Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 12
12 a DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979. Iþróttir Landsleikurá Selfossi í kvöld kl. 20.30 leikur íslenzka unglingalands- liðið gegn Tékkunum og fer leikurinn fram á Sel- fossi. Ungiingalandsliðið er skipað geysilega sterk- um leikmönnum og t.d. má geta þess að strákarnir burstuðu A-landsliðið i æfingaleik fyrir stuttu. Þetta verður síðasta prófraunin áður en haldið verður til Danmerkur á HM unglinga í næstu viku. Strákarnir hafa æft mjög vel í allt sumar og líkamsstyrkur þcirra er mikili. Ekki er að efa að þeir munu velgja Tékkunum undir uggum og er full ástæða til að hvetja fólk fyrir austan fjall að fjölmenna á leikinn. „Bullandi tap” ,,Það er buliandi tap á þessari heimsókn Tékk- anna. Við sleppum ekki með minna en 1,5 milljón i tap hversu margir sem kunna að koma á unglinga- iandsleikinn á Selfossi í kvöld,” sagði Júlíus Haf- stein, formaður HSÍ. Aðsókn á leikina gegn Tékk- unum hefur valdið mikium vonbrigðum. Aðeins 1700 manns borguðu sig inn á fyrri leikinn og mun færri í gærkvöld. Svíður þetta þeim HSÍ mönnum sárt, ekki sízt vegna þess að landsliðið stóð sig með ágætum. ,,Það er undarlegt að fólk skuli flykkjast á knattspyrnulandsleiki á sumrin þótt þeir séu fyrir- fram tapaðir. Við eigum þó allténd alltaf góða sigur- möguleika,” sagði Jóhann Ingi, landsliðseinvaidur, fyrir skömmu. Sannarlega leitt til þess að vita að tap þurfi að vera á slíkum heimsóknum. Aukist aðsókn ekki á landsleikjum hér heima er komin sú alvarlega staða upp, að e.t.v. þurfi að skera fjölda þeirra veru- lega niður. Krankl úr liðinu Hans Krankl, sem íslenzkir knattspyrnuunnendur fengu að sjá á Laugardalsvellinum gegn Skaga- mönnum fyrir skömmu, var um síðustu helgi settur út úr liðinu hjá Barcelona. Þykir Krankl hafa verið slakur i haust og ekki náð sér á strik. Spánverjarnir eru harðir og það er engin „elsku mamma” ef hlutirnir ganga ekki upp. Þrátt fyrir þetta er Krankl í liði Austurríkismanna, sem mætir Skotum á Hampden í kvöld. Sonurinn lézt Það voru e.t.v. ekki margir sem veittu því eftirtekt að einn leikmanna Tékkanna vantaði i leikinn í gær. Það var leikmaður nr. 6, sem átti prýðisleik í fyrri leiknum og hélt spilinu gangandi. Hann var þff tek- inn óblíðum tökum af íslenzku vörninni og varð tví- vegis að fara út af vegna meiðsla. En á mánudaginn varð hann fyrir því að sonur hans lézt. Því tók hann fyrstu flugvél heim í gær og var þess vegna ekki með í leiknum. Pólverjar sigruðu Pólverjar unnu Hollendinga 2—I í Unglinga- landsleik í gærkvöldi. Leikurinn var liður í Evrópu- keppni unglingalandsliöa og var leikinn í Elbag i Póllandi að viðstöddum 6.500 áhorfendum. Hart barizt í Allsvenskan Keppni í sænsku Allsvenskan er nú að komast á lokastig. Keppnin er geysilega jöfn og berjast þrjú lið Iratrammlega um sigurinn. Halmstad cr efst með 32 stig en Gautaborg og Malmö hafa bæði 31 stig. Halmstad á eftir að leika gegn Atvidaberg á útivelli og AIK heima. Gautaborg á eftir leiki gegn Lands- krona heima og Hammarby úti. Malmö á eftir Norr- köping heima og Elfsborg úti. Prógramm Malmö er mjög erfitt en Halmstad og