Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 20
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. /C m Góðursigur A-Þjóðverja Þrenna Martin Hoffmann lagði grunninn að stórsigri Austur-Þjóðverja yfir Svisslendingum í 4. riðli Evrópu- keppni landsliða i Berlin ó laugardag. Þjóðverjarnir sigruðu 5—2 og eftir þennan sigur þeirra eru möguleikar þeirra á sigri i riðlinum gullnir. Þeir eiga eftir einn leik á heimavelli — gegn Hollendingum. Miklar líkur eru á að Þjóðverjunum takist að sigra Hollendinganna á heimavelli sínum og sigra þar með i riðlinum. Það var Gerd Weber sem kom Þjóðverjunum á bragðið strax á 1. minútu leiksins og síðan bætti Hoffmann sínu fyrsta marki við 9. mín. síðar. Barberis minnkaði muninn á 19. mín. en Schnuphase færði A- Þjóðverjum á ný tveggja marka forskot er hann skoraði á 26. mín. Pfister. minnkaði aftur muninn snemma í síðari hálfleiknum. Tvö mörk Hoffmanns, á 67. og 80. mín. tryggðu A-Þjóðverjunum öruggan sigur en það var öðru fremur markvarzla Hans Ulrich Grapentin, sem færði Þjóðverjunum svo stóran sigur. Hann varði nokkrum sinnum stórglæsilega frá framherjum Svisslendinga. Liðin voru þannig skipuð i leiknum. A-Þýzkaland: Graphentin, Brauer, Dörner, Schnuphase, Kische, Háfner, Lindemann, Weber, Riediger, Streich (Kotte 67. min.) Hoffmann. Sviss: Burgner, Luedi, Zappa, Brechbuhel, Bizzini, Barberis, Schnyder, Tanner (Ponte 46. mín.) Hermann, Pfister, Sulser (Egli 55. mín.). Lokeren ennefst Úrslit í 9. umferð belgizku 1. deildar- innar um helgina urðu sem hér segir: CS Brugge — Antwerpen 4—1 Berchem — FC Liege 2—2 Anderlecht — Beveren 4—1 Waterscheí — Waregem 1—1 Beerschot — Molenbeek 1—1 Lokeren — Charleroi 2—0 Standard — FC Brugge 1—2 Lierse — Beringen 1—0 Hasselt — Winterslag 1—3 H jaltalín í stuði Framvann Neistann Vanná lokaholunni DregSð í riðla í HM íknattspyrau: Stelpurnar úr Fram unnu fyrri leik sinn gegn Neistanum frá Færeyjum 13—6 á laugardag. Ekld tókst að hafa uppi á úrslitum siðari leiksins en vafa- lítið hafa stelpurnar úr Fram unnið hann líka. n Ekki eins sterkur rið ísland hefur áður leik —sagði Ðlert Schram, þegar hann frétti að ísland er í riðli með Evrópumeistur Sovétríkjunum, Wales ogTyrklandi Lokeren er i efsta sætinu með 15 stig, þá kemur Moienbeek með 14 og síðan Standard, Beerschot, CS Brugge og FC Brugge öll með 13 stíg. Jón Hjaltalín Magnússon var i bana- stuði á Akranesi um helgina er 3. deildarlið heimamanna mætti 1. defldarliði HK í æfingaleik. Jafntefli varð 28—28 og skoraði Jón jöfnunar- markið rétt fyrir leikslok. Rak hann upp mikið öskur, stökk upp langt fyrir utan punktalfnu og þrykkti f netið. Heimildum ber ekki saman en hann mun ekki hafa skorað undir 8 mörkum i leiknum. Sannkallaður hvalreki fyrir Skagamenn, sem gera sér góðar vonir um að vinna 3. deildina i ár. Bill Rogers frá Bandarikjunum sigr- aði Japanann Isao Aoki i úrslitum ,,World Match Play” keppninnar i Wentworth í Englandi um helgina. Rogers sigraði ekld fyrr en á síðustu holunni en alls voru leiknar 