Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979. MMBUÐW Útgofandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukúr Heigason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. jþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoöorfróttostjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrímur Palsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, AtJi Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreH ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Sföumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsfmi blaðsins er 27022 (10) Ifnur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. ÁskrHtarverð á mánuði kr. 4000. Vatð f lauettsölu kr. 200 eintak'ð. Vörður um báknið Afstaða Alþýðuflokksins til fjár- lagafrumvarps Tómasar Árnasonar fjármálaráðherra er illskárri en afstaða Alþýðubandalags og Framsóknar. Þó er afstaða Alþýðuflokksins lítið virðingarverð. Ágreiningur Alþýðuflokks og Framsóknar nam hálfu prósentustigi af þjóðar- framleiðslunni, eins og Jionum var stillt upp í þann mund sem alþýðuflokksmenn bjuggu sig undir að fara úr stjórninni. Fjárlagafrumvörp hafa jafnan blásið út í meðferð Alþingis, frá því að fjármálaráðherra hefur lagt þau fram og til þess að þau eru endanlega samþykkt. Engin ástæða er til að ætla, að hið sama hefði ekki gerzt nú, hefði vinstri stjórnin setið áfram, þótt Alþýðuflokkurinn hefði eitthvað reynt að malda í móinn. í reyndinni er ekki unnt að halda því fram, að í stefnu Alþýðuflokksins hafi falizt annað og meira en á- framhaldandi viðgangur ríkisbáknsins af sömu stærð og verið hefur. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því í blaði sínu, að ráðherrar Alþýðuflokksins hafi hinn 4. september lagt á það áherzlu, að skatttekjur ríkisins færu ekki fram úr 28—29 prósent af fram- leiðslu þjóðarinnar brúttó. Þessar skatttekjur munu í ár líklega verða rétt innan við 29 prósent af framleiðslunni. í orðalagi ráðherra Alþýðuflokksins í septemberbyrjun fólst því í rauninni ekki tillaga um minnkun skattbyrðarinnar, sem hefur stóraukizt undir vinstri stjórn. Alþýðuflokksmenn komu síðar með tillögur um, að þessi prósenta skyldi verða 28,5. I fjárlagafrum- varpinu telur fjármálaráðherra sig reikna með hlut- fallinu 29 eða hálfu prósenti meira en reiknað var með í hinum síðari tillögum alþýðuflokksmanna. Meðan litlu munaði á afstöðu Framsóknar og krata í septemberbyrjun, var afstaða Alþýðubandalagsins enn forkastanlegri. Alþýðubandalagsmenn létu sér sæma að koma með hverja hækkunartillöguna af annarri, sem auðvitað fól í sér, að skattheimtan yrði enn þyngd á landsmönnum. Við afgreiðslu fjárlaga leggjast þrýstihópar og áhrifamiklir einstaklingar jafnan á fjárveitinganefnd af miklum þunga. „Mikilvægir” stuðningsmenn einstakra þingmanna láta að sér kveða. Einn heimtar þetta og annar hitt. Útkoman hefur jafnan verið, að fjárveitinganefnd og stjórnarflokkar láta undan þrýstingi, fjárlög blása út og rikisreksturinn fer úr skorðum. Alþýðubandalagsmenn liggja flatir fyrir slíkum þrýstingi, enda hafa þeir jafnan lítinn áhuga á að draga úr fjáraustri ríkisins og þar með verðbólgunni. Stjórnmálamenn mega vita, að almenningur í landinu unir ekki þeirri auknu skattpíningu, sem hann hefur orðið að bera hin síðustu ár. Þjóðin vill skera niður ríkisbáknið, þannig að frjálsir einstaklingar hafi úr meira að spila og ráði fremur en