Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. OKTÖBER 1979. (i 27 Útvarp Sjónvarp i ^ r Kermit og ungfrú Svinka gera m.a. heimsins lýðum Ijóst hvernig kærleikslífi þeirra er háttað í kvikmyndinni um Prúðu leik- PRÚÐU LQKARARNIR - sjónvarp kl. 20.40: HAFA LAGT HEIMINN AÐ FÓTUM SÉR —með nýju kvikmyndinni sinni sem verður sýnd hér bráðlega Prúðu leikararnir eru á skjánum í kvöld kl. 20.40 og að þessu sinni er það gamanleikarinn góðkunni Danny Kay sem er gestur leikbrúðanna. Nú er kvikmynd þeirra Prúðu leikara sýnd við metaðsókn víða um heim. Hún segir frá er Kermit er á leið til Hollywood, hvernig hann hittir Svínku og alla hina á leiðinni. Kermit ákvað að fara til Hollywood til að verða frægur og á leiðinni hittir hann marga fræga leikara m.a. Milton Berle, James Coburn, Elliott Gould, Bob Hope, Madeline Kalm, Cloris Leachman, Telly Savalas (Kojak), Mel Brooks, Orson Welles og Paul Williams sem samið hefur tónlistina í myndinni. Síðan hittir Kermit fyrst Fossa sem hent er út af bar. Svinka bókstaflega fellur fyrir Kermit, Gunnsi og Kamiila falla eiginlega bara niður af h'r"num. Hrólfur kemur með sem píanist'. dr. V KASTUÓS—sjónvarp kl.21.05: Tönn, Dýri og hljómsveitin koma út úr járnbrautarlest. Þá eru allir komnir og Prúðu leikararnir orðnir til, til að leika í kvikmynd. Þessa bráðskemmtilegu mynd fáum við síðan að sjá á næstunni í Regn- boganum. Á meðan getum við horft á sjónvarpsþættina og er enginn svikinn af þeim. Þátturinn er tuttugu mínútna langur og þýðandi er' þrándur Thor- oddsen. -ELA. __________________________________) ----------------------------------\ HVAÐ ER FRAMUNDAN í STJÓRNMÁLUM? ,,Því er fljótsvarað,” sagði Helgi E. Helgason aðspurður um hvaða innlent málefni hann taki fyrir i Kastljósi i kvöldkl. 21.05. ,,Ég mun fjalla um óvissuna í stjórn- málum, stjórnarslit og horfur framundan í þeim efnum,” sagði Helgi. ..Þátturinn er mikið kvikmynd- aður en einnig tekinn upp i stúdíói. Ég geri ráð fyrir að flokksforingjar verði spurðir um horfur framundan. Einnig mun ég ræða við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra. Ýmsir þingmenn verða teknir tali og einnig fólk á förnum vegi,” sagði Helgi. Eins og gera mátti ráð fyrir verður Kastljós eingöngu helgað stjórnmálum enda ekki svo lítið að gerast í þeim þessa dagana. Bara að stöðurnar verði nú ekki breyttar i kvöld er þátturinn verður sendur út. Helga fréttamanni verða til aðstoðar í þættinum blaðamennirnir ÁlfheijW Ingadóttir á Þjóðviljanum og Sæmundur Guðvinsson á Vísi. Þáttur- inn er klukkustundar langur.' -ELA. Forsetahjónin dr. Krístján Eldjárn og Halldóra. Myndin var tekin við setningu Alþingis i Dómkirkjunni síðastliðinn miðvikudag. Hvort forsetinn er að hugsa um horfur framundan i stjórnmálum skal ósagt. Helgi E. Helgason fréttamaður mun alltént taka það mál í sínar hendur í Kastljósi i kvöld. V. ) Borgarstrætin—sjénvarp kl. 22.05: Fimmtug sakamálamynd —með frægum leikurum Gary Cooper er aðalleikari biómyndar kvöldsins. Þar fer hann með hlutverk ungs Texasbúa sem kemur til New York í atvinnuleit. Enn eina forna mynd fáum við að berja augum í sjónvarpi i kvöld. Sú nefnist Borgarstrætin (City Streets) og er hvorki meira né minna en frá árinu 1931 eða komin á fimmtugsaldurinn. Það hvarflar að manni að sjónvarpið hafi keypt heilan „pakka” af gömlum myndum á „sanngjörnu verði". Að minnsta kosti hafa þær verið algengar upp ásíðkastið. Þessi mynd, sem að sjálfsögðu er i svart-hvítu, segir frá ungum manni frá Texas. Hann heimsækir stórborgina New York og ákveður að leita sér að at- vinnu. Hann verður vitaskuld ástfang- inn upp fyrir haus af ungri stúlku. Stúlkan er í tengslum við alræmdan bófafiokk og til að bjarga elskunni sinni frá bófunum gengur hann sjálfur i flokkinn. Ágætis leikarar eru i myndinni s.s. Gary Cooper og Sylvia Sidney. Bæði komust þau á stjörnutoppinn i gamla daga. Sylvia Sidney fæddist árið l91(kog var mjög vinsæl leikkona i kringum V_____________________________________ 1930. Upphaflegt nafn hennar var Sophia Dosow. Hún var bráðfafleg á sinum ungu árum og hefur leikið í all- mörgum i! '•"m. Það var þó^ekki fyrr en hún nc aftur til hvit^ tjaldsins eftir tuttugu 'a hlé að hún fékk út- nefningu til " karsverðlauna-. Það var fyrir aukahlutverk i myndinni Summer Wishes, Winter Dreams, sem gerð var árið 1973. Gary Cooper er óþarft að kynna fyrir konum sem komnar eru yfir miðjan aldur þvi hann var eitt af átrúnaðargoðum sins tíma 'íarv Cooper hefur tvisvar fengið i. ars- verðlaun og einu sinni fengið irand Prix verðlaunin í Cannes. Gary Cooper lék í yfir 80 myndum og hafa margar þeirra verið mjög vinsælar. Gary Cooper lézt úr krabbameini árið 1 % I. Sýningartimi myndarinnar er ein klukkustund og tuttugu minútur. Kvik- myndahandbók okkar gleymir alveg að minnast á þessa mynd svo við þorum engu að lofa um gæði hennar. Þýðandi er Jón Thor Haraldsson. -F.LA. ___________________________________; Hjúkrunarfræðingar Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings við Heiisu- gæslustöðina Asparfelli 12, Reykjavík. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 75100. Umsóknir sendist ráðuneytinu ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 9. október 1979.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.