Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR12. OKTÓBER1979. — 224. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. LIKUR FYRIR SYNJUN SJÁLFSTÆÐISMANNA —á minnihlutastjórn Alþýðuf lokksins —Síbreytileg afstaða alþýðuf lokksmanna til st jórnarmyndunar „Mestar likur eru fyrir því, að þingflokkur sjálfstæöismanna hafni kröfum Alþýðuflokksins um að sjálf- stæðismenn styðji minnihlutastjórn Alþýðuflokksins," sagði einn þing- maður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við DB i morgun. Þingflokkur sjálf- stæðismanna hóf ki. 10 að ræða þessi tilmæli sem komin voru frá meirihluta þingflokks Alþýðuflokks- f- Afstaða Alþýðuflokksins til stjórnarmyndunar hefur verið mjög á reiki og breytzt dag frá degi," sagði þingmaðurinn. „Einn daginntreysta þeir sér ekki til að taka að sér ríkis- stjórn. Annan daginn vilja þeir það. í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir sem vilja að Sjálfstæðis- flokkurinn axli þessa byrði og myndi sjálfur minnihlutastjórn. Alþýðu- flokkurinn hefur hafnað þvi. Litil hrifning er í þingflokki sjálfstæðis- manna á stuðningi við minnihluta- stjórn Alþýðuflokksmanna." • Sjálfstæðis- og alþýðuflokksmenn ræddust við í gærkvöld og skyldu i „pattstöðu" eins og segir á skákmáli. Alþýðuflokksmenn vildu fá stuðning við minnihlutastjórn sína og sjálf- stæðismenn stuðning við sína minnihlutastjórn. Ekki gekk saman á fundinum, sem var stuttur. Vindáttin hefur verið sibreytileg á fundum þingflokks Alþýðuflokksins, enda skoðanir skiptar um hvort stefna eigi að minnihlutastjórn Alþýðuflokks eða utanþingsstjórn, eins og DB hefur skýrt frá. Afstaðan var í fyrradag frekar með utanþings- stjórn en breyttist á þingflokksfundi um hádegið í gær og hallaðist meirihluti þá að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, og tók tillit til þeirra röksemda sem fram hafa komið, um að flokknum beri skylda ti! þess vegna þess að hann sleit stjórnarsamstarfinu. Þingflokkur Alþýðuflokksins átti að koma saman klukkan ellefu i morgun og fjalla um niðurstöðu fundar þingflokks sjálfstæðismanna. -HH. MALA- MIDLUN UM UTAN- ÞINGS- STJÓRN? „Það er jafnlíklegt að hvorugur kosturinn verði val- inn, hvorki minnihlutastjórn Alþýðuflokks né Sjálfstæðis- flokks, heldur verði utanþings- stjóm málamiðlun," sagði einn úr þingliði „viðreisnarflokkanna" i viðtali við DB í morgun. En skoðanir eru mjög skiptar i báðum þessum flokkum um spurninguna, hvort utanþings- stjórn væri æskileg. I báðum flokkunum voru fylgismenn utanþingsstjórnar í minnihluta i gær. Einn þing- maður Alþýðuflokksins sagði í viðtali við DB, að ekki mundi takast að koma utanþingsstjórn saman nægilega fljótt svo að kosningar gætu orðið 9. desember. Of seint yrði að kjósa 16. desember, vegna veðráttu og nálægðar jólanna. Eins og DB skýrði frá i gær var hins vegar „stemmning" með utanþings- stjórn á þingflokksfundi Alþýðu- flokksins í fyrradag. -HH. Þeir voru þungbrýndir, foringjar sjálfstœðis- og framsóknarmanna, þegar þeir komu afeinkafundi sinum í einu flokksherbergjanna í A Iþingishúsinu ígœr áður en þingfundur hófstþar. DB-mynd: Ragnar Th. „OBEINT MYRTUR?" í Þjóðviljanum i morgun er grein eftir „Frey Njarðarson" þar sem lýst er láti manns í fangageymslu lögreglunnar 15. september. Að þvi er látið liggja að maðurinn