Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979. 5 HERFERÐ GEGN UTAN- BÆJARMÖNNUM í RVÍK -semstarfaog búaíReykjavík eneiga lög- heimili annars staðar „Við höfum sterkan grun um að í Reykjavík sé búsettur nokkur fjöldi manna sem samkvaemt lögum ætti að hafa lögheimili í borginni en er skráður úti á landi. Það er borginni verulegt hagsmunamál að allir séu skráðir til lögheimilis í Reykjavík sem þar eiga að vera og þess vegna er þessi „rassía” sett af stað,” sagði Gunnar Eydal, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Dagblaðið. Undanfarið hafa verið kannaðar leiðir til að ná til skráðra utanbæjar- manna sem búa og starfa í borginni og eru skráðir til lögheimilis utan Reykjavíkursvæðisins. Hefur verið rætt við fulltrúa Skattstofu Reykja- vikur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, innheimtudeildar útvarps, Landsíma fslands og Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar. Stefnt er að þvi að útbúa sérstaka skrá yfir launafólk með lögheimili utan Reykjavíkursvæðisins sem fætt er á tímabilinu 1913—1958 og hefur fengið greitt kaup frá atvinnu- rekendum i Reykjavík ekki lægra en kr. 1.200.000. Þeir sem lögheimili eiga í nágrannasveitarfélögum yrðu þó undanskildir. Þá verður grafizt fyrir um það hverjir framangreindra aðila eru jafnframt skráðir rafmagnsnotendur, símnotendur eða notendur útvarps og sjónvarps. „Tryggingaflokkar bifreiða spila meðal annars inn í máliö,” sagði Gunnar Eydal. „Iðgjöld eru lægri viðast hvar úti um landið en i Reykjavík. Einnig eru dæmi um að menn greiði lægri opin- ber gjöld en ella með því að eiga lög- heimili utan Reykjavíkur.” — Hvað leyfa lög mönnum að vinna lengi i Reykjavík án þess að færa þangað lögheimili sitt. „Lögin gera ráð fyrir 6 mánuðum sem hámarki. Námsmenn geta þó verið lengur.” — Eiga menn á haytu að fá á sig kæru ef upp kemst að þeir hafi unnið hér og búið árum saman og átt lög- heimili sitt einhvers staðar úti á landi? „Við munum senda tilmæli um flutning lögheimilis til þeirra sem lik- legt þykir að eigi að vera reykvískir þegnar lögum samkvæmt. í l'ram- haldi af því verða sendar kærur til Hagstofu eftir þvi sem þurfa þykir,” sagði Gunnar Eydal. -ARH. Nýi dælubillinn sem slökkviliðið hefur eignazt. Húsið aftan stýrishússins er ætlað reykköfurunum. DB-myndir: Sv. Þorm.i Slökkviliðið fær nýjan dælubfl: GETUR DÆLT 3000 LÍTRUM Á MÍNÚTU ABRUNASTAÐ —Reykkafarar klæðast í lokuðu húsi á leiðáslysstað Slökkviliðinu í Reykjavík hefur bætzt nýr dælu- og tankbíll til slökkvi- starfa. Er verið að hlaða bílinn tækjum og búnaði og verður hann tekinn i gagnið innan skamms. Bíllinn er splunkunýr frá Banda- rikjunum af Darley gerð. Hann ber í tönkum sínum tvö tonn af vatni á slys- staðinn en dælur hans geta síðan dælt 3000 lítrum á mínútu þegar búið er að tengja bilinn við brunahana. Full- hlaðinn vegurbíllinn 12tonn. Rúnar Bjarnason slökk viliðsstjóri tjáði blaðinu að koma þessa bíls markaði góða framför í tækjabúnaði slök kviliðsins. Billinn hefur langmest vélarafl af bílum liðsins eða 210 hest- afla dísilvél. Hann heldur mjög vel hraða í brekkum en er ekki gerður fyrir neinn ofsaakstur og teljast 70—80 km á klst. hámarkshraði. Til nýrra kosta telst