Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 3
I DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979. 3 r IMorley. Morgunpóstsmenn: Hvað með ef na- hagstillögurnar? Áfengið verður mörgum að fjörtjóni að áliti bréfritara. DB-mynd Ari. Lýst eftir röksemdum Halldór Kristjánsson skrifar: Þar sem ég tel að ýmsar fullyrð- mgar i leiðara Dagblaðsins I. þ.m. séu algjörlega ósannaðar óska ég eftir nánari umræðum um nokkur atriði: 1. Svo er að sjá sem talið sé að nætursamkvæmi hafi mjög færst í þar til gerð veitingahús við það að tími þeirra var lengdur fram eftir nóttu. Varðstjórar lögreglunnar hafa sagt mér að síst hafi það minnkað siðan breytingin var gerð að lögregla sé kölluð i heimahús að næturlagi. Hver er því ávinningurinn á þvi sviði? 2. Sagt er að áfengisbölið í Vestur- Þýskalandi sé minna í sniðum en áfengisbölið á íslandi. Hvar eru rök fyrir þessu? Hversu stórt er áfengisbölið i Vestur-Þýskalandi í sniðum? Mér er t.d. ekki kunnugt um að hér hafi þurft cins og í Vestur- Þýskalandi að gera sérstakar ráð- stafanir til þess að lögreglumenn væru algáðir \ ið vinnu sina. Ekki er heldur vitað til að drykkjusýki — alkóhólismi — nái til fólks á barnsaldri hér á landi jafnt og í Þýskalandi enn sem komið er. 3. Fullyrt er að hvítasykurát Islendinga flýti ,,að minnsta kosti jafnmöigum i gröfina og ofneysla áfengis gerir”. Nú er það al- kunnugt að sykur — þar með tal- inn hvítur sykur — er eitthvert auðleystasta kolvetni fyrir mann- legan líkama sem til er og þvi ágætt fóður, þó að takmarkað sé eitt sér. Sykur drepur ekki fremur en t.d. hveiti. Þessi fullyrðing rit- stjórans er órökstutt ofstæki. Engar opinberar skýrslur eru til um að menn hafi dáið af sýkuráti en allt öðru máli gegnir um áfengi. 4. Ritstjórinn segir vandséð að ríkisvaldið hafi uppeldishlutverki að gegna á sviði samkvæmislífs og ætti að hætta afskiptum af sölu áfengis og skemmtanalifi. Það er auðvitað sjónarmið fyrir sig að engin lög ættu að ná yfir skemmtanalíf. Hins vegar er það enn ríkjandi almenningsálit að ríkisvaldið eigi að gegna uppeldis- hlutverki, setja ýmsar reglur um velsæmi og öryggi og fylgja þeim kröfum eftir. 5. „Boð og bönn eru til ills” er tyrirsögn leiðarans. ,,Ætli það séu ekki einmitt bönnin, sem heist framkalla spillinguna,” segir þar. Staðreynd er það hins vegar að Danmörk, sem hefur frjálsleg- asta ófengislöggjöf á Norður- löndum, býr við meira áfengisböl en annars staðar þekkist í þeim löndum. Frakkar hafa nú gert sér Ijóst að áfengisnautn er þriðja algengasta dauðamein þar í landi og kemur næst á eftir krabba- meini og hjartasjúkdómum. 6. Ritstjórinn segir að bönn og hömlur hafi ekki hagnýtt gildh Samt er það staðreynd að heil- brigðisstofnun Sameinuðu þjóð- anna heitir á allar aðildarþjóðir sinar að beita nú slíkum bjargráð- um. Það sannar auðvitað ekki neitt um réttmæti stefnunnar, en að lítið athuguðu máli munu þó fáir vera vissir um að meira sé að marka álit Jónasar Kristjánssonar en heilbrigðisstofnunarinnar. Þessi atriði hvert fyrir sig mætti ræða miklu betur. Ég hef ekki trú á því að ritstjórinn geti sannað fullyrð- ingar sínar en hann ætti að reyna það. Morgunsöng í skólana Útvarpshlustandi hringdi: Fyrir nokkrum vikuhi síðan auglýstu þeir félagar, Páll lleiðar Jónsson og Þigmar b. Hauksson. eftir tillögum til stjórnunar efnahags- mála. Sögðust þeir myndu lesa allar þær tillögur sem þeim bærust um þetta og hjöðnun verðbólgunnar í Morgunpóstinum. Nú langar mig að vita hvort einhverjar lillögur hafi borizt og þá hvenær þær verði lesnar. Vesturbæingur hringdi: „Það eru vinsamleg tilmæli mín til skólayfirvalda og allra þeirra sem starfa að æskulýðsmálum hvort ekki sé hægt að hefja morgunstarfið með söng, t.d. Faðir gjör mig lítið Ijós fyrir yngri börnin og Faðir andanna fyrir eldri börnin. Hver gæti sungið með sínu nefni. Það var gert i eina tið og blessaðist vel.” Aria-Jam Laugardaginn 13. október heldur hljóðfæraverzlunin Tónkvísl sitt árlega haust-jam í verzluninni Kunnir hljóðfæraleikarar leika á beztu hljóðfæri sem framleidd eru f heiminum í dag. Gestir dagsins MEZZOFORTE. Kynnum sérstaklega: SUN gitar og bassamagnara og JEN fiðluhljómborð og SYNTHESIZERS. nkvisl T LAUFÁSVEG117 • REYKJAVÍK Spurning dagsins Hverviltþúad verði forsætis- ráöherranú? Benedikt Olafsson, 13 ára: Ætli Ragnar Arnalds sé ekki ágætur. Anna Muría Pálsdóttir: Ég vil engan af þeim sem í boði eru. Þetta er allt sama tóbakið. Sonja Bachmann: Geir Hallgrímsson. Það fer nú ekkert á milli mála. Ásta Jónsdóttir: Ég held, að það sé enginn hæfur til að gegna þvi embætti. Sigrún Hjaltested: Geir Hallgrimsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.