Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 2
2 r DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979. Um forsetakosningar: Vill Lúðvík á Bessastaði —en reiknar með f ramboði Gylfa og Ólafs auk Alberts Alliballi skrifar: Þótt alþingiskosningar séu e.t.v.flestum efst i huga nú, þá hafa væntanlegar forsetakosningar einnig verið ofarlega á baugi fyrst og fremst vegna skrifa Dagblaðsins og yfirlýs- inga Alberts Guðmundssonar um að hann muni gefa kost á sér jafnvel þótt dr. Kristján Eldjárn gæfi kost á séráfram. Víst er að þótt dr. Kristján dragi sig í hlé þá verður Albert ekki einn i framboði. Þá fyrst má búast við, að fjör færist i leikinn. Ýmsir hafa verið nefndir sem líklegir kandídatar, þeirra á meðal Gylfi Þ. Gislason og Ólafur Jóhannesson. Ýmislegt bendir til þess að þeir hugleiði að gefa kost á sér. A.m.k. hafa þeir ekki gefið afdrátarlaus svör á hinn veginn. Ætluðu þeir sér alls ekki í framboð væri ekkert auðveldara fyrir þá en að svara spurningum blaðamanna á þá leið að afdráttarlaus neitun mundi teljast. Það hafa þeir ekki gert og greinilegt er að þeir vilja a.m.k. halda möguleikanum opnum. Sá sem þetta ritar er þeirrar skoðunar að báðir þessir menn og raunar Albert líka mundu sóma sé ákaflega vel sem for- setar íslenzka lýðveldisins. Lúðvik Jósepsson. innar út á við. Honum bar embætti forsætisráðherra í þeirri stjórn sem setið hefur að undanförnu. Um það embætti var hann snuðaður. Við Olafur Jóhannesson. skulum ekki snuða Lúðvik aftur heldur skora á hann að gefa kost ásér í embætti forseta íslands ef núver- andi forseti lætur af embætii. Albert Guðmundsson. Undirritaður er þó þeirrar skoð- unar, að enn hafi ekki verið orðaður við þetta embætti sá maður sem væri heppilegastur í það. Hér er átt við Gylfi Þ. Gislason. Lúðvík Jósepsson þrautreyndan stjórnmálamann sem nýtur trausts hjá þjóðinni. Lúðvik yrði að mínu mati mjög verðugur fulltrúi þjóðar- Próf kjör strax eftir hverju bíður Sjálf stæðisf lokkurinn? Þrír flokksmenn skrifa: Eftir nýafstaðna atbnrði i stjórn- máhim hcfur orðið uppi fótur og fit i öllum íslcn/ku m tórnm.ilaflokkunum oj, ':ð 'nim ‘slíkir atburðir sem þessig 'us' ekki oft á mannsaldri. og nu |iai i aó hafa snör handtök. Sumstaðar verður það lika gert en annars staðar ekki. Við fórunt félag- arnir á fund hjá landsmálafélaginu Vcrði nú fyrir stutlu til þess að hlusta á umræðuefnið „Fellur sljórnin?”. Þetta var nú að vísu orðið úrelt umræðuefni þá þvi þá höfðu kratar þcgar hlaupið á vergang. En að lok- inni umræðu frummælanda, dr. Gunnars Thoroddsen, brá svo við að mælendaskrá fylltist nær samstundis af mönnum sem augsýnilcga ætluðu ekki að láta tækifærið fram hjá sér fara til þess að halda eins konar framboðsræðu, þ.á m. núverandi þingmenn flokksins. Santmerkt var þó málflutningi þcirra er töluðu að barnaleg bjartsýni hafði náð tökum á þeim flestum vegna skoðanakannana Visis sania dag. Einn var þó sá ræðumaður sem ............................... Hirsthmann 'Utvarps-og sjónvarpsloftnet fyri litsjönvarpstaeki, magnarakerfi og tilheyrandi loftnetsefni. Ódýr loftnet oú áctd. Aratuga reynsla. Heildsala Smásala. Sendum i póstkröfu. Radíóvirkinn Týsgötu 1 - Simi 10450 V þarna flutti mál sitt