Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979. Kísiliðjan við Mývatn: Úrbæturnar kosta hundruð milljóna — menguninni komið undir hættumörk innan sex mánaða, segir framkvæmdastjóri verksmiðjunnar — missir annars starfsleyfið, segir landlæknir „Heilbrigðiseftirlit ríkisins getur ekki mælt með því að starfsleyfi Kísil- iðjunnar við Mývatn verði endurnýjað nema úrbætur þar verið fljótlega,” sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í gær. Landlæknir og Heilbrigðiseftirlit- ið boðuðu til fundar í gær vegna hinnar miklu rykmengunar, sem mælzt hefur í Kísiliðjunni og við útskipun kísilgúrs á Húsavik, sem DB hefur sagt frá. „Verði endurbætur ekki unnar innan t.d. hálfs árs getur Heilbrigðiseftirlitið ekki mælt með því við ráðherra að leyfi verksmiðjunnar verði endurnýjað,” sagði landlæknir. ,,Auk þess verður verksmiðjan þegar að leggja fram áætl- un um aðgerðir og tima, sem verkið verður unnið á.” „Það er erfitt að segja hve langan tíma lagfæringar í verksmiðjunni taka,” sagði Vésteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kisiliðjunnar. Við verðum þó að ljúka verkinu innan sex mánaða og það ætti að takast. Þá ætti öll mengun að vera komin undir hættu- mörk. Við höfum þegar gert allar þær ráðstafanir sem í okkar valdi eru til þess að draga úr mengun, með bættri umgéngni og meðferð til þess að fyrir- byggja leka úr pokunum. Mengunin í skipunum og við útskipunina verður ekki stöðvuð nema með plastumbúðum og notkun plastumbúða er þegar hafin að nokkru. Fundir hafa verið með starfsfólki og er það mjög samvinnuþýtt til þess að reyna allt sem hægt er. Mönnum hefur verið kynnt efni skýrslunnar, en menn gerðu sér ekki grein fyrir því hve mikil hættan er." Eins og fram hefur kontið í DB getur mengunin valdið sjúkdómnum sili- cosis, eða steinlunga, sem er ólæknandi sjúkdómur. „Það er ljóst,” sagði Vésteinn, „að mengunarvarnirnar kosta verk- smiðjuna hundruð milljóna króna, en við kljúfum það.” - JH „Alþýðuflokkurinn hleypur frá Jan Mayen málinu” Hætt við að Norðmenn notfæri sér ástandið — segir Alþýðubandalagið „Með kröfu sinni um þingrof nú og kosningar í desember hleypur Alþýðu- flokkurinn frá mörgurn stórmálum á viðkvæmu stigi. Þar má m.a. nefna Jan Mayen málið, en hætt er við að Norð- menn notfæri sér stjórnleysisástand á íslandi í því sambandi,” segir þing- flokkur Alþýðubandalags í yfirlýsingu sem birt var í gær. Þar er krafa Alþýðuflokks um stjórnarslit sögð „í fyllsta máta ábyrgðarlaus og vitaverð gagnvart hagsmunum launafólks i landinu.” Bendir Alþýðubandalagið á 4 höfuð- atriði máli sínu'til stuðnings: Frestun á afgreiðslu fjárlaga, nær allir kjara- samningar eru lausir, ekki tekst að ljúka því verki sem fram fer á endur- skoðun stjórnarskrár og kosningalaga, kosningar yrðu í mesta skammdeginu „þegar aðstæður eru að jafnaði verstar til umferðar í landinu”. - ARH Trillukarlar við Reykjavikurhöfn: Jón Barðdal (til vinstri) og Grimur Bjarnason. DB-mynd Hörður. LOKA TRILLUKARLAR REYKJAVÍKURHÖFN? „Það er gífurleg óánægja meðal smábátaeigenda vegna þessarar ákvörðunar hafnarstjóra og henni verður örugglega mótmælt, hugsan- lega með þvi að við lokum höfninni einhvern tíma,” sagði Jón Barðdal, einn af smábátaeigendum i Reykja- vik, sem hefur nú verið gert að fjar- lægja báta sína úr Reykjavíkurhöfn. „Við fengum auglýsingu í síðustu