Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979. 121 1 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Úrslitaleikur Reykjanesmótsins Á sunnudag leika FH og Haukar í Rcykjancs- mótinu i handknattlcik og mó segja að viðureign þeirra sé hreinn úrslitaleikur í mótinu. Haukar hafa unnið alla leiki sína til þessa en FH hefur tapað einu stigi. Leikur liðanna mun hefjast um kl. 17 en á undan eru tveir leikir. Kl. 15 leika Grindavík og FH í kvennaflokki og þá Haukar og Breiöablik, einnig í kvennaflokki. Haustmót blakdeildar Þróttar Haustmótiö er í ár á vegum blakdeildar Þróttar. Deildin á 5 ára afmæli og félagið á einnig stórt afmæli, 30 ára afmæli. Beztu afmælisóskir frá blakinu Þróttur. Þátttaka í afmælismótinu tilkynnist Guömundi E. Pálssyni, síma 81185, fyrir 20. okt. Keppt verður í öllum flokkum þar sem tvö eða fleiri félög tilkynna þátttöku. Þátttökugjaldið verður kr. 15.000.- í eidri flokkum cn 5.000.- í yngri flokkum. Afstaða verður tekin lil fyrirkomulags mótsins þegar þátttaka liggur fyrir, en verðiaunapeningar verða veittir fyrir sigur í hverjum flokki. Skora á alla íhálfleik í hálflcik á leik KR og ÍS í úrvalsdeildinni á sunnu- dag munu svertingjarnir í KR þeir Marvin Jackson og Dakarsta Webster skora á alla að keppa við sig í „dunking". Fyrir þá, sem ekki vita hvað það þýðir, er hér átt við að „troða” í körfuna með sem mestum tilþrifum. Vildu þeir félagar koma þeim skilaboðum til hinna útlendinganna að þeir mættu og sýndu hvað þeir gætu. Nú er bara að sjá hvort þeir kappar Dwyer, Christensen, Shous og fleiri þora að mæta og sýna sig í hálflcik. Hvort sem þeir mæta eður ei er enginn vafi á að þeir félagar munu bregða á leik og gefst áhorfendum þá kostur á að sjá til Jackson í ham. ÍS og Þróttur unnu örugglega Reykjavikurmótið i blaki hófst á miövikudaginn og voru þá ieiknir þrír leikir. Fyrst sigraði ÍS Víking í kvennaflokki 3—0. Hrinurnar fóru þannig: 15—7 15—3 og 15—2. Á eftir þcim leik léku karlalið sömu, félaga og sigraði ÍS 3—1. Fyrsti hrinuna unnu Stúdentar 15—11 og þá næstu 15—8. Víkingur vann þá þriðju 15—9 en ÍS tók sig síðan á og burstaöi Víking 15—3 í þeirri fjórðu. Þá lentu Þróttarar í hálfgeröu basli með Fram á köflum en sigruðu engu að síður 3—0. Fyrsta hrinan fór 15—2, önnur 16—14 og þriðja 15—7. Næstu lcikir í mótinu verða á fimmtudaginn í næstu viku og hefst keppni kl. 18.30. Hiti íhand- boltadómurum — sem efna til fundar á laugardag HKDR — Handknattleiksdómarafélag Reykja- víkur — efnir til fundar að Hótel Esju, 2. hæð á laugardagsmorgun kl. 11 — 13. október. Aðalefni fundarins verður „boösmiðamálið” en það mun talsvert hitamál hjá dómurum nú. Afmælishóf UMFKaðStapa Ungmennafélag Keflavjkur er fimmtiu ára á þessu ári. í því tilefni verður efnt til afmælishófs í Stapa á laugardag, 13. október, og hefst það með boröhaldi kl. 19. —ein af mörgum fleygum setningum, sem f ram komu á blaðamannaf undi hjá körfuknattleiksdeild KR ígær „Vá maöur, vatnið ykkar er alveg frábært. Svei mér ef ég tek ekki eitt- 'hvað með mér heim aftur,” sagði Dakarsta Webster á blaðamanna- fundi, sem körfuknattleiksdeild KR boðaði til í gærdag. Þessi setning