Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979. Kjallarinn Æskilegur búnaður Hjélmur Olnbogapúði Sterklr hanzkar Hnépúðl Mjúklr akór td. tennisakör Nýtt, hættulegt Eiríka A. Fríðríksdóttir Rast slys gerist við handleggi, hönd, hrté an alvariagustu slysin aru höfuðslys Fyrir fáum vikum sá ég ungan strák, líklega á 12 ára aldri, koma niður Laugaveg á skautaborði. Hraðinn var eðlilega mikill en kunnátta hans lítil. Fólkið sem kom á móti honum gat forðað sér en hann sjálfur gat ekki stjórnað borðinu. Hann hélí áfram og beint út á götuna. Sem betur fór kom engin bifreið frá Rauðarárstíg út á Hlemm. Annar strákur fylgdi rétt á eftir en gat svo beygt inn á Rauðarárstíg. Nokkrum dögum seinna sá ég strák á skautaborði keyra um Gnoðarvog og ^ „Að minnsta kosti jafnmikil slysahætta og á skíðum og hætt við að slysin verði alvarlegri. milli blla. Það var mikil mildi að ekkert slys varð. Skautaborð eru miklir slysa- valdar. Þótt aðeins fá borð væru í notkun árið 1977, voru á meðal slysa sem athuguð voru á timabilinu 1. april til 30. september tvö siys vegna aksturs á skautaborðum. Hve alvarlegt málið er kom fram í skýrslu sænsku neytendastofn- unarinnar, „Konsumentverket” frá júni 1977. Upplýsingar og myndir eru teknar úr skýrslunni. Aðalpunktar eru: 1. Skautaborðið er ekki leikfang heldur íþróttatæki og er hætta við notkun tækis að minnsta kosti eins mikii og við notkun skíða. Slysin geta hins vegar orðið miklu alvarlegri en skíðaslysin. 2. Nauðsynlegt er að athuga hvar notkun skautaborða sé ieyfð til þess að fyrirbyggja slys, bæði á þeim sem nota borðin og öðrum vegfarendum. Skautaborðin komu líklega fyrst í notkun í Bandaríkjunum og var fjöldi slysa sem athuguð voru 1/7 ’72 —30/6 ’73 aðeins 3.613 en fjórum irum seinna 1/7 '76-30/6 ’77, þegar orðinn 54.535. Áætlaður fjöldi þeirra sem notuðu skautaborðið var þá um 10—20 milljónir manna og slysa- hlutfall um 2—3 á þúsund. Skíðaslys eru um 2—6 á þúsund. Slys orsökuð af skautaborði eru hins vegar alvar- legri — 17<7o voru höfuðslys. Orsök slysa var fall frá borði, og um 25% vegna þess að vegurinn var ójafn á blettum. Af þeim sem urðu fyrir slysi voru um 70% brot á einum eða fleiri stöðum. Meðal slysa voru einnig tilfelli með áverkum á heila og mænu og eitt dauðaslys í Hawaii. Til þess að koma í veg fyrir slys er nauðsynlegt að hafa öryggisútbúnað eins og myndin sýnir. Þar að auki er nauðsynlegt að Umferðarráð ákveði í samvinnu við lögreglu hvar nota megi skautaborð: t.d. aðeins á íþróttavöllum og aðeins af börnum yfir 12 ára og með öryggisbúnaði. Þar að auki ættu samkvæmt sænskum reglum að fylgja skauta- borðum upplýsingar um viðhald þeirra og prófun, auk upplýsinga um hættu. Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur. íþróttatæki Hvað geta bókasöfnin gert? Á undanförnum árum hefur starf- semi almenningsbókasafna þróazt úr því að vera útlánsstaður fyrir bækur í að vera mennta-, upplýsinga- og tómstundastofnun fyrir almenning, eins og stendur í lögum um al- menningsbókasöfn, nr. 50/1976. Þróun í þessa átt hefur verið heldur hæg, þó hafa nokkur bókasöfn reynt að ná þessu marki en af vanmætti sökum skorts á rekstrarfé. En á hvern hátt geta almenningsbókasöfnin rækt þetta þríþætta hlutverk? Menntunarhlutverkið Það fyrsta sem i hug kemur er ævimenntunin — endurmenntun ' fólks til meiri hæfni í starfi eða til nýrra starfa. Hlutverk almennings- bókasafnsins