viku um að fjarlægja eigi bátana í dag. Þetta eru um 20 bátar er hafa verið vestan Ægisgarðs. Hér er um að ræða trillur sem sennilega hafa aflað gjaldeyris fyrir hundruð milljóna á síðasta ári með grásleppuhrognum. Aðstaða þessara báta hefur hvergi á landinu verið eins slæm og í Reykja- vík, og nú er það sem sé ákvörðun hafnarstjórnar að þarna þurfi ein- hverju að breyta og þá verðum við að víkja. Það er mikil óánægja meðal okkar og við munum örugglega mót- mæla þessu,” sagði Jón Barðdal að lokum. - GAJ „Vandinn verður ekki leystur hér” —segirhafnarstjóri „Að sjálfsögðu verður að leysa vanda trillubátaeigenda þegar þar að kemur. Það verður bara ekki gert á þessum stað,” sagði Gunnar B. Guð- mundsson hafnarstjóri er DB ræddi mál trillubátaeigenda við hann. Hafnarstjóri sagði, að trillubáta- eigendur fengju jafnan á haustin til- kynningu um að þeim bæri að taka trillur sínar upp. Hann sagði, að nú bættist hins vegar það við, að fyll- ingarframkvæmdir væru fyrirhug- aðar á þeim stað þar sem bátarnir hefðu legið, þannig að vandi þeirra yrðiekki leysturá þcim staðí framtíð- inni. „Ef þessir bátar liggja þarna yfir vetrartímann, eru þeir meira og minna i vanhirðu og sökkva,” sagði hafnarstjóri og itrekaði, að það væri ekkert nýtt, að þessir bátar væru teknir upp á haustin þó tilefnið væri kannski annað nú. -GAJ Fjárlagafrumvarpið borið inn á Ál- þingi í gær. DB-mynd Ragnar Th. Andvana fætt fjárlaga- frumvarp —Tómas Árnason gerir ráðfyrirhallalausum ríkisrekstri Fjárlagafrumvarp Tómasar Árnasonar fjármálaráðherra kom frari í gær og er andvana fætt. Framsókn stendur ein að frumvarpinu og vinstri stjórnin fallin. Tómasgerir í frumsarpi sinu ráð fyrir, að ekki verði á næsta ári halli á ríkisbúskapnum eins og verður i ár. Heildartekjur ríkisins yrðu sam- kvæmt frumvarpinu 330,3 milljarðar, sem yrðu um 29 prósent af áætlaðri framleiðslu þjóðarinnar og hann telur innan við það stefnumark, sem vinstri stjórnin hafði sett sér. „Þón i þessu felist nokkur hækkun skatthlutfalls frá því, sem verið hefur á síðustu árum, er hér fyrst og fremst um það að ræða að koma á jafnvægi milli gjalda og tekna t ikissjóðs í samræmi við útgjöld eins og þau hafa verið á undangengnum árum. Hér er þannig verið að viðurkenna nauðsyn þess að afla tekna til nauðsyn- legra útgjalda og til að stöðva skulda- söfnun ríkissjóðs,” segir Tómas í greinargerð með frumvarpinu. - HH Hitaveita Suðumesja: Vill þrefalda raf- orkuframleiðslu „Við framleiðum nú þegar 2 mega- vött með 2 túrbínum í Svartsengi og óskuðum eftir heimild til frekari raf- orkuframleiðslu þar,” sagði Albert K. Sanders, bæjarstjóri í Njarðvíkum og formaður Hitaveitu Suðurnesja, við Dagblaðið. Hitaveitan hefur selt afgangsorku út á rafmagnskerfið undanfarið og hyggst framleiða mciri raforku til sölu. „Við teljum góða möguleika á að framleiða 6 megavött í viðbót. Ef unnið verður hratt í málinu komast viðbótartúrbínurnar í gagnið síðari hluta næsta árs. Kostnaður er lauslega áætlaður 7—800 milljónir króna, en sparnaður á einum vetri gæti orðið nokkuð á annan milljarð. Þctta er augljóslega feikilegur sparnaður fyrir þjóðar- búið,” sagði Albert K. Sanders. Páll Flygenring í iðnaðarráðuneyti sagði að erindi Suðurnesjamanna hefði verið sent Landsvirkjunog Raf- magnsveitum rikisins til umsagnar, enda færu þeir fram á að selja raf- magn