ásamt mörgum öðrum frá þeim félögum Webster og Marvin Jackson á vafalítið eftir að verða fleyg á meðal iþróttafréttaritara blaðanna í vetur. Þeir Webster og Jackson voru oft æði kostulegir í tilsvörum en tilefni fundar- ins var að tilkynna það að þeir yrðu báðir meö í Evrópuleiknum svo og það að KR hygðist reyna að gera allt, sem i valdi þess stæði til að hafa Webster áfram hjá sér sem unglingaþjálfara. Jackson mun hins vegar leika með liðinu i úrvalsdeildinni í vetur. Hann er enn ekki löglegur og mun því missa af tveimur fyrstu leikjunum með KR. Jón Sigurðsson hefur náð sér af meiðslum sínum og er reiöubúinn í slaginn strax um helgina. „Komi Evrópuleikirnir vel út fyrir ökkur fjárhagslega er það engin spurning að við munum reyna að halda i Webster sem unglingaþjálfara. Hann er einstaklega vel liðinn á meðal unglinganna og hefur sérstakt lag á þeim,” sagði Helgi Ágústsson. „Það er engum blöðum um það að fletta að það þarf mjög sérstakan einstakling, sem á að þjálfa og leika með úrvalsdeildarliði og gera hvort tveggja vel,” sagði Einar Bollason á fundinum i gær. „Því er ekki að leyna að Webster er ekki sá sóknarmaður sem við vonuðumst eftir en hann er sterkur varnarmaður — það fer ekki á Imilli mála. Við þurfum hins vegar jnauðsynlega á manni að halda, sem getur skorað grimmt lika'og því varð Ustaverk á Laugar- dalsvelli Nú í vikunni hefur verið unnið að því að koma fyrir listaverkum eftir Sigrúnu og Gest Þorgrímsson við norðurinn- ganginn á Laugardalsvelli. Hörður Ijósmyndari DB átti þar leið framhjá á jmiðvikudag og tók þá myndina hér að neðan. það úr að Jackson leikur með okkur i vetur en ég hlakka til að sjá þá félaga saman í leik í Höllinni í lok þessa mánaðar.” Það verður vafalítið gaman að sjá til þeirra Jackson og Webster saman. Webster getur þá einbeitt sér að vörn- inni og Jackson séð um að skora, eins og einhverjum varð að orði í gær. „Vá maður,” sagði Websterog hristi höfuðið. „Þetta er alvegótrúlegt. Éger bara búinn að vera hér i 6 vikur eða svo og ég er strax orðinn gallharður KR- ingur. Ég verð alltaf KR-ingur i mér á meðan ég lifi. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég ferðast út úr Bandaríkjunum og ég mun þakka KR fyrir það alltaf að gefa mér það tækifæri sem ég hef feng- ið. Allir hafa verið frábærir við mig og ég hef einungis kynnzt góðu fólki hér á landi. Ég hef alveg sætt mig við á- kvörðun KR um að taka Jackson fram- yfir mig sem leikmann. Hann er mun betri alhliða leikmaður en ég. Ég skil á- kvörðun KR mjög vel. Auðvitað er ég vonsvikinn en ég er KR-ingur og ber hag félagsins við brjósti. Evrópukeppn- in? Við vinnum hana og allar aðrar keppnir i vetur,” sagði Dakarsta Webster og brosti út að eyrum. , Fram til þessa hafði farið lítið fyrir Jackson á fundinum en um leið og hann komst á skrið voru þeir félagar hreint út sagt óstöðvandi í sameiningu og skipti þá litlu máli hvort rætt var um körfubolta, íslenzka vatnið, lögreglu- þjónana sem engar byssur hefðu eða þá stelpurnar í Hollywood. „Mér finnst það alveg undarlegt að sjá að löggurnar hérna skuli ekki bera byssur,” sagði Jackson. „Heima i Houston í Texas getur maður ekki