skörulegar en llestir aðrir, og með þeim krafti sem áður einkcnndi svo mjög marga þing- menn flokksins í eina tíð. Þetta var Ólafur B. Thors, fyrrv. forscti borgarstjórnar. Ólafur deildi hart á deyfð og fram- taksleysi flokksins i síðustu ríkis- stjórn en hvatti til dáða og stefr.u- festu, ásamt þvi að flokkurinn yrði nú að þora i stað þess að hika. — Hann minntist líka á prófkjör og taldi enga annmarka á að fram- kvæma þau þótt stuttur væri fyrir- varinn. Þessu eru flestir tlokksmenn lika sammála þótt þingmenn séu það ekki. Og úr því Alþýðuflokkur og jafn- vel Alþýðubandalag ætla að cfna til prófkjörs getur Sjálfstæðisflokkur- inn hreinlega ekki með neinu móti skorazt undan p’-ófkjöri, svo mikil- vægt cr það nú að menn fái að velja Irambjóðendur. Það er áreiðanlegt að miklar breytingar yrðu á fram- boðslista flokksins hér í Reykjavik a.m.k. ef prófkjör tæru fram. Það er þvi ekki seinna vænna að Sjálfstæðisflokkurinn gangi til verks um undirbúning prófkjörs. Og jafnvcl þótt kosningar drægjust eitt- hvað, jafnvel fram á vor sem engum kæmi á óvart, gæti prófkjör sem nú fer fram allt eins gilt fyrir framboðs- lista að vori. Allir sjálfstæðismenn vita fullvel hvað það er sem flokkur- inn verður að hcyja baráttu fyrir og þau mál verða enn í fullu gildi hvenær sem kosningar fara frani. Núverandi þinglið hefur ekki fylgt fram þessum baráttumálum og fyrir því cr engin afsökun, ekki heldur i stjórnarandstöðu. Og hér er á engan hátt verð að veitast að formanni flokks'ins,' hann ér aðeins einn af öllu þingliði flokksins. Enginn af þinglið- inu hefur sýnt nein tilþrif. — Sjálf- stæðisflokknum ber þvi að efna tii prófkjörs strax. Naf nlaus málf lutningur: Sýnir vonda samvizku Magnea Gunnarsdóttir' Egilsstaða- búinu skrifar: Tilefni þess að ég læt verða af að setjast niður og festa þessar línur á blað er það að ég var að lesa smá- greinarkorn í Dagblaðinu, nánar til- tekið þriðjudagsblaðinu 2. október. Greinarkorn þetta ber yfirskriftina „Einokun á Egilsstöðum”. Ég er ekki að segja að þessi grein sé rætnari eða ómerkilegri en svo margt annað sem þetta btað gleypir hrátt og lætur frá sér fara sem söluvöru handa kaupendum sínum. En fólk sem gagnrýnir opinberlega fyrirtæki eða hvað annað ætti að sjá sóma sinn í að kannast við afkvæmið og setja bæði fullt nafn og heimilis- fang með málflutningi sínum. Nafn- laus málflutningur sýnir vonda samvizku. Undir yfirskrift greinarinnar sem ég gat um stendur „Egilsstaðahús- móðir hringdi”. Þar sem ég tel mig eina af þeim fáu konum hér á staðn- um sem geta notað orðið Egilsstaða- húsmóðir án þess að falsa nokkuð vil ég alls ekki láta eigna mér eða öðrum húsmæðrum hér á Egilsstöðum þennan rógburð. Ég skora þvi á eigandann að láta Dagblaðið birta nafn sitt og heimilisfang ef hann skyldi eiga heima í Kgilsstaðakaup- túni. Eitt ráðlegg ég þér í lokin síma- glaða kona. Flyttu þig búferlum til Reykjavíkur sem snarlegast svo þú þurfir ekki „að láta senda þér flestar vörur að sunnan”. Það er nefriilega útilokað þó hér séu staðsett þau annars ágætu fyrirtæki, Kaupfélag og Verzlunarfélag, ásamt fleiri verzl- ununi og þjónustufyrirtækjum, að þau geti veitt þér sömu þjónustu og allt verzlunarbáknið í i Reykjavík. Ætti hver