Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 7
Carter fyrirskipar æfíngainnrás áKúbu —átján hundruð landgönguliðar eiga að taka land í Guantanamoherstöðinni Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hefur skipað svo fyrir að heræfing skuli fara fram í bandarísku herstöð- inni við Guantanamoflóa á Kúbu. Eiga átján hundruð landgönguliðar að ryðjast á land af skipum þeim sem liggja við herstöðina. Æfing þessi er augljóslega liður i valdatafii Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna i og við Kúbu. Hinir fyrrnefndu saka Sovét- menn um að halda tvö til þrjú þúsund manna innrásarliði á eynni í heimild- arleysi. Sovétmenn segja þetta rangt. Þarna sé aðeins um að ræða sér- fræðinga, sem annist þjálfun kúbanska hersins. Herstöðin við Guantanamoflóa hefur verið starfrækt af Bandarikja- mönnum síðan við lok nítjándu ald- ar. Eftir valdatöku Castros á Kúbu er hún í óþökk valdamanna þar en ekki hefur þó skorizt í odda vegna hennar. Fregnir hafa borizt um að Kúbuhermenn séu nú öllu viðbúnir umhverfis herstöðina. Herfræðingar segja fullljóst að Bandaríkjamenn gætu ekki haídið stöðinni ef Kúbumenn gerðu árás á hana. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að svo verði gert í bráð. Bandaríkjamenn telja herstöð sína á Kúbu mikilvæga vegna hagsmuna sinna í Karabiska hafinu. Æfingin, sem aðallega verður fólgin í að taka land í herstöðinni, verður framkvæmd af öllum deildum bandariska hersins, bæði landher, flugher og flota. Austur-Þýzkaland: Eldflaugar Sovétmanna Sovétmenn hafa boflizt til að fækka í herliði sínu i Austur-Þýzkalandi og senda skriðdreka þaðan á brott ef ekki verði komið fyrír meðaldrægum kjarnorkuflugskeytum í Vestur- Evrópu. Bandaríkjamenn segja þó að það sem þeir óttist séu SS—20 flug- skeyti Sovétmanna og gegn þeþn verði meðaidrægu flugskeytunum vestan járntjaldsins beint. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979. REUTER HMÍBRIDGE: Kanar komnir í fyrsta sæti Vonir Ástralíu um að komast i úrslit í heimsmeistarakeppninni í bridge, sem fram fer í Rio de Janeiro fölnuðu veru- lega i gær eftir að sveit þeirra tapaði fyrir Brasiliumönnum. í hálfleik hafði ástralska sveitin yfir en lokastaðan varð 11—9 fyrir Brasilíu. Bandariska sveitin sigraði sveit Mið-Ameríkuríkj- anna með 15—5 eftir að hafa verið undir í hálfleik. ítalirnir unnu Taiwan með 11—9. Staðan þegar aðeins átti eftir að spila eina umferð í gærkvöldi og aðra i dag i undanrásunum var þannig: Bandarikin 161, Ítalía 160,5, Ástra- lía 138, Taiwan 107,5, Mið-Ameríka 101, Brasilía 94 stig. Til þess að eiga möguleika til að komast í úrslit verður ástralska sveitin að vinna góða sigra í þeim leikjum sem eftir eru. ftalía yrði þá að ná lökum ár- angri. Vitað er að á því eru möguleikar þar sem bæði ítalir og Bandarikjamenn hafa áhuga á að hvíla sína sterkustu menn, svo þeir verði óþreyttir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Osló: FÆR CARTER FRIÐAR- VERDLAUN NÓBELS? —sovézki andófsmaðurínn Yuri Oriov og móðir Teresa eru bárust um verðugan verðlaunahafa. Meðal þeirra sem nefndir eru að þessu sinni eru Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti, sovézki andófsmaðurinn Yuri Orlov og albanska nunnan móðir Theresa. Fái Carter friðarverðlaunin verður það vafalaust fyrir þátt sinn í að koma á friði í Miðausturlöndum. Þykir hann hafa haft veg og vanda af friðar- samningum sem gerðir