gengið óhultur um göturnar á nóttunni og varla á daginn heldur. Allir eiga byssu heima i Bandarikjunum og það er eins gott. Alls kyns lýður ræðst á mann af engu tilefni. En mér finnst það kostulegt að sjá allar löggurnar hér byssulausar.” „Vá maður, þessi stelpa þarna í Hollywood um daginn,” sagði Webster upp úr hálfs manns hljóði og hristi höfuðið. „Já, kvenfólkið ykkar er einstaklega fallegt,” sagði Jackson „Auk þess eru allir hér svo heilbrigðir aðsjá hjá ykkur." Talið barst að getu annarra erlendra leikmanna hérlendis og vildi Jackson ekki tjá sig um þá og fannst það í raun vetur. ástæðulaust. Ég efast ekki um getu mína en KR leikur „teamball” í vetur. Þaðá ekki allt að byggjast upp á einum leikmanni. Það eru fimm menn inn á hverju sinni og hlutirnirn ganga ekki upp nema allir séu samhentir en ég læt mitt ekki eftir liggja.” „Vá maður, ég get varla beðið eftir leiknum við þetta franska lið,” sagði Webster. „We’ll beat ’em. We’ can beat ’em”.” Greinilegt var á ummælum þessara Bandaríkjamanna að þeir gera sér enga grein fyrir því að körfuknattleikur er spilaður víðar en í Bandarikjunum því það var ekkert mál í þeirra augum að vinna Evrópubikarinn. Það er þó inæsta víst að það hugarfar á eftir að koma að góðu gagni þvi þeir tveir sam-! an með KR-liðið á bak við sig telja sig geta boðið hverjum sem er byrginn. „Ég ætla mér að blokka a.m.k. 20 skot,” sagði Webster og það var greini- legt að þeir iðuðu báðir í skinninu eftir þvi að fá að taka á mótherjum sinum. Að öllum líkindum verður leikur KR og frönsku bikarmeistaranna, Caen, eini leikurinn, sem þeir leika saman hér- lendis og ekki er að efa að fjölmenni mun koma til að sjá þá með KR”. „Vá maður, vatnið ykkar” DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. ÓKTÓBER 1979. 17 íþróttir Íþróttir íþróttir íþróttir ÚRVALSDEILDIN Á FULLA FERÐ fyrsta umferðin veröur leikin um helgina Um helgina hefst úrvalsdeildin í körfuknattleik og eru körfuknattleiks- unnendur, sem fer ört fjölgandi, vafa- lítið orðnir langeygir eftir spennandi leikjum, sem einkenndu hana í fyrra. Heil umferð verður leikin á morgun og á sunnudag og í raun er ákaflega erfitt að gera sér raunhæfa grein fyrir hvaða lið muni koma bezt út úr vetrinum. KR-ingar virðast hafa mestu breiddina og það kann að ríða baggamuninn þeg- ar upp veröur staðið í vor. Víst er þó að ekkert liðanna lætur sinn hlut átaka- laust og stefnir allt í að keppnin i vetur verði enn jafnari en í fyrra því öll iiðin viröast geta hirt stig hvert af öðru. Nokkrar getgátur hafa verið uppi um styrkleika Marvin Jackson, sem mun leika með KR i úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur enn ekki leikið opinberlega en þeir sem séð hafa til hans á æfingum haida vart vatni fyrir hrifningu. Á blaðamannafundi KR- inganna í gær tók Jón Sigurðsson af skariö er hann sagði um Jackson: „Hann er sá bezti sem hefur komið hingað til lands. Fram til þessa hefur Jimmy Rogers, sem ég lék með hjá Ármanni, verið sá bezti i mínum augum, en það er ekki hægt að ganga Fyrstu leikirnir verða leikir UMFN og ÍR í „ljónagryfjunni” í Njarðvík og Vals og Fram í Hagaskólanum kl. 14 á morgun. Njarðvikingar