Dagblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979. 7 Það munar um að ná gjaldeyrinum undan koddanum: 5% GJALDEYRISFORÐANS Á ÍSLENZKUM REIKNINGUM Landsmenn eiga nú 2500 milljónir króna inni á gjaldeyrisreikningum sem eru 4—5 þúsund talsins í bönkum landsins. Þetta eru hvorki meira né minna en fimm af hundraði af öllum gjaldeyrisforða íslands, brúttó, og munar um minna. Eigendur slíks gjaldeyris fá stórar upphæðir í gengishagnað eftir því sem íslenzka krónan fellur í verðgildi gagnvart þeim erlendu myntum sem gjaldeyrisreikningarnir eru stílaðir á. Þannig hafði erlendur gjaldeyrir hækkað í verði um 20 prósent frá áramótum fram i september. Ef reiknað er með 30 prósent hækkun erlends gjaldeyris á einu ári fengju eigendur gjaldeyrisreikninganna 750 milljónir í gengishagnað á ári. Geir Haarde í Seðlabankanum veitti DB framangreindar upplýsingar, og þá vaknar spurningin: er slíkur gengis- hagnaður skattskyldur? Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkis- Húsávík: RYKGRÍMUR NÚ SKILYRDIS- LAUST N0TAÐAR VIÐ ÚTSKIPUN Á KÍSILGÚR skattstjóri tjáði blaðinu, að þess konar gengishagnaður væri skatt- skyldur eða skattfrjáls eftir sömu reglum og „aðrar vaxtatekjur”. Gengishagnaðurinn er skattskyldur meðan hann er lægri upphæð en skattgreiðandi hefur fært sér til frá- dráttar sem vaxtagjöld af stuttum lánum, og vegur þannig upp á móti frádrættinum. Það af gengishagnaði, og „öðrum vaxtatekjum” sem er umfram vaxtagjöldin er hins vegar skattfrjálst. -HH. Alþýðubandalagið: „Fullt hús á félagsfundi” „Við vorum með fullt hús, lang- fjölmennasta félagsfund Alþýðubandalagsins í Reykjavik í langan tíma,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins, í viðtali við DB um Alþýðubandalags- fund í fyrrakvöld. Lúðvík Jósepsson og Svavar Gestsson voru frummælendur á fundinum. „Það er hugur í okkar fólki að blása til sóknar á tímum þegar endur- reisn viðreisnarstjórnar í einhverri mynd virðist borðliggjandi. Ýmsar spurningar hafa vaknað í sambandi við brotthlaup kratanna úr ríkisstjórninni,” sagði Ólafur Ragnar. „Táknrænt er að á borðum þing- manna í gær beið skýrsla frá Bene- dikt Gröndal um flugstöðvar- byggingu á Keflavikurfiugvelli — hjartans mál ráðherrans í langan tíma. Um hana hefur ekki verið rætt í rikisstjórninni og því umhugsunar- efni hvers vegna lá svo mikið á að leggja hana fram. Þjónusta við Bandaríkjamenn er kappsmál utanríkisráðherra og fróðlegt að vita hvort menn koma til með að lesa það í leyniskjölum eftir 30 ár, að um þetta leyti hafi átt sér stað baktjaldamakk milli stjórnvalda íslands og Bandaríkjanna um aðstöðu þeirra síðarnefndu hér á landi.” -ARH. Skálatún berst enn íbökkum „Það er fyrirsjáanlegt að heimilið verður rekið við slæman kost á næst- unni. 80% af daggjöldum fara beint í launagreiðslur og það hlutfall er allt of hátt,” sagði Sigurður Þorgrímsson, stjórnarformaður Skálatúnsheimilis- ins, i samtali við DB. Sigurður sagði að í ágúst hefði heimilið beinlínis verið komið i þrot vegna mikillar skuldasöfnunar. Þá hefði fengizt yfir 40% hækkun. Þessi daggjaldahækkun hefði síðan verið dregin til baka að nokkru þann 1. september og útlitið væri alls ekki gott nú. -GAJ- Nú ber verkamönnum skilyrðislaust að nota rykgrímur við útskipun kisilgúrs. Útskipun á kísilgúr á Húsavik hefur reynzt sérlega hættuleg vegna ryk- mengunar, eins og komið hefur fram í DB. Við útskipun vinna að jafnaði 10—15 manns, oft konur og unglingar. Útskipun er að jafnaði á 10—14 daga fresti og stendur í 2—3 daga i einu. Rykmengunin reyndist við mælingu Heilbrigðiseftirlits ríkisins allt að 15- falt yfir hættumörkum við útskipunina á Húsavik. Þar hefur fólk ekki notað rykgrímur og því staðið berskjaldað fyrir menguninni. Heilbrigðisnefnd Húsavikur hefur nú gert það að skilyrði að menn noti rykgrímur við útskipunina og var það gert við útskipun i siðasta skip nú í vikunni. Jafnframt hefur unglingum innan 18 ára aldurs verið bannað að vinna við útskipunina, enda getur mengunin valdið ólæknandi sjúkdómi, steinlunga. -JH. Faríð er að nota plast utan um kisilgúrpokana og dregur það verulega úr rykmengun við uppskipunina. Stefnt er að þvi að slikt plast verði notað utan um alla pokana. DB-myndir: Einar Ólason, Húsavfk. N0RRÆN MENNINGARVIKA1979- 1 kvöld kl. 20:30: ELSE PAASKE (ait) ERLAND HAGEGAARD (tenór) FRIEDRICH GURTLER ipianú) jÁ efnisskránni eru verk eftir Schumann (Frauenlibe und — leben) Sibelius, 'Mahler og Purcell. Sunnudag 14. okt. kl. 20: Tónleikar með verkum eftir JÓN N0RDAL Flytjendur: Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson, Félagar úr Fóstbræðrum (stj. Ragnar Björnsson) Kammersveit Reykjavíkur (stj. Páll P. Pálsson) og Hamra- hlíðarkórinn (stj. Þorgerður Ingólfsdóttir). Verið velkomin. Norræna húsið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.