hafa verið á milli Egyptalands og ísrael. Sumir telja þó líklegt að stjórnmálamaður fái ekki verðlaunin í ár. í fyrra fengu þeir Begin forsætisráðherra ísraels og Sadat Egyptalandsforseti þau. Voru mjög skiptar skoðanir um réttmæti þeirra útnefninga. Yuri Orlov er einn þekktasti sovézki andófsmaðurinn og situr nú i fangelsi vegna tólf ára dóms fyrir aðgerðir sínar, sem mjög hafa angrað yfirvöld í Sovétrikjunum. Orlov er einn þeirra sem stofnaði hinn svonefnda Helsinkihóp til að vinna að því að mannréttindaákvæði Helsinkisam- komulagsins væru virt í Sovétríkjun- um. Slíkt telst til andróðurs og land- ráða þar eystra. Albanska nunnan móðir Theresa hefur i þrjá áratugi unnið mikið starf meðal hinna fátækustu í borgum Ind- lands. Pólski kardinálinn Stefan Wyszynski hefur einnig verið tilnefndur sem verðugur friðar- verðlaunaNóbels. einnig meðal 56 tilnef ndra Norska stórþingið mun i dag tilkynna hver útnefndur verður til að taka við friðarverðlaunum Nóbels í ár. Vitað er að fimmtíu og sex tilnefningar Skyndifundur um Ródesíu — leiötogar fimm Af ríkuríkja reyna að lífga við samningaviðræðumar íLondon Leiðtogar hinna fimm Afríkurikja sem helzt hafa beitt sér fyrir samning- um á milli hvítra og svartra i Ródesiu/Zimbabwe eru komnir til skyndifundar í Dar es Salaam. Er ætlun þeirra að reyna að finna leiðir til að koma aftur lífi í samningavið- ræður skæruliða og stjórnar Muzo- rewas biskups, sem fram fara undir forustu Breta í London. Höfuðmálið verður hvernig tryggja megi hvítum landeigendum fullar bætur fyrir land sitt sem vafalítið verður tekið og síðan skipt á milli svartra eftir að svartur meiri- hluti landsins hefur tekið að fullu við völdum. Julius Nyerere, forseti Tansaníu, en hann er i forustu meðal forsetanna fimm sem styðja skæru- liða, sagði i gær að hann teldi deilur um landréttindi vera höfuðorsökina fyrir því að samningaviðræður hefðu strandað í London. Að sögn skæru- liðaleiðtoganna Nkomo og Mugabe munu þeir fallast á tillögur Breta til sátta þegar deilur um land eru leystar. Muzorewa hefur þegar fallizt á tillögur Breta. Erlendar fréttir Plflstns liF Q3# PLASTPOKAR ’ O 82655 Sælkera- kvóld Sælustund fyrir unnendur sannrar matargerðarlistar Sælkerakuöldin í blómasalnum ífyrra uoru nýjung sem heppn- aðist frábærlega. Matargestir nutu Ijúfra ueitinga, en ualinkunnir sælkerar uoru fengnir til að setja saman matseðilinn og stjóma framreiðslunni. Pað erþuí með sérstakri ánægju að uið tilkynnum aðframhald uerður á, þuí annað kuöld, fimmtudagskuöld uerður fyrsta sæl- kerakuöld uetrarins. Hinn landskunni stjómmálamaður Albert Guðmundsson hefur tekið að sér að sjá um matseðilinn í sam- uinnu uið matreiðslumenn hótelsins. Matseðillinn uerðurað sjálfsögðu áfranska uísu enAlbert uarum árabil búsetturí Frakklandi, sæluriíá allra sælkera. Blandaðar smásnittur Canapés assortis Kjötseyði með fylltum pönnukökum Consommé á la Célestine Innbakaður lambahryggur að hætti Alberts Carré d’agneau en croute, Albert Glóaldinundur Orange en surprise Mataruerð er kr. 7.500,- Albert uerðurað sjálfsögðu á staðnum til halds og trausts og mun mæla með uiðeigandi drykkjarföngum. Sigurður Guðmundsson leikurá orgelið. Matur uerður framreiddur frá kl. 19. Borðpantanir hjá ueitinga- stjóra í símum 22321 og 22322. -Pantið tímanlega. Sælkerar, hér erfreisting til að falla fyrir. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.