Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 15.10.1979, Blaðsíða 36
36 Hjúkrunar- fræðingar í tilefni af 60 árá afmæli Hjúkrunarfélags íslands verður haldin ráðstefna 2. og 3. nóvember 1979 á Hótel Loftleiðum, um hjúkrunarmál. Dagskrá: Föstudagur 2. nóv. Kl. 9.00-12.00: Hjúkrunarferlið. Kl. 13.30-15.00: Umræður í hópum. Kl. 15.30-17.00: Niðurstöður kynntar. Laugardagur 3. nóv. Kl. 9.00-11.00: Samþykktir HFÍímennt- unarmálum. Kl. 12.30-14.00: Umræður i hópum. Kl. 14.30-16.00: Niðurstöður kynntar. Skráning fer fram á skrifstofu HFÍ til 15. okt. 1979. Að skráningu lokinni verða nánari upplýsingar sendar þátttakendum. Allir hjúkrunarfræðingar velkomnir. STJÓRN HFÍ TILKYNNING til íbúa Árbæjarhverfis og Breiðholts III Við heilsugæzlustöðvarnar í Árbæ og Breið- holti III (Asparfelli 12) hefur nú verið fjölgað stöðum heilsugæzlulækna og verða framvegis 3 læknar starfandi við heilsugæzlustöðina í Breiðholti III og 2 læknar í heilsugæzlustöð- inni í Árbæ. Því er mögulegt að hefja á ný skráningu íbúa er óska að sækja þjónustu til stöðvanna. Þeir íbúar Breiðholts III og Árbæjarhverfis sem óska snúi sér til viðkomandi stöðvar til skráningar og hafi meðferðis sjúkrasamlags- skírteini. Upplýsingar í síma 75100 í heilsugæzlustöð- inni Breiðholti III og í síma 71500 í Heilsu- gæzlustöðinni í Árbæ. Heiibrigðisráð Reykjavíkurborgar Sjúkrasamlag Reykjavíkur / gig \ W THboð '9/Ki S\^ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar er verða til sýnis þriðjudaginn 16. október 1979, kl. 13— 16, i porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7. árg. 1977 1975 1974 1976 1974 1973 1969 1974 1973 1974 1972 1976 . 1974 , 1973 1968 . 1973 1968 , 1974 . 1972 . 1967 . 1964 . 1964 . 1967 Simca 1508, fólksbifreið Peugeot 504, station disil VolvoP145station .. Chevy Sport Van .... Volkswagen 1200 ... Volkswagen 1200 ... Peugeot 404, fólksbifrei Ford Bronco, 6 cyl... International Scout .. Willys Wagoneer.... Willys Wagoneer.... Land Rover, dísil.... Land Rover, disil.... Land Rover, bensín .. Land Rover, bcnsín .. UAZ 452, torfærubifreið ... Chevrolet, sendifcrðabifreið . Chevy Van, sendiferðabifrcið Chcvrolet, sendiferðabifreið . Mercedes Benz, sendiferðabifrei Bedford, sendiferðabifreið .. International, vörubifreið... Ford vörubifreið, ógangfær.. Til sýnis hjá Vegagerð rikisins, Reyðarfirði Volvo4X4, vörubifreið .. Tilboðin verða opnuð sama dag kl 1962 16.30að viðstöddum bjóðendum Réttur áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 1979. EnnyngirButtonupp: Nú í ástarsambandi við eina fimmtán ára —áhvítatjaldinu Richard gamli Burton lætur ekki að sér hæða. Þó hann sé að verða sextugur lætur hann sig ekki muna um ástar- samband við eina fimmtán ára. Reyndar nær það samband aðeins yfir tjaldið hvíta og breiða. Burton leikur núna á móti Tatum O’Neil i mynd sem bera á heitið Circle of two eða Tveggja manna hringur. Myndin greinir frá listamanni sem þekktur er um allan heim. Þó gamall sé er hann ekki dauður úr öllum æðum á 'kynferðissviðinu og nær sér i eina undir lögaldri. Burton, sem verður sextugur í nóvember, segir að i rauninni sé ekki sanngjarnt að láta hann leika þetta hlutverk.'Hannhafi aldrei verið betur á sig kominn og þá sé hann látinn leika gamalt skar. Og satt er það, Burton er óvenju hressilegur að sjá. Síðan hann náði sér í Súsönnu Hunt, sem er 23 árum yngri en hann sjálfur, hefur hann allur orðið annar i útliti og bókstaflega yngzt upp. Burton viðurkennir að hjónaband þeirra Súsönnu sé örlítið líkt söguþræðinum i Tveggja manna hringnum. Tatum O’Neil leikur í fyrsta sinn sem fullvaxta stúlka í þessari mynd. Þó hún sé aðeins 15 ára hefur hún þegar hreppt ein óskarsverðlaun, sem er meira en Burton getur sagt, þó oft hafi hann verið tilnefndur. Tatum þótti ægileg gribba sem krakki og það þótti ekki til fyrirmyndar er hún mætti á óskarsvcrðlaunaafhendinguna klædd svo flcgnum kjól að sást niður á maga. En hún hefur stillzt með aldrinum og segist sjálf vera ósköp venjuleg stúlka. Hún segist vera mjög upp með sér af því að fá að leika á móti Burton og hafa lært mikið af honum. Burton er reyndar svo hæverskur að segjast hafa lært líka, af sannri ákefð og endalausri þolinmæði Tatum. Hönd I hönd, sá sextugi og sú fímmtán ára. Örlitið likt lífí Burtons. wm ■ ■> §: . V.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.