” sagði Magnús H. Magnússon ráðherra i morgun.” Spurningin er hvort breytt staða breytir einhverju um það. Það verður tekið fyrir á þing- flokksfundum fyrir hádegið.” -HH Miðstjóm Alþýðubandalagsins styður ekki tafarlaust þingrof: „MBRIHLUTI KRflTA 0G ÍHALDS AÐ MYNDAST’ „Menn voru á einu máli um að vera óánægðir með endalok rikis- stjórnarinnar, sérstaklega vegna þess að svo margir endar eru lausir i kjaramálum,” sagði miðstjórnar- maður i Alþýðubandalaginu i morgun. Miðstjórnin sat á rökstólum i gær- kvöldi og samþykkti að fela þing- flokknum að fjalla frekar um kröfu Alþýðuflokksins um þingrof og kosningar. „Margt bendir til að nýr meirihluti krata og íhalds sé að myndast, það mun koma betur í ljós við kosningar i upphafi þings. Við ætlum að fara okkur hægt á meðan þetta er ekki fullkomlega á hreinu,” sagði annar viðmælandi blaðsins úr miðstjórn. Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, flutti tillögu á fundinum um að Alþýðubandalagið gerði sitt til að hraða kosningum. Tillagan fékk sáralítinn hljómgrunn og var dregin til baka. Alþýðubandalagsforystan virðist almennt ganga út frá þeirri forsendu að i deiglunni sé samstarf Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks á þingi. Hún styður almennt ekki hugmyndir um tafarlaust þingrof. í yfirlýsingu fundar miðstjórnar- innar er sagt að nú beri brýna nauðsyn til að „samfylkja öllum vinstri öflum og verkalýðssinnum til sóknar gegn hægriöflunum, sem nú eru að vígbúast gegn verkafólki, eins og skýrt hefur komið fram í afstöðu Vinnuveitendasambandsins og Sjálf- stæðisflokksins í efnahagsmálum”. -ARH 'Frá miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins i gærkvöldi. Fremstir eru Lúðvik Jósefsson formaður flokksins og Hjörleifur Guttormsson ráðherra. DB-mynd: Ragnar Th. f lokkur legg- urtilþingrof — ognýjarkosningar áAlþingiámorgun Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi á morgun um þingrof og nýjar kosningar. Miðstjórn flokksins kom saman til fundar i gær og þar var lögð áherzla á að alþingiskosningar færu rram i desember. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði i morgun, að þingllokksfundur, sem hófst kl. 10 i morgun, tæki endanlega ákvörðun í málinu og jafnframt yrði fjallað um vantraust á ríkisstjórnina. Hann sagði þó að vissir erfiðleikar væru þvi samfara að bera fram vantrauststillöguna utn leið og þing- rofstillöguna og vildu sjálfstæðismenn fyrst fá frant vilja stjómarflokkanna. Prófkjör voru rædd á miðstjórnar- fundinttm, cn enn hafa ekki verið ákveðin prófkjör i neinu kjördæmi. Á síðasta landsfundi var ákveðið að samræma prófkjörsreglur flokksins þannig að þær verði cins i öllum kjör- dæmum, sem hafa prófkjör. Matthias Bjarnason sagði í gær að illmögulegt væri að koma við próf- kjörum vegna hins nauma tima, a.m.k. ekki i strjálbýlinu. Hann sagðist þó hlynntur prófkjörum, en þó aðeins með lagabreytingu, þannig að „kommar, kratar og Framsókn ráði ekki frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins". Breytf kjördæmaskipan og leiðrctting kosningaréttar hefur mikið borið ágóma. Sagði Friðrik Sophusson i viðtali við DB i gær, að ef viðtæk samstaða næðist mætti koma fram leiðréttingu á kosningalögum á þessu þingi fyrir kosningar. T.d. mætti hugsa sér að hlutfallskosning kæmi ekki til fyrr cn cftir sjöunda uppbótarþing- mann og l'leiri en einn þingmaður úr sama flokki kæmi inn í sama kjör- dæmi. Slíkt myndi leiðrétta nokkuð skekkjuna gagnvart Reykjavik og Reykjanesi. -JH. Tugþúsund lítrar af vatni runnu niður Suðurlandsbraut og Kringlumýrarbraut í gœrkvöld þegar skurðgrafa tók í sundur 12 tommu vatnsrör gegnt Hótel Esju. Vatnselgurinn varð eins og beljandi stórfljót eins og sjá má. Þrjá tíma tók að stöð va lekann. DB-mynd: Hörður. BLEKFULLUR MEÐ 38 TONNA HLASS Á SUÐURLANDSVEGI Þrjátíu og fimm ára gamall maður var í gærkvöldi stöðvaður á óvenju- legum akstri undir áhrifum áfengis á Suðurlandsvegi rétt við Hveragerði. Maðurinn ók risastórum vöru- flutningabíl með aftanívagni og var tækið fullhlaðið vikri úr Þjórsárdal á leið til Reykjavikurhafnar. Hlassið með bíl vó 38 tonn. Akstur mannsins hafði lengi stefnt öðrum vegfarendum í hættu, því ökumaðurinn sveigði milli vegkanta, en hélt þó veginum, þó tæpt stæði á stundum. ökumenn létu Selfosslögregluna vita og er hún jafnan þakklát fyrir skilaboð um torkennilegan akstur ökumanna. Var farið á eftir bílnum og hann stöðvaður við Hveragerði um sexleytið. Nær tóm vinflaska var við hlið mannsins í bílnum. Var hann svo illa á sig kominn af ölvun að hann stóð fast á þvi að klukkan væri 6 að morgni en ekki sex að kvöldi. Nærri má geta hvað gerzt hefði ef 38 tonna bílflykkið hefði lent á venjulegum fólksbil á þjóðveginum. En þarna slapp allt, þó sumir öku- menn yrðu næstum að vikja af vegi svo flykkið kæmist klakklaust framhjá.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.