Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 4
90 króna mun- uráCheerios Relishið er bæði fallegt á að Ifta og sérlega bragðgott. Það má nota eitt sér með kjöti og fiski og lika prýðilegt i remúiaðisósu. DB-mynd Bjarnleifur. 7997—9147 skrifar: ' í fyrsta skipti sendi ég ykkur hér með upplýsingaseðil. Ég var ekki viss um hvað ég ætti að flokka undir annað en tók svo bensín, efni í gardinur (40 þúsund) og eitt og annað smálegt, svo sem Andrés-blöð, barnaafmælisgjöf og fleira. Ég hef lengi skrifað niður eyðslu bæði í mat og annað en ekki komið mér að því að senda ykkur línu fyrr. Ég er mjög ánægð með neytenda- síðuna hjá ykkur og óska henni lang- lífis. I Mér varð á að hugsa um leið og ég ■ las bréf frá einum „viðskiptavini” þar sem nefnt er að útivinnandi fólk kaupi frekar dýrt inn að ég tel að nokkuð margir geri ekki samanburð i á verði í verzlunum. Sama stærð af Cheerios kostaði í einni verzlun 392 krónur en 306 krónur í annarri, í síðustu viku. Ég nefni þetta sem dæmi og læt svo þessum línum lokið. HREINASTA AFBRAGÐ í fyrra birtum við uppskrift af for- kunnargóðu relishi (súrt til að hafa í remúlaðisósur og með kjöti og fiski) sem við fengum hjá Steinunni í gróðrastöðinni Daisgarði i Mosfells- sveit. Við skýrðum relishið Dals- garðsrelish. Margir hafa komið að orði við okkur og beðið um upp-. skriftina aftur. Þótt nokkuð sé nú liðið á haustið og uppskerutíminn raunar löngu liðinn má enn fá ýmiss ' konar grænmeti og í það minnsta bæði tómata og agúrkur á II. flokks verði. 12 miðlungsstórir laukar 1 hvítkálshaus 10 grænir tómatar (gerir ekkert til þótt rauðir séu innan um) 12 grænar paprikur 6 bollarsykur 2 msk. sinnepsfræ (mustard seed) 1 msk. sellerífræ 1/2 tsk. turmerik 4 bollar edik 2 bollar vatn 1/2 bolli salt. Ekki er strangt til tekið nauðsyn- legt að fara beint eftir uppskriftinni. Það er t.d. allt í lagi þótt tómatarnir séu ekki allir grænir, og eins má vel nota agúrkur með í relishið, þótt þeirra sé ekki getið í upptalningunni. Grænmetið er hreinsað og það hakkað í hakkavél. Að því búnu er . saltið látið á og grænmetið látið bíða í einn sólarhring. Þá er lögurinn soðinn úr ediki og vatni og krydd látið út í og siðan grænmetishakkið. Maukið er soðið i fáeinar mínútur og þá látið á glös og bundið yfir strax. Hráefniskostnaður (eins og upp- skriftin segir til um) er mjög nálægt 5000 kr., en þar af kosta paprikurnar rúml. 3.700 kr. Þannig er hægt að minnka kostnaðinn talsvert með því að fækka paprikunum dálitið. Það má alveg gera að skaðlausu og bæta t.d. gúrkum við í staðinn. Þær eru mjög ódýrar núna eða um 800 kr. kg. Þetta relish er mjög gott og geymist einnig vel. Þegar á að nota það í remúlaðisósu er gott að láta vökvann leka af því áður en það er sett í majonesið. Annars vill sósan verða ofþunn. -A.Bj. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979. DBá ne ytendamarkaði Uppskrift dagsins HEIMATILBÚIÐ REUSH ER Þakkir fyrir góða þjónustu Úlpunni skipt strax og umyrðalaust Móðir á Selfossi skrifar: Alltof sjaldan finnst mér fólk hæla því sem vel er gert en hinir hafa hærra, sem þurfa að kvarta. Kannski eru klögumálin fieiri en ljósu punkt- arnir. Mér finnst þurfa að bæta úr þvi, og langar þvi að biðja neytertda- síðuna um að birta einn ljósan punkt. Hinn 20. september keypti ég i verzlun Á.Á. hér á Selfossi úlpu áson minn. Þetta var svört úlpa merkt Hummel, ágætlega þykk og gæðaleg og þar að auki á skaplega vægu verði, rétt liðlega 16 þúsund krónur. Fljót- lega fór að bera á því að rennilásinn var ekki í alveg nógu góðu lagi, virtist vera rifinn efst uppi og klofnaði upp. Nú er það ekki mín sterka hlið að setja rennilása í úlpur svo ég ákvað að fara með úlpuna í verzlunina. Og hvað gerðist? Eigandinn skoðaði hana og sagði svo að ég skyldi bara fá aðra úlpu i staðinn. Ekki orð um að þetta væri klaufaskapur eða eitthvað þess háttar. Alveg virtist sjálfsagt að skipta. Svona þjónusta finnst mér alveg til fyrirmyndar og svona þjónustu man maður eftir. Kryddslátur aðaustan Ein af þriðja ættlið skrifar: Mér datt í hug nú í sláturtíðinni að senda ykkur uppskrift af slátri, sem er afskaplega vinsæl í minni fjöl- skyldu. Nú er það fjórði ættliðurinn sem farinn er að meðhöndla upp- skriftina. Uppskriftin er ættuð aust- an af fjörðum með ívafi frá norskum matarvenjum og er slátrið annað- hvort kailað kryddslátur eða sætt slátur. í venjulega sláturuppskrift (miðað við I lítra blóðs og 2 desilítra vatns) er bætt: 3 tsk. negull 3 tsk. engifer 6 tsk. kúmen 250 gr rúsínur 75 gr sykur (má minnka eða sleppa). P.S. DB á neytendamarkaði eru mjög góðir þættir enda mikið lesnir, heyrir i maður. Upplýsingase til samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldiö? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðii. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von i að fá fría mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður í septembermánúði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaó Alls kr. m i /r i v Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.