pólitíkusar, hvernig tekjum þeirra er varið. Vafalaust er vilji hjá þjóðinni til mikils niður- skurðar ríkisútgjalda. Margir hafa bent á, að slíkan niðurskurð má framkvæma þjóðinni til hagsbóta, án þess að skert sé það, sem kalla má nauðsynlega þjónustu hins opinbera við þá, sem þarfnast raunverulega aðstoðar þess. Alþýðuflokkurinn hafði ekki vit til að bera fram slíka stefnu, áður en hann stofnaði til stjórnarslita Stefna allra vinstri stjórnarflokkanna bar með sér að báknið hefði staðið óskert. fm """ Frakkland: gjöf um fóstur- Less hefur nú verið krafizt að svo verði séð um að scttar verði upp deildir við öll sjúkrahús svo þar megi framkvænia fóslureyðingar sam- kvæmt óskum viðkomandi kvenna. Franska rikisstjórnin mun hafa geftð fyrirheit um að orðið verði við þess- um kröfum samtaka kvenna. Aðrar kröl'ur samtaka kvenna og vinsti i-inna eru taldar eiga sér þyngri braut til að ná fram að ganga. Má þar á meðal nefna kröfur unt lengingu á þeim tíma sem liðinn má vera frá getnaði þar til lostureyðing er ekki lengur heirnil án annarra skil- yrða en óskar hinnar þunguðu konu. Samkvæmt lögunum frá 1974 eru þetta nú liu vikur. Einnig vilja margir að stulkut undir lögaldri þurfi skrif- lega heimtld frá foreldrum sínunt eða forráðamönnum. Samkvæntt núgild- andi lögum er aðeins konum sem bú- settar hafa verið i Frakklandi i að í það minnsta þrjá mánuði heimilað að krefjast fóstureyðingar. Frönsk kvennahreyfing vill að öllum konum verði heimilaðar fóstureyðingar inn- eyðingar á ný —spurningin hvort f ramlengja eigi lögin f rá 1974 verður brátt lögð fyrir franska þingið Franskar konur fengu mjög aukin réttindi hinn 24. október árið 1974 þegar hin svonefndu Veillög voru samþykkt á þingi landsins. Lögin sem nefnd voru eftir þáverandi heil- brigðismálaráðherra, Simone Veil, til hægri í stjórnmálum hafa krafizt þess að dregið væri úr heimildum kvenna til fóstureyðinga. Kvenna- samtök og vinstri sinnar í pólitíkinni og verkalýðsbaráttunni hafa aftur á móti viljað ganga enn lengra í frjáls- ræðisátt en gert er ráð fyrir i lögun- um frá 1974. Samtök kvenna sem beita sér fyrir frjálsari löggjöf hafa meðal annars bent á að enn hafi lögin ekki náð nema til takmarkaðs hóps i þjóð- félaginu. Bæði er sagt að upplýsingar um lögin séu ekki fyrirliggjandi nærri nógu víða og einnig að ekki séu nægi- leg tækifæri til að fá viðeigandi læknisaðgerðir framkvæmdar. Hið síðarnefnda er að sögn vegna heim- ildar i l'óstureyðingarlögunum til lækna að þeir megi neita að fram- kvæma slíkar aðgerðir ef samvizka þeirra bjóði þeim. Deilurumlög- vcittu frönskumkonum aukin réttindi varðandi fóstureyðingar. Samkvæmt hinum nýju lögum mátti hver sú kona sem taldi sig í nauðum stadda krefj- ast fóstureyðingar, að vísu með viss- um takmörkunum. l.ögin voru samþykkt og gcngu i gildi árið 1974 með því fororði að þau giltu til reynslu i fimm ár. Ríkis- stjórnin franska hefur nýlega ákveðið að leggja til að fóstureyðingalöggjöf- in skuli verða afgreidd óbreytt. Reynslán af lögunum frá 1974 þykir ekki gefa ástæðu til neinna breytinga. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur þó vakið aftur upp deilurnar um fóstureyðingar í Frakklandi og að vonum sýnis sitt hverjum. Kaþólska kirkjan krefst afnáms laganna frá 1974 en þau hefur hún ávallt fordæmt eins og aðrar kaþólskar kirkjudeildir. Ýmsir hópar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.