lokað hús aftan stýrishúss sem ætlað er reykköfurum. Þar geta þeir klæðzt kafarabúningi sínum á leið til slysstaðar og notið skjóls á leiðinni en ekki komið hálf- króknaðir á brunastað eins og gat gerzt á hinum bílunum. Rúnar sagði að þessi bill yrði nú fyrsti bíll frá Öskjuhlíð í brunaútköll- um. Gamli dælubíllinn, sem verið hefur fyrsti bill frá Öskjuhlíð, verður nú tilbúinn til liðsauka frá Öskjuhlíð ef á þarf að halda eða til að sinna öðru útkalli sem koma kann meðan unnið er að slökkvistarfi á öðrum stað. „Það er óenitanlega aukin öryggistilfinning að hafa annan bil jafnfullkominn í annað útkall,” sagði Rúnar. -ASt. Gunnar Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri skýrir tækjabúnaðinn. Úttekt Jóns Aðalsteins á launum skólatannlækna: HÆSIU DAGLAUN: 155.180.- HÆSTU ÁRSLAUN: 30 MILU. Úttekt sú sem Jón Aðalsteinn Jónasson, fulllrúi Framsóknar- flokksins í heilbrigðisráði Reykja- víkurborgar, hefur tekið saman um laun skólatannlækna hefur að vonum vakið gífurlega athygli og umtal. Skýrsla Jóns er byggð á skýrslum skólatannlæknanna um unnin tann- læknisverk og er skýrslan jafnframt reikningur til Reykjavíkurborgar sem borgarsjóður ábyrgist greiðslu á um hver mánaðamót eftir staðfestingu yfihannlæknis. Er þessi skýrslu- og greiðsluháttur á hafður samkvæmt 5. grein samnings Reykjavíkurborgar og Tannlæknafélags íslands er gerður var í nóvember 1976. Eins og skýrslan gefur til kynna er hún byggð áómánaðatímabili. Samkvæmt samningnum fá tann- l^eknarnir fyrir hvert tannlæknisverk greitt „eftir launahluta gjaldskrár t'FÍ” og síðan er vísað til 4. gr. samnings TFÍ og Tryggingarstofnun- ar ríkisins frá apríl 1975, en þar telst launaliður gjaldskrárinnar vera 50% við samningsundirskriftina en hefur siðan verið endurskoðaður á þriggja mánaða fresti á sömu gjalddögum og landbúnaðarvöruverðið. Borgin leggur fram öll tæki og allt efni, og greiðiraðstoðarfólki kaup. Úttekt Jóns Aðalsteins er birt í ljósriti hér á síðunni. Nöfnum tann- Íæknanna er sleppt, að minnsta kosti í bili, en þeir skírðir A, B, C o.s.frv. Yfirskólatannlæknir hefur í einu dagblaði vefengt fréttir Dagblaðsins um gulltryggingu skólatannlækna gegn öllu eftirliti. í samningi Rvíkurborgar við TFÍ TANNIXXNINGAR REnOAVÍKURBORGAR Starf Starfaft Meftalt. pr. A*b pr.ii nan fí 50» 5 101.135,- 2.224.970,- 26.699.640,- 140.979,- B S0» 5 113.490,- 2.496.780,- 29.961.360,- 135.047,- r so% 6 73.049,- 1.607.076,- 19.284.912,- 91.019,- £> 50% 5' 78.911,- 1.736.042,- 20.832.504,- 101.235,- B 50% 6 "• 92.416,- 2.033.152,- 24.397.824,- 110.728,- F 50» 4 73.344,- 1.613.568,- 19.362.816,- 84.296,- s 50» 5 103.094,- 2.268.068,- 27.216.846,- 119.307,- H 50» 6 77.505,- 1.705.110,- 20.461.320,- 84.074,- / 50% 6 71.574,- 1.574.626,- 18.895.512,- 84.882,- J* 50% 6 65.418,- 1.439.196,- 17.270.352,- 77.820,- K 50* 6 94.788,- 2.085.336,- 25.024.032,- 155.180,- L 50» 5 80.247,- 1.765.434,- 21.185.208,- 105.566,- M 50» • 1 49.864,- rf 50» 6 63.856,- 1.404.832,- 16.857.984,- 82.939,- 0 50% 6 90.710,- 1.995.620,- 23.947.440,- 109.962,- fe 50» G 87.660,- 1.928.520,- 23.142.240,- 105.803,- V 50» 5 77.875,- 1.713.250,- 20.559.000,- 84.779,- <3 50» 2 79.793,- 1.755.446,- 21.065.352,- 88.870,- Meftalt.pr.d. 83.815,- pr.máa. 1.843.930,- pr. ár 22.127.160,- R 70» b 77.429,- 1.703.438,- 20.441.256,- 95.002,- S 70» 5 66.697,- 1.467.334,- 17.608.008,- 80.846,- Me&alt.pr.d. 72.063,- pr.mán. 1."585.386,- pr. ár 19.024.632,- T 80» 6 87.805,- 1.931.710,- 23.180.520,- 102.368,- JTioo* 6 79.417,- 1.747.174,- 20.966.086,- 87.033,- |Yioo% 6 65.424,- 1.439.326t- 17.271.912,- 84.861,- 1*100% • 6 62.453.