inn á veitusvæði sem Lands- virkjun sæi fyrir rafmagni lögum samkvæmt. Landsvirkjun hefur svarað erindinu að hluta og virðist gefa grænt Ijós á 6 megavatta viðbót í Svartsengi. Landsvirkjun vill að orkuframleiðslan geti hafizt strax næsta vetur, enda vandræðaástand í vatnsbúskap og orkuskortur yfirvof- andi. Fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar munu ræða málið frekar. Iðnaðarráðuneytið telur að þessir aðilar eigi að ná samkomulagi um framhaldið. -ARH Hitagildi vamar- liðssorps kannað „Nei. Það er ekki um það að ræða, að varnarliðsmenn séu óánægðir með þátttöku sina í sorpreyðingarstöðinni. Ástæðan til þess að þeir hafa ekki notað stöðina undanfarna daga er sú, að við óskuðum eftir því,” sagði Haraldur Gíslason, framkvæmda- stjóri Sorpeyðingarstöðvar Suður- nesja, er DB spurði hann, hvort rétt væri að varnarliðsmenn væru hættir að keyra sitt rusl i sorpeyðingar- stöðina vegna þess hve dýrt það væri. Haraldur sagði, að í upphafi hefði eingöngu verið keyrt i stöðina rusl frá hernum. Það hefði verið gert til að ftnna hitagildisinnihald sorpsins þvi kostnaðurinn færi eftir hitagildisinni- haldinu. Undanfarna daga hafa varnarliðsmenn síðan hætt að keyra í stöðina til að hægt væri að tlnna hitagildisinnihald þess sorps sent ekki væri frá þeint komið. Haraldur ítiekaði að ekki væri urn neina óánægju varnarliðsins að ræða. Hér væri einungis urn samn- ingsatriði að ræða. - GAJ Skýrsla Þjóðhagsstofnunar i gær varð ekki til að létta brúnina á Gcir Hallgrimssyni og Benedikt Gröndal. Samkvæmt þjóðhagsáætluninni: VERÐBÓLGAN í ÁR 53-55 PRÓSENT — framleiöslan vex en þjóðartekjur minnka Siðust áætlanir benda til, að vísitala framfærslukostnaðar, verðbólgan, hækki um 53—55 prósent frá upphafi til loka ársins í ár, segir í skýrslu um þjóðhagsáætlun, sem Þjóðhagsstofnun hefur unnið og kom fram á Alþingi í gær. Bein og óbein áhrif olíuverðshækk- unarinnar eru talin valda um 10 pró- sentum af þessari auknu verðbólgu. í spá fyrir næsta ár er stuðzt við- stefnuyfirlýsingar framsóknarmanna um kjaramál og því litið upp úr þeim að leggja á þessu stigi, þar sem stjórnin er fallin. Horfur eru á, að framleiðsla þjóðar- innar vaxi um rúmlega tvö prósent í ár. Vegna versnandi viðskiptakjara við út- lönd munu þjóðartekjur hins vegar minnka um nálægt eilt prósent. Tölur um næsta ár benda til, að framleiðslan vaxi um nálægt eitl prósent en þjóðar- lekjur verði nánast óbreyttar. Viðskiplakjörin gagnvart útlöndum eru talin verða 11 —12 prósenl lakari i ár en i fyrra. Óliklegl er talið, að á næsta ári muni hækkun verðlags á út- flultum afurðum gera belur en að vega upp verðhækkun á innflutningi öðrum en olíu. Olíuverðið mun því ráða áfram úrslitum viðskiptakjörin, og er áællað, að þau verði 1980 3—4 prósent lakari en i ár. Kaupmattur kauptaxta verkafólks verður i ár I—2 prósent minni en var í fyrra, þegar reiknað er meðallal yfir árið. Kaupmáttur er talinn munu rýrna á síðasta fjórðungi ársins og verða þá 2—3% undir meðaltali ársins. Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa aukizt ntun meira en ráð var fyrir gert. Erlendar lántökur i ár munu verða um 50 milljarðar. Framvinda rikisfjármála varð óhag- stæð, og er gert ráð fyrir 5—6 milljarða rekstrarhalla hjá ríkinu og 4,5—5 millj- arða greiðsluhalla. - HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.