Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979. 9 Próf kjörin framundan: ÞEIR ERU KALLAÐIR —en verða tæplega allir útvaldir „Læt ekki gleyma mér í framboðsmálunum” — segir Dagbjört Höskuldsdóttir Stykkishólmi ,,Eg læt ekki gleyma mér í kosninga- málunum,” sagði Dagbjört Höskulds- dóttir húsfrú, Stykkishólmi, er frétta- maður spurði hana hvort hún yrði í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Vesturlandskjördæmi. ,,Fari svo að hér i kjördæminu verði skoðanakönnun, býst ég við að stefn^i alveg eins á efsta sætið. Annars tek ég við þeim trúnaði sem flokksmenn vilja fela mér,” sagði Dagbjört. Hún sagði að því væri ekki að leyna að nokkuð eimdi enn eftir af fyrir- komulagi hinnar gömlu kjördæma- skipunar í ýmsum kjördæmum landsins. Þetta væri ekki að öllu leyti i samræmi við nútímann og að sjálf- sögðu alls ekki á nokkurn hátt bind- andi, hvorki fyrir frambjóðendur né kjósendur. Dagbjört veitti Alexander Stefáns- syni harða keppni í framboðinu fyrir síðustu alþingiskosningar en fór í þriðja sæti listans. -BS. Baldur Óskarsson: „Tek sæti á lista ef það býðst” ,,Ef mér verður boðið að taka sæti á lista Alþýðubandalagsins í kosningun- um þá mun ég væntanlega gera það,” sagði Baldur Óskarsson, starfsmaður flokksins. Baldur var i 2. sæti á AB-listanum í Suðurlandskjördæmi í síðustu alþingis- kosningum. „Hjá okkur eru engin framboð og áróður einstaklinga til að ná sætum á framboðslistum. Alþýðubandalagið verður að öllum líkindum með skoðanakannanir um skipan sæta á listum. Við treystum fólkinu fullkom- Iega til að velja sér hæfa fulltrúa í þau,” sagði Baldur Óskarsson. -ARH. Magnús Bjamfreðsson: „Framboð kemur ekki til greina” ,,Ég gaf nýverið yfirlýsingu á full- trúaráðsfundi Framsóknarflokksins í Kópavogi að framboð kæmi ekki til greina af minni hálfu,” sagði Magnús Bjarnfreðsson í stuttu spjalli í gær. Magnús er orðaður við I. sæti á lista Framsóknar í Reykjaneskjördæmi. Sá orðrómur á greinilega ekki við rök að styðjast. ,,Ég hef raunar aldrei hugleitt fram- boð en þótti rétt að taka formlega afstöðu eftir að ljóst varð að Jón Skaftason byði sig ekki fram á ný í kjördæminu.” -ARH. Þórarínn Þórarínsson: „Sést á sín- um tíma” ,,Ég get ekki gefið þér önnur svör en þau að það sést á sínum tíma," sagði Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans og fyrrum alþingismaður, þegar undir hann var borinn orðrómur um hugsan- legt framboð hans í Reykjavík á vegum Framsóknarflokksins. Þórarinn . skipaði 3ja sæti Framsóknarlistans í síðustu alþingis- kosningum. Hann vildi ekkert um það segja hvenær sá tími kæmi að rétt þætti að gefa einhverjar ákveðnar yfirlýsingar. ,,Ég veit ekki hvenær eða hvernig við ákveðum framboðsmálin. Fyrirkomu- lagið verður að miðast við þann skamma tíma sem er til stefnu. Allir frestir styttast.” -ARH. Sjöfn Sigurbjörasdóttir: „Hefur komið til tals” ,,Ég hef ekkert hugleitt þaðcnnþ't.” sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, bi igar- fulltrúi Alþýðuflokksins, er hún var spurð um það hvort hún hygði á próf- kjör til alþingiskosninga. „Þetta hefur komið til tals en ég er ekki farin að gera upp hug minn í þessum efnum,” sagði Sjöfn. -DS. Haraldur Ólaf sson dósent Stef nir á fyrsta sætið hjá Framsókn íReykjavík „Það hefur komið til orða að ég gefi kost á mér til Alþingisframboðs í Reykjavík,” sagði Haraldur Ólafsson, dósent í viðtali við DB. Hann sagði ennfremur: „Ef til prófkjörs kemur stefni ég á fyrsta sætið í Reykjavík.” Guðmundur G. Þórarinsson, verk- fræðingur, hefur ákveðið að stefna á fyrsta sætið samkvæmt frétt DB i gær. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, hefur ekki opinberlega látið uppi, að hann ætli að hætta við Alþingisframboð. Hins vegar er talið að hann muni ekki etja kappi um fram- boð við aðra í prófkjöri eða skoðana- könnun eins og framsóknarmenn nefna það. Ennþá er ekki fullráðið hvort skoðanakönnun verður um framboð i Reykjavík. Verði hún, má búast við hörðum og tvisýnum átökum milli Guðmundar G. og Haraldar. Skoðana- könnun er bindandi fyrir tvö efstu sæti á framboðslista til Alþingis. -BS. Markús Á. Einarsson: „Sækist ekki eftir sæti” „Ég sækist ekki eftir þingsæti á lista Framsóknarflokksins i Reykjaneskjör- dæmi,” sagði Markús Á. Einarsson veðurfræðingur. „Málið er allt á frumstigi og ekki hefur verið leitað formlega eftir þvi við mig að ég fari í framboð. Ég hef því ekkert ákveðið ennþá enda verða menn að koma saman í kjördæminu og ræða málin.” -JH. Sigurður Líndal ekki íframboð „Ég hef ekki hug á stjórnmálaaf- skiptum,” sagði Sigurður Líndal prófessor í viðtali við DB i gær. Hann verður því ekki í framboði i prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík eins og margir munu hafa hvatt hann til að gera. -HH. Leó Löve: „Stefni á fyrsta sæti hjá Framsókn á Reykjanesi” „Ég get ekki neitað því að ég stefni að framboði fyrir Framsóknarflokkinn i Reykjaneskjördæmi,” sagði Leó Löve fulltrúi bæjarfógeta í Kópavogi. „í því sambandi kemur ekkert til greina nema fyrsta sæti listáns. Framsóknarflokkurinn er á uppleið og ég á von á því að hann komi manni að á Reykjanesi. Prófkjör verður hins vegar ekki hjá flokknum en ég barðist harðlega fyrir því að Framsóknar- flokkurinn efndi til prófkjörs í Reykja- nesskjördæmi.” Jón Skaftason var í fyrsta sæti Framsóknarflokksins i siðustu kosningum en náði ekki kjöri. Hann verður ekki í framboði nú og heldur ekki annar maður á lista frá því í fyrra Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri i Keflavík. Þá hefur Ragnheiður Svein- björnsdóttir, sem var í þriðja sæti listans, ekki tekið endanlega ákvörðun um framboð, þannig að listi Fram- sóknarmanna er mjög opinn á Reykja- nesi. ________________________-JH. Séra Ingiberg J. Hannesson: „Sé til hvort prófkjör veröur” „Menn eru nokkuð seinir að taka við sér í sveitinni,” sagðis lngiberg J. Hannesson er DB spurði hann hvort hann hygðist fara í framboð fyrit Sjálfstæðisflokkinn i Vesturlandskjör- dæmi. „Það liggur ekki fyrir hvort prófkjör verður i kjördæminu og fyrr er ekkert hægt að segja um málið. Ég ætla þvi að sjá til fram eftir vikunni. Ef ekki verður prófkjör skiptir ekki máli hvort maður sjálfur vill þvi þá mun kjördæmisráðskipa á lista.” -JH. „Er í myndinni —en ekki ákveðinn” — segir Jón Sveinsson á Akranesi „Ég hefi ekki tekið ákvörðun enn,” sagði Jón Sveinsson, fulltrúi bæjar- fógetans á Akranesi, er fréttamaður DB spurði hann hvort hann yrði í fram- boði fj ir Fnimsóknarflokkinn í Vesturlar-Kkjördæmi.Jón var í 5. sæti lista Fr.rnsóknarmanna í síðustu Alþingiskosningum. „Ég get auðvitað ekki neitað þvi að maður er inni í myndinni,” sagði Jón Sveinsson. Hann kvað kjördæmisþing flokksins verða haldið næstkomandi sunnudag. Þar yrði fjallað um fram- boðsmál í kjördæminu og þeim hugsanlega til lykta ráðið. Þar sem Halldór E. Sigurðsson gefur ekki kost á sér i þingframboð oftar er trúlegt að Alexander Stefánsson í Ólafsvík gangi upp í efsta sæti listans. Þógætu orðið átök um það sæti. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.