heilvita manneskja að geta séð að slíkt eru hreint fjarstæðu- kenndar kröfur. Verzlunar- og þjónustufyrirtækin hér á staðnum verða að láta sér nægja viðskiptin við okkur, þetta venjulega fólk. tdi skrifar: ,a, ihotlandi aí ,aandsixð,n?a I SunJiahofrv scpimiK't far «• V'.L,. Manníjd'dinn radd.M gUihionana of >11' bnpl li'il affir.a hanno.vð' a „nni i au aö brygR|uV.anl.non. nim,.lvv,ngnagblaöv,nsato,^ p 31. w'pi- ,ar harról' f «r ba oö lavogn blaða us op a«-F P island i borvVavtoö^ ikvrf. hclt að bað hcfði Dg ts- ÍSa 'íS lendinga að lcggia v.mnmgunnn Oipjöðadörmtðhnn „„„ings- vacri úlronn.nn.t^ hvað u,,p,ok“ mcö ofbckl r pgacc-samiökun- Hvaðherinnvarðar: „LÝÐRÆÐIEKKI MEIRA HÉR EN í SOVÉTRIKJUNUM” Herstöðvaandstæðingur hringdi: í Dagblaðinu á föstudaginn er lesendabréf frá manni sem kallar sig áhorfanda og spyr hann okkur her- stöðvaandstæðinga margra spurn- inga um fundinn í Sundahöfn. Þar sem það stendur eins nærri mér og hverjum herstöðvaandstæðingi öðrum að svara þessu ætla ég að gera það í nokkrum orðum. Hann spyr hvort ætlun fundar- manna hafi verið að ryðja lögreglu- þjónunum í sjóinn. Svo mun ekki hafa verið eftir því sem ég bezt sá. Fundarmenn inntu lögregluþjóna i byrjun eftir þvi hvers þeir væru eigin- lega aðgæta. Þeir svöruðu með skæt- ingi einum. Fauk þá i suma fundar- menn og jókst orðaskakið orð af orði þar til einhverjir ungir menn urðu full æstir og hugðust láta reyna á það hvort bryndrekarnir þyrftu gæzlu við. Svona atvik geta alltaf komið fyrir og er ekki við neinn að sakast. Áhorfandi fjallar þvi næst aðeins um aðgerðir okkar gegn Greenpeace samtökunum. Það er rétt hjá honum, gegn þeim var framið hið svívirðileg- asta ofbeldi. En ég vil benda á það að þeir sem það ofbeldi frömdu eru þeir sömu og þeir sem stöðva vilja fundar- frelsi herstöðvaandstæðinga hér á landi. Það er embættismannaklikan sem öllu ræður að því er virðist hér á landi. Þá kemur áhorfandi inn á „lýðræðið” í Sovétrikjunum, án þess að ég skilji samhengið. En ég vil samt spyrja hann: ,,Hefur bandarískur her komið hingað fyrir lýðræðislegan meirihluta þjóðarinnar?” Nei, íldeilis ekki. 1 sambandi við herinn er ekki meira lýðræði hér á landi en i Sovétrikjunum. Við herstöðvaand- stæðingar erum engir rússaaðdáend- ur eins og bréfritari reynir að klína á okkur. Ég vil benda á að i Samtökum herstöðvaandstæðinga eru menn úr ölluiri flokkum. Við höfum mótmælt jafnt rússneskri hersetu í Tékkó- slóvakíu sem annarri hersetu yfirléift. Málið er að við viljum alls engan her. Meðan hér er her er/þjóðin svo klofin að ég tel að aldrei grói um heilt fyrr en búið er að.fjalla um málið og afgreiða það. Og'ég tel að það verði ekki gert á nema einn hátt, með þvi að láta herinn fara. Þvi afstaða manna til hersins mótast af dálítið misjöfnum atriðum. Þeir sem vilja herinn vilja hann af stjórnmálalegum og efnahagslegum ástæðum. Þeir sem aftur vilja hann burt vilja það líka af stjórnmálalegum ástæðum en samt í miklu meira máli af tilfinningalegum ástæðum. Og meðan hægt er að breyta hugarfari manna til stjórn- mála og efnahagsmála er ekki hægt að breyta tilfinningum fólks. Þvi verður herinn að fara. Raddir lesenda ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.