Dagblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979. 5 Mikill grútur frá loðnubraeðslunum: Æðarkollur brölta ósjálfbjarga um í f læðarmálinu —ogdrepastþareftirlangtdauðastríð Eskfirðingar eiga dugmikla og framsýna atvinnurekendur sem ekki klígjar við sjávarafurðum. í Árnes- hréppi á Ströndum eru menn oft að tala um að leitt sé að eiga ekki einhvern athafnamann sem vildi setja upp fiskbræðslu til að nýta t.d. grásleppuna, sem er allri hent nema hrognunum, og annan fiskúrgang. Hér á Eskifirði kvarta menn mjög um vonda lykt frá loðnubræðslunni og grút er safnast í fjörur og drepur fugla í tugatali. Hefur töluvert borið á þvi undanfarna daga að sjófuglar hafi drepizt og rekið á fjörur. Ástæðan er sú að mikill grútur hefur borizt frá loðnuverksmiðjunni. Grúturinn sezt í fjaðrir fuglanna þannig að þeir ýmist krókna eða drukkna, því þeir geta ekki lyft sér af sjó. Það er heldur óhuggulegt að sjá hálfdauðar æðarkollur brölta um algerlega ósjálfbjarga í flæðar- málinu, útataðar í grút og drepast þar eftir langt dauðastríð. Það er því ekki bara loftmengun sem stafar af þessum gullmyllum íslendinga, heldur menga þær einnig vatn og sjó, þó það hafi litla athygli vakið aðeins vegna þess að það kemur ekki jafn illa við mann- skepnuna sjálfa. Það er vandlifað í þessu jarðneska lífi, alls staðar aðfinnslur og óánægja með loðnubræðslurnar, þrátt fyrir að þær skapi mikinn gjaldeyri og geysilega vinnu. Þeir sem hafa þær í heimabæjum sínum vilja þær burt. Þeir sem eiga þær ekki óska þeirra mjög. -A.St./Regína, Eskifirði. Foringjamir sagnafáir að loknum forsetafundum: „Sér á kollinn ánýrristjóm” —ÓSafur sinnti stjómarstörfumogsendi Steingrím ,,Hér var engin ákvörðun tekin. Við ræddum viðhorfin vítt og breitt,” sagði Geir Hallgrímsson, þegar hann kom af fundi með forseta íslands i Stjórnarráðinu síðdegis í gær. Geir var fyrstur af forystumönnum flokkanna er forsetinn boðaði á sinn fund. Benedikt Gröndal kom næstur, þá Lúðvík Jósepsson og loks Stein- grímur Hermannsson. Fréttamönnum þóttu upplýsingar Geirs rýrar i roðinu og ólmuðust á honum til að fá eitthvað bitastæðara. En árangurinn var ekki i samræmi við erfiðið. Flest sem mönnum datt í hug að spyrja um var „til umræðu” í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins. „Við sjálf- stæðismenn teljum Ijóst að nýtt umboð kjósenda þurfi,” sagði Geir. Svo smeygði hann sér í yfirhöfnina og fór. Honum varð ekki haggað. Benedikt reyndist heldur enginn bullandi fréttabrunnur: „Við ræddum landsins gagn og nauðsynjar,” sagði foringi kratanna um leið og hann hraðaði sér út um dyrnar. Landsins gagn og nauðsynjar. Jæja. Góðar fréttir það. Menn hafa þá á hreinu að þeir félagar hafa ekki spjallað um hvort það svari kostnaði að sjá Hjartarbanann í Regnboganum. Lúðvík eyddi lengri tíma inni hjá forsetanum en allir hinir. Hvað skyldi það nú boða? Menn fóru að spá i spilin og sáu fyrir sér gömlu Austfjarða- kempuna sitja hjá yfirvaldinu frá Bessastöðum og halda fast við að fá í hvelli umboð til að mynda ríkisstjórn. „Svona Lúðvík minn. Við skulum taka þessu rólega. Ég þarf að heyra hljóðið í Steingrími fyrst. Kannski heyrir þú frá mér á morgun. . .” Loksins kom Lúðvík út í sólina á Stjórnarráðsblettinum. Var þá kominn aftur í svarta síða frakkann sinn og með hatt á höfðinu. í fjarlægð var hann líkastur þeim Kremlarbændum þegar þeir norpa í nefsteytuá Kremlar- múrnum 1. mai og skoða hersýningu. í nálægð var hann sjálf ur Lúðvík. „Nei, mér var ekki boðinn boltinn. Og ég benti heldur ekki á neinn sér- stakan. Þetta var bara almenn könnuii.” Steingrímur hafði heldur ekki neinar fréttir að færa af forseta- fundinum: „Það er ekki venja að til- kynna í fjölmiðlum hvað mönnum fer á milli við slík tækifæri.” Ólafur Jóhannesson kom í Stjórnar- ráðið á meðan Lúðvik var inni hjá for- seta og Steingrímur ókominn. „Nei, ég er ekki að fara á forseta- fund. Ég sendi Steingrím að sjálfsögðu. Ég þarf að sinna stjórnarstörfum." Og svo hvarf oddviti ríkis- stjórnarinnar, sem nú heitir víst starfs- stjórn — af því að hún hefur ekki umboð til að gera eitt eða neitt af viti, og sinnti stjórnarstörfum í stundar- korn. Kom út aftur og glotti við: ,,Er búið að mynda hana?” ,,Ha?” „Er búið að mynda hana?” „Átturðu von á þvi?” „Ja, það sér á kollinn. Sér á kollinn.” Aftur glott og svo steig ráðherrann upp í glæsivagninn sinn. Vagninn hefur hann nú til bráðabirgða líkt og em- bættið. Hvað tæki nú við? Ætlaði forsetinn að kalla einhverja foringja fyrir sig aftur? Nei, dr. Kristján fullvissaði frétta- menn um að hann myndi ekki tala við þá meira í dag. Og „óráðlegt væri að fullyrða að þaðyrði á morgun.” Meira var ekki að hafa í þetta sinn Eina leiðin að hverfa hálfsneyptur á braut. Bara að spá i spilin. Það er vist ráðið í stjórnarkreppu. -ARH. Benedikt ræddi „landsins gagn og nauðsynjar” við forsetann. Aðrar fréttir var ekki að hafa af fundi þeirra. Steingrimur mættur. Hann hefur ekki áður staðið i þessum sporum frá þvi hann varð formaður Framsóknarflokksins. „Við ræddum máiin vitt og breitt.” Geir og forsetinn vörðust frekari frétta. DB-myndir: Ragnar Th. Lúðvik notaði lengri tima en hinir foringjarnir f spjallið við forsetann.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.