í ævimenntuninni getur komið fram á ýmsan hátt, t.d. með samstarfi við fullorðinnafræðsluna á hverjum stað eða félög og hópa, sem efna til námskeiða, með þvi að leggja til húsnæði fyrir leshringi og náms- hópa, og standa reiðubúið með bókakost sinn þessum aðilum til af- nota. Auk þess gæti bókasafnið staðið fyrir kennslu í heimildaleit og upplýsingasöfnun og hlýtur að verða stór þáttur í sjálfsnámi. Uppiýsingahlutverkið Á undanförnum árum hefur upplýsingaþörfin og upplýsinga- dreifingin orðið þýðingarmeiri þáttur i flóknu og tæknivæddu nútíma- þjóðfélagi, þ.e. þörf einstaklingsins til að fá sem gleggstar upplýsingar og þörf samfélagsins fyrir sem mesta upplýsingamiðlun, sem er nauðsyn- legur þáttur í lýðræðisþjóðfélagi. Margt mælir með því að bókasafnið hafi þetta hlutverk á hendi því að líklega eru þau mest nýttu menning- arstofnanir þjóðfélagsins, auk þess sem þau búa yfir handbókakosti sem nauðsynlegur er til að halda uppi upp- lýsingaþjónustu. Kjallarinn Jón Sævar Baldvinsson Upp á síðkastið hefur ekki einungis verið rætt um að al- menningsbókasafnið hafi almenna upplýsingadeifingu á starfssviði sínu heldur ætti það að hafa handbærar nýjustu upplýsingar um sveitar- Ýmsa aðra starfsemi mætti nefna, svo sem ljóðakvöld og rithöfunda- kynningar, sem fá hvergi betra um- hverfi en bókasafnið. Æskilegt er að tengja almenningsbókasafnið þeirri tómstunda- og æskulýðsstarfsemi sem fer fram í samfélaginu, annað- hvort beint, með því að bókasafnið standi sjálft fyrir slíkri starfsemi, eða í samvinnu við aðra sem annast slík mál, þá með því að leggja til húsnæði sitt fyrir þessa starfsemi eða aðstoða á annan hátt. Ýmiss konar tómstundastarfsemi getur farið fram á almenningsbóka- safninu að staðaldri, svo sem skák, spil, tónlistarhlustun, sögustundir og föndur fyrir yngstu börnin. En hugsa þarf fyrir þessum hlutum í upphafi þegar bókasafnsbyggingar eru hann- félagið í formi fundargerða, skjala, skipulagsuppdrátta og annarra gagna, sem gildi hafa fyrir al- menning. Það sama á við um störf sýslna, sambanda sveitarfélaga og Alþingis. Upplýsingahlutverkið verð- ur ekki rækt sem skyldi ef ekki koma til sýningar og umræður í bóka- safninu á því sem efst er á baugi i samfélaginu á hverjum tima. Tómstundahlutverkið Þetta er það hlutverk sem almenn- ingsbókasöfnin hafa aðallega rækt til þessa með útlánum létts lesefnis, þ.e. bókum til skemmtilesturs og bókum um tómstundaefni. En bókin ein nægir ekki til að koma til skila þeirri þekkingu og upplýsingum, sem við þörfnumst í dag. Hljómplötur, kvik- myndir, fyrirlestrar, listsýningar ,o.fl. hafa einnig að geyma ógrynni upplýsinga og þekkingar. Ef almenningsbókasafn ætlar að vekja athygli notenda sinna ál þróunarlöndunum i Afriku nægir ekki að sýna þann bókakost sem bókasafnið á til um þetta efni. Myndir eða fyrirlestur gefa meiri inn- sýn í lifnaðarhætti fólksins og sýn- ingar á afrískum hljóðfærum og að- staða til að hlusta á afríska tónlist gefur dýpri skilning á hinni sérstæðu menningu Afriku. aðar. í dag er bókasafnið ekki her- bergi, salur eða hús með bókum ein- um, heldur lifandi stofnun með tnargvíslega starfsemi sem leitast við að ná til sem flestra hópa þjóöfélags- ins og vera þar sem þörfin er fyrir það, hvort sem það er á elliheimili, í félagsmiðstöðvum unglingá eða á sjúkrahúsum. Jón Sævar Baldvinsson safnvörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.