eru spurninga- merkið í ár. Þeir hafa á undanförnum árum alltaf verið í toppbaráttunni án þess að hafa náð að sigra. Á síðasta vetri misstu þeir tvær af sínum styrk- ustu stoðum. Þorsteinn Bjanason hélt til Belgíu í atvinnumennsku í knatt- spyrnu og í lok tímabilsins gekk Geir Þorsteinsson yfir í KR. Þetta er mikil blóðtaka fyrir lið, sem byggir mikið til á leikmönnum úr sínum heimabæ. Ted Bee mun þjálfa og leika með liðinu en hann er Njarðvíkingum að góðu framhjá þeirri staðreynd að Jackson er betri leikmaöur á allan hátt. Hraði hans er með ólíkindum svo og snerpan. Stökkkrafturinn er slíkur að það jaðrar við að maður sjái undir iljarnar á honum í hvert skipti sem hann stekkur upp.” Það má geta þess hér i lokin að þeir Jackson og Rogers voru og eru góðir vinir en hafa ekki hitzt lengi. Þeir léku körfubolta saman í skóla en það var greinilegt að Jackson vissi ekki að Rogers hafði leikið hér fyrir 4 árum síðan. kunnur frá í fyrra. Ákaflega sterkur varnarmaður. Hæpið er að Njarðvík blandi sér í toppbaráttuna, en í raun er illgerlegt að spá um slíkt fyrirfram. ÍR-ingar hafa nú fengið Mark Christensen til liðs við sig í stað Paul Stewart, sem lék með þeim í fyrra. Það eru góð skipti fyrir ÍR-ingana, því Mark er mun sterkari leikmaður en nokkurn tíma Stewart. Að auki hafa ÍR-ingar fengið Jón Indriðason í sinar raðir. í fyrra bar nokkuð á mannfæð hjá ÍR en liðið á mjög gott 5 manna lið. Skiptimenn eru hins vegar nokkuð fáir en liðið er reynslunni ríkara. ÍR gæti auðveldlea blandað sér i toppbaráttuna. Leikur Fram og Vals ætti einnig að bjóða upp á mikla spennu. Viðureign þessara liða í Reykjavíkurmótinu varð reyndar einstefna að miklu leyti og Valur vann með yfirburðum. Það var hins vegar langslakasti leikur Fram í mótinu og liðið sýndi að það styrkist með hverjum leik. John Johnson er með Fram eins og í fyrra. Styrkleiki liðsins og jafnframt veikleiki þess felst mjög í Johnson. Hann á oft stórleiki með liði sínu og hvetur menn sína áfram en hann á það líka til að fara í fýlu og draga aðra leikmenn niður á sama plan. Það gerðist t.d. gegn ÍR í Reykjavíkurmótinu og í raun má segja að hann hafi tapað þeim leik með hugarfari sínu og framkomu gagn- vart öðrum leikmönnum liðsins. Simon Ólafsson er að öðrum ólöstuðum sterkasti maður Fram-liðsins. Fyrstu leikirnir í vetur koma til með að marka stefnu Fram í vetur. Valsmenn mæta til leiks sem nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar. Þeir unnu mótið næsta auðveldlega og ;sýndu oft á tíðum góðan körfubolta. Þeirhafa Tim Dwyer eins og i fyrra og nokkurn veginn sama mannskapinn. Að öllu forfallalausu munu Valsmenn verða i toppbaráttunni en liðið virðist ekki hafa míkla breidd. Sömu 5 mennirnir eru alltaf inn á og það kanna að koma liðinu í koll í vetur. Á sunnudaginn leika svo KR og ÍS í Hagaskólanum kl. 14. KR-ingar unnu báða bikarana í fyrra, þ.e. íslands- bikarinn og Bikarkeppni KKSÍ. í haust hefur gengi liðsins verið upp og ofan og JýR tapaði leikjun sínum gegn Fram og Val I Reykjavíkurmótinu og vann að auki mjög nauman sigur á ÍS. Ekki má gleyma því að KR var án Jóns Sigurðssonar í báðum tapleikjunum