Gautaborg eiga mun létt- ari leiki. Úrslit í 24. umferðinni urðu þessi: Djurgaarden — I.andskrona 0—0 Elfsborg — AIK 0—1 Halmstad — Oster 0—0 Hammarby — Malmö 0—1 Sundsval! — Átvidaberg 2—0 Kalmar — Gautaborg 1—2 Norrköping — Halmia 1 — 1 Staöan er nú þannig: „Ég kom ekki við hann,” gæti Papiernic verið að gefa ti! kynna með tiiburðum sínum eftir að Ólafur H. Jónsson hafði snúið á hann í leiknum i gær. DB-mvnd: llórður. Lokuðu vöminni og unnu upp 6 marka forskot lokakaf lann —ævintýralegur endir á landsleiknum f gær eftir að hafa verið 9-15 undir þegar 15 mín. voru til leiksloka Stórgóður endasprettur íslenzka landsliðsins í gærkvöldi tryggði þvf óvænt jafntefli gegn Tékkum í Laugar- dalshöllinni, 17—17. Þegar um 15 mín. voru eftir af leiknum voru Tékkarnir með örugga forystu, 15—9, og virtust stefna í stórsigur. Strákarnir lokuöu þá vörninni hjá sér og tókst að vinna upp muninn hægt og bítandi og rétt fyrir leikslok jafnaði Páll Börgvinsson rnctin með dálitlu heppnisskoti. Það var ekki nóg eftir fyrir Tékkana til að hefja ieik- inn á ný og jafntefli var í höfn. Tvær breytingar voru gerðar á liðinu fyrir leikinn. Þeir Hörður Harðarson og Sigurður Gunnarsson komu í stað þeirra Steinars Birgissonar og Erlends Hermannssonar. Sigurður kom mikið við sögu en Hörður fékk aðeins eitt tækifæri en var siðan miskunnarlaust kippt út af. Dálítið harkalegt. Áhorfendur voru mun færri í Höll- inni i gærkvöld en á mánudag og hvort það hefur haft áhrif skal ósagt látið en alla baráttu vantaði i íslenzka liðið. Gruca kom Tékkunum yfir en Þor- bergur jafnaði metin fyrir ísland. Homolka skoraði strax fyrir Tékkana og síðan misfórst hraðaupphlaup. Polivka bætti þriðja markinu við og því fjórða einnig þegar 13 mín. voru af leik. Á þessum tíma gekk ekkert upp í sókninni og auðveld færi runnu úr greipum. Páll kom íslandi á sporið á ný, 2—4, en alla festu vantaði i sókn- ina. Leikmenn virtust ekki finna hvorn annan oft á tiðum. Bjarni skoraði 3—4 og síðan átti Ölafur H. Jónsson fallegt undirskot í stöng og út áður en Steindór jafnaði 4—4 eftir fallega linusendingu Sigurðar Gunnarssonar. Voru þá um 22 mínútur liðnar af leiknum en þær 8 mínútur sem eftir voru nægðu Tékkum til að ná þriggja mark forskoti fyrir hlé. Hörður kom inn á undir lok fyrri hálf- leiksins og varð fyrir því óhappi að detta er hann undirbjó undirskot. Honum voru ekki geftn fleiri tækifæri „Égvarorðinn ærið vondaufur um tíma” Halmstad 24 10 12 2 34—20 32 „Auðvitað settum við stefnu á sigur haldið er almennt í góðu lagi.” Gautaborg 24 11 9 4 39—22 31 fyrir lcikinn, en ég var næstum búinn Finnst þér Tékkarnir vera með sterkt Malmö 24 12 7 5 28—20 31 að gefa alla von frá mér þegar lið? Elfsborg 24 12 5 7 28—22 29 Tékkarnir leiddu 15—9 og aöeins „Þvi er ekki að neita að þeir eru Norrköping 24 10 8 6 41—27 28 kortér var eftir,” sagði Jóhann Ingi með mjög sterka vörn og þeir eru mjög Hammarby 24 11 6 7 42—30 28 Gunnarsson landsliðseinvaldur eftir sterkir í maður-gegn-manni einvígjum Öster 24 9 9 4 29—24 27 leikinn i gær. „Okkur tókst að loka en það er veikur punktur að tapa niður Kalmar 24 7 8 9 39—35 22 fyrir lekana í hornunum með því að 6 marka forskoti á 15 mínútum. Ég Átvidaberg 24 7 7 10 19—25 21 leika 6—0 vörn en í staðinn fengum við skipti yngri mönnum inn á þegar allt Djurgaarden 24 7 6 11 26—33 20 á okkur mörk á miðjunni." var i óefni og þeir brugðust ekki AIK 24 5 10 9 24—31 20 „Það komu fram taktisk mistök í traustinu og hlutirnir fóru að ganga Landskrona 24 7 5 12 30—38 19 leiknum og misskilningur á milli manna upp í sókninni. Ég er bjartsýnn, þvi við Sundsvall 24 6 7 11 28—41 19 einvaldlega vegna skorts á samæfingu. erum með góðan kjarna í höndunum Halmia 24 2 5 17 14—53 9 Liðin hér heima eru greinilega ekki komin á fullu út í leikkerfin, en út- eins og er og gott unglingalandslið. Framtíðin er björt.” og virkuðu þessi vinnubrögð nokkuð harkaleg á sama tíma og aðrir leikmenn komust upp með mistök á mistök ofan. Hvað um það. Þrjú mörk skildu i hálf- leik, 6—9 fyrir Tékkana. Islenzku strákarnir féllu mjög i þá gryfju að skjóta uppi á Himer í markinu þar sem hann varði flest skot auðveldlega. Það var ekki fyrr en loka- kaflann að strákarnir fóru að skjóta á hann niðri og þá komu lika mörk. Papiernic opnaði markareikning Tékk- anna í s.h. en Ólafur H. Jónsson svaraði. Síðan fóru strákarnir illa með upplögð færi og halla tók undan fæti. Bjarni var settur til höfuðs Papiernic þegar 20 mín. voru eftir en hann hafði þó verið mun minna áberandi en i fyrri leiknum. Þetta hafði þau áhrif fyrst að Tékkarnir skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 15—9. Á þessum kafía varði Hirner víti Páls og einnig var dæmd leiktöf á ísland enda ráðleys- ið mikið. Síðan fóru hlutirnir að ganga fyrir sig. Kristján kom i markið og strák- arnir hófu að saxa á forskot Tékkanna. Fimm íslenzk mörk komu í röð. Fyrst Steindór eftir línusendingu Sigurðar Gunnarssonar, þá Sigurður sjálfur, Þorbjörn og síðan Bjarni mgð tvö mörk. Síðara mark Bjarna var gull- fallegt eftir sendingu Sigurðar. Staðan 14—15 og aðeins 8 min. eftir. Homolka kom Tékunum í 16—14 en Þorbjörn svaraði. Síðan skaut Bjarni í gólfið og yfir í dauðafæri og Cerny skoraði 17— 15. Bjarni skaut síðan framhjá úr horn- inu í næstu sókn og allt virtist glatað og aðeins tæpar 4 mín. til leiksloka. Páll minnkaði muninn úr víti þegar 2 og hálf mín. voru eftir og Tékkar reyndu að tefja leikinn eins kænlega og þeir gátu. Var þá ekkert til sparað — leik- araskapur eða annað. Þegar 65 sek. voru eftir’ var dæmd á þá leiktöf. íslenzka liðið lék afar yfirvegað síðustu mínútuna og það voru ekki meira en 5 sek. eftir þegar Páll reyndi skot úr erfiðu færi. Knötturinn lá i netinu og jafntefli í höfn. Sannarlega gleðilegur endir í leik sem virtist gertapaður á tímabili. Landsliðið hefur sýnt það í báðum leikjunum við Tékkana að kjarninn er fyrir hendi en alla samæfingu og fínpússun vantar i leikinn. Allt of mikið byggist á ein- staklingsframtaki og t.d. var Páll kjöl- festan í liðinu i báðum leikjunum og gerði margt á eigin spýtur þegar önnur ráð brugðust. Frammistaöa leikmanna Eins og gefur að skilja áttu leikmenn misjafnan dag eins og alltaf. Páll var kjölfestan í liðinu allan tímann og skoraði 5 mörk þrátt fyrir að eiga mis- heppnuð skot inn á milli. Sigurður Gunnarsson tók við hlutverki félaga síns úr Vikingi, Þorbergs Aðalsteins- sonar, í seinni hálfleiknum. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í f.h. en fór Leikurinn ítölum Ólafur H. Páll Bj. Hördur H. SiguröurG. Þorbergur Þorbjörn Bjarni G. Ólafur J. Steindór Stefán G. * S 1 5 2 1 2 4 u. 1 svo i gang og skoraði tvö góð mörk auk þess að eiga 3 gullfallegar sendingar á línuna, sem gáfu mörk. Þorbjörn Guðmundsson var ekki mikið með en stóð sig vel þann tima sem hann var inn á. Traustur í sókn- inni. Ólafarnir náðu sér ekki vel á strik en gerðu báðir laglega hluti. Bjarni skoraði 4 mörk en fór illa með upplögð færi og skaut alltaf á sama blettinn þar til í lokin. Steindór stóð sig vel og Stefán sömuleiðis þó ekki væri hann mjög virkur í leiknum. Jens varði vel i fyrri hálfleiknum og Kristján stóð sig prýðilega lokakaflann. Þætti Harðar hefur verið lýst. Eitt er víst. Fái landsliðið einhvern tíma til samæfinga er ekki að efa að þessi kjarni getur náð langt. Leikmenn vita að þeir þurfa að leggja hart að sér þvi unglingalandsliðsmenn banka á dyr landsliðsins unnvörpum. Næsta verk- efni landsliðsins verður á Baltic-Cup í janúar og þá verður sá kjarni kominn sem notaður verður fyrir HM. - SSv. <C "C > u. 1 3 1 3 1 1 1 Jens varði 8 skot i f.h. og 2 i þeim síðari. Kristján varði 4 skot. Sóknir íslenzka liðsins voru alls 39 og mörkin 17. Nýtingin 43,6%. Tveir Tékkar voru reknir af velli en enginn Islendingur. Úrslitaleikir í þremur Evrópuriðlum í kvöld — 7 leikir á dagskrá í 5 riðlum í Evrópukeppni landsliða Þótt þátttöku íslendinga i Evrópukeppni landsliða sé fyrir nokkru lokið er enn hart barizt i flestum riðlunum í Evrópukeppninni. í kvöld eru eigi færri en 7 leikir á dagskrá sem allir geta haft úrslitaáhrif á lokastöðu sinna riðla. írar bæta Búlgörum í dag í 1. riðli og í kvöld ieika N-Irar og Englendingar í sama riðli. í 2. riðli eig- ast við Belgar og Portúgalar, og Skotar og Austurríkismenn. I 4. riðli leika Hollendingar og Pólverjar, í 6. riðli Ungverjar og Finnar og í 7. riðli V- Þjóðverjar og Walesbúar. í flestum ef ekki öIInm tilvikum er hér um úrslita- leiki í riðlunum að ræða. í fyrsta skipti í 33 ár munu bræður leika með írska landsliðinu, sem mætir Búlgörum kl. 14 í dag. Það eru bræðurnir David O’Leary hjá Arsenal og PierceO’Leary.sem leikur með irsku 1. deildarliði. Þeir munu verða miðverðir í leiknum í dag, en lið franna er þannig skipað: Gerry Peyton, Paddy Mulligan, David O’Leary, Perce O’Leary, Adhey Grimes, Tony Grealish, Mick Martin, Liam Brady, Frank Stapleton, Paul McGee, Steve Heighway. Möguleikar Búlgaranna eru hverfandi og reyndar íranna lika. Það ern Englendingar, sem hafa tögl og hagldir: þessum riðli og þeir leika gegri N-írunum í kvöld. Peler Shilton kemur í markið á nýjan leik eftir nokkra fjarveru og kemur val hans nok kuð á óvart þar sem Ray Clemence átti stórleik gegn Dönum fyrir rúmum mánuði. Aðrir leikmenn enska liðsins verða þessir: Phil Neal Liverpool, Dave Watson, Southampton, Phil Thompson Liver- pool, Mick Mills Ipswich, Ray Wilkins Manchester United, Steve Coppell Manchester United, Trevor Brooking, West Ham, Kevin Keegan Hamburger SV, Tony Woodcock , Nottingham Forest og Peter Barnes, West. Bromwich Albion. í 2. riðli verða einnig tveir mikilvægir leikir. Eins og er er staða Portúgala mjög sterk i riðlinum og hin þjóðin, sem á raunhæfa sigur- möguleika eins og er er Austurríki. Báðar þessar þjóðir eiga erfiða leiki fyrir höndum í kvöld. Portúgalarnir leika gegn Belgum, sem enn hafa ekki unnið leik í riðlinum — gert fjögur jafntefli. Með sigri i kvöld myndu Belg- ar hleypa mikilli spennu í riðilinn að ekki sé nú talað um ef Skotarnir geta unnið Austurríki á Hampden. Fimmta þjóðin i riðlinum, Noregur, leikur álika hlutverk og ísland en hefur þó afrekað að ná jafntefli gegn Belgum á útivelli og tapað 2—3 fyrir Skotum á Hampden. Lið Skota og Austurríkis- manna voru tilkynnt í gærkvöldi. Skotland: Alan Roguh, Alex Jardine, Gordon McQueen, Kenny Burns, Iain Munro, John Wark, Graeme Souness, Archie ' Gemmill (fyrirliði), Arthur Graham, Kenny Dalglish og John Robertson. Lið Austurríkis: Koncilia, Sara, Weber, Mirnegg, Pezzey. Hattenberger, -Scahchner Prohaska, Krankl, Kreuz, Jara. Krankl er nú í lið- inu eftir að hafa misst úr vináttuleikinn gegn Ungverjum í Vín fyrir skömmu. Austurriki vann þann leik, 3—1 og vann t.d. England 4—3 i sumar. Skotar verða að vinna þennan leik til að eiga möguleika á sigri í riðlinum í „okkar riðli”, þeim 4., eigast við í kvöld Hollendingar og Pólverjar. Áður hefur verið fjallað ítarlega um möguleika liðanna. Pólverjar verða að sigra til að eiga sigurmöguieika í riðlinum. Hollendingum nægir jafn- tefli í þessum leik með því skilyrði að þeir kræki einnig í jafntefli gegn A- Þjóðverjum í síðasta leik riðilsins, sem fram fer um miðjan næsta mánuð. Það verður því örugglega grimmilega barizt i Amsterdam í kvöld I 6. riðli eigast við Ungverjar og Finnar. Finnar eru með bezlu slöðuna í þes'-nm riðli en eiga auk Iriksins i kvöld eftir að leika gegn Sovétmönnum á úti- velli. Finnarnir hafa komið geysilega á óva: i ug luia t.d. unnið t...Ki>„ í -1 á heimaselli og Ungverjana, 2—1. Ungverjar eiga ekki lengur sigurmögu- leika i þessum riðli. Grikkir hafa 7 stig að sínum leikjum loknum. Finnarnir hafa 5 stig og eiga tvo leiki eftir, Ung- verjar og Sovétmenn eru báðir með 4 stig og eiga einn leik eftir. Grikkirnir unnu á sínum tíma Finnana 8—1 og þeirra möguleikar eru góðir. Finnarnir þurfa að fá 3 stig úr leikjum sinum við Ungverjana og Rússana til að komast áfram og ná því tæpast. I 7. riðii leika í kvöld V-Þjóðverjar og Walesbúar. Þetta kemur til með að verða úrslitaleikur riðilsins ef að likum lætur. V-Þjóðverjar náðu aðeins jafn- tefli við Möltu og Tyrkland á útivelli — báðir leikirnir 0—0 en bættu það upp með góðum 2—0 sigri yfir Wales í Cardiff. Wales á að auki eftir að leika gegn Tyrkjum á útivelli og það gæti reynzt þeim hættulegt. Jafntefli í kvöld gæti þó dugað Wales ef þeir sigruðu Tyrkina því þeir eru með góða marka- tölu. Peter Shilton veröur í markinu á nýjan leik í stað Ray Clemence Handboltapunktar frá V-Þýzkalandi Axel ' Axelsson Tony Woodcock verður i fremstu 'víglínu. Horvat, slavíu, nú Minden 8. október 1979. Sex umferðum er nú lokið i hand- boltanum hér í Þýzkalandi. Meistarnir sl. tvö árin, TV Grosswallstadt, hafa þegar tekið örugga forystu eftir sex sigra. Víst er að erfitt veröur að stöðva sigurgöngu liðsins í vetur. Eftir síðasta keppnistímabil hætti þáverandi þjálfari Grosswallstadt, Klaus Zöll, en við tók Felix Magath. Margir bjuggust við afturkipp í árangri liðsins, en raunin ætlar aö verða önnur. Flestir fagmenn halda þvi fram að lið Grosswallstadt hafi aldrei virkað sterkara og einmitt í síðustu leikjum. Öruggur sigur liðsins í Gummersbach, 18—16, þar sem Grosswallstadt leiddi allan Ieikinn, styður þessa flyrðingu. TSV Milbertshofen er það lið sem mest hefur komið á óvart. Júgóslavinn Horvat (fyrirliði gullliðsins á ólympíu- leikunum 1972) bættist í hópinn fyrir þetta tímabil og virðist tilkoma hans virka sem vítamínsprauta á liðið. GW Dankersen hefur þurft að upplifa misjafna daga til þessa. Allir heimaleikir hafa unnizt, en allir útileikir tapazt. 15—23 í Essen 11 —19 í Gummersbach og 17—20 í Bremen er útkoma liðsins í útileikjum til þessa. Kannski ekki að undra, lið GW Dankersen er það iangyngsta í Bundes- ligunni í ár. Reynsluleysi háir því enn. Heimaleikir hafa þó unnizt nokkuð örugglega, 22—17 gegn Dietzenbach, 15—9 gegn Nettelstedt og 18—16 gegn Göppingen. 15—9 sigur GW Danker- sen yfir Nettelstedt var bezta sem sézt hefur til GW Dankersen á þessu leiktímabili. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur urðu vitni að leik, sem einkenndist af gífurlegri hörku og frá- bærri markvörzlu á báða bóga, sér- staklega hjá Rainer Niemeyer i marki GW Dankersen. Ef allt gengur eðlilega mun GW Dankersen verða um miðja deild í ár. bezti maður Júgó- með Milbertshofen TVG Bremen, iið þeirra Björgvins Björgvinssonar og Gunnars Einars- sonar, virkar betra í ár en i fyrra, þar sem liðið lenti í mikilli fallbaráttu. Gunnar er liðinu mikill styrkur. Samvinna hans \ið .liiörgi in er mjög góð. Varla verður lið Bremen þó ofan en um miðja deild, þó reyndar sé alltof snemmt að spá einu eða öðru eftir þetta fáar umferðir. Tus Nettelstedt hefur valdið aðdá- endum sínum miklum vonbrigðum. Niu úrvals leikmenn voru keyptir til félagsins í ár og stefnan var sett á titilinn. Það sem sést hefur til liðsins hingað til á hins vegar ekkert skylt við meistaralið. Þær miklu vonir sem bundnar voru við Nettelstedt eru grafnar. Einstaklingsframtak ræður ríkjum. Liðsheild er ekki að finna. ’ Úrslit leikja í sjöttu umferð urðu þessi: TSB Flensburg-SG Dietzenbach 12—15 GW Dankersen-FA Göppingen 18—16 Grosswalstadt-Tus Nettelstedt 25—17 TV Húttenberg-TV Grambke 18—16 Milbertshofen-Tus Hofweier 18—15 Staðan er nú þannig: Grosswallst. 6 6 0 0 118- -84 12 Milbertsh. 5 4 0 I 77- -71 8 Gummersb. 5 3 0 2 92- -80 6 Dietzenbach 5 3 0 2 70- -76 6 Hofweier 6 3 0 3 115- -97 6 Göppingen 6 3 0 3 101- -92 6 Nettelstedt 6 3 0 3 95- -100 6 Dan kersen 6 3 0 3 98- -104 6 Húttenberg 6 3 0 3 101- -108 6 Tusem Essen 4 2 0 2 72- -67 4 Birkenau 5 2 0 3 81- -87 4 Grambke 5 2 0 3 82- -89 4 Kiel 5 1 0 4 86- -93 2 Flensburg 6 0 ó 6 85- -125 0 Kær kveðja, Axel Axelsson. Jiirgen Franke skorar fyrir Dankersen í leiknum við Göppingen.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.