Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. Forsmáðir þjóðfélagsþegnar Gamall lífeyrisþegi skrifar: Ég er einn hinna mörgu gömlu líf- eyrisþega sem fá kr. 68.140 frá Tryggingastofnun rikisins til að lifa af yfir mánuðinn. Þeir sem sífellt vitna til „hinna Norðurlandanna” ættu að vita að þar nemur ellilífeyrir- inn tvöfaldri þeirri upphæð og tvöfalt betri lífsafkomu en hér á landi og þykir sízt of mikið þar. Og þetta gerist hér, í einu mesta verðbólgulandi veraldar. Hungurlús er útdeilt að auki gegn því að bóta- þegi afsali sér þeim mannréttindum að reyna að vinna eitthvað til að bæta sér upp þessar smánargreiðslur trygg- inganna. Veitið athygli að nefnd upphæð er einungis einn þriðji hluti þeirra lág- markslauna sem talið er að möguleiki \ sé á að lifað verði fyrir við minnstu og naumustu lífskröfur. Og ef reikn- að er með einhverri yfirvinnu, sem flestir telja óhjákvæmilegt, verður dæmið ennþá fjarlægara raunveru- leikanum. Þessar aðfarir við gamla fólkið eru í ætt við nútíma þrælahald eða fyrri tima illa meðferð á sveitar- limum. En þar með er ekki öll sagan sögð, það svívirðilega er eftir. lllu heilli varð mér á sú skyssa að stuðla að því með atkvæði mínu að núverandi ríkisstjórn (ef hún er þá nokkur í dag) kæmist til valda, og svo varð. En sjá. Aldrei hafa kjör aldraðra verið verri en i dag frá því tryggingar voru lög- leiddar, miðað við dýrtíð og bætur. Svívirðingin mikla er afstaða Alþýðubandalagsins til þess aldraða fólks og annarra sem raunverulega halda allri fjárhagsstarfsemi á floti Nýkomnir Ljóst leður Verð: 31.490. Raddir lesenda W \ Hirsihmann Rauðbrúnt leður W ■ I lUUl PÚSTSENDUM laugavegi 69. simi 16850. 'Útvarps-og sjónvarpsloftnet fyrir litsjónvarpstaeki," magnarakerfi og tilheyrandi loftnetscfni. Ódýr loftnet og gód. Áratuga reynsla. Heildsala Smásala. Sendum i póstkröfu. Radíóvirkiim Týsgötu 1 - Síira 10450 hbbbhb 85 DC-tO TEGUNDIR FLUGVELUM 13 TEGUNDIR AF TRUKKUM 100 TEGUNDIR AF BÍLUM MODELBÚÐIN 12 ........ með sparsemi sinni og öngla saman, hver og einn kannski í „bagga skop- lítinn”, en safnast þegar saman kemur og á fyrirhyggju og sparsemi grundvallast velgengni þjóðfélagsins. Það sem raunverulega heldur gamla fólkinu lifandi i dag, og hefur raunar lengi gert, er að fjöldi þess hefur með sjálfsafneitun, dugnaði og sparsemi dregið saman nokkrar krónur til elliáranna, vitandi að ekki yrði úr miklu að moða hinum megin við járntjald trygginganna. Hvað skeður þá: Alþýðubandalagið með Lúðvík Jósefsson í fararbroddi krefst þess að haldið séáfram að stela af ávöxtunarfé gamla fólksins, arð- ræna það og svíkja og refsa á sama hátt þeim sem með fyrirhyggju og sparsemi reyna að stuðla að heil- brigði og gildi peninga. Svei sjálfum mér fyrir að kjósa þessa ranglátu afglapa! Það skal aldrei afturgert. .Framkoma íslendinga f garð Vfetnama hefur verið okkur til sóma það sem af scgir bréfritari. Sýnum Víetnömum hlýiegt viðmát Jón Stefánsson hringdi: Framkoma íslendinga í garð Víet- nama hefur verið þjóð okkar til sóma. Þetta marghrjáða fólk hefur hér fengið jafngóðar móttökur og það á skilið. Reynslan hefur sýnt að íslendingar bregðast yfirleitt vel við þegar um neyð náungans er að tefla. Þannig var t.d. brugðizt skjótt við i Vestmannaeyjagosinu. Þá var Eyja- mönnum hjálpað um húsaskjól og annan viðurgjörning fyrst í stað. Hins vegar þykist ég vita að þegar timar liðu snerist þessi velvilji j sumum tilfellum upp í öfund og allt að því ofsóknir. Látum slíkt ekki henda gagnvart Víetnömunum. Það hlýtur alltaf að verða talsvert „kúltúrsjokk” að fara yfir i svo gjörólíkt umhverfi sem þeir hafa gert. Við verðum því að styðja áfram við bakið á þeim á allan hátt. Þar skiptir ekki minnstu máli hlýlegt viðmót í daglegri umgengni við þessa nýju þjóðfélagsþegna. Skólatannlæknar: Mánaðarlaun verkamanns á einum degi Skattgreióandi hringdi: Ég var að lesa Dagblaðið i dag (föstudag I2. okt.). Þar vöktuð þið athygli á máli sem tími var kominn til að hrcyfa við. Þetta er mál sem ekki má týnast innan um allar stjórnmála- fréttirnar. Hér er ég að tala um frétt- irnar af launum skólatannlækna. Að minum dómi er þetta með alstærstu hneykslismálum. Að þessir menn geti haft allt að 30 milljónir i árslaun fyrir hálfdagSvinnu, ég cndurtek: hálfdagsvinnu. Ekki er óeðlilegt að áætla út frá því að tekjur þeirra fari a.m.k. i 50 milljónir á ári og sennilega fer hærri tala en það i mörgum tilfellum nær lagi. Þetta hneyksli verður með vitund og að þvi er virðist samþykki vinstri meirihlutans í Reykjavik. Þetta borgum við skattgreiðendur fyrir. Hvar er nú launajöfnunarstefnan, vinstri menn? Það er ekkert í störfum tannlækna sem réttlætir það að það taki þá i sumuni tilfellum ekki nema cinn dag að vinna fyrir mánaðarlaun- um verkamanns. / /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.