og hann er nú kominn á fulla ferð. Ágúst Líndal og Geir Þorsteinsson komu báðir vel út úr Reykjavíkurmótinu og yngri mennirnir í Iiðinu lofa góðu, t.d. Eiríkur, Garðar og Arni. KR ætti þvi ekki að hafa áhyggjur af mann- skapnum og það kemur stórlega á óvart ef KR verður ekki í öðru af tveimur efstu sætunum. ÍS var lengst af í baráttu við Þór, Akureyri um fallið i fyrra og hafði betur á endanum. Ekkert nema fall í vetur virtist blasa við liðinu en í Reykjavíkurmótinu sýndu stúdentarnir það að þeir standa hinum liðunum lítið að baki. Trent Smock er nú i mun betri æfingu en i fyrra og skorar grimmt fyrir utan. Gísli Gíslason kom sérlega vel út úr Reykjavikurmótinu og drífur liðið áfram með krafti sinum. Úthalds- leysi virtist há ÍS talsvert í haustleikjun- um enda liðsmennirnir flestir komnir að efri mörkum ferils síns. Endurnýj- un i liðinu er sáralítil og „bekkurinn” ekki sterkur. Liðið ætti að spjara sig þótt róðurinn verði þungur. Léttur sigur hjá Frökkum Frakkar sigruðu Bandarikjamenn 3—0 í vináttulandsleik í knattspyrnu í París i gærkvöldi. Frakkarnir hófu leikinn með látum og strax á 6. mínútu skoraði Platini. Wagner bætti öðru marki við á 18. mínútu og þriðja markið kom á 24. mínútu og var það Platini sem skoraði. Bandarikjamenn- irnir tóku þá upp á því að pakka í vörnina og héldu hreinu það sem eftir var. I fyrra sigruðu Frakkar Banda- ríkjamenn 6—0 í New York. Osgood til Derby County Derby County keypti fyrir stuttu ntiðvörðinn Keith Osgood frá Coventry fyrir 150.000 pund. Osgood var keyptur til Coventry frá Tottenham fyrir drjúgan skilding en náði aldrei almennilega að festa sig i sessi þar. Colin Addison vonast til að Osgood geti þétt lcka vörn hjá sér. Byrjunin hefur verið góð því Derby hefur ekki fengið á sig mark í þeim tveimur leikjum sem Osgood hefur leikið. „Jackson slær Rogers út” segir Jón Sigurðsson um nýja KR-inginn IBR UTSKYRIR SINN MALSTAD Vegna greinar í heiðruðu blaði yðar hinn 10. október varðandi niðurröðun leikja í væntanlegu íslandsmóti í körfu- knattleik í Reykjavík, viljum vér vekja athygli á eftirfarandi: Þegar íþróttahús Hagaskólans tók til starfa i janúar 1976 voru allir leikir íþróttafélaganna í Reykjavík í körfu- knattleik fluttir í þaö hús. Þar var einnig komið fyrir æfingum velflestra meistaraflokksliða félaganna í körfu- knattleik, að I.R. undanskildu, þar sem það félag vildi halda sig við Breiðholt- ið. Eftir fyrsta veturinn var af skólans hálfu lagt blátt bann við æfingum og keppni í handknattleik i húsinu, sem vegna stærðar gólflatarins tók við nokkrum fjölda leikkvölda í yngri flokka mótum handknattleiksins. Þá var fariö að gæta nokkurra þrengsla varðandi mót í Laugardalshöllinni. varðandi körfu- af þrenns konar er 18x33 m en í körfuknattleik er Þessi ráðstöfun knattleikinn stafaði orsökum: 1. Stærð salar keppnisvöllur 14 x 28 m. 2. Áhorfendarými var vel við hæfi, þar sem meðalaðsókn að 1. deild- inni í körfuknattleik var 1976— 1977: 40.3 og 1977—1978: 89.2 greiðandi áhorfendur. 