36 holur. Aoki mistókst að setja niður 5 metra pútt (lái honum hver sem vill!) en Rogers tryggði sér sigurinn og um leið 30.000 punda verðlaun með því að setja' niður 6 feta pútt á lokaflötinni. „Þetta eru önnur lönd en við höfum leikið við áður — ekki eins sterkur ríðUl og við höfum lent i, þegar ísland hefur tekið þátt f heimsmeistarakeppn- inni. Þetta verða þvi ný viðfangsefni og með þátttöku íslands i HM er Ifka at- riði að kynnast sem flestum þjóðum. Það verður dýrt að fara til fjarlægustu staða i Evrópu til þátttöku en við verð- um að taka þvf með karimennsku,” sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, þegar DB ræddi við hann i gær og skýrði honum frá drættinum í riðla heimsmeistarakeppninnar í knatt- Sigurður Lárusson íbann Sigurður Lárusson mun missa af fyrsta leik Skagamanna . i UEFA keppninni á næsta ári vegna leikbanns. Aganefnd UEFA kom saman um helg- ina og þar var Sigurður ásamt mörgum öðrum leikmönnum dæmdur í eins leiks bann eftir að hafa fengið tvær bókanir i fyrstu umferðinni. Þar sem Skagamenn eru þegar dottnir út úr Evrópukeppni bikarhafa að þessu sinni tekur bannið gildí i næsta leik hjá Akumesingum i Evrópu. Aðrir sem hlutu eins leiks bann voru eftirtaldir: Peter Hannich (Vasas), Martin Novo- selac (Olympiakos Aþenu), Ioannis Gravanis (Panonios Aþenu), Walter Kelsch (Stuttgart), Harablos Intzoglou (AEK Aþenu), Ilie Barbulescu (Arges Pitesti), Paul Erik Östergaard (Vejle) og Jaroslav Nemec (Bohemians Prag). spymu. Úrslitakeppnin verður á Spáni 1982 og Ísland er í 3ja riðli Evrópu ásamt Tékkóslóvakiu, núverandi Evrópumeisturum, Sovétrikjunum, Tyrklandi og Wales. Leikið verður heima og heiman. Keppnin má hefjast nú 1. nóvember og verður að vera lokið fyrir 30. nóvember 1981. t úrslita- keppninni á Spáni verða 24 lönd — átta fleiri en áður á HM. Dregið var í riðlana á HM í Ziirich um hádegi í gær. Niðurstaðan með Evrópuriðlana var þannig: 1. riðill: V-Þýzkaland, Austurríki, Búlgaria, Finnland og Albanía. 2. riðill: Holland, Frakkland, Belgía, Írland og Kýpur. 3. riðill: Tékkóslóvakía, Sovétríkin, Wales, Tyrkland og ísland. 4. riðill: England, Ungverjaland, Sviss, Rúmenía og Noregur. 5. riðill: Ítalfa, Júgóslavía, Grikkland, Danmörk og Luxemborg. 6. riðill: Skotland, Svíþjóð, Portúgal og Norður-írland. 7. riðill: Pólland, Austur-Þýzkaland og Malta. Þrettán lönd frá Evrópu — auk gest- gjafanna Spánar — komast í úrslita- keppnina. Tvö lönd úr sex fyrstu riðl- unum en eitt land úr sjöunda riðli — og '■ AndyGray ekkimeð Andy Gray dró sig út úr landsiiðshóp Skota eftir leik Wolves og Norwich á laugardag. Hann fékk spark i löppina og verður f fyrsta lagi tilbúinn í slaginn á ný næsta laugardag. Jaroslav Papiemic við komuna til landsins i gærdag. Hann verður höfuðverkur ís- lenzku varnarinnar I dag. DB-mynd Bj.Bj. þar eru tvær af sterkustu knattspyrnu- þjóðum Evrópu. Óheppni. ísrael er ekki í Asíu-riðlunum og er FIFA að kanna þann möguleika að ísrael leiki með Mexikó, USA og Kanada í riðli. Ef þessi lönd