- 1.373.966,- 16.487.592,- 83.670,- 1 Me&alJ.pr.d. 69.0%,- pr.Bah. 1.520.112,- pr.ár 18.^41.344,- i segir i 8. grein „EftiFlit með gjald- töku tannlæknis fer framsamkvæmt samningi TFÍ og Tryggingarstofn- unar ríkisins eftir því sem við getur átt.” DB hefur orðrétt birt kaflana úr samningi TFÍ og Tryggingar- stofnunarinnar, en samkvæmt honum verður trúnaðartannlæknir (yfirskólatannlæknir?) að boða komu sína og semja við tannlækni um hentugan tíma til eftirlitsins og skal tannlæknir hafa tímataxta á meðan eftirlitið fer fram. -A.St. Ósamræmi kerfisins: 18 ára fjárráða en mega ekki vera í líf eyrissjóði „Til þess að breyta inngöngu manna í lifeyrissjóði BSRB og BHM þarf Iaga- breytingu og mér er ekki kunnugt um að slík breyting hafi verið í undirbún- ingi,” sagði Þorsteinn Geirsson skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytisins. Haft var samband við Þorstein vegna breytinga á fjárræðisaldri sem lækkaður hefur verið úr 20 árum í 18, án þess þó að þeir rikisstarfsmenn sem eru innan við tvitugt hafi rétt til lána úr lífeyrissjóðum sinum. Þeir sem eru innan við tvítugt og greiða lífeyrissjóðsgjald greiða það inn á svonefndan biðreikning. Ef þeir greiða nógu lengi inn á þann reikning öðlast þeir rétt til þess að fá lán í gegn- um hann, eins og hvern annan lifeyris- sjóð. En verði þeir hins vegar tvítugir áður en að lánsdeginum kemur eru þeir færðir yfir i lífeyrissjóð BSRB án þess að geta tekið með sér þau réttindi sem þeir eru búnir að afla sér. Inn á þennan biðreikning greiða einnig þeir sem ekki eru fastráðnir hjá ríki og borg og þeir sem vinna minna en hálft starf. Með ákveðnu punktakerfi öðlast þessir menn rétt til lána og greiðslu úr biðreikningnum. En unga fólkið sem færir yfir í lífeyrissjóð BSRB getur ekki flutt með sér punktana sína. „Þessir peningar eru því algjörlega ónýtir,” sagði einn starfsmanna lífeyrissjóðsins við DB. BSRB og BHM hafa hvað eftir annað rætt þessi mál við fjármálaráð- herra og farið fram á lagabreytingu þannig að menn hefðu full lifeyris- sjóðsréttindi við 16 ára aldur. En af þeirri breytingu hefur ekki enn orðið og er ekki útlit fyrir hana í nánustu framtíð, þrátt fyrir fjárræði við 18 ára aldur. -DS. Óvenjumikil slátur- sala á Eskifirði Gott veður og glaða sólskin hefur verið á Eskifirði undanfarna daga og reykur loðnubræðslunnar staðið beint upp í loftið eins og vera ber. Slátrun lýkur hjá Pöntunar- félaginu hér í þessari viku. Vigt á dilkum hefur verið mjög svipuð og s.l. ár að sögn Stefáns Óskarssonar sláturhússtjóra. Óvenjumikið er keypt af slátri þvi eskfirzkar húsmæður vilja eiga mikinn og góðan mat. Örlar e.t.v. á því hér að menn óttist jafnvel matar- skort og atvinnuleysi hjá súkkulaði- drengjum Alþýðuflokksins. -Regína.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.