hafi verið „óbeint myrtur og lögreglunni auðsjáanlega alveg sama," eins og þar stendur. Guðmundur Hermannsson. yfir- lögregluþjónn gerði skyndikönnun á fangaskrá á umræddu tímabili og fann ¦engan með nafni greinarhöfundar Þjóðviljans eða líku nafni. Taldi Guðmundur að hér væri um sögu að ræða uppspunna frá rótum. DB fékk þær upplýsingar á Hagstofunni í morgun að enginn íslendingur bæri nafnið Freyr Njarðar- son samkvæmt skráningu í þjóðskrá. -A.St. „Alþýðuflokkurinn fór á taugum" „Ástæðan fyrir því að við sjálf- stæðismenn viljum þingrof og kosjiingar cr sú, að við ætlumst til þessað Alþýðuflokkurinn skiliokkur þeim þingmönnum sem hann fékk að láni siðast. Og það má segja Alþýðu- flokknum til hróss að hann er viijug- ur til þess að skfla. þeim," sagði Haraldur Blöndal í almennum um- ræðum á lifiegum fundi Stúdenta- félags Reykjavíkur í gærkvöldi. Þar leiddu saman hesta sina talsmenn allra flokka. Ragnar Arnalds gerði harða hríð að Alþýðuflokknum í niáli síiui: „Þetta er áróðursfiokkur sem byggir tilveru sina á útblæstri i fjölmiðlum. í raun og veru var hann aldrei fær um stjórnarsamstarf af einu eða neinu tagi." Steingrimur Hermannsson talaði um „ótrúleg iílindi og öheilindi" í samstarfi A-flokkanna í ríkisstjórn. .vAlþýðuflokkurtnn fór fyrr á taugum. Ef til v'tll hefði þannig farið fyrjr Alþýðubaridalaginu síðar." Geir Haitgrimsson sagði rikis- stjómina versta af þeim þremur vtnstri stjómum sem hér hafa ríkt undanfarna áratugi. „Allt er þá þrennt er. Þessi síðasta er þeirra skammlífust og viðskiinaður hennar allra verstur. Aldrei, aldrei meir vinstri stjórn." - Eiður Guðnason sagði árangurinn (af rikisstjórnarstarfinu minni en ætlunin hafi verið. „Það var ekki samkomuiag um neitt sem máli skipti i stjórn efnahagsmála. Bezti kosturinn er að ganga tii kosninga t desember." -ARH Stjórnar aldurs- forsetinn áf ramí „Ef ekki liggja fyrir niðurstöður um viöræður um stjórnarmyndum fyrir kl. 2 í dag, hiýtur þess að verða óskað, að Oddur Ólafsson verði um sinn forseti Sameinaðs alþingis," sagðí einn þingmaður Alþýðuflokks í viðtali við DB í raorgun. ,,Við höfum hugsað okkur að val þingforsetaog myndun stjórnar yrði í einum pakka," sagði annar þing- maður Alþýðuflokks. „Fari svo, að samkomulag náist míllt þessara tveggja fiokka, er enginn vafi á, að Sjálfstæðismenn fá forseta Sameinaðs þings. Þeir eiga á að skipa mönnum, sem Alþýðu- flokkurinn getur vel fallizt á. Þar má nefna Friðjón Þórðarson og Þorvald Garðar Kristjánsson, sem varð fyrsti forseti efri deiidar. þegar Bragi Sigur- jónsson sagði þeirri stööu áf sér," sagði þingmaður Alþýðuflokksins. Hann bætti við: „Friðjón Þórðar- son er maður sem við gætum alveg eins lallizt á. Um hæfni hans efast enginn. Hann er jafnvel líklegastur t embættið." Viðmælandi DB úr Sjálfstæðis- flokknum sagði, að meiri vafi Iéki á um val deiidarforscta, enda skiptu þeir öðru máli. Þeir gætu allt eins orðið úr Alþýðubandalaginu eða Framsóknarflokknum, enda þo' óvist sé að Alþýðuflokkurinn • ti sig við Ingvar Gislason, sem venð hefur forseti neðri deildar. „Þar kæmi Eðvarð Sigurðsson alveg, eins til mála," sagði hann. Um þingforseta verður þvi að öllum líkindum samið um leið og stjórnarmyndun, hvernig sem til tekst umhana. -BS,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.