Dagblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 1
5. ARG. — LAUGARDAGUR13. OKTÓBER 1979 — 225. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. ALGLÝSINGAROG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Skólatannlæknarnir gull- tryggdir fyrir eftiriiti - tvnaðartannlæknirboðarkomusínameðgóðumfynrvara og tannlæknirinn áfullukaupimeöan„eftiriitið"ferfram —sjábls.6 Áfímmtafiúsund íslenzkirgjaideyris- reikningar: 5% gjaldeyr- isforðans dregin undan koddanum? — sjábls.7 Allir með rykgrímur við útskipun kísilgurs -sjábls.7 . . . og svo vckjum vifl athygli á því að löglegir sjússamælar á veit- ingahúsum eru svona i laginu. . . þeir algengustu. Mælarnir eru ekki löggiltir nema með áletrun Löggildingastofunnar. Ungfrú Hollywood og Laddi íveiðiferð Eyjapeyjar í rómantískum hugleiðingum eru meðalþeirra semfram koma i íslenzku kvikmyndinni Veiðiferð. Þarfara um 40 manns með stœrri eða minni hlutverk. Þau Auður Elisabet Guðmundsdóttir og Þórhallur Sigurðsson eru meðal þeirra semfram koma I myndinni og eru þau hér í hlutverkum sínum. Nánar er sagtfrá Veiðiferð á bls. 131 blaðinu í dag. ELA/DB-mynd' Gísli Gestsson. Niðurstaða þingflokks Sjátfstæðisf lokksins: SIALFSTÆÐISFLOKKURINN VER ALÞÝDUFLOKKINN VANTRAUSTI Miimihluta- stjórn Alþýðuflokks verður mynduð Þingflokksfundur Sjálfstæðis- flokksins í gærkvöldi var langur og strangur og menn greinilega ekki á eitt sáttir um að veita Alþýðuflokkn- um brautargengi til nýrrar ríkis- stjórnar. Fundurinn hófst kl. 17 og lauk ekki fyrr en rétt fyrir kl. 20. Annað slagið komu þingmenn þó út rjóðir í vöngum og kældu sig og slógu á létta strengi við fréttamenn sem tvístigu fyrir framan flokksher- bergið. Sverrir Hermannsson hafði gleymt kótelettunum í bílnum og óðum nálgaðist kvöldmatartími. Loks. hentist Matthías Mathiescn út úr flokksherberginu, svo frétta- mönnum brá snarlega og héldu að kappanum hefði verið fleygt á dyr. Svo reyndist þó ekki, heldur. hafði þingmaðurínn sett útkastið á svið til þess að létta fréttamönnum biðtím- ann. Geir Hallgrímsson fundaði þó enn í flokksherberginu með Gunnari Thoroddsen og Þorvaldi Garðari. Stutt spjall náðist þó við Geir og sagði hann að samstaða héfði náðst um að verja minnihlutastjórn Alþýðuflokksins falli að fengnum ákveðnum skilyrðum. Skilyrði þessi eru nefnd á bakstðu DB. Á flokksfundinum sagði Geir að rætt hefði verið um utanþingsstjórn auk minnihlutastjórnarinnar og fyrir- komulag i væntanlegum kosningum. Er hann var spurður um ágreining í flokknum sagði hann að niðurstaða fundarins hefði verið samþykkt mót- atkvæðalaust en ýmsar skoðanir hefðu þó komið fram. Það flaug þó fyrir er beðið var úrslita fundarins að meirihluti þeirra sem studdu minnihlutastjórn Alþýðuflokks hefði verið naumur eða lOgegn 9 í þingflokknum. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.