3. Minnsta afnotagjald var 50% af fengið inni með 50% sinna æfinga- stunda miðað við stundaskrá, en i reynd hefur þessi úthlutun æfinga- stunda verið skorin niður með keppnis- kvöldum um ca. 35—70% eftir dögum. T.d. síðasta vetur 1978—1979 féllu niður æfingar 10 föstudagskvöld af 28, en i 17 skipti varð að fella niður æfingar á þriðjudögum, miðvikudög- um og fimmtudögum. Alla laugardaga kl. 15.30—19.30 og alla sunnudaga frá kl. 14.00—23.00 var keppni í ýmsum íþróttagreinum í Laugardalshöll, að verulegu leyti á vegum handknattleiks- ins. Á síðasta keppnistímabili sótti stjórn Körfuknattleikssambands íslands um alla heimaleiki Í.R., K.R. og Vals í íþróttahúsi Hagaskólans, og tók jafn- framt fram, að hún mæltist til þess, að þessir leikir „hefðu algeran forgang”, þá liklega fram yfir blakíþróttina, sem er eini sambýlisaðili körfuknattleiksins í íþróttahúsi Hagaskólans. Aðsókn að leikjum i úrvalsdeild K.K.Í. framan af vetrinum 1978—1979 var sæmileg, en jókst stöðugt og er húsið fylltist á leik hinn 28. janúar 1979 milli K.R. og Vals, voru 4 leikir fluttir í Laugardals- höll, enda þá komin mikil baráttu- stemmning i úrvalsdeildinni milli K.R., Vals og U.M.F.N. Aðsókn að leikjum Úrvalsdeildar K.K.Í. í Reykjavík sl. vetur: 18. nóv. Í.R. — U.M.F.N. 238 aðsóknar svipuð og á síðasta vetri, yrði í. des. Í.R. — Valur 107 óhjákvæmilegt að endurskoða þessa 10. des. K.R. — Valur 318 niðurröðun, enda engum greiði gerður 14. des. Valur — U.M.F.N. 229 með þvi að yfirfylla Hagaskólahúsið. Á 17. des. K.R. —Þór.Ak. 109 hinn bóginn er ekki unnt að sjá nokkra 4. jan. K.R. — Í.R. 177 sanngirni í þvi að staðsetja strax leiki 7. jan. K.R. — í. Stúdenta 100 K.R. og Vals gegn Í.R. og Fram í 13.jan. Í.R.— Stúdentar 69 Laugardalshöllinni, en láta heimaleiki 21. jan. Í.R. — Stúdentar 69 Í.R. og Fram gegn K.R. og Val sitja 25.jan. Valur — Stúdentar 82 eftir í Hagaskólanum, þót allt bendi til 26. jan. Í.R. — Þór, Ak. 33 þess að það skipti ekki hinu minnsta 28.jan. Valur — K.R. 469 máli varðandi aðsókn, hvaða lið er 3. febr. K.R. — Í.R. 132 talið á undan í innbyrðis leikjum 5. febr. K.R. — U.M.F.N. (Höllinni) 712 Reykjavíkurfélaganna. 17. febr. Í.R. — U.M.F.N. 111 Á þessu hausti höfum vér rætt um 24. febr. Í.R. — K.R. 186; möguleika þess að taka Laugardals- 26. febr. Valur— Stúdentar 103 höllina úr notkun sem æfingahús og 4. marz Í.R. — Valur 129 koma öllum mótum og leikjum í hand- 12. marz K.R. — Valur 688 (Höllinni) knattleik, körfuknattleik, blaki og 17. marz K.R. — Þór.Ak 118 innanhússknattspyrnu þar fyrir og fylla 19. marz. Valur— U.M.F.N. (Höllinni) 1195 allar helgar í íþróttahúsi Hagaskólans með æfingum eins og gert er í öðrum 23. marz Valur — Þór, Ak 74 æfingasölum af sömu stærð. Þetta lágmarksgjaldi Laugardálshailar. 14i okt. Valur—Þór, Ak 94 manns 15. okt. K.R. — Stúdentar 278 Á hinn bóginn er Laugardalshöllin. 21. okt. Valur — Í.R. 53 með20x40 m keppnisgólfi, sem er lög- 22. okt. K.R. — U.M.F.N. 364 leg vallarstærð fyrir handknattleik og 29. okt. Í.R. — Í . Stúdenta 104 er eina íþróttahúsið i Reykjavík með 3. nóv. Í.R. - Þór, Ak. 34 þeirri stærð. Þar hafa meistaraflokkar 5. nóv. Valur — K.R. 288 Reykjavíkurfélaganna í handknattleik 9. nóv. K.R. — Í.R. 234 29. marz K.R. — Valur 2488 (Höllinni) Það skal tekið fram, að Laugardals- höllin rúmar upp undir 3000 manns, en í öll þessi skipti má bæta við óþekktum fjölda frikorta. Þegar gengið var frá skiptingu leik- kvölda fyrir körfuknattleiksmót íslands 1979—1980, bar niðurröðunar- aðili K.K.