Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979. 15 JOHN WILUAMS STOFNAR ROKKHUÓMSVEITINA SKY „Vitmenn” um góða tónlist eru almennt mjög á móti rafmögnuðum gíturum og öðrum hljóðfærum sem hægt er að stinga í samband. Raf- mögnuð tónlist er að þeirra mati poppgarg sem ástæðulaust er að fara um öðrum orðum en niðrandi. Það hlýtur þvi að vera sérlega mikið ánægjuefni fyrir þá sem fordóma- laust geta hlustað á hvaða tónlist sem er þegar gítarleikari á borð við John Williams tekur sér rafmagnsapparat í hönd og tekur að beita því af list. John Williams er af mörgum talinn hinn fremsti meðal klassískra gítarleikara. — Hann var eitt sinn gestur Listahátiðar í Reykjavík og lék þá á hljómgítar sinn í Háskólabíói fyrir troðfullu húsi án hinnar minnstu uppmögnunar. — Frétta- tímaritið Newsweek fjallaði fyrir stuttu um Willíáms, stefnubreytingu hans í tónlist og hljómsveitina Sky sem hann hefur nýlega stofnað ásamt fjórum öðrum klassískum tónlistar- mönnum. Jazz með Cleo Laine Williams hefur reyndar fengizt Iitilsháttar við alþýðutónlist áður. Hann lék til dæmis inn á hljómplötu með jazzsöngkonunni Cleo Laine sem tekin var upp í klúbbi Ronnie Scott í London. En með hljómsveit- inni Sky þykir hann hafa stigið enn stærra skref í átt til alþýðutónlistar en nokkru sinni fyrr. Með John WiIIiams í hljóm- sveitinni Sky eru gítarleikararnir Kewin Peek og Herbie Flowers, Tristan Fry sem leikur á ásláttar- hljóðfæri og loks Francis Monkman sem nú hefur sleppt harpsókordinu og snúið sér að synthesizer. „Þetta er fyrsta rokkhljómsveitin sem hefur á að skipa jafnvígum mönnum á rafmögnuð hljóðfæri og órafmögnuð,” segir John Williams um hljómsveit sína. Hún hefur þegar hljóðritað eina plötu sem nýtur sívax- andi vinsælda. Kammerrokk Blaðamenn Newsweek voru viðstaddir hljómleika í síðasta mánuði hjá hljómsveitinni Sky. Þeir voru i Oxford i Englandi, þeim há- klassíska bæ. Hljómsveitin stóð sig með afbrigðum vel og á stundum hljómaði tónlistin allt að því of út- hugsuð. Gagnrýnendur töldu sig skilgreina tónlist Sky bezt með orðinu kammerrokk. Þrátt fyrir leik sinn með rokk- hljómsveit er John Williams ekki búinn að snúa bakinu alveg við sígildri tónlist. Á næstunni hljóðritar hann plötu með verkum eftir Boccherini og nýtur við það verk aðstoðar Strengjakvartetts Lundúna. Helzta kostinn við að starfa með Sky telur hann vera hópvinnuna. Ekki eru þó allir á eitt sáttir íim ágxti rafgítarsins, eins og þessi klausa ber með sér. ► Klassfski gitarleikarinn John Williams. Nú leikur hann rafmagnað kammerrokk fyrir fólkið. , tfyrri viku lékuþeir Síegfriedl ' Koblizi og Simon H. tvarssonl I slgOda spænska gitartðniist l[ I Norræna húsinu. Einhverjir| f munuhafa búist viB, a6 nú gæfi f I ab heyra trylling og tæting, þvl I aB á okkar öld hefur gitarinn | óspart veriB nýttur I þágu þeirr- I ar ærustu, sem ætlaB er aB 1 I brjála mannfólkiB i sinnuleysil I daginn Ut og inn, svo þaB verBif I meBfærilegra. 1 þessuskyni hef-1 I ur gitarinn m.a. veriB rafur-| I magnaBur. En meistari Segovia sagBi ij | sambandi viB bltlana: I „Ra fm agnsgi t arar erul IviBbjóBur. Hver hefur nokkru| f sinni heyrt um rafmagnsfiBlu?| [ EBa rafmagnsselló? EBa ef Util IþaB er fariB, rafmagns- Isöngvara?" Fimmti hluti heildar „Það sem hrjáir mig mest á löngum hljómleikaferðum um heim- inn er einmanaleikinn,” segir hann. „Eg nýt þess að leika með fjórum öðrum. Einn míns liðs nýt égmínekki sem skyldi, nema heima við. Þar get ég hlýjað mér á fingrunum, fengið mér tesopa og leikið án nokkurs utanaðkomandi hávaða. Með Sky er ég fimmti hluti heildarinnar og það er í senn rafmagnað, spennandi og indælt. Við höfnum á engan hátt sigildri tónlist,” heldur John Williams á- fram. „Mín skoðun er sú að Sky sé afturhvarf til gamalla venja, venja, sem voru í gildi á tímum Shake- speares. Með því á ég við að við erum hópur hljóðfæraleikara, sem leikum það sem fólkið vill heyra.” INGRID BERGMAN, sænska kvikmyndastjarnan, lítur hreint ekki út fyrir að vera orðin 63 ára, er hún stendur hér við hlið tvíburadætra sinna, Isabellu og Isottu. Þær mægður eru hér í Róm til að halda upp á 27 ára afmæli tvíburanna. Faðir þeirra er kvikmyndaframleiðandinn Roberto Rossellini. Rokkarinn í ballettinn Rokkstjarnan og stjórinn I brezku hljómsveitinni Queen, Freddie Mercury, stundaði æfingar með konunglega brezka ballcttinum fyrir nokkru. Tilefnið var að hljómsveitin Queen og dansararnir höfðu ákveðið að koma fram saman á góð- gerðarhljómleikum. Þurfti Freddie Mercury þá að læra nokkur frumspor til að stiga þó ekki væri nema i takt við hina þaul- xfðu dansara. Að loknum æfingum sagðist rokkstjarnan ætla að halda sig við rokkið — ballettinn væri alltof erfiður. Á myndinni er Freddie I loftinu I höndum dansara í Konunglega ballettinum. Karólína sýnir brjóstið Blaðaljósmyndarar eru alls staðar nálægir, jafnvel á óþægilegustu stundum lífsins. Þannig var um daginn er Karólína litla furstadóttir frá Mónakó brá sér í diskótek í New York með manni sínum, Philippe Junot. Þar sem þau hjónin sveifluðu sér í villtum dansi brast efsta talan á blússu Karólínu svo sást i annað brjóstið. Og auðvitað festi einn blaðasnápurinn það á filmu og síðan hefur mynd af hinni brjóstaberu Mónakómey birzt í öllum heims- blöðunum. Atburðurinn sögufrægi átti sér stað á diskótekinu Xenox á Manhatt- an en það er núna aðalstaður fína fólksins. Þau hjónin komu þangað seint að kvöldi eftir parti hjá þýzka glaumgosanum Gunter Sachs og fóru ekki fyrr en undir morgun er talan brast með sögulegum afleiðingum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.