fallast ekki á það verður Israel í sjötta riðli Evrópu með Skotum, Svíum, Portúgölum og Norður-frum. Evrópulöndunum var raðað í fimm flokka á þingi FIFA í Zurich. Það var mikið vandamál að skipa sjö þjóðum í sterkasta flokkinn og eftir miklar mála- lengingar komust Englendingar í þann Péturenn meðtvömörk —í naumum 3-2 bikarsigrí Feyenoord yffir 1. deiidaviiðinu Fortuna „Þetta var afar slakur leikur hjá okkur gegn Fortuna i bikarkeppninni i gær,” sagði Pétur Pétursson er við slógum á þráðinn til hans i Rotterdam i morgun. „Þetta er lið úr 1. deildinni og við lentum í hinu mesta basli með þá. Þeir náðu forystunni 1—0 en okkur tókst að jafna 1—1 fyrir leikhlé. Þeir komust síðan yfir á nýjan leik 2—1 en mér tókst að skora tvivegis áður en leiknum lauk þannig að við sigruðum 3—2. En leikurinn var engan veginn góður af okkar hálfu.” Hvemig lauk leiknum ykkar gegn NAC Breda á föstudaginn? „Hann var ekkert leikinn og ég veit satt að segja ekki hvenær hann verður settur á. Við munum þó aðeins leika í 27 mínútur þegar leikið verður og ég held því mörkunum sem ég skoraði i þeim leik.” Pétur skorar og skorar og enn hefur ekki sá leikur komið hjá Feyenoord í Hollandi að hann hafi ekki gert mark eða mörk. Aðeins í UEFA-keppninni hefur honum ekki tekizt að skora mark til þessa. Tekst vömii stöðva Papit —þegar íslendingar mæta Tékk „Þetta leggst vel í mig — ég held þetta verði hörku-landsleikir við Tékk- ana”, sagði Július Hafstein, formaður HSÍ, f viðtali við DB, þegar hann kom með tékknesku landsliðsmennina á Hótel Esju i gær. í kvöld leika ísland og Tékkóslóvakía landsleik f hand- knattleik i Laugardalshöll og hefst hann kl. 20.30. Þar má búast við fjörugum leik — leikir íslands og Tékkóslóvakíu hafa ailtaf verið skemmtilegir og úrslit tvisýn. Það var siðasti landsleikur þjóðanna — á Spáni í vetur og jafntefli 12—12. Leikmaður- inn sterki, Papiernic skoraði þá átta af mörkum Tékka. Var markhæstur á Spáni. Geysisterkur leikmaður, sem verður í sviðsljósinu á fjölum Laugar- dalshallarinnar í kvöld. Tékkar hafa oftast verið f fremstu röð handknatt- leiksþjóða heims og hafa nú ákaflega skemmtilegu liði á að skipa. „Eru þeir Sigurðsson (Viggó), Björgvinsson (Björgvin) og Jónsson (Ólafur H.) með íslenzka liðinu” spurði þjálfari Tékka, Havlek, um ieið og hann hitti forustumenn HSÍ í gær. Hann gjörþekkir íslenzkan handknatt- leik — kominn hingað til lands í fimmta skipti. Lék hér með tékkneska landsliðinu á árum áður og einnig Dukla Prag. Hann fékk að vita að Viggó og Björgvin keppa erlendis en Ólafur H. væri fyrirliði liðsins. Havlek var hugsi um stund og sagði svo. „Þið eigið svo marga góða leikmenn — það eru áreiðanlega jafnir leikir fram- undan.” ,,Ég hef trú á því að við eigum góða möguleika gegn Tékkunum — það. hefur komið í ljós, að strákarnir í islenzka liðinu eru i mjög góðri æfingu. Mun betri en oftast áður á þessum árs- tíma — og góður stuðningur áhorfenda gæti riðið baggamuninn”, sagði fyrir-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.