Í. á milli þá ósk frá K.R. og Val, að fá alla 20 heimaleiki þeirra færða i Laugardalshöll, en þessi tala lækkaði vegna hagræðingar hans í niðurröðun í 17 leiki. Við athugun á þróun aðsóknar á síðasta vetri, var ákveðið, að allir leikir innbyrðis milli K.R. og Vals færu í Höllina og einnig 4 leikir þessara félagagegn U.M.F.N. Þá var það undirstrikað, að yrði þróun myndi þýða, að handknattleiksdeildir félaganna i Reykjavík yrðu að leita að Brúarlandi eða suður i Hafnarfjörð eftir æfingasölum af sömu stærð, siðan yrðu einstaka tímar lausir í Laugardalshöll auglýstir fyrir tilfall- andi æfingar. Þá mundu að sjálfsögðu körfuknattleiksdeildirnar hafa frið með sínar æfingastundir í Hagaskóla, en hverjir mundu hugsanlega skipa sér í biðröðina eftir lausum æfingastundum í Laugardalshöll, jafnvel þótt þeir hefðu eigin æfingahús? í Laugardalshöll eru öll virk kvöld, sem kæmu til greina til afnota fyrir leiki úrvalsdeildar í körfuknattleik, áskipuð með æfingum, eingöngú eða að langmestu leyti á vegum handknatt- leiksins. Ef reynslan sýnir, að það er rétt sem stjórn K.K.Í. gerir ráð fyrir, sem sé að aðsókn muni verða miklu meiri að íslandsmótinu en áður, verður nauðsynlegt að grípa til sömu ráða og' gert var s.l. vetur, að flytja fyrirsjáanlega stórleiki inn í Laugar- dalshöll. Mun það gert, ef þessar for- -sendur haldast. Það er hinsvegar óhjá- ikvæmilegt að nota þá tíma, sem þannig jfalla niður i Hagaskóla undir æfingar þeirra handknattleiksdeilda sem missa æfingar i Laugardalshöllinni. Þar kemur til kasta fræðsluyfirvalda Reykjavíkur en ekki Í.B.R. enda hefur stjórn Í.B.R. aldrei fallizt á þær rök- semdir, sem leiddu til þess að hand- knattleiknum var úthýst úr íþróttahúsi Hagaskólans. í hvert sinn, sem nýtt iþróttahús hefur verið tekið í notkun hér i Reykja- vík, hefur heyrzt, að nú væru leyst vandamál félaganna varðandi æfingar, en nærri jafnóðum hafa íþróttafélögin vegna aukinnar þátttöku verið í sömu vandræðunum aftur vegna skorts á aðstöðu til æfinga og keppni. Með tilkomu íþróttahúss Hagaskóla var talið að vel væri fyrir körfuknattleikn- um séð, a.m.k. um nokkurn tíma, en núverandi umræður sanna áþreifan- lega, að vegur þessarar ágætu íþrótta- greinar hefur vaxið miklu hraðar en nokkurn gat grunað eða gert ráð fyrir. Nú liggja á teikniborðum borgarinnar drög að nýju íþróttahúsi í Breiðholti II, 20 x 40 m með áhorfendarými fyrir 1000—1200 manns. Það er Ijóst, að þessi salur þarf að komast í gagnið sem fyrst, en fyrirsjáanlegt er, að nú þegar væri hægt að fylla hann með verk- efnum hvert kvöld. Virðingarfyllst, íþróttabandalag Reykjuvíkur Mntzadnrytuw- modem day bounty tiunter. wm HtsMsinusnwws. wq Með hnúum og hnefum Þrumuspennandi, glæný, bandarísk hasar- mynd af 1. gráðu um sérþjálfaða leitarmenn sem verðir laganna senda út af örkinni í leit að forhertum glœpamönnum, sem þeim tekst ekki sjálfum áð handsama. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.