Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. Hér eru það Indverjar i silkifrökkum og með vefjarhetti sem taka við trúnaðar- bréfi Péturs, 1976. Forsetinn, Fakhruddin Ali Ahmed, stendur lengst til vinstrí. ... og 1956 afhenti hann trúnaðarbréf öðru sinni i Ráðstjórnarrfkjunum, til Voroshilovs forseta. PICCADILLY HÖFUM OPNAÐ stórglæsilega tízkuverzlun að Laugavegi 26,1. hæð. Mikið og fjölbreytt árval affatnaði. Thailendingar eru frægir fyrir skraut og litadýrð og þeir hafa sannarlega faríð f sparífötin til að fagna Pétrí er hann afhendir trúnaðarbréf sfn Bhumibol Adulyadej konungi f höll hans f Bankok árið 1977. Og á léttari strengi getur Pétur líka slegið. Ég læt hér flakka sögu, sem eftir honum er höfð: „Eitt sinn lenti ég tvö kvöld í röð í veislum í Bombay, höfuðborg Maharastrafylkis í Indlandi. Desai, sem lengi var þar við stjórnvölinn, barðist gegn áfengisneyslu í landinu og hafði skipað sérstakan ráðherra til aðkomaábanni. Þessi áfengisbannsráðherra er í báðum veislunum og ég tek eftir því, að hann drekkur alls ekki lítið fyrra kvöldið, og seinna kvöldið drekkur hann einnig drjúgan. Þá get ég ekki stillt mig lengur og spyr einn Indverjann meðal gestanna: „Hvernig er það eiginlega með þennan áfengisbannsráðherra ykkar — á hann ekki að berjast fyrir því að þjóðin drekki minna áfengi?” „Jú,” sagði Indverjinn. „Hann heldur að besta ráðið til þess sé að drekka það allt saman sjálfur.” -IHH. stígur kannske upp í flugvél í Bankok í Thailandi í steikjandi hita og lendir nokkrum tímum síðar í snjó og frosti í Peking,” segir sendiherrann. Enn- fremur, að Bankok og Bombay séu með erfiðustu borgum að dvelja í því rakinn geti orðið svo ofboðslegur. Þó nálgist hann að verða eins slæmur í Washington! Mestan hita hefur hann fengið á flugvellinum í Bagdad — fimmtíu gráður á Celsíus! „En ég hef líka lent í fimmtíu gráða frosti,” segir hann. „Það var í Winnipeg í blæjalogni og maður fann ekki mjög mikið fyrir því. En næsta dag var gola og þá fannst okkur miklu kaldara, þótt frostið væri ,,ekki nema” tuttuguog þrjár.” Hann bjó nærri tíu ár í Moskvu. „Þar varð kaldast fjörutíu gráða frost að degi til, fjörutíu og fjögra að nóttu.” 'Talið berst frá veðurfræði að kunnáttu Péturs í rússnesku, sem er ágæt. „Geturðu notað hana i Asíu- ferðunum?” „Ekki mikið. Hún kom sér ágætlega þegar ég heimsótti Kínverja fyrst, árið 1960, en skömmu seinna sinnaðist þeim við Rússana og síðan hafa þeir heldur viljað heyra ensku.” Hann segist þó tala rússnesku öðru hvoru, stundum undir ólíklegustu kringumstæðum eins og í garðveislu einni, sem haldin var í Bagdad í til- efni af opinberri heimsókn finnska utanrikisráðherrans til írak. Pétur þekkti hann og sömuleiðis sovéska sendiherrann í Bagdad, sem þarna var staddur. En þeir þekktu ekki hvor annan. Okkar maður í Bagdad tók náttúrlega að sér að kynna þá, en það var til lítils, því Finninn kunni ekkert erlent mál nema ensku, en Rússinn ekki nema frönsku. Pétur beitti þá rússneskunni og túlkaði milli þeirra. Þannig sköpuðust þær' óvenjulegu kringumstæður, að íslendingur yki skilning milli Finna og Rússa, og það í gömlu þúsund- og -einnar-nætur-borginni Bagdad. Aðferð til að draga úr þjóðarneyslu áfengis Embættismönnum hættir til að verða nokkuð sligaðir af kerfinu. Stundum finnst manni að jakkafötin þeirra séu fyllt af steinsteypu eða opinberum tilkynningum á löggiltum skjalapappír. Pétur sendiherra ber þess vissulega nokkur merki að hafa gegnt miklum ábyrgðarstörfum fyrir íslenska ríkið í hálfan fjórða áratug. En þeir sem til þekkja segja, að bak við embættismannsfasið búi ljóðrænir strengir. í vinahópi syngur hann, af miklum innileik, rússnesk þjóðlög, þrungin angurværð. Jú, hann játar að kunna nokkur. Um ekilinn, sem frýs í hel á frostauðnum steppunnar. Um fangann, sem flýr úr prísund og leitar griðastaðar á| bændabýlunum. Og hann kann magnþrunginn hetjusöng rússneskra sjóliða úr stríðinu við Japani 1904. Skip þeirra verður fyrir skoti. Þeir standa syngjandi á þilfarinu, meðan það sekkur i hafið.. .. Kona Péturs, Oddný, er oft í för með honum og segir hann, að þau þurfi í engu að breyta háttum sínum í Arabalöndunum, en innlend hjón, sem þar sjáist á götum, hagi ,þvi venjulega svo að konan gengur nokkrum skrefum á eftir manninum, hulin kufli frá hvirfii til ilja, svo rétt rifar í augun. Pétur Thorsteinsson sendiherra á skrífstofu sinni. Hann bendir á Suðaustur-Asíu ,en þar eru nú nokkur átök og erfitt að sjá fyrir, hvernig